Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 57 BREF TIL BLAÐSINS V erkalýðshreyfíngin þjónar ekki tilgangi sínum Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: HÉR Á íslandi eru aðeins nokkrir menn er geta talist hreyfa hönd til handa réttindum félagsmanna sinna þegar á þeim er brotið, meginþorri verkalýðsforkólfa hef- ur steingleymt tilgangi hreyfing- ar þessarar, einfaldlega vegna tengsla við vinnuveitendur og einnig koma þar við sögu flokkspólitísk tengsl, en fjöldi for- ystumanna kennir sig við ákveðna stjórnmálaflokka og situr þar á framboðslistum og jafnvel við stjórnvöl hins opinbera. Uttekt Herdísar D. Baldvinsdóttur kem- ur mér ekki á óvart, því hvert ein- asta atriði er aðeins sannleikur sem menn verða að horfast í augu við fyrr eða síðar. Viðbrögð verkalýðsforkólfa við doktorsrit- gerð Herdísar voru ekki ólík fyi’stu viðbrögðum lækna við um- ræðu um læknamistök, fyrir nokkrum árum, en síðan hefur nokkuð vatn runnið til sjávar og sem dæmi ræðir nýr landlæknir nú læknamistök sjálfur að fyrra bragði, líkt og sönnum vísinda- manni sæmir, en forveri hans tók þátt í að ryðja brautina, ásamt röddum fólksins. Sjálf hefi ég af því dæmi að verkalýðsfélag er ég hafði greitt til félagsgjöld til sex ára, reyndist algjörlega ófært að taka af nokkru viti á réttindabroti er ég varð fyrir á vinnustað. Gleymdi til dæmis að skrá niður hjá sér fundahöld vegna málsins form- lega, sem og einhverjar úrlausnir. Það tók mig sjálfa tæp tvö ár að leiðrétta að hluta til misrétti er ég hafði orðið fyrir og fólst í „ómark- tækum málatilbúnaði" af hálfu vinnuveitenda vaðandi uppsögn úr starfi. Brotin var bókun kjara- samninga, þessu til viðbótar, en verkalýðsfélagið virtist múlbund- ið að öllum líkindum vegna setu beggja vegna borðsins sem stjórnendur R-lista í Reykjavík- urborg og einnig sem for- ystu“menn“ í verkalýðsfélagi. Eftir mína eigin leitan með mál mitt gegnum allt stjórnkerfið, þá óskaði Tölvunefnd þess fyrir mína hönd við vinnuveitandann að hin- um „ómarktæka málatilbúnaði“ væri eytt, og nú fyrir áramótin síð- ustu eyddi Umboðsmaður Alþingis einnig hinu „ómarktæka gagni“ um mig, gagni er varð mér síður en svo til framdráttar á vinnu- markaði um tíma og vinnuveitandi neitar bótum fyrir nema til mála- ferla komi. í raun hef ég allt eins í hyggju að lögsækja stéttarfélag mitt og óska endurgi-eiðslu félags- gjalda yfir sex ára tímabil, sem og launa fyrir öll mín bréfaskrif til handa málsaðilum, því til hvers að hafa kjarasamninga og kjósa for- ystumenn ef þeir eru ekki þess umkomnir að ganga erinda félags- manna sinna og vekja opinberlega athygli á allalvarlegum réttinda- brotum sem hvað þetta varðar vom svo sannarlega ítrekuð í þessu tilviki? Það er alvarlegum hlutur ef for- ystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar fá til þess umboð að þiggia laun frá okkur launþegum, ár eftir ár, án nokkurs árangurs af þeirra hálfu. Mitt verkalýðsfélag samdi til dæmis af sér ýmsa þætti í síð- ustu kjarasamningum, sem aldrei fyrr, og til skammar þeim er við samningaborðið sátu en þeir sátu nefnilega sitt hvorum megin sömu „mennirnir" og það er þeim að kenna að góðæri er orð á blaði til handa þeim er aldrei hafa fengið leiðréttingu í þessu landi, s.s. ör- yi-kjum og öldmðu fólki, en viðmið við lægstu laun er og mun því mið- ur alltaf verða staðreynd. Það er fyi'st og fremst óhæfri verkalýðs- hreyfingu að kenna að það búa að minnsta kosti tvær þjóðir í þessu landi, verkalýðshreyfingu sem þarfnast innri sem ytri hreinsunar, strax, hreinsunar af pólitískri þátt- töku, hreinsunar af hagsmuna- tengslum nokkurs konar, því ávöxtun lífeyrisfjánnuna er hægt að fela frjálst starfandi verðbréfa- fyrirtækjum í umboði meirihluta félagsmanna. Það eru því eigin- hagsmunir einstakra verkalýðsfor- kólfa og hagsmunir launþega sem þarfnast endurskilgreiningar, og hagfræðingar ASI og upplýsinga- fulltrúi þarfnast endurmenntunar, til samræmis við raunveruleikann, en í því sambandi vil ég einmitt minna á að til dæmis Trygginga- stofnun ríkisins taldi ekkert at- hugavert hjá sjálfri sér einu sinni, en annað kom á daginn við skoðun Ríkisendurskoðunar, vegna radda fólksins, og frá þeim tíma hefur margt batnað hjá stofnuninni sem hélt sig vera yfír gagnrýni hafna. Hið sama gæti gerst hjá verka- lýðshreyfingunni ef menn sjá sér —ORGAPACK Léttar og liprar handbindivélar IMETASALAN Skútuvagi 1E-L Sími 5E8 1813 • Fax 588 1884 ekki fært að ganga strax af stað niður úr Fílabeinsturninum. Ég vil þakka Herdísi D. Baldvinsdóttur góða svargrein við skáldskap „al- þýðuskriffinna". GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Herjólfsgötu 18, Hafnarfirði. Heldur þú að Hvítlaukur sé tióg ? NATEN -ernógl Misstu ekki af ódýrri og vandaðri fermingarmyndatöku í vor. Gerðu verðsamanburð, hvar þú færð mest og best fyrir peningana þína. I okkar myndatökum eru allar myndirnar stækkaðar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm tilbúnar til að gefa þær, að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga. opið í hádeginu. Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd sími: 554 30 20 sími: 565 42 07 Ljósmyndarnir eru fagmenn og meðlimir í félagi Islenzkra fagljósmyndara. AEG UPPÞVOTTAVÉL - FAVORIT 3430 W Frístandandi H-85, B-45, D-60 Ryðfrí. Fjórfalt vatnsöryggiskerfi o. fl. 49.900 Verð áður 59.900 kr. AEG ELDAVÉL - COMPETENCE 5012 V-W Frístandandi H-85, B-60, D60 Keramik-helluborð, auðvelt að þrífa Ofn 51 lítra, blástur og grill, ofninn er mjög auðvelt að þrifa kr. H-45 sm ©Husqvama HELLUBORÐ - P04R2 Keramikborð með snerti takkar VEGGOFN - QCE 351 Undir og yfirhiti, grill, blástur. Grill með blæstri o. fl. Þvottavél WG 935 Tekur 5,0 kg., 15 þvottakerfi, stiglaus hitastillir, 500 - 900 sn/mín vinduhraði, ryðfrí tromla o. fl. Mál: H-85 B-60 D-60 sm 39.900 kr. (ö) Husqvarna ■ 4^ índCSÍf _f—i_ BRÆ ÐURNIR m ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 0080 PALIO WEEKEND Öryggi, rymi, styrkur og afbragðsgóðír aksturseiginleikar Stórskemmtilegur skutbíll fyrir fjölskylduna eða athafnamanninn á hreint frábæru verði. Engu er til sparað í öryggisbúnaði. ABS hemlalæsivörn, loftpúðar fyrir ökumann og farþega, bilbeltastrekkjarar, 8 ára gegnumtæringarábyrgð. Farangursrými er mikið eða 460/1 540 lítrar. i Komdu í reynsluakstur. m Paiio Weekend /m Kostar aðcins kr. 1.260.000 ■ Istraktor SMIÐSBÚÐ 2 • GARÐABÆ • SÍMI 5 400 800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.