Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þing Kína lýsir yfír stuðningi við efnahagsumbætur Staða einkafyrir- tækjanna styrkt Peking. Reuters. Clinton- hjónin verj- ast orðrómi um sam- búðarslit Washington. Reuters, The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary, sóttu messu í Washington á sunnudag og ætla að koma oftar fram saman opinber- lega á næstu dögum til að kveða niður orðróm um að það sé að slitna upp úr hjónabandi þeirra. Clinton-hjónin hlýddu á stól- ræðu prestsins Philips Wogamans, sem hefur verið andlegur ráðgjafí forsetans frá því hann játaði að hafa verið í þingum við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Presturinn las 13. kafla Kórintubréfsins, sem oft er lesinn í brúðkaupum: „Kærleikur- inn er langlyndur, hann er góðvilj- aður... Hann breiðir yfír allt, trú- ir öllu, vonar allt, umber allt.“ Gert er ráð fyrir því að Clinton- hjónin komi fram saman við ýmis tækifæri á næstu dögum vegna frétta í bandarískum fjölmiðlum um að hjónabandið sé í mikilli lægð. Vinir Hillary höfðu lekið því í fjölmiðlana að hún hefði fengið sig fullsadda á látlausum fréttum um kvennafar forsetans og væri mjög óhamingjusöm í hjónabandinu. Olli það vangaveltum um að hjónin hygðust jafnvel skilja að borði og sæng án þess þó að sækja um lög- skilnað. Hjónin sáust aldrei saman þegar þau fóru í skíðaferð með dóttur sinni til Utah nýlega og flýttu heimför sinni án trúverðugra skýr- inga. Forsetafrúin ákvað einnig að fara ekki með eiginmanni sínum í opinbera heimsókn til Mið-Amer- íkuríkja í vikunni sem leið. „Eg vil ekki vera í herbergi með honum, hvað þá í sama rúmi,“ á forsetafrúin að hafa sagt við vini sína, samkvæmt fjölmiðlunum. Vinsældir Hillary minnka Sagt var að forsetafrúin hefði ekki farið til Mið-Ameríku vegna þess að hún væri bakveik. Hún sýndi þó engin merki um bakveiki þegar hún fór til New York nýlega vegna hugsanlegs framboðs henn- ar til öldungadeildar þingsins á næsta ári. Dregið hefur úr líkunum á því að forsetafrúin verði kosin á þing og skoðanakannanir benda til þess að vinsældir hennar meðal almenn- ings hafi snarminnkað. Fyrir nokkrum vikum var talið að hún myndi vinna stórsigur í kosningun- um en hún er nú með svipað fylgi og Rudolph Giuliani, líklegur fram- bjóðandi repúblikana. SIGUR stjómarflokks Malasíu í héraðskosningum í Sabah hefur komið andstæðingum Mahathirs Mohammads, forsætisráðherra, í opna skjöldu og þótt styrkja stöðu hans, en væringar hafa verið í Malasíu á liðnum mánuðum vegna efnahagskreppu og brottrekstrar Anwars Ibrahims, fyrrverandi að- stoðarforsætis- og fjármálaráðherra landsins, úr ríkisstjóminni. Anwar sem hefur verið ákærður fyrir spill- ingu og samkynhneigð fær ekki að kalla fyrir rétt vitni sem segja að sér hafí verið boðin greiðsla fyrir að ljúga á hann sökum. I kosningunum í Sabah-ríki á eynni Boraeó fékk stjómarflokkur- ÞINGIÐ í Kína lýsti í gær yfir ein- dregnum stuðningi við efnahagsum- bætur Zhu Rongjis forsætisráð- herra og styrkti stöðu einkafyrir- tækja með mikilvægri breytingu á stjórnarskránni. Tæplega 99% þingmannanna greiddu atkvæði með árlegri skýrslu forsætisráðherrans á loka; degi ellefu daga íúndar þingsins. í skýrslunni kom fram að stjórnin hyggst hvergi hvika frá umbóta- stefnu sinni og ætlar meðal annars að loka ríkisfyrirtækjum, sem rekin era með tapi, þrátt fyrir vaxandi at- vinnuleysi og slæm skilyrði vegna efnahagssamdráttarins í Asíu. Forsætisráðherrann lofaði einnig hörðum aðgerðum til að stemma stigu við glæpum og spillingu en hvatti kínverska embættismenn til að taka ekki of hart á óeirðum. Mikilvægi einka- fyrirtækja viðurkennt Þingið samþykkti nokkrar breyt- ingar á stjómarskránni, m.a. á þeirri grein hennar sem fjallar um einkafyrirtæki landsins. Samkvæmt breytingunni era þau „mikilvægur þáttur“ í hagkerfinu en ekki aðeins „viðbót“ eins og það var orðað áður. inn, Barisan Nasional, 31 af 48 sæt- um á ríkisþinginu, að vísu minni meirihluta en hann hafði áður. Engu að síður er niðurstaðan talin sigur fyrir flokkinn. Var jafnvel bú- ist við því að forsætisráðherrann mundi nota tækifærið og boða til kosninga í skyndi en Mahathir aftók með öllu að almennar kosningar yrðu haldnar fyrr en ráð er fyrir gert, eða í apríl 2000. Mahathir hef- ur haldið um stjórnartaumana í Malasíu í 18 ár. Dómari bannar vitnaleiðslur Lögfræðingar Anwars Ibrahims gera ráð fyrir að dómur verði kveð- inn upp í máli hans í byrjun aprfl. Litið hefur verið á einkafyrirtæk- in með tortiyggni í Kína frá bylt- ingunni 1949. Með stjómlagabreyt- ingunni viðurkennir þingið að einkafyrirtækin gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn atvinnu- leysi og efnahagssamdrætti. Kínverskir kaupsýslumenn fögn- uðu þessari breytingu. „Eftir breyt- inguna njóta einkafyrii-tækin vernd- ar og staða þeirra verður skýrari," sagði Zhang Jian, stjórnarí'onnaður og forstjóri einkafyrirtækis í Hun- an-héraði. „Einkafyrirtækin verða fær um að setja sér þróunarmark- mið til langs tíma. Áður var staða einkafyrirtækjanna óskýr og enginn gat verið viss um að hagnaður þeirra yrði verndaður.“ „Einkageirinn er lítill, en er sá eini sem vex nógu hratt til að gefa Kínverjum einhverja von um að hægt verði að útvega fólki, sem sagt er upp, ný störf,“ sagði Alexandra Conroy, sérfræðingur í kínverskum efnahagsmálum hjá ING Barings í Shanghai. Þingið samþykkti einnig ný lög um viðskiptasamninga sem taka við aragrúa reglugerða sem hafa verið í gildi. „Þetta kemur meiri reglu á starfsemi fyrirtækja af öllum toga Þeim var í gær bannað að leiða tíu ný vitni fyrir réttinn sem styrkja málsvörn Anwars í því efni að um samsæri sé að ræða gegn honum. Eitt vitnanna er bandarískur bíl- stjóri sem heldur því fram að emb- ættismaður í sendiráði Malasíu í Washington hafi boðið honum greiðslu fyrir að ljúga kynferðisaf- broti upp á Anwar Ibrahim. Réttar- höldin yfir honum hafa staðið frá því i nóvember. Anwar segist sak- laus af ákæranum en býst við að verða dæmdur í fangelsi: „Tvö ár, fjögur ár, það skiptir ekki máli,“ sagði hann við fréttamenn í gær fyrir utan hæstaréttinn í Kuala Lumpur. og tryggir þeim sanngjamari sam- keppnisaðstæður," sagði Zhang. Metfjárlagahalli Xiang Huaicheng fjáiTnálaráð- hema lagði einnig fram nýtt fjár- lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir því að útgjöld ríkisins verði aukin verulega til að tryggja 7% hagvöxt. Xiang sagði að fjárlaga- hallinn yrði meiri en nokkru sinni fyrr, eða um 57%, vegna aukinna framkvæmda. 188 þingmenn greiddu atkvæði- gegn fjárlagafrumvarpinu og 153 sátu hjá, alls um 12% af öllum þing- mönnunum. Margir þingmenn létu einnig í ljósi óánægju með árangur yfir- valda í baráttunni gegn glæpum og spillingu. Rúmlega 22% þingmann- anna greiddu atkvæði gegn skýrsl- um forseta hæstaréttar og aðalrík- issaksóknara Kína. Árið áður höfðu 45% þingmannanna hafnað skýrslu saksóknarans og 25% skýrslu for- seta hæstaréttar. Þingið hefur aldrei hafnað frum- vörpum stjórnarinnar en þingmenn hafa notfært sér leynilegar at- kvæðagreiðslur til að senda stjórn- inni og flokknum skýr skilaboð. Mannskæð- ur eldsvoði í Nýju-Delhí TUTTUGU og átta fórust og þúsundir fátæklinga í borginni Nýju-Delhí á Indlandi voru án heimilis eftir mikinn eldsvoða um helgina sem brenndi til ösku meira en eitt þúsund kofa úr torfi, múrsteinum, viði og öðr- um tiltækum efnum sem fólkið hafði byggt. Slökkviliði tókst loks að slökkva eldinn í gær- morgun og hefur nú verið fyrir- skipuð rannsókn á upptökum hans. Indverska lögreglan leit- aði enn í rústunum í gær að fórnarlömbum eldsvoðans en á sama tíma reyndu eftirlifendur að grafa eftir heillegum eigum sínum. * Iraki sær- ist í árás ÍRAKAR sögðu að einn maður hefði særst í gær þegar bandarískar og breskar her- þotur gerðu árásir á bygging- ar á flugbannsvæðinu í suður- hluta íraks. Bandarískar her- þotur réðust einnig á stöðvar Irakshers í norðurhlutanum og Bandaríkjamenn sögðu að árásirnar hefðu verið gerðar í „sjálfsvörn" eftir að Irakar hefðu ógnað þotunum. Fylgishrun hjá PASOK NY skoðanakönnun bendir til þess að fylgi stjórnarflokksins í Grikklandi, PASOK, sé nú minna en nokkra sinni fyrr. Hartnær helmingur aðspurðra kvaðst telja að Costas Simitis forsætisráðherra ætti að hafa sagt af sér þegar Tyrkir náðu uppreisnarleiðtoga Kúrda, Abdullah Ocalan, eftir að hann hafði notið verndar grískra sendiráðsmanna í tólf daga. Skotið á vopn- aða menn HERMÖNNUM á indónes- ísku eyjunni Ambon hefur ver- ið skipað að skjóta á alla þá sem neita að láta vopn sín af hendi. „Herinn hefur tekið þá stefnu að biðja menn a.m.k. þrisvar að afhenda vopn sin. Geri þeir það ekki verður skotið á þá hvort sem það verður til að lama eða drepa,“ sagði herforingi á eyjunni. Átök hafa blossað þar upp milli kristinna manna og múslima. Haider í sókn FRELSISFLOKKUR Jörgs Haiders, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórn- málum, er nú með meira fylgi en Þjóðarflokkurinn og orðinn næststærsti flokkur landsins, samkvæmt skoðanakönnun sem bh-t var í gær. 26% sögð- ust styðja Frelsisflokkinn og 23% Þjóðarflokkinn, en Jafn- aðarmannaflokkurinn er enn stærstur með 39% fylgi. Atkvæði greidd á A-Tímor í júlí STJÓRN Indónesíu sagði í gær að efnt yrði til atkvæða- greiðslu meðal íbúa Austur- Tímor um tilboð hennar um að landsvæðið fái víðtæka sjálf- stjórn. „Þar sem við efnum til kosninga 7. júní getur at- kvæðagreiðslan aðeins verið í júlí,“ sagði Ali Alatas, utanrík- isráðherra landsins. Uppstokkun í Moskvu? JEVGENÍ Prímakov, forsæt- isráðherra Rússlands, ræddi við Borís Jeltsín forseta á sjúkrahúsi í gær og rússneskir fjölmiðlar veltu því fyrir sér hvort forsetinn hygðist stokka upp í stjórn sinni. Fréttastof- an RIA sagði að þeir hefðu rætt rússnesk stjórnmál, hugsanlegan fund með Aslan Maskhadov, forseta Tsjetsjn- íu, og ýmis alþjóðamál, m.a. viðræðurnar um frið í Kosovo. Reuters Óvæntur kosningasigur stjórnarflokks Malasíu Kuala Lumpur. Reuters, Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.