Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 68
f MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 , PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK — Landsfundur Sjálfstæðisflokks um sjávarútvegsmál . Leitað verði opnum huga að lausnum sem auki sátt „MÉR segir svo hugur um, að þessi ályktun verði einhvern tíma talin merkileg," sagði Da- víð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins um helgina, þegar hann hvatti landsfundarfulltrúa til þess að sam- þykkja tillögu sjávarútvegsnefndar lands- fundarins um sjávarútvegsmál. í ályktun fundarins er hvatt til þess, að leitað verði „opnum huga að lausnum, sem auki sátt og stuðli að betri árangri". I ályktun landsfundarins um sjávarútvegs- mál er ennfremur hvatning um að „skoðað verði, hvort gera þurfi sérstakar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni viðkvæmra byggða og hlut þjóðarinnar í afrakstri fiskistofnanna“. Atkvæðagreiðsla fór fram í sjávarútvegsnefnd landsfundarins um þessa setningu og var hún samþykkt með rúmlega 50 atkvæðum gegn 32. Einn af helztu gagnrýnendum núverandi fískveiðistjórnunarkerfis innan Sjálfstæðis- flokksins, Markús Möller, hagfræðingur, sagði í ræðu á landsfundinum að hann krefðist þess ekki að þær skoðanir, sem hann hefði Morgunblaðið/Porkell DAVIÐ Oddsson, forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, og Geir Haarde, fjármálaráðherra og nýkjörinn varaformað- ur, takast í hendur á landsfundi flokksins. lýst yrðu viðurkenndar og bætti við: „En við vildum að málin yrðu skoðuð." Farið verði ítarlega yfir öll ágreiningsefni í ályktun landsfundarins segir meðal annars: „Landsfundurinn telur mikilvægt að við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun, sem Alþingi hefur ákveðið að fram fari, verði farið ítarlega yfir öll ágreiningsefni og allar hugmyndir til breytinga...“ Þá hvatti lands- fundurinn til þess að auðlindanefnd yrði efld og styrkt til að vinna verk sitt svo vel sem verða mætti og skilaði því til umfjöllunar á Al- þingi. Davíð Oddsson sagði við umræðumar, að það væri augljóst, að ýmsir hefðu slegið af sínum sjónarmiðum, sem áður hefðu haldið fast við þau og bætti við, að það yrði skaði, ef landsfundurinn mundi spilla því starfi á nokkurn veg. ■ Landsfundur/12/13/14/34/35 Vöxtur hjá SÍF HEILDARHAGNAÐUR af starf- semi SÍF hf. og dótturfyrirtækja, að meðtöldum söluhagnaði eigna, nam 509 milljónum króna árið 1998, en var 156 milljónir króna ár- ið áður og nemur aukningin 227%. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 226 milljónum króna en var 128 milljónir árið áður. Gunnar Om Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SIF, kvaðst sáttur við afkomuna og sagði að tekist hefði að auka eiginfjárhlutfall fyr- irtækisins þrátt fyrir að það hefði verið í miklum vexti á síðasta ári. Hann sagði að hann byggist við betri afkomu af reglulegri starf- semi á þessu ári. Viðskipti vora með hlutabréf i SIF fyrir tæpar 22 milljónir króna á Verðbréfaþingi í gær og lækkaði gengi bréfa í týrirtækinu um 5,3% frá síðasta viðskiptadegi. Sögðu sérfræðingar greiningardeildar Kaupþings þó að uppgjörið hjá SIF hefði verið svipað því, sem bú- ist hefði verið við. ■ Heildarhagnaður/19 Rannsókn á dönskukennslu í 10. bekk Kennsluaðferð ræður árangri ÁRANGUR nemenda í 10. bekk grunnskóla í dönsku er sterklega háður kennsluaðferð og fagmenntun kennarans. Nemendur með dönskukenn- ara sem er fagmenntaður og hefur kennslureynslu, standa sig marktækt betur á sam- ræmdu prófi í málinu en aðrir. 64% dönskukennara eru hins vegar ekki fagmenntuð og líta ekki á sig sem dönskukennara. Lestrarefni 10. bekkinga í dönsku spannar allt frá 60 til 550 blaðsíðna eftir bekkjum. Auður Hauksdóttir, lektor við Háskóla Islands, leiðir þetta í ljós í nýrri doktorsrit- gerð sinni. Hún gerði ítarlega spurningalistakönnum meðal dönskukennara tíunda bekkjar og skoðaði niðurstöður í ljósi einkunna nemenda á sam- ræmdu prófi. Tilgangurinn var að kanna hvort finna mætti samband á milli kennslunnar og árangurs nemenda. Endurmenntun skilar árangri Nemendur dönskukennara sem fara á endurmenntunar- námskeið eru líka marktækt betri en annarra. 61% dönsku- kennara beitir svokallaðri mál- fræði- og þýðingaraðferð við kennslu. Lítil áhersla er á tal- málsþjálfun. Niðurstöður Auð- ar sýna aftur á móti að talmáls- þjálfun er nemendum árang- ursrík, jafnvel þótt ekki sé prófað í því á samræmdu prófi í dönsku. ■ Árangur/32 Morgunblaðið/Ásdís BÍLSKÚR við Álftanesveg brann í gær. Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eldinn sem þó logaði nokkuð glatt um tíma vegna eldfímra efna sem þar voru inni. Vantar um 300-700 Eldur við Alftanesveg Smyglmálið í Goðafossi Síðustu hjúkrunarfræðinga ALLS vantar í um 300 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðis- >stofnunum miðað við fyrirliggjandi stöðuheimildir en raunveraleg þörf er fyrir allt að 425 hjúkranaifræðinga til viðbótar, eigi hjúkranarstig hérlendis að vera sambærilegt við það sem ger- ist að meðaltali á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem unnin hefur verið á vegum Félags ís- í^nskra hjúkranarfræðinga og kynnt var í gær. I skýrslunni segir að mannekla í hjúkranai'staríi verði viðvarandi hér- lendis verði ekki breyting á fjölda út- skrifaðra hjúkranarfræðinga næstu árin. Félagið vill að fjöldatakmörkunum við námsbrautir í hjúkranarfræði verði aflétt, eða þær a.m.k. rýmkaðar veralega. Um 86 nýir hjúkrunarfræðingar hafa útskrifast að jafnaði á ári und- anfarin fimm ár og hafa um 85% þeirra farið til starfa við hjúkrun og að meðaltali í 80% starfshlutfall. Meðalatvinnuþátttaka kvenna með sambærilegt menntunarstig er um 92%. Um 400 menntaðir hjúkranar- fræðingar starfa ekki við hjúkrun. Félagið vill að gert verði átak til að fá um 200 þeirra til starfa að nýju, auk þess sem fjárframlög verði auk- in, svo unnt verði að útskrifa um 120-130 hjúkrunarfræðinga á ári næstu fimmtán ár. ■ Fjöldatakmarkanir/10 GAMALL bílskúr við húsið Hraun- borg við Álftanesveg brann í gær- kvöld en það kviknaði í skúrnum þegar þrír ungir drengir fóru þar óvarlega með eld. Að sögn lögregl- unnar í Hafnarfirði var engin sér- stök hætta á ferðum, þar sem skúr- inn stendur tiltölulega langt frá næsta húsi og því lítil hætta á að eldurinn bærist í það. Tilkynnt var um eldinn klukkan rúmlega átta en slökkvistarf gekk vel og var því lokið um klukkan hálf ellefu. Um fimm tunnur af olíu voru í skúrnum og logaði hann þvf glatt um tíma. Loka varð Alftanesvegin- um í um þrjár klukkustundir vegna brunans, þar sem vatnsslöngur voru lagðar ylír veginn. skipverjun- um sleppt HÉ RAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gærkvöld beiðni lögregl- unnar í Reykjavík um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir sex skipverjum Goðafoss og var þeim sleppt úr haldi á milli klukkan tíu og hálfellefu í gærkvöld. Allir skipverjar Goðafoss eru því lausir úr gæsluvarðhaldi en dómsforsendur verða birtar í dag. Fimm af þeim ellefu skipverjum Goðafoss, sem settir voru í varðhald í kjölfar komu skipsins til landsins í síðustu viku, hafði verið sleppt áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.