Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 29 Blaðamaður leitar svara SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Loftur Erlingsson og Bergþór Pálsson æfa hlutverk sín í Leðurblökunni. Æfingar hafnar á Leðurblökunni NÚ STANDA yfir æfingar á óper- ettunni Leðurblökumii eftir Jóhann Sti’auss í íslensku óperunni og er frumsýning fyrirhuguð 16. aprð nk. Leikstjóri uppfæi’sluimar er David Freeman, en haim leikstýrði Cosi fan tutte í Islensku óperunni árið 1997. Böðvar Guðmundsson rithöfundur þýddi texta Haffner og Genée, sem gerður er eftir sögu Meilhac og Halévy, Le Réveillon. „Leðurhlakan, sem var fyrst frumsýnd í Vín árið 1874, er þekktust og vinsælust allra Vínar- óperetta. Sögusviðið spannar einn dag í ljúfu lífi borgarbúa og verð- ur komið fyrir í Reykjavík nútím- ans. Miðpunktur sögunnar er glæsilegt grímuball sem allir vilja komast á. Þeir útvöldu mæta dul- búnir á ballið og flækjast í marg- faldan lygavef," segir í fréttatil- kynningu Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verður í hlutverki Rósalindu og Bergþór Pálsson í hlutverki von Eisenstein. Aðrir einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir/Hrafnhild- ur Björnsdóttir (Adele), Loftur Erlingsson (Falke), Sigurður Steingrímsson (Frank), Þorgeir J. Andrésson (Alfred), Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir (Orlofsky) og Snorri Wium (Dr. Blind). Edda Björgvinsdóttir leikkona verður í hlutverki fangavarðarins Frosch. KVIKMYNDIR Stjörnubíó SKILIÐ VIÐ JACK „DIVORCING JACK“ ★★% Leikstjóri: David Caffrey. Handrit: Colin Bateman. Framleiðandi: Robert Cooper. Aðalhlutverk: David Thewl- is, Rachel Griffiths. BBC films 1998. ÞAÐ fylgir athugasemd bresku glæpakómedíunni Skilið við Jack eða „Divorcing Jack“: Hún fjallar ekki um lögskilnað. Það eru orð að sönnu. Hún fjallar um allt annað þótt nafnið geti bent til þess. Hún fjallar um pólitík og friðarferli á Norður-írlandi séð út frá sjónar- hóli ákaflega drykkfellds blaða- manns, sem með undurfurðulegum hætti flækist í glæpamál og hryðjuverkastarfsemi stríðandi afla. Eins og glæpakómedíanna er siður fetar Skilið við Jack ekkert mjög varlega mjóu línuna á milli gamans og alvöru. Myndin er fyrst og fremst afþreying en hún á einnig að reyna að gefa álit á ástandi mála á Norður-írlandi í nútíð og fortíð og einhvern veginn fer það fyrir ofan garð og neðan. Handrit Colin Batemans er þó ágætlega samið að flestu leyti. Fléttan er mjög viðunandi og leið- in að lausn hennar er hinn spaugi- legasti eltingarleikur þar sem blaðamaðurinn drykkfelldi lendir í hverri vonlausri aðstöðunni á fæt- ur annarri en er jafnharðan bjárg- að, oftast af nektardansara í nunnuklæðum. Pólitíkin er hins vegar einfeldningsleg og hin stríð- andi sjónarmið í bland við glæpi fortíðar ekki sérlega áhugaverð auk þess sem myndin virkar að- eins of löng. Það eru þó sjaldan dauðir punkt- ar í henni og leikurinn er mjög fínn. David Thewlis í hlutverki blaðamannsins er einstaklega óhetjulegur, ræfilslegur, þunnur, drukkinn, kvensamur og loks edrú nógu lengi til þess að hnjóta um lausnina. Fleirí góðir leikarar eru með honum flestir óþekktir og skreyta glæpakómedíuna. Fyrir þá sem hafa áhuga á fínum breskum gamanmyndum er Skilið við Jack ekki svo slæmur kostur. Arnaldur Indriðason Mikið úrval af fallegum römfatnaii Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 FJÖLSKYLDAN ER OKKAR SKYLDA I 15 hestöfl.ABS-hemlalæsivörn, tveir SRS loftpúðar, upphituð sæti, rafdrifnar rúður og speglar, samlæsingar, bensíneyðsla aðeins 4,8 lítrar á 100 km. Það getur verið talsvert fyrirtæki að halda utan um eina fjölskyldu. Hver fjölskyldumeðlimur hefur sitt áhugamál, það þarf að sækja þennan og skutla hinum. Svo bætast við ýmsar útréttingar þannig að dagurinn getur v erið býsna erilsamur. Bíllinn er því afar mikilvægur hlekkur í heimilishaldin u. Honda Civic er tilvalinn fjölskyldubíll; rúmgóður, sprækur, frábær í akstri og það fer vel um alla. Og farangursrýmið er ekki af skornum skammti. Gerðu fjölskyldunni glaðan dag.Taktu alla með og prófaðu Honda Civic - betri bíll Honda á Islandi • Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 I 100 Opið virka daga kl. 9-18 og kl. 12-16 á laugardögum Frá 1.549.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.