Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999
” MINNINGAR
JÓHANNES
GUÐJÓNSSON
+ Jóhannes Guð-
jónsson fæddist
á Okrum á Akranesi
27. september 1920.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 8.
mars síðastliðinn á
sjötugasta og ní-
unda aldursári. For-
eldrar hans voru
Ingiríður Bergþórs-
dóttir, f. 1. nóvem-
"*■ ber 1889, d. 3. sept-
ember 1958, og Guð-
jón Þórðarson, f. 8.
desember 1885, d.
23. júní 1941. Þau
bjuggu á Okrum á Akranesi.
Hann var þriðji í röð systkina
sinna, en þau eiu Bergþór, f.
1913; Ingileif, f. 1916; Þórður, f.
1923, og Helga, f. 1928.
Jóhannes kvæntist 5. apríl
1946 Fjólu Guðbjarnadóttur, f.
28. desember 1925. Foreldrar
hennar voru Guðný Magnúsdótt-
ir, f. 27. október 1902, d. 18. nóv-
ember 1984, og Guðbjarni Sig-
mundsson, f. 2. apríl 1897, d. 24.
janúar 1990. Þau bjuggu í ívars-
»• húsum á Akranesi. Börn Jóhann-
esar og Fjólu eru: 1) Bjarni, f. 18.
ágúst 1946. 2) Ingiríður, f. 31.
okt. 1947, eiginmaður hennar er
Björn Gunnarsson, f. 29. nóv.
1947, og eiga þau þrjú börn,
Fjóiu, Guðmund og Birnu. 3)
Guðjón, f. 17. mars
1949, eiginkona
hans er Anna Sigur-
jónsdóttir, f. 1. maí
1953, og eiga þau
íjögur börn, Sigfríði,
Jóhannes, Fjólu og
Sigurjón. 4) Guðný,
f. 28. febrúar 1952,
eiginmaður hennar
er Hjörleifur Jóns-
son, f. 4. júlí 1954, og
eiga þau þijár dæt-
ur, Jóhönnu Lilju,
Lísbet Fjólu og Guð-
rúnu, og eitt barna-
barn, Guðmar Leif.
5) Jóhanna Fjóla, f. 8. október
1960, eiglnmaður hennar er Ari
Jóhannesson, f. 26. júlí 1947, og
eiga þau tvo syni, Egil og Teit,
en fyrir átti Ari tvo syni, Jóhann-
es og Árna Gaut.
Jóhannes byrjaði barnungur
að stunda sjóinn. Fyrst með föð-
ur sínum á trillu en síðan á ýms-
um bátum, fyrst sem háseti, síð-
an stýrimaður og loks skipstjóri
um árabil, en hann stundaði sjó-
inn í yfir fimmtíu ár. Síðustu
starfsárin var hann í starfi við
Akraneshöfn þar til hann hætti
vegna aldurs.
Utför Jóhannesar Guðjónsson-
ar fer fram frá Akraneskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Jóhannesi tengdaföður mínum
kynntist ég ekki fyrr en hann hafði
að mestu lokið ævistarfi sínu, fyrir
réttum tólf árum. Eftir tveggja ára
búsetu á Akranesi þekkti ég þó af af-
*- j. spum bræðuma frá Okmm, kunna
skipstjóra hér í bæ um áratuga skeið.
Þegar kært fór að verða með okkur
Jóhönnu, dóttur hans, voni hörðu
sjósóknarárín að baki, en Jóhannes
við störf sem hafnarvörður á Akra-
nesi. Ekki man ég fyrsta fund okkar í
hvívetna, en varð þess þó fljótt
áskynja, að maðurinn var ekki við-
hlæjandi allra. Sá maður er næði
trausti hans og vináttu væri hins veg-
ar býsna vel settur, gott ef ekki öf-
undsverður. Með árunum varð mér
síðan æ betur ljóst hvílíkum öðlingi
ég hafði tengst. Eftir nær dagleg
samskipti um margi'a ára skeið situr
eftir mynd af óvenju heilsteyptum og
hreinsldptnum manni, talsvert
_ skapríkum þó og oft hijúfum hið
ytra, en jafnframt afburða raungóð-
um og greiðviknum. I umhyggju fyr-
ir velferð barna sinna og þeirra
bama, sem og í flestum öðrum hlutr
um, vom hann og Fjóla, tengdamóðir
mín, algerlega samstiga. Áma Gaut,
son minn, umgengust þau alla tíð
sem sitt eigið barnabarn og sýndu
honum umhyggjusemi, sem seint
verður fullþökkuð. Sonum okkar Jó-
hönnu, Agli og Teiti, var Jóhannes
hvort tveggja í senn fóstri og félagi
og nær óþreytandi við að sinna þeim,
oftast óbeðinn. Lá leiðin þá skiljan-
lega oft niður á bryggju þar sem út>
tekt var gerð á bátum og afla og
menn og málefni rædd undir hús-
^ vegg. Þau börn, sem eiga þess kost
að vera nánum samvistum við slíkan
afa, njóta í raun forréttinda og búa að
þeim alla ævi.
Einn var sá eiginleiki tengdaföður
míns, sem ég kunni æ betur að meta
með áranum, en það vora frásagnir
hans af ýmsum samferðamönnum
sínum, ekki síst af sjónum, oft með
talsverðum ævintýrablæ. Jóhannes
var fulltrúi sagnahefðar, sem er
óvenju rík í ýmsum bæjarfélögum á
landsbyggðinni og á ekkert skylt við
venjulegar kjaftasögur. Það er ekki
öllum gefið að segja sögur svo
-y skemmtilegt sé á að hlýða, en þann
eiginleika hafði Jóhannes til að bera
í ríkum mæli. Þar studdist hann
greinilega við gott minni, en var
jafnframt óvenju skyggn á hið skop-
lega og sérkennilega í fari margra
manna og kunni þá list að krydda
frásögnina alveg mátulega.
A yngri áram var Jóhannes annál-
»að hraustmenni og hélt lengstum
góðri heilsu. Fyrir um áratug fór
hann í hjartaaðgerð og í kjölfar þess
fylgdu breytingar á matarvenjum og
hreyfingu, sem tengdafaðir minn
tókst á hendur með slíkum dugnaði
að sumum þótti jafnvel nóg um.
Hafði ég drjúgt gaman af ómyrkum
athugasemdum hans um mataræði
mitt, sem honum þótti á stundum
ekki ávallt sæma læknismenntuðum
manni. Efalaust hefur þessi róttæka
ástundun hollra lífshátta átt sinn þátt
í því að hjartakveisa angraði hann lítt
eftir það. Þannig gekk hann að öllum
verkum, hálfkák var manninum lítt
að skapi. Síðustu mánuðir vora hon-
um skiljanlega þungbærir er illkynja
sjúkdómur lagðist á hann með vax-
andi þunga. Því stríði lauk á óvenju
fögram vetrardegi og var það vel við
hæfi. Að leiðariokum er mér söknuð-
ur vissulega ofai'lega í huga, en þó
ekki síður þakklæti fyrir að eignast
vináttu þess sómamanns, sem Jó-
hannes Guðjónsson var.
Ari Jóhannesson.
Elsku afi!
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín
Biraa.
Elsku afi!
Sjórinn og sjósókn var þitt ævi-
starf. Á sama hátt og þú glímdir við
hafið og þau öfl sem það hefur að
geyma, þá hefur þú barist hetjulega
við illvígan sjúkdórn í nokkurn tíma.
Þótt þú hafir alla tíð verið harðgerð-
ur maður og mikið hraustmenni þá
er kominn sá tími að nú skiljast leið-
ir, kæri vinur. Nú hefur þú öðlast
frið, þú ert kominn á lygnan sjó.
Þegar ég hugsa til baka og lít yfir
þessi tæpu 24 ár sem við höfum átt
samleið, þá kemur margt upp í hug-
ann. Ég man vel eftir því þegar þú
varst á sjónum á Gróttunni, á leið í
land. Þá sat ég oft við gamla útvarp-
ið inni í stofu á Skólabrautinni, þá
varla meira en 3ja-4ra ára gamall,
til að hlusta eftir því hvenær þú
værir væntanlegur heim. Ég man að
þegar þú komst í land varstu alltaf
með „sixpensara“ á höfðinu, í
skyrtu, með grisjupoka vafðan um
hálsinn, í stað trefils, og með gráa
stingandi skeggbrodda. Ég man
hvað þér var alltaf hlýtt á höndun-
um, sama hversu kalt var í veðri og
ég man hvað ég leit upp til þín. Eft-
irsóknarverðast þótti mér að fá að
fara með þér upp í brú, og fá að
halda utan um stýrið og setjast í
skipstjórastólinn, þá var ég ákveð-
inn að verða skipstjóri eins og þú.
Einnig er það mér í fersku minni
þegar við lögðum okkar oft saman
eftir hádegismatinn á Skólabrautinni.
Það var alltaf notalegt fyrir lítinn
strák að lúra hjá þér og láta segja sér
sögur. Oft fóram við saman í göngut-
úra seinnipartinn, eða út að spásséra
eins og þú kallaðir það. Var þá gjarn-
an farið niður á bryggju og á vigtina
þar sem aflabrögð vora rædd. Ég
man að mér fannst umræðan þar
ekkert mjög áhugaverð, en þar sem
ég fékk oft kandísmola á vigtinni, þá
var þetta allt í lagi. Það var víst oft
ansi spaugilegt að horfa á eftir okkur
þegar við gengum saman hlið við
hlið, því báðir voram við jafn útskeif-
ir.
Alltaf tókst þú okkur bamabörn-
unum opnum örmum þegar við kom-
um á Skólabrautina. Þú barst alltaf
velferð okkar fyrir brjósti og hafðir
mikinn áhuga á því sem við tókum
okkur fyrir hendur, hvort sem það
var í skóla, við vinnu eða í tómstund-
um. Áhugi þinn gaf okkur mikinn
innblástur og metnað i að standa
okkur vel í því sem við gerðum.
Já, margs er að minnast. Ég ætla
þó ekki að orðlengja hlutina, því þér
leiddust langar ræður og málaleng-
ingar. Mig langar að þakka þér fyrir
þær samverustundir sem við áttum
saman, elsku afi. Það eru mikil for-
réttindi að hafa átt afa eins og þig,
þú varst einstakur. Ég er stoltur yf-
ir því að geta sagst vera dóttursonur
Jóhannesar frá Ökrum. Þú munt
alltaf lifa í minningunni og hana
mun ég varðveita um ókomna tíð.
Guðmundur.
Nú ertu farinn, elsku afi okkar,
með þín mildu augu, stríðnislegan
hlátur og þitt góða hjarta, en aldrei
verða frá okkur teknar allar þær
minningar sem við eigum um þig.
Hvort sem það eru bíltúrar á Volvon-
um hringinn í kringum Akrafjallið,
göngutúrar niður á bryggju eða þeir
tímar þegar þú dvaldir á sumrin
heima á hjá okkur að veiða silung í
net. Ófá skipti fórum við systkinin
með þér að vitja um og voram þess á
milli að hjálpa þér að hreinsa netin.
Þú ræktaðir einnig kartöflur og
brauðfæddir alla fjölskylduna á þeim
og þú sendi okkm' alltaf kassa þegar
ferð var í sveitina. Þú hafði alltaf
mikinn áhuga á okkur barnabömun-
um. Hvað við væram að gera, hvem-
ig okkur vegnaði og oftar en ekki
varstu líka að ala okkur upp, mennta
okkur og gera okkur að betri mann-
eskjum. Þú kenndir okkur að um-
gangast ýmsa hluti, þú spurðir okkur
spuminga sem tengdust landi og
þjóð og síðast en ekki síst kenndir þú
okkur að bera virðingu fyrir eldra
fólki. Það væri óskandi að til væru í
heiminum fleiri eins og þú. Stoltur
kartöflubóndi þar sem alltaf var stutt
í stríðnina, gn'nið og hláturinn. Meira
að segja daginn áður en þú lést gastu
hlegið þótt þú værir orðinn mjög
veikur. En svona varstu og hefðum
við ekki viljað hafa þig öðruvísi. Við
þökkum þér fyrir allar þær samveru-
stundir sem við áttum með þér en
hefðum viljað hafa þær miklu fleiri.
Við vitum að núna líður þér vel og að
þú átt eftir að hafa auga með okkur
öllum í framtíðinni.
Elsku amma, guð veri með þér á
þessum erfiðu tímum.
Sigfríður, Jóhannes, Fjóla
og Sigurjón.
Elsku afi.
Okktir systur langar til þess að
kveðjal þig með nokkram orðum.
Þegar við settumst niður og hugsuð-
um til baka rifjuðust upp margar
góðar minningar sem við áttum
saman.
Það sem einkenndi þig var að þú
varst alltaf kátur og hress og alltaf
var stutt í stríðnina hjá þér þegar
við ki-akkarnir vorum hjá ykkur
ömmu. Krakkar hændust mikið að
þér enda varstu mikið fyrir börn.
Það rifjast upp minningar þegar
þið amma fórað með okkur í bíltúra,
þá lumaðir þú alltaf á einhverjum
molum í hanskahólfinu. Einnig
koma upp minningar um þig á hjól-
inu þínu. Þú hjólaðir alltaf mikið og
það var fastur liður í hjólreiðatúrum
þínum að fara niður á höfn, og alltaf
vissir þú hvaða bátar voru inni og
hverjir voru að fara. Enda var sjór-
inn og bátarnir stór hluti af lífi þínu
þar sem þú varst skipstjóri, og var
alltaf mikið rætt um skip og báta
þegar þú varst næiri. Vaktir þú því
áhuga okkar á því að fylgjast með
lífinu við höfnina.
Þú varst alltaf tilbúinn að rétta
okkur hjálparhönd ef við þurftum á
að halda. En svo er allt í einu eins og
það sé kippt í spotta, þú greinist
með illvígan sjúkdóm og þrátt fyrir
hetjulega baráttu náði hann yfir-
höndinni, alltof snemma.
Við erum þakklátar fyi-ir að hafa
átt góðan afa og við geymum minn-
ingarnar um þig í hjarta okkar.
„Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú
ert glaður og þú munt sjá að aðeins
það sem valdið hefur hryggð þinni
gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.“ (Ka-
hlil Gibran.)
Elsku afi, hvfl þú í friði.
Jóhanna Lilja, Lísbet
Fjóla og Guðrún.
Ég vil þakka elsku afa fyrir allt
sem hann gerði fyrir mig og kenndi
mér. Ég hef verið mikið á Skóla-
brautinni hjá afa og ömmu og á
margar góðar minningar þaðan. Við
afi fórum í ótal bíltúra, niður á
bryggju að skoða bátana og einnig
niður á Breið. Hann sagði mér
margar sögur og fræddi mig um
hvernig hlutirnir voru í gamla daga.
Hann sótti mig í skólann ef veðrið
var vont, mikið var oft gott að sjá
bílinn hans fyrir utan skólann og
þurfa ekki að ganga heim.
Fyi'ir allt þetta vil ég þakka og
minninguna um góðan afa mun ég
geyma í hjarta mínu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ég kveð afa með litlu bæninni
sem við Teitur lærðum á Skóla-
brautinni.
Vei'tu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
(Sig. Jónsson.)
Egill.
ANNA
LÁRUSDÓTTIR RIST
tAnna Lárus-
dóttir Rist
fæddist á Akureyri
19. mars 1914. Hún
lést á Landspítalan-
um 9. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Lárus
J. Rist f. 19. júni
1879 í Seljadal í
Kjós d. 9. október
1964, kennari og
íþróttafrömuður, og
Margrét Sigurjóns-
dóttir f. 9. ágúst
1888 að Sörlastöð-
um, d. 5. ágúst
1921. Þau eignuðust sjö börn:
Óttar Rist, f. 20. júlí 1912, d. 3.
apríl 1932; Anna Rist, f. 19.
mars 1914, d. 9. mars 1999; Jó-
hann L. Rist, f. 19. mars 1916, d.
12. apríl 1951; Sigurjón Rist, f.
30. ágúst 1917, d. 15. október
1994; Regína Rist, f. 7. febrúar
1919; Ingibjörg Rist, f. 15. maí
1920, d. 21. maí 1998; Páll Rist,
f. 1. ágúst 1921.
Fyrri eiginmaður Önnu var
Jakob Ruckert frá Þýskalandi,
f. 4. apríl 1908, d. 22. desember
I dag kveð ég Önnu ömmu. Á
svona tímamótum rifjast upp minn-
ingar og þá verður maður sárastur
sjálfum sér fyrir að hafa ekki notað
tímann betur á meðan hún lifði. Að
hafa ekki farið oftar í heimsókn á
Grand og allt sem við ætluðum að
gera þegar tími gæfist til. Nú er
hennar tími kominn og allar mynd-
irnar sem við áttum eftir að skoða
betur og raða mun ég vinna úr ein.
Ég minnist tímans á Kvisthaganum
með ykkur Steinafa, bfltúrarnir á
„Skodanum", sundferðir í Vestur-
bæjarlaug og ís á eftir. Kæra
amma, þín verður saknað, Lena Rut
og Lárus Valur voru auðug að hafa
átt langömmu eins og þig þótt sá
tími hefði mátt vera lengri.
Anna Fjóla.
Elsku amma mín, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum. Ég
vil þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman. Ég minnist
síðasta tímans sem við eyddum
saman. Þá ákváðum við að fá okkur
að borða saman í hádeginu. Við
völdum kínverskar núðlur því það
var eitthvað sem þú hafðir aldrei
smakkað fyrr. Við vorum ekki fyrr
1990. Seinni maður
Önnu var Hafsteinn
Halldórsson, f. 14.
apríl 1904, d. 11.
maí 1991. Með Jak-
obi Ruckert eignað-
ist Anna, Lenu Mar-
gréti Rist, kennara
og námsráðgjafa, f.
12. desember 1939.
Lena M. Rist er gift
Gísla B. Björnssyni
grafískum hönnuði,
f. 23. júní 1938, og
eiga þau fjórar dæt-
ur: Anna Fjóla
Gísladóttir, f. 7.
desember 1960, Hadda Björk
Gísladóttir, f. 22. ágúst 1962,
Elfa Lilja Gísladóttir, f. 28. apr-
íl 1964, Edda Sólveig Gísladótt-
ir, f. 20. ágúst 1974. Barna-
barnabörn Önnu eru orðin sjö.
Hún bjó framan af ævi sinni á
Akureyri en fluttist til Reykja-
víkur og bjó lengst af á Kvist-
haga 17. __
Utför Önnu Rist verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
sestar en að farsíminn hringdi hjá
mér. Þú sást skoplegu hliðina í
þessu og sagðist ætla segja vinum
þínum á Grund frá því hvernig nú-
tíminn væri orðinn. Að þú hefðir
setið á veitingastað borðað kín-
verskar núðlur og ég talandi í far-
síma. Ég vil líka minnast á „litla
samkomulagið okkar“ en það var
þegar við buðum hvor annarri í leik-
húsið. Þú bauðst en ég sá um að
panta miða, sækja þig og keyra
heim að lokinni sýningu. Þetta litla
samkomulag var eins einfalt og
hægt var en veitti okkur báðum svo
mikla ánægju. Síðasta leikhúsferðin
þín verður ekki farin en við fjöl-
skyldan áttum pantaða miða á 85
ára afmælinu þínu, þann 19. mars
nk. Þá ætluðum við að gera okkur
glaðan dag með þér.
Ég ætla að lokum að kveðja þig
með þessu ljóði.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er
- aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Elsku amma mín, ég á eftir að
sakna þín.
Edda Sólveig.