Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 28

Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir alla nebba ... ... en þó öérstaklega fyrir þá öér$taklega ötífluðu! Neaeril* er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu í nefslímhúð, t.d. vegna kvefs. Neaeril* verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun 5 sem eru á fylgiseðli með lyfinu. Neaeril* er fáanlegt sem I nefúðalyf og í einnota umbúðum. | Blátt Nesseril® fyrir fullorðna og börn frá 10 ára aldri ENGIN ROTVARNAREFNI NEFÚÐI OG EINNOTA PAKKNINGAR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA Nezeril .... «... NojeriT- ft «*/<* NwenT- ft2S-*- Nezarir- ft5m#/i*. CgggJg m m Bleikt Nezcril® Grænt Ncaeril® fyrir börn gssaai fyrir ungabörn 2ia - 10 ára Bara að „nebbna" það! ASTICA ÆKEtM1 Astra ísland Nezeril® (oxymetazolin) er lyf Bem losur nefotiflur «f völdum kvcfs. Lyfiö er fljótvirkt og verkun v«rir i 6-8 kl«t. Aukaverkanir: Staöbundin ertlng kemur fyrlr. Varúðc Ekkl er ráðlagt a6 taka lyflö oftar en 3svar á dag eöa lengur en 10 daga 1 senn. Aö öðrum kostl er hætta á myndun lyfjatengdrar nefsllmhlmnu- bólgu. Nezerll á ekkl aö nota vlö ofnæmlsbólgum 1 nefl eöa langvarandl nefstlflu af öörum toga nema 1 samráðl vlö lækni. Leltlö til læknls ef llkamshltl er hærrl en 38,58'C lengur en 3 daga. Ef mlklll verkur er tll staðar. t.d. eyrnaverkur, ber elnnig aö lelta læknls. Skömmtun: Skömmtun er elnstakllngsbundln. Leslö lelðbeinlngar sem fylgja hverrl pakknlngu lyfslns. Geymlö lyf ávallt þar sem börn ná ekkl til. Umboö og drelflng: Pharmaco hf. LISTIR Háskalausir tónleikar TÓJVLIST Salurinn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Björk Jónsdóttir og Svana Víkings- dóttir fluttu söngverk eftir íslensk og erlend tónskáld. Sunnudagurinn 14. mars 1999. VITUR maður hélt því fram, að við Islendingar gætum skákað stórþjóðunum með söng, því frá náttúrunnar hendi værum við há- vær, þ.e. gefin hljómmikil radd- bönd, málið væri hljómvænt og í heild væni Islendingar bæði mál- gefnir og söngelskir. Þrátt fyrir að þessi speki væri að hluta til sett fram í gamni, býr að baki nokkur alvara og það hafa íslenskir söngv- arar sannað á liðnum árum. Lík- lega ættu tónlistarskólarnir og yf- irvöld menntamála að leggja sér- staka rækt við uppeldi söngvara og með vel menntaðri stétt söngv- ara síðan að hertaka menningar- heiminn. Það er nefnilega stað- reynd að söngtónleikar af ýmsu tagi eru að verða fyrirferðarmestir í tónleikahaldi hér á landi, svo að á söngsviðinu er mikið og jafnvel merkilegast að gerast þessa dag- ana. Björk Jónsdóttir og Svana Vík- ingsdóttir héldu tónleika í Salnum, sl. sunnudag og hófu tónleikana á svonefndum Jónasar-lögum, eftir Atla Heimi Sveinsson, sem eru lið- lega samin sönglög við alkunn kvæði, eins og Snemma lóan litla í og Stóð ég úti, í tunglsljósi. Björk söng lögin mjög vel og einnig var leikur Svönu ágætur, í skemmti- legu undirspilinu hjá Atla. Eftir undirritaðan söng Björk Hjá lygnri móðu og Vor hinsti dagur en skemmtilegasti viðburður tón- leikanna var frumflutningur fjög- urra laga eftir Olaf Axelsson, við eigin texta. I efnisskrá er þess get- ið, að um sé að ræða hluta af laga- flokki, er ber vinnuheitið „Hvers- dagslegir söngvar um tímann“. Lögin em vel gerð og leikræn, með alls konar uppátækjum, sem falla mjög vel að texta söngvanna. Lögin heita I Hvalfirði, Islenkur sunnudagur, Konan á skrifstofunni og Utanlandsferð, en texti síðast- nefnda lagsins er hálfgerð hroll- vekjugamansemi, þar sem „ungfrú klukka" er í aðalhlutverkinu. Tón- mál laganna er sambland af tón- tegundabundnu tónferli, undirleik- urinn hljómfylltur með ómstreyt- um og jafnvel „miniinaliskur" á köflum en öllu haganlega fyrir- komið. Það er næsta víst að þessi lög eiga eftir að njóta vinsælda, sérstaklega fyrir gamansemina og samspil leikrænnar útfærslu söngs og undirleiks. Sænsku tónskáldin Stenhammar og Peterson-Berger áttu næstu viðfangsefni, sem voru mjög vel flutt en eftir hlé voru flutt fjögur lög eftir Korngold, tvö eftir R.Strauss og þrjú eftir Schönberg. Korngold (197-1957) var Austur- ríkismaður, undrabam, sem 13 ára að aldri vakti athygh sem tónskáld með „pantomime“-verkinu Snjó- maðurinn. 22 ára er hann ráðinn hljómsveitarstjóri óperunnar í Hamborg og naut mikilla vinsælda sem tónskáld. 1935 flyst hann til Bandan'kjanna og starfaði þar að- allega við kvikmyndir. Sagt er að hann hafi ekki breytt stíl sínum og tónlist hans hafi haldið sínu síð- rómantíska svipmóti, er skipi hon- um með R. Strauss og Mahler. Lögin Kein Sonnenglanz in Auge, Alt-Spanisch, Alt-Engisch og Glúckwúnsch era hljómfalleg verk en daufleg og viðburðasnauð, hvað snertir tónmál og hljómskipan og þrátt fyrir að vera að mörgu leyti fallega flutt, náðu þau ekki að lifna virkilega. Þarna vantaði aðeins punktinn yfir i-ið. Allerseelen og Wie sollten wii' geheim Sie halten, eftir R. Strauss era bæði lagskýr og og áhugaverð í hljómskipan, enda er Allerseelen eitt af perlum rómantískrar tón- listar, sem í flutningi Bjarkar og Svönu var einum of hægt flutt. Það munar svo sem ekki miklu en líf- lína þessa lags er ákaflega við- kvæm, svo að Alleseelen var að- eins vel sungið, en ekki meir. Seinna Strauss-lagið var allt of flausturslega flutt. Tónleikunum lauk með þremur lögum eftir Schönberg, sem era úr svonefndum Kabarett-söngvum frá því um aldamótin en Schön- berg þurfti að vinna fyrir sér með því að semja kabarett-tónlist og útsetja söngleiki. R. Strauss bjarg- aði honum frá þessari leiðindaiðju með því að koma því til leiðar að Schönberg fékk Liszt-styrkinn og stöðu við Stern-tónlistarskólann, svo að hann gat lokið við Pelleas und Melisande, Gurrelieder og fleiri verk. Björk söng þessi skemmtilegu lög mjög vel en tvö þau fyrri era um gleðikonurnar Galatheu og Gigerlette og það síð- asta var við kátlegan texta eftir Schichaneder. Björk náði að túlka kabarett-blæbrigði laganna nokk- uð vel, þótt þau hafi ekki verið alls kostar í anda „Úberbrettl“-leik- hússins, þar sem meiri áhersla var lögð á tal og túlkun textans en söng. Svana Víkingsdóttir lék af ör- yggi og fylgdi söngkonunni mjög vel, svo að í heild vora þetta góðir tónleikar. Björk hefur fallega og hljómmikla rödd, fer vel með, þó á köflum vanti háskanna í túlkunina og hún haldi oft hraðanum innan við markalínuna, svo að þau ná ekki að blómstra. Best fluttu verk- in voru gamansöngvar Ólafs Ax- elssonar og verður gaman að heyra þennan lagaflokk fullgerð- an. Jón Ásgeirsson Dauft og fámennt TQ]\LIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven (D Op. 12,1), Brahms (nr. 3. d Op. 108), Handel (A Op. 1,3 HWV 361) og Fauré (nr. 1. A Op. 13). Berent Korfker, fiðla; Kana Yainaguchi, piand. Sunnudaginn 14. marz kl. 17. SUNNUDAGSSÍÐDEGI era greinilega ekki lengur jafn að- sóknarvæn og var fyrir nokkram áratugum, eftir að tónlistarfram- boð tók verulega að aukast hér á suðvesturhominu. A sunnudag- inn var kváðu þannig fernir tón- leikar hafa verið um svipað leyti í höfuðborgarlandinu. Þar við bættist svo ákjósanlegt útivistar- veður og fyrirtaks skíðafæri í fjöllum. Ekki einu sinni tilkynn- ing um að leikið yrði á Stradi- variusai'fiðlu frá 1704 (sem var svo reyndar borin til baka af hol- lenzka fiðluleikaranum á staðn- um; fiðlan sú væri því miður í tímabundnu farbanni tollayfir- valda) gat ginnt fleiri en 12 áheyrendur á tónleikana á veg- um Arsis-hljómplötuútgáfunnar í Norræna húsinu á sunnudaginn var, og er það með minnstu að- sókn sem undirritaður man eftir þar um slóðir. Sannar það enn sem oftar, að ef draga skal að fjölmenni, þegar lítt kunnir er- lendir listamenn eiga í hlut á þessum tíma viku, þarf að hræra auglýsingabumbur svo um mun- ar. Unga hljómlistai-fólkið frá Niðurlöndum átti fjölmennari viðtökur skildar en raun bar vitni, því flutningurinn var að mörgu leyti hinn frambærileg- asti. Tónleikamir hófust ekki fyrr en 10 mín. yfir auglýstan tíma - e.t.v. í von um fleiri áheyr- endur - og var ekki byrjað á barokkverkinu eins og vænta mátti, heldur fyi-stu fiðlusónötu Beethovens úr þrennunni frá 1796 tileinkaðri Haydn; líflegu „Hausmusik“-stykki sem var ágætlega leikið og með eðlilegu hraðavali, en ekki ýkja persónu- lega túlkað, auk þess sem píanóið var hér sem oftar ívið of aftar- lega í jafnvægi við fiðluna. „Thuner“-sónatan frá 1888, sú síðasta af þremur fiðlusónötum Brahms, kom næst; verk frá full- þroskaáram meistarans, en engu að síður gegnsósa af ljóðrænni ást til náttúrunnar, eins og menn þekkja t.d. frá Fiðlukonsertnum. Leikið var af öryggi, sérstaklega á píanóið, þar sem japanskættaði píanistinn afhjúpaði mýkt og tækni er gat minnt svolítið á landa hennar Mitsuko Uchida, einkum í hinum merlandi fjöraga III. þætti, en hefði að ósekju mátt sýna meira skap í lokaþætt- inum (IV., Presto agitato) til samvægis við fiðluleik Korfkers, er hóf sig þar upp íyrir þann snert af daufleika er hvíldi yfir upphafsþáttunum. Hándel-sónatan eftir hlé bætti litlu við, og var eins og hinn of- urlagi-æni barokkmeistari segði hvorki flytjendum né áheyrend- um neitt sérstakt frá hjartanu, þrátt fyrir víðast hvar öruggan leik, burtséð frá nokkram hæstu legum fiðlunnar í hægu þáttun- um, þar sem tónninn varð svolít- ið óstöðugur og vottaði fyrir óhreinleika. Öðru máli gegndi um Sónötu Gabriels Fauré nr. 1 í A dúr Op. 13 frá árinu 1876, sem þrátt fyrir allmiklar tækni- kröfur kemur fyrir sem e.k. fluguviktarútgáfa af Brahms. Léku þar tvímenningarnir af sópandi fimi og þrótti. Þéttriðinn píanópartur Allegro molto-þátt- arins (I.) flaug áfram í öraggum höndum Yamaguchis, og fiðlan átti marga góða spretti, sérstak- lega í syngjandi Andante- þætt- inum (II.) og í kraftmiklu útþátt- unum. Andagift Faurés helzt að vísu ekki alveg til enda; loka- þátturinn (IV.) nær t.a.m. ekki innblæstri upphafsins - en sam- leikur Korfkers og Yamaguchis var hér sem fyrr mjög vel sam- hæfður, og tókst þeim félögum að setja bjartan endapunkt á fremur daufa tónleika, sem ef- laust hefðu náð hærra flugi við meiri aðsókn. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.