Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Sighvatur Bjarnason segir upp hjá Vinnslustöðinni Utkoman í rekstrinum reyndist ekki nógu góð SIGHVATUR Bjama- son, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf., hefur sagt starfí sínu lausu. Hann lætur af störfum 31. marz og tekur Sigurgeir Brynj- ar Kristgeirsson, að- stoðarframkvæmda- stjóri, við starfinu og gegnir því þar til annað verður ákveðið. Sig- hvatur hefur verið framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í 7 ár. Hann segist hafa ákveðið það fyrir löngu að hætta, næði hann ekki viðunandi árangri í rekstri fyrirtækisins. „Eg ætlaði að hætta síðastliðið haust, þar sem ég taldi árangurinn ekki nógu góðan. Stjóm fyrirtækis- ins vildi að ég héldi áfram. Eg gerði svo en gat þess um leið að ég myndi hætta yrði árangurinn ekki betri en í fyrra. Nú er ljóst að svo verður ekki, einkum vegna lítillar frystingar á loðnu og hrognum, og því sagði ég upp,“ segir Sighvatur. „Eg er líka orðinn mjög þreyttur. Eg er búinn að vinna mikið og fá al- veg upp í kok í bili. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir félagið að fá einhvem frískan mann inn, sem sér aðra möguleika en ég sé um þessar mundir. Það skiptir ekki síður miklu máli að ég hef vanrækt fjölskyldu mína í 7 ár. Hún vill flytja til Reykjavíkur og ég ætla að flytja með þeim. Ég ætla ekki að vera einn úti í Eyjum,“ segir Sig- hvatur. Ekki ákveðið hvað tekur við Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað taki við. „Fyrst ætla ég mér að taka frí og svo skoða ég það. Það virð- ast vera meiri mögu- leikar á góðu starfí en ég hafði haldið fyrirfram svo ég er alveg rólegur." Vinnslustöðin varð til við samein- ingu um áramótin 1991 til 1992. Þá sameinuðust Vinnslustöðin, Fiskiðj- an, Fiskimjölsverksmiðjan, Gunnar Ólafsson, útgerðarfélagið Knörr og Lifrarsamlagið. Staða þessara fyrir- tækja var þá afar slæm. Síðan sam- einaðist Meitillinn í Þorlákshöfn vinnslustöðinni. Vomm tæknilega gjaldþrota „Við vorum tæknilega gjaldþrota og þá hófst þessi endalausi lífróður, sem hefur staðið allan tímann. Það hefur tekizt að hagræða í rekstrinum og lækka skuldir um nærri tvo millj- arða króna. Við erum búnir að end- urbyggja allt húsnæði og taka inn nýjar vélar, Við endurbyggðum loðnubræðsluna og höfum gjörbreytt samsetningunni á flotanum. Jafn- ft-amt hefur nýr hópur stjórnenda orðið til í gegnum tíðina. Ég held að félagið eigi því góða framtíð. Þar eru mjög hæfir stjórn- endur og starfsfólk og staða þess er góð. Mesta fjárfestingin og endur- nýjunin er að baki og skuldir í jafn- vægi. Búið er að byggja bolfisk- vinnsluna upp og ég held að það verði hún, sem haldi þessum rekstri uppi á næstu árum. Það mun skila sér á þessu eða næsta ári. Þetta hefur verið erfiður vetur. Það er rnikill léttir að því að vera bú- inn að segja upp, þungu fargi af mér létt,“ segir Sighvatur Bjarnason. Stærstu hluthafarnir eru Olíufé- lagið hf., Ker hf., íshaf, Vátrygg- ingafélag Islands, Samvinnusjóður- inn og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Geir Magnússon, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, segh- að stjórn- in hafi fallizt á uppsögn Sighvats. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að- stoðarframkvæmdastjóri, tekur við starfinu og gegnir því, þar til annað verði ákveðið. Sighvatur Bjarnason Oddeyrin EA Fékk 350 tonn í kasti LITIL loðnuveiði var í gær en 25 skip voru úti og langflest við Skaft- árósa. „Það er ekkert um að vera, þetta er að syngja sitt síðasta en við fengum samt 350 tonna kast héma áðan,“ sagði Eggert Þorfinnsson skipstjóri á Oddeyr- inni EA í gær en hann landaði um 600 tonnum í Grindavík á sunnu- dag. Um 123.000 tonn voru eftir af kvótanum í gær samkvæmt til- kynntum löndunum hjá Samtökum fiskvinnslustöðva og taldi Eggert að þar af ætti Samherji hf., útgerð- arfélag Oddeyrinnar, um 7.000 tonn. Hins vegar hefur Oddeyrin samtals landað 23.665 tonnum. „Það eru hrogn í henni,“ sagði Eggert um ástand loðnunnar, „en þeir hafa líka verið að lenda í hrygndri loðnu. Það er lítið að sjá og þetta virðist vera að verða búið. Kastið sem við fengum áðan er eina almennilega kastið; ég hef heyrt af einum eða tveimur með 100 tonn og svo bara smá slatta." Eggert var við Skarðsfjöru aust- ur af Skarðsfjöruvita og sagði veðrið gott en áréttaði að veiðin gengi illa þama í kantinum þar sem botndýpið væri um 40 til 45 faðmar. „Eg held það ætti að fara að hætta þessu til að ganga ekki of nærri stofninum. Þetta hefur verið sáralítið núna en var betra um helgina. Þá fengum við um 700 tonn í þremur köstum." Kvóti og aflastaða loðnuskipa, tonn í samræmí við tilkynntar landanir til SF til 15. mars >«*"**. Fiskveiðiárið 1998-1999 Veiðiskip Kvótaút tonn ilutun % Milli- færsla Kvóti alls Heildar- afli 15/3 Eftir- stöðvar Víkingur AK100 38.318 3,85 2.000 40.318 33.883 6.435 Börkur NK122 27.038 2,72 12.129 39.167 33.758 5.409 Örn KE13 36.048 3,62 0 36.048 31.940 4.108 Sigurður VE15 &£**> 33.637 3,38 80 33.717 31.137 2.580 Hólmaborg SU11 37.597 3,78 -5.070 32.527 29.333 3.194 Grindvíkingur GK606 29.283 2,94 0 29.283 26.349 2.934 Háberg GK299 33.485 3,37 0 33.485 26.236 7.249 Jón Kjartansson SU 111 23.227 2,34 3.600 26.827 25.464 1.363 Beitir NK123 28.358 2,85 1.200 29.558 24.362 5.196 Antares VE18 24.635 2,48 5.500 30.135 23.677 6.458 ísíeifur VE63 24.752 2,49 -80 24.672 23.674 998 Oddeyrin EA 210 23.033 2,32 0 23.033 23.665 -632 Súlan EA300 22.158 2,23 2.848 25.006 23.216 1.790 Hákon ÞH 259 25.599 2,57 818 26.417 22.932 3.485 Bjarni Ólafsson AK 70 23.314 2,34 2.000 25.314 22.613 2.701 Víkurberg GK1 19.173 1,93 3.043 22.216 21.617 5991 Elliði GK 445 27.731 2,79 0 27.731 21.210 6.521 Þorsteinn EA 810 35.787 3,60 -4.084 31.703 20.806 10.897 Faxi RE 9 20.937 2,10 9.429 30.366 20.356 10.010 Þórshamar GK 75 24.856 2,5 0 395 25.251 20.344 4.907 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 20.105 2,02 870 20.975 20.031 944 Gígja VE340 34.660 3,48 -15.004 19.656 19.946 -290 GuðmundurÓlafur ÓF91 18.717 1,88 0 18.717 19.818 -1.101 Bergur VE44 20.128 2,02 o1 20.128 19.468 660 Björg Jónsdóttir ÞH 321 20.037 2,01 0 20.037 19.301 736 Neptúnus ÞH 361 Ö 0,00 19.548 19.548 19.234 314 Huginn VE 55 18.891 1,90 0 18.891 19.206 -315 Júpiter ÞH 61 38.979 3,92 -13.674 25.305 19.032 6.273 Svanur RE 45 19.585 1,97 0 19.585 18.841 744 Gullberg VE 292 22.046 2,22 0 22.046 18.572 3.474 Sighvatur Bjarnason VE 81 21.312 2,14 -2.000 19.312 18.245 1.067 Kap VE 4 17.839 1,79 3.737 21.576 18.209 3.367 Sólfell EA 314 10.581 1,06 11.491 22.072 17.818 4.254 Þórður Jónasson EA350 17.937 1,80 0 17.937 17.168 769 Sunnuberg GK199 10.131 1,02 4.650 14.781 15.140 -359 Húnaröst RE550 20.104 2,02 -172 19.932 14.585 5.347 ArnþórEA16 r 27.821 2,80 -16.598 11.223 13.480 -2.257 Óli í Sandgerði AK14 12.391 1,24 12.598 24.989 13.285 11.704 SeleySU 210 1.471 0,15 8.125 9.596 12.362 -2.766 Jóna Eðvalds SF 20 9.726 0,98 677 10.403 10.442 -39 Faxill RE241 14.223 1,43 -9.362 4.861 5.390 -529 Glófaxi VE 300 0 0,00 4.903 4.903 5.116 -213 GuðmundurVE 29 6.548 0,66 0 6.548 4.080 2.468 Heimaey VE1 0 0,00 4.500 4.500 3.980 520 Garðar EA 310 0 0,00 0 1.722 -1.722 Dagfari GK70 12.591 1,26 -12.591 0 0 0 Drangavík VE 80 1.437 0,14 0 1.437 0 1.437 Óseyri ÍS 4 2.409 0,24 -2.409 0 0 0 Pétur Jónsson RE 69 818 0,08 -818 0 0 0 Sjöfn ÞH 142 12.604 1,27 -12.604 0 0 0 Sturl. H. Böðvarss. AK10 ö" 0,00 0 0 0 0 Venus HF519 , 4.974 0,50 -3.000 1.974 0 1.974 Örvar HU 2 ^ 17.675 1,78 -17.675 0 0 0 SAMTALS 994.706 100,00 -1.000 993.706 871.039 122.667 Lafontaine kveður flokksbræður sína „Hjartað slær til vinstri“ Oskar Lafontaine greindi á sunnudag frá ástæðum afsagnar sinnar úr embætti fjármálaráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins, SPD. An þess að gagnrýna Gerhard Schröder beinum orðum, sagði hann liðsanda stjórnarinnar hafa verið óviðunandi. Rósa Erlingsdóttir, fréttaritari í Berlín, fylgdist með atburðum helgarinnar. í ÞRJÁ sólarhringa biðu blaðamenn og ljósmyndarar fyrir utan heimili Oskars Lafontaines í Saarbriicken. Á laugardag bað hann mannsöfnuð- inn um að láta sig og fjöldskylduna í friði og neitaði að svara spurning- um. Á sunnudag boðaði Lafontaine hinsvegar, öllum að óvömm, til blaðamannafundar þar sem hann ljóstraði upp ástæðum þess að hann ákvað að hætta öllum afskiptum af stjómmálum. Hann sagðist hafa ákveðið að bíða í nokkra daga með yfir- lýsingar þar sem hann hefði orðið að ná ákveð- inni fjarlægð frá at- burðum síðustu daga. Hann sagðist hafa tekið ákvörðunina upp á eig- in spýtur og ætlaði sér ekki að skaða flokk sinn né ríkisstjórnina með yfirlýsingum. Hann sagðist hafa átt erfitt með að samræma mikið álag vinnunnar og fjöldskyldulífið. Hann hafi nú loks ákveðið að draga sig til baka, en það hafi blundað í honum allt frá lík- amsárásinni sem hann varð fyrir í kosningabaráttunni 1990. Slæmur liðsandi ríkisslj ómarinnar „Ég er stoltur af stefnu ríkis- stjórnarinnar og baráttu hennar fyr- ir auknu félagslegu réttlæti í Þýska- landi. Ástæða afsagnar minnar er slæmur starfsandi og skortur á sam- heldni og farsælum liðsanda innan ríkisstjómarinnar," sagði Lafontaine og bætti við að forsenda pólitísks starfs væri gagnkvæm til- litsemi og virðing á milli þeirra sem væra að berjast í sameiningu fyrir áþekkum pólitískum markmiðum jafnt innan stjómarinnar sem utan. Með þessum orðum var Lafontaine að skírskota til atburða síðastliðinnar viku. Sem fjármála- ráðherra tók hann þá ákvörðun að draga til baka umtalsverðar skatta- hækkanir á orkufyrirtæki, alls um fimm milljarða þýskra marka. Var það niðurstaða málamiðlunar sem náðist eftir langar og erfiðar samn- ingaviðræður við frammámenn orkuiðnaðarins. Síðastliðinn mið- vikudag sagði Gerhard Schröder kanslari á ríkisstjórnarfundi og í fjölmiðlum að stefna stjórnarinnar í efnahagsmálum væri gölluð, hún skaðaði atvinnulífið því aukin byrði á atvinnufyrirtæki drægi úr fjárfest- ingum og nýsköpun í atvinnulífinu. Stjörnmálaskýrendur og fjölmiðlar í Þýskalandi telja að þessar yfirlýs- ingar kanslarans og óvarkár gagn- rýni hans á ráðherra eigin flokks hafi orðið til þess að Lafontaine ákvað að segja skilið við stjómina. Lafontaine fjallaði um þessa atburði á blaðamannafundinum án þess að nefna kanslarann á nafn. Hann sagðist sjálfur ekki telja að með skattaframvarpinu, sem nú þegar hefur hlotið samþykki þingsins, hafi verið lagðar of þungar byi'ðar á þýskt efnahagslíf. Hörð gagurýni á kanslarann Um helgina fór fram fundui' vinstri vængs jafnaðarmanna í „Willy Brandt-Haus“ í Berlín en Lafontaine var um árabil í forystu þeirrar sveitar. Ljóst er að vinstri vængur flokksins sem kallaður er „Frankfurt- er-Kreis“ á erfitt með að sætta sig við ákvörð- un Lafontaines og enn erfiðara að sætta sig við að Gerhard Schröder taki við sem formaður flokksins. Gerhard Schröder var harkalega gangrýndur af stuðn- ingsmönnum Lafontaines og taka margh' hverjir sama pól í hæðina og stjórn- málamenn úr röðum stjórnarandstöðuflokk- anna sem löngum hafa sagt tilraun Lafontaines og Schröders dæmda til að mistakast. Segja þeir að auki að erfitt sé að gagnrýna Schröder fyrir eitt né neitt þai' sem nær ómögulegt sé að þekkja málstaðinn sem hann stendur fyrir. Lafontaine hafi gert stærstu mistök stjórnmálaferils síns með því að taka sæti í ríkisstjóm undir forystu Schröders en gegna áfram embætti flokksformanns. Að lokum hafi sú tilraun skaðað jafnt ríkisstjórnina sem SPD. Margir fulltráar SPD eru einnig agndofa yfir hegðun kanslarans, en í síðustu viku kom út nýtt tölublað glanstímaritsins „Life Style“ þar sem Schröder sat fyrir hjá frægasta tískuljósmyndara Þýskalands í rán- dýram klæðnaði. Fyrirsögn með- fylgjandi greinar var: „Aldrei hafa þýsk stjórnmál litið eins vel út og í dag“. Ostaðfestar fréttir herma að Lafontaine hafi átt erfitt með að sætta sig við að kanslarinn léti mynda sig í þrjú þúsund marka kasmírfrakka á meðan ríldsstjórn hans væri að takast á við vanda fjög- urra milljóna atvinnulausra Þjóð- verja. Gengur Schröder nú undir nafninu „Kasmírkanslarinn“ í fjöl- miðlum. Lafontaine kvaddur Flokksmenn SPD þökkuðu Lafontaine samstarfið um helgina og ljóst var að margir áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum þótt þeir segðu ákvörðun hans virð- ingarverða. Lafontaine var sjálfur augljóslega hrærður er hann ræddi við fjölmiðla og sagði að flokkurinn væri stór hluti lífs síns og óskaði honum góðs gengis undir forystu Schröders. Aðspurður hvernig hann túlkaði viðbrögð fjármálamarkaða, þar sem evran hækkaði í verði eftir afsögn hans, sagði Lafontaine: „Með hjartansmál er ekki enn verslað í kauphöllunum, en hjartað á sér samastað og þar slær það til vinstri." iii Oskar Lafontaine
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.