Morgunblaðið - 16.03.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 16.03.1999, Síða 38
i. 38 PRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um rann- sóknir I „Sú vibkorfsbreyting sem orðið hefur í einkageiranum hefur þannig augljóslega ekki orðið hjá hinu opinbera. “ Eftir Þröst Helgason Iskýrslu Rannsóknarráðs íslands (RANNÍS) til menntamálaráðherra frá 1998 segir að framtíðar- sýn ráðsins sé „að á ís- landi verði til metnaðarríkt og samhæft vísinda- og tæknisam- félag sem ráði yfir þekkingu og færni á heimsmælikvarða og skili þjóðinni vel skilgreindum ávinningi." Til þess að svo megi verða segir í skýrslunni að vís- indi og tækni þurfi að verða samofín íslensku þjóðlífí og „menntun að sitja í fyrirrúmi í landsmálum" og „framlög ríkis og atvinnulífs til rannsókna og þróunar að aukast". I skýrslunni segir jafnframt að íslendingar hafi „á undan- förnum áratug aukið útgjöld til rannsókna um 10-12% árlega og VIÐHORF varið um 9 VIUnUKf milljörðum króna og 1950 ársverkum til þeirra árið 1997. Hlutfall rannsókna var um 17% af vergri þjóðarfram- leiðslu.11 En þrátt fyrir að fjár- festing í menntun og rannsókn- um sé óðum að skila sér í „fjölg- andi störfum, auknum útflutn- ingi og verðmætasköpun sem byggist á þekkingu" þá ber þess þó að gæta „að hlutfallslega er þáttur hátækniiðnaðar í atvinnu- lífí á íslandi enn mjög lítill mið- að við það sem gerist í grann- löndum okkar.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að þrátt fyrir að sá hluti þjóðarframleiðslunn- ar sem varið er til rannsókna hér á landi hafi vaxið stöðugt síðustu áratugi, þó einkum og sér í lagi frá árínu 1985, þá er „enn töluvert í land að við stönd- um jafnfætis þeim þjóðum sem við oftast berum okkur saman við.“ í því samhengi má þess geta að árið 1997 var meðalhlut- fall framlaga til rannsókna innan OECD 2,16% miðað við verga þjóðarframleiðslu en 1,7% hér- lendis, eins og áður sagði. „Margar smærri þjóðir sem við gjarnan berum okkur saman við stórauka nú framlög til rann- sókna,“ segir í skýrslunni. „Má þar nefna Norðurlandaþjóðirnar, sérstaklega Svía (3,7% af VÞF) og Finna (2,8% af Vf>F), svo og Ira sem hafa fylgt nánast sömu hlutfallsþróun og íslendingar." Að mati RANNÍS horfir væn- lega um eflingu rannsóknastarf- semi á Islandi þegar á heildina er litið, þrátt fyrir þennan óhag- stæða samanburð við grannríki. í skýrslunni segir að gæta þurfi að „stöðu rannsókna í þágu hefð- bundinna atvinnuvega, sérstak- lega landbúnaðar og iðnaðar, sem veikst hefur að undan- förnu.“ Ennfremur segir: „Við núverandi skilyrði í rannsóknum á Islandi og reynslu af þátttöku í alþjóðasamstarfi hafa kröfur og væntingar fyi-irtækja og stofn- ana um stærð og umfang r&þ [þ.e. rannsókna og þróunar] verkefna aukist. Ekki hefur ver- ið hægt að fylgja þeirri þróun eftir með því að hækka styrki úr sjóðum á vegum RANNIS. Rannsóknarráð varar við áhrif- um þeirrar þróunar fyrir mynd- un nýrrar þekkingar og fyrir ný- sköpun til lengri tíma litið.“ Augljóst er að viðhorfsbreyt- ing hefur orðið gagnvart rann- sóknarstarfsemi í landinu en sú breyting hefur orðið á aðeins fimmtán árum eða svo. í samtali við blaðamann segir Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri RANNÍS, að allt fram til ársins 1985 hafi afar lítill skilningur verið á mikilvægi rannsókna hérlendis. Mikil gjá skildi að þá sem stunduðu vísindalegar rann- sóknir og fjármálamarkaðinn, sem síðan hefti samskipti þarna á milli. Þessa gjá, sem Vilhjálm- ur kallar nýsköpunargjána, hef- ur tekist að brúa á síðustu árum með ýmsum aðgerðum en að mati Vilhjálms hafa þar verið áhrifamestar stofnun Rannsókn- arsjóðs og Rannsóknarráðs árið 1985, niðurkvaðning verðbólgu- draugsins, afnám hafta á fjár- magnsmörkuðum, einkavæðing og meiri áhersla á markaðsbú- skap, tilkoma verðbréfamarkað- arins á níunda áratugnum, til- koma aukins áhættufjármagns til nýsköpunar í atvinnulífinu á þeim tíunda og jákvæð viðbrögð almennings á fjármagnsmark- aðnum. Allt lítur þetta mjög vel út en það vantar einn kubb til að full- komna myndina. Á síðustu árum hafa fyrirtæki lagt sífellt meiri áherslu á að leggja fé til rann- sókna og þróunarstarfs. Sam- kvæmt fyrrnefndri skýrslu RANNÍS er hlutur fyrirtækja nú kominn í um 38% af heildar- rannsóknum í landinu. Hefur framlag fyrirtækja vaxið úr 570 m. kr. í 3.500 m. kr. eða rúmlega sexfaldast á föstu verðlagi (1987-97). Á sama tíma hefur hlutdeild opinberra rannsókna- stofnana utan háskólanna (þ.m.t. rannsóknastofnana atvinnuveg- anna) dregist mjög ört saman og er nú um 30% af heild en var yf- ir 52% árið 1987. Sú viðhorfsbreyting sem orðið hefur í einkageiranum hefur þannig augljóslega ekki orðið hjá hinu opinbera. Hér hefur hið opinbera augljóslega sofið á verðinum en það hlýtur að vera mikilvægt að styðja vel við þá já- kvæðu þróun sem orðið hefur í þekkingariðnaði hér á landi und- anfarin ár en vafalaust geta flestir verið sammála um að í honum hefur aðalvaxtarbroddur atvinnulífsins verið. Að mati Vil- hjálms Lúðvíkssonar þarf að taka djarfar ákvarðanir til að fylgja þróuninni sem orðið hefur á fjánnagnsmarkaðnum eftir. Mikilvægast er að efla mennta- kerfi, sem ekki standi undir eft- irspurn eftir vinnuafli í þekking- ariðnaðinum svo sem raunvís- indamönnum og tæknifólki ým- iss konar, og grunnrannsóknir. „Einkageirinn leggur ekki mikið fé til grunnrannsókna,“ segir Vihjálmur, „en það er hins vegar umframeftirspurn á meðal fjárfestingaraðila eftir verkefn- um á sviði þróunar og hagnýtra rannsókna. Áhættufjárfestar eru hreinlega að leita að verkefnum til þess að taka við og þróa áfram. Það er því mikilvægt að ríkið leggi meira fjármagn til grunnrannsókna svo að hægt sé að virkja þetta líf á fjármagns- rnarkaðnum. Ríkið þarf með öðr- um orðum að fylgja eftir þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hef- ur til rannsóknastarfsemi og þekkingariðnaðar.“ Kvenlaus mannauður? ÞJÓNUSTA, menntun, þekking og reynsla. Þetta eru „framleiðsluverðmæti" næstu aldar, ef marka má orð framtíðarspek- inga og vangaveltur um þróun upplýsinga- samfélagsins og al- þjóðavæðingarinn- arsvonefndu. Þetta þýðir að þekking starfsmanna mun vega þyngra í þjóðhags- reikningum en ýsu- blokkinn og þjónustu- stig fyritækja hafa meira að segja fyrir hagvöxtinn en þorskígildin, svo að dæmi séu tek- in. Gangi þessi þróun ekki eftir, munum við að sögn framtíðarfræð- inganna verða undir i samkeppni þjóðanna og velferðarríki okkar jafnvel heyra sögunni til. Virkjun mannauðsins - mikil- vægasti vaxtarsprotinn Til að gera flókið mál einfalt, má kannski segja að þetta snúist um getu okkar til að nýta þann mannauð sem þjóðin býr yfir í ört vaxandi alþjóðasamkeppni. Versl- unarráð Islands kynnti nýlega á Viðskiptaþingi afar athyglisverða skýrslu - Alþjóðavæðingu atvinnu- lífsins, þar sem er ásamt öðru lagt mat á þennan mikilvæga vaxtar- sprota hagkerfisins, þ.e. upplýs- ingasamfélagið og mannauðinn. Af niðurstöðu skýrslunnar að dæma stöndum við það vel að vígi að kaupmáttur ráðstöfun- artekna getur orðið allt að helmingi meiri árið 2003 en hann var á árinu 1995, ef rétt er að málum staðið. Hér er því býsna mikið í húfi. Betur má ef duga skal En hvað þarf til? Ekki ýkja mikið. Mið- að við hátt mennta- og tæknistig liggur al- þjóðavæðingin nokkuð vel fyrir okkur. En bétur má ef duga skal. Að mati VÍ er það einkum tvennt. Annars vegar þarf atvinnulífið, fyrirtækin í landinu, að aðlaga sig breyttum áherslum og harðnandi samkeppni. Hins vegar þurfa stjórnvöld að leggja sitt af mörkum við að bæta al- mennt rekstrarumhverfi sem og almenn búsetuskilyrði hér á landi. Sem dæmi um það sem betur má fara að mati VI má nefna aukna einkavæðingu, endurskoðun úr- eltrar skattalöggjafar og íþyngj- andi reglubyrði, endurbætur á menntakerfinu, viðhorfsbreytingu meðal stjórnenda fyrirtækja og svo mætti lengi telja. Mannauður kvenna vannýttur Með nokkurri einföldun má því segja að samkeppnishæft rekstrar- umhverfi og aðlaðandi búsetuskil- yrði á alþjóðamælikvarða sé það sem þurfi til þess að við getum Vinnuafl Með nokkurri einföldun má segja að samkeppn- ishæft rekstrarum- hverfi og aðlaðandi bú- setuskilyrði á alþjóða- mælikvarða, segir Helga Guðrún Jónas- dóttir, sé það sem þurfi til þess að við getum ávaxtað okkar mannauð komandi kyn- slóðum til gagns. ávaxtað okkar mannauð komandi kynslóðum til gagns. Margt bendir hins vegar til að með þessu tvennu sé ekki nóg að gert. Miðað við ríkj- andi kynjaskiptingu vinnumarkað- ar og kynbundinn launamun, svo að fáein dæmi séu nefnd, erum við ekki að nýta mannauð kvenna sem skyldi. Sagan sýnir okkur að konur búa yfir ómetanlegum mannauði. Höfum við efni á að sólunda þess- um dýrmæta auði frekar, þegar vöxtur og viðgangur hagkerfisins snýst öðru fremur um virkjun mannauðsins? Höfundur er stjórnmálafræðingur, Skrifstofu jafnréttismála. Helga Guðrún Jónasdóttir Hvað vitum við um aldraða á Islandi? ÞESSI spurning hljómar sennilega an- kannalega í eyrum margra. Er ekki búið að skrifa og tala svo mikið um aldraða og málefni þeirra á margumræddu ári aldraðra að litlu er við að bæta? Þegar nánar er að gáð er umfjöllunin að mestu leyti um kjör þeirra og aðbúnað svo sem vonlegt er, en margt annað hefur fengið minni umfjöllun. Um- fjöllunin vill einnig litast af þeirri stað- reynd að eftir tæpa tvo mánuði verður kosið til Alþingis og verið er að mana væntanlega þingmenn til yfirlýsinga um hverju þeir hyggist beita sér fyrir á næsta kjörtímabili. 7/elÍnö Laugavegi 4, sími 551 4473. Það hefur hins veg- ar ekki farið hátt að á undanförnum misser- um hafa ýmsar vís- indarannsóknir verið birtar um margvísleg málefni aldraðra, en sumt af því fer ekki víðar en í tiltölulega þröngum hópi vísinda- manna og fagfólks. Þessar rannsóknir eru á sviði heilbrigðismála og félagsmála í víðust- um skilningi sem og efnahagsmála. Nú hyggst Öldrun- arráð Islands bæta að nokkru leyti úr því með fyrirlestrum fyrir almenning þar sem fjallað verður um ýmis vísindaverkefni á aðgengilegan hátt. Gert er ráð fyrir góðum tíma í spurningar og umræður. Fyrsti fundurinn af þessu tagi Oldrunarmál Umfjöllunin um mál- efni aldraðra er að mestu leyti um kjör þeirra og aðbúnað, seg- ir Jón Snædal, en margt annað hefur fengið minni umfjöllun. verður í dag, þriðjudaginn 16. mars, í húsnæði eldri borgara í Reykjavík í Glæsibæ og er það Sigurveig Sigurðardóttir félags- ráðgjafi sem ríður á vaðið með umfjöllunarefnið „lífsvenjur, lifn- aðarhættir og vellíðan á efri ár- um“ og hefst erindið kl 16:30. Að mánuði liðnum er komið að Pálma V. Jónssyni lækni að fjalla um nýja rannsókn á afleiðingum af beinþynningu og byltum á Islandi og nokkrum viðmiðunarlöndum. Síðasta erindið í vor verður svo um arfgengi langlífis og hvort hugsanlega verður hægt að finna langlífisgenin með erfðarann- sóknum. í haust verður síðan haldið áfram með nokkur erindi til viðbótar sem verða nánar kynnt þegar nær dregur. Aðgangur er ókeypis, en kaffi- veitingar verður unnt að kaupa á staðnum. Hér með eru allir sem áhuga hafa á þessum málefnum hvattir til að mæta og hlýða á for- vitnileg erindi. Höfumlur cr formaður Oldrunarráðs Islands. JÓII Snædal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.