Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 43 Mikilvægi Eyjabakka í náttúru Islands 20. FEBRÚAR síðast liðinn gekkst Skotveiði- félag Islands fyrir ráð- stefnu um áhrif vatns- aflsvirkjana á heiða- gæsastofninn. Ráð- stefnu þessari voru gerð góð skil í fjölmiðl- um. Skömmu eftir að ráðstefnan var haldin sendi Samband sveitar- félaga í Austurlands- kjördæmi kynningar- blað með Morgunblað- inu. Við lestur þessa kynningarblaðs kom upp i huga minn hið fomkveðna „góð vísa er aldrei of oft kveðin“. Því er rétt að benda enn og aftur á það sem kpm fram á þessari ráðstefnu SKOTVÍS. Það er einkar brýnt eftir útkomu þessa áróðursblaðs sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi því þar má finna beinar rangfærslur, svo ekki Heiðagæsin Það er ljóst að heiða- gæsinni mun ekki verða vært á Eyjabökkum, segir Sigmar B. Hauks- son, hún mun hrökklast burt og enginn veit hvert hún mun flýja eða hvaða áhrif þetta rask muni hafa á stofninn. sé minnst á þær alvarlegu afleiðing- ar sem eyðilegging Eyjabakkasvæð- isins myndi hafa á heiðagæsastofn- inn. í ávarpi sem Þorvaldur Jóhann- esson, formaður orku- og stóriðju- nefndar Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, skrifar í áð- urnefndu áróðursplaggi segir meðal annars að allt tal um að hálendinu verði drekkt sé víðs fjarri og að virkjunaráform í næstu framtíð, ásamt núverandi miðlunarlónum, geri ráð fyrir að innan við 2% af há- lendinu fari undir miðlunarlón. Hvers konar rökleysa er þetta eigin- lega? Það er ekki verið að ræða um prósentu eða flatarmál í þessu sam- bandi, heldur varðveislu stórbrot- inna og ægifagurra landsvæða sem eru einstök í heiminum. Ef Gullfoss Baðinnréttingar Vandaðar og fallegar innréttingar frá Belgíu á hagstæðu verði. Sniðið að þínum þörfum! OpiS frá kl. 9-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga ViS Fellsmúla Sími 588 7332 og Geysissvæðið í Haukadal væru virkjuð þá væru það ekki mörg prósent af flatarmáli landsins. En hvað varðar Eyjabakkana þá er það staðreynd að gerð miðlunarlóns á því svæði mun valda meiri og alvarlegri um- hverfisspjöllum en nokkrar aðrar orku- framkvæmdir hér á landi til þessa. í ljósi aukinnar vitundar og áhuga íslensku þjóðar- innar á umhverfis- og náttúruverndarmálum, og þá ekki síður vegna þess að margir Austfirðingar og hart nær 70% íslensku þjóðarinnar eru and- vígir því að Eyjabökkum verði fórn- að, er það sanngjöm og hógvær krafa að Eyjabakkasvæðið fari í lög- bundið umhverfismat. Svo vildð sé aftur að ráðstefnu SKOTVÍS þá kom meðal annars fram í erindi Dr. Tony Fox, sem stundað hefur viða- miklar rannsóknir á gæsum hér á landi, að mannvirkjagerð á Eyja- bökkum gæti haft afdrifaríkar af- leiðingar íyrir heiðagæsastofninn. Sem kunnugt er leita allt að 13.000 heiðagæsir á Eyjabakkasvæðið til að fella flugfjaðrir sínar og þar dvelja þær á meðan þær eru í sárum. Ástæður fyrir því að gæsirnar hafa kosið Eyjabakkana fremur en önnur svæði eru margar og sumar ekki þekktar. Þær helstu eru þó þær að í Eyjabökkum njóta þær þess friðar sem þær þurfa svo mjög á að halda á meðan þær eru í sárum, þær hafa þar nægt æti og drykkjarvatn, vatn sem þær geta m.a. flúið út á sé þeim ógnað. A meðan gæsirnar eru í sár- um þurfa þær mjög mikla orku til að framleiða nýjar fjaðrir og byggja upp vöðva og bein svo þær komist yfir hafið til vetrarstöðvanna. Hinn kjarnmikli háfjallagróður á Eyja- bakkasvæðinu gefur þeim þá orku sem þær þarfnast. Við þær miklu framkvæmdir sem óhjákvæmilega munu verða við mannvirkjagerð á Eyjabökkum munu gæsirnar verða fyrir miklu ónæði og alls konar áreiti. Við gerð 44 ferkílómetra uppi- stöðulóns mun beitiland gæsanna fara á kaf. Það er því ljóst að heiða- gæsinni mun ekki verða vært á Eyjabökkum, hún mun hrökklast burt og enginn veit hvert hún mun flýja eða hvaða áhrif þetta rask muni hafa á stofninn. Það er sem sagt mörgum spurningum ósvarað í þessu sambandi og sumum þeirra er varla hægt að fá svar við. Staðreynd, þessa máls er sú að Eyjabakkar eru stærsti fellistaður heiðagæsa í heim- inum, þess vegna er þetta svæði ein- stakt í náttúru landsins og heimsins alls. Ein meginástæðan fyrir því að ekki er hægt að segja til um með neinni vissu hvaða áhrif gerð uppi- stöðulóns á Eyjabökkum muni hafa á heiðagæsina er sú að hvergi nokk- urs staðar hefur fellistað gæsa af sömu stærðargráðu og Eyjabakkar verið sökkt undir vatn, svo vitað sé. Það væri háðuglegt hlutskipti ef ís- lendingar, sem byggja nær alla af- komu sína af náttúrunni, yrðu fyrst- ir til þess. Þá er rétt að benda á að við á Islandi eigum ekki heiðagæs- irnar ein, þær hafa vetursetu á Bret- landseyjum. Ég vil leyfa mér að full- yi'ða að það muni skapa hörð við- brögð í Bretlandi, og raunar annars staðar í Evrópu, þegar Bretum og öðrum verður ljóst hvaða áhrif mannvirkjagerð á Eyjabökkum muni hafa á heiðagæsastofninn. Heiðagæsastofninn er nú í sögulegu hámarki. Áhrif vanhugsaðra mann- virkjagerða á stöðum sem eru mikil- vægir fyrir heiðagæsina, eins og varp- og fellistaðir, geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir stofninn svo ekki sé meira sagt. Skotveiðifé- lag Islands telur því að nú þegar liggi fyrir nægjanlegar upplýsingar um nauðsyn þess að Eyjabakkar verði settir í lögbundið umhverfis- mat. Þá telur félagið að ef eingöngu séu hafðar í huga þær ógnir sem heiðagæsinni stafi af því að Eyja- bökkum verði sökkt undir vatn þá sé það næg ástæða fyrir því að hætt verði við öll áfoim um eyðingu þessa dýrmæta landsvæðis. Höfundur er formaður Skotveiðifé- lags íslands. AÐALFUNDUR ga SÍFHF. ____________________________ Aðalfundur SÍF hf. (Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda hf.) verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, miðviku- daginn 31. mars næstkomandi og hefst kl. 14.00. Ávarp Þorsteins Pálssonar. sjávarútvegsráðherra. Dagskrá aðalfundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.03 í samþykktum félagsins. Tillaga stjómar um arðgreiðslur. Heimild stjórnar um kaup á eigin hlutum samkvæmt 55. grein hlutafélagalaga. Tillaga um breytingu á 2. grein samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til hækkunar á hlutafé með sölu nýrra hluta. Tillaga um samruna SÍF hf. og íslandssfldar hf. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu komnar í hendur stjórnar eigi síðar en 7 sólarhringum fyrir fundinn til að þær verði teknar á dagskrá. 2. 3. 5. 6. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá og með 17. mars 1998. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á skrifstofu félagsins á Fjarð- argötu 13-15, Hafnarfirði, þriðjudaginn 30. mars næstkomandi og fyrir hádegi miðvikudaginn 31. mars, en eftir klukkan 13.00 á fundarstað. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra, fram- leiðendur og starfsmenn SÍF hf. í Súlnasal Hótel Sögu og hefst hóftð kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðar á hófið verða seldir á skrifstofu SÍF hf. og á aðalfundinunt. Stióm SÍF hf. Sigmar B. Hauksson erming á næsta leiti? Við bjsðum iriháttar úrval fyrir unga fólftið. TECNO tövuborð úr beyki/melamíni með útdraganlegri plötu fyrii lyklaborð, BI20 xL75 x D65 sm. SAKE futonsvefnsófi með sængurfatageymslu. Fáaniegur í mörgum litum og mynstrum. L200 sm, útdreginn BI40 x L200 sm. Með 4ja laga í futondýnu. ZAP armar, 2st kr. 8.510 GRANVIK hillusamstæða úr beyki/melíni með stálstoðum lökkuðum I állit. B135 x HI80 x D40 sm.kr. 17.900,- PISCOVER svefnbekkur með álitri grind. L216 sm, dýnustærð B80 x L200 sm. Ýmsar gerðir áklæða PESlGN tölvuborð úr béykl/mtlamini með áíitri grir Mjeð útdraganlegri plötu fyrir lyklaborð og hillu fýrir mús. B85 x HI34 XD60/68 sm. HÚSGAGNAHÖLUN 0 0 L B Y fu t«f> s n.io fné 6 logurr af bómuli c-g V7: n gu r? 7-tagey m-ství, L243 im, útúrtpnn B i 20 * L1Ú0 sm. I 4 I' < x V* Bildshöfði 20 -112 Reykjavik Simi 510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.