Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 52
1 52 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Brúna klárhryssan sem Jenni hin finnska situr er faxprúð og freyðandi léttviljug. Vel lukkuð tamningin ber knapanum gott vitni. FINNSKA stúlkan Tiina Erika hlaut hæstu einkunn og er þar með fyrsti dúx Hestaskól- ans og situr hér jarpan hest sem fer vel á brokkinu hjá henni. - HVER önn á Hestaskólanum er tæp- lega tveir og hálfur mánuður en ætl- unin er að bjóða upp á fjórar annir á ári. Komið er víða við í náminu og kennt allt það helsta sem ber á góma í íslenskri hestamennsku og má þar nefna frumtamningar og almenna reiðhestaþjálfun. Páll Stefánsson hélt fyrirlestur um algenga kvilla í hross- um á Islandi og Tómas Ragnai-sson og Einar Ragnai-sson héldu fyrirlest- ur um hestaíþróttadóma. Þá vai- boðið upp á þriggja daga kennslu í jáming- um og tekið próf í lokin. Kynbóta- ' dómararnir Ágúst Sigurðsson hrossa- ræktairáðunautur og Jón Vilmundar- son héldu námskeið í kynbótadómum og voru nemendur prófaðir í lokin. Aðalkennarai' voru Hafliði Halldórs- son sem jafnframt er skóiastjóri og Hugrún Jóhannsdóttir en auk þeirra kenndu nokkrir gestakennarar og má þar nefna Atla Guðmundsson, Einar Óder Magnússon, Freyju Hilmars- dóttir og Olil Amble. Þá var boðið upp á nokkrar kennslustundir í íslensku fyrir stúlkmnar þar sem kennari var sá kunni hestamaður Gylfi Þorkels- son. Þá taka nemendur að sjálfsögðu virkan þátt í fóðrun og hirðingu hrossanna og aðstoða jafnvel við jám- ingar og ýmislegt annað sem tilheyrir -hestahaldinu. Samsetning sex nemenda hópsins sem nú lauk námi var nokkuð sér- Stórhuga fram- kvæmdir ÞÓTT ekki sé aðstaðan á Ing- ólfshvoli í Ölfusi tilbúin enn sem komið er gekk starfsemin við kennsluna með ágætum. Reiðvöllurinn nýttist fullkom- lega en sambyggð veitinga- álma er enn í byggingu og var því sendur matur frá Selfossi fyrir nemendur og starfsfólk nú á fyrstu önninni. Innan- gengt er úr hesthúsinu sem tekur um 50 hross í reiðhöll- ina. Hesthúsið er mjög glæsi- legt í alla staði með tveggja hesta og eins hests boxum. Hluti af veitingasalnum verður notaður sem fundarað- staða þar sem hægt verður að loka af en þar verður kenndur bóklegi þátturinn. Stefnt er að því að taka þennan hluta byggingarinnar í notkun um miðjan næsta mánuð og verð- ur þá rekin þar veitingasala sem verður um leið mötuneyti fyrir skólann. Er ekki annars að vænta en þarna verði hin glæsilegasta aðstaða þegar framkvæmdum verður lokið. Frumraun Hestaskólans á Ingólfshvoli Sex nemendur út- skrifaðir á fyrstu önn Hestaskólinn á Ingólfshvoli í Ölfusi lauk um helgina sinni frumraun. Sex nemendur luku prófum í nýliðinni viku og afhend- ing einkunna og skólaslit fóru fram á laugardag. Valdimar ____Kristinsson brá sér austur í Ólfus og hitti kennara og_ nemendur í prófönnum um miðja síðustu viku. stök. Fimm þeirra eru útlendingai-, allt stúlkur, en eini íslenski nemand- inn piltur. Tvær stúlknanna eru frá Finnlandi, tvær frá Svíþjóð og ein frá Noregi. Tvær stúlkur frá Hollandi hættu námi á miðjum námstíma. Haíliði skólastjóri kvaðst ánægður með þessa frumraun skólans „Hér voru samankomnii' nemendur með misjafnan bakgrunn og reynslu en ég held að ágætlega hafi tekist að upp- fylla óskir og væntingar hvers og eins. Breiddin var allt fi-á því að vera frístundareiðfólk með einn hest og upp í tamningamenn með fjölda hrossa í þjálfun og allt þai- á milli. Nemendur vox-u því misvel búnir und- ir námið sem var að stórum hluta frumtamning þeirra þriggja trippa sem hvert þeirra fékk sem viðfangs- efni á námstímanum. Þá fengu þau hvert um sig einn góðan reiðhest þar sem viðfangsefnið var að byggja hest- inn upp og reyna að betrumbæta hann sem reiðhest eða jafnvel sýning- arhest. Námið hér mun alltaf draga einhvern dám af árstíðinni hverju sinni. Nú voru hrossin nýtekin á hús þegar kennslan hófst í byrjun janúar og hrossin ekki í þjálfun. Þau sem hins vegar taka við í byrjun apríl þeg- ar næsta önn hefst taka við hrossum í ágætri þjálfun. Þeiiri önn lýkur um miðjan júní og hrossin þá væntanlega komin á grös,“ sagði Hafliði. Hann taldi að ekki yi-ðu gerðar veigamiklar breytingar á kennslufyrirkomulag- inu. Þetta hefði reynst ágætlega eins og þetta var uppsett nú en líklega yi-ði þó aukið við framiag gestakenn- ai-a. Álagið hefði verið mikið á hann og Hugrúnu og vinnudagarnir langir hjá þeim sem og nemendum. Ætlunin hafi verið að ljúka vinnunni klukkan sex síðdegis alla virka daga en raunin hafi orðið sú að unnið var til sjö og átta flesta daga auk þess sem margar helgarnar voru undirlagðar. Hafliði upplýsti að nokkur pláss væru laus í næstu önn en hins vegar væri fullt í tvær síðustu annir ársins og biðlistai- í báðar. Hann sagði að nú hæfist undirbúningur fyrir næstu önn, frumtamningartrippin frá síð- ustu önn færu til síns heima og ný kæmu í staðinn. Þá sagði Hafliði að líklega yrði eitthvað af reiðhestum skólans selt og nýir keyptir í staðinn. Sá háttui- yi’ði hafðui’ á að hestakost- urinn yrði endumýjaður reglulega. Þá eru öll reiðtygin alltaf til sölu í lok hven-ar annai- og nú hefðu til dæmis tveir nemenda tekið með sér hnakk- ana sem þau notuðu í náminu. Með þessum móti væri hægt að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað í gerð reiðtygja og bjóða alltaf upp á nýleg og vel með farin reiðtygi. „ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞRÁTT fyrir langa og erfiða törn og prófraunir framundan var létt yfir nemendum og kennurum, þeim Iiafliða Halldórssyni og Hugrúnu Jóhanns- dóttur, sem hér standa framan við nemendur sem sitja hér trippi sem þau hafa frumtamið í vetur; frá vinstri talið: Helen, Yngvild, Jenni, Jessica, Sigurlaugur og Tiina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.