Morgunblaðið - 16.03.1999, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 16.03.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR PRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 53 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson JÁRNINGAR voru hluti af náminu í Hestaskólanum og- æfðu nemend- ur sig á fótum af hrossum sem gengið höfðu á vit feðranna með við- komu í sláturhúsinu á Selfossi en hér eru frá vinstri talið Yngvild, Sigurlaugur, Jessica og Tiina. Aldrei séð svona brjálaðar skepnur NEMENDUR Hestaskólans á Ilngólfshvoli í Olfusi gáfu sér tíma til að spjalla við blaðamann þótt í prófönnum væru og í mörgu að snúast af þeim sökum. Frá Finnlandi komu Tiina Erika Jokinen og Jenni Johanna Varynen en sænsku stúlkurnar heita Jessica Danielsson og Hel- ena Hammerström og sú norska Yngvild Myrás. Pilturinn í stúlknastóðinu er svo Sigurlaug- ur G. Gíslason frá Geirlandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Góður r! andi var í hópnum og þau al- 1 mennt ánægð með námið í heild. Þær útlensku kváðust hafa feng- ið létt áfall í upphafi þegar þær sáu trippin sem átti að temja. Sögðust þær allar sem ein aldrei hafa séð svona brjálaðar skepnur eins og sum þeirra voru. En þetta hafi verið fljótt að breytast og síðar komið í ljós að góður efniviður var í sumum Itrippanna. Eitt þeirra hafi þó ekki verið hægt að temja og það sent til föðurhúsanna en hin hafi látið sig mjög fljótlega. Þá voru þau sammála um að reiðhestarnir sem þeim hafi ver- ið úthlutað hafi verið mjög góðir og jafnvel frábærir eins og ein úr liópnum orðaði það. Að vísu hafi tekið smá tíma að stilla saman knapa og hest í einstaka tilviki, til dæmis hafi Tina verið í vand- ræðum með að stöðva hryssuna sem hún var með en þegar bremsurnar fundust reyndist hún mikið gæðahross enda áður hlot- ið 8,5 fyrir tölt og brokk í kyn- bótadómi. Yngvild skipti um hross fljótlega og fékk hryssu undan Hrafni frá Holtsmúla með góðum gangtegundum en mætti vera viljugri enda hryssan ung að sögn Yngvildar. Jessica var einnig með hryssu undan Hrafni sem hún var mjög ánægð með. Eins og gengur voru áhersl- urnar mismunandi, Sigurlaugi og Jessicu fannst frumtamningarnar áhugaverðastar en Helen og Yngvild sögðu reiðhestaþjálfun- ina höfða mest til sín. Tiina sem er vel menntaður reiðkennari frá Hestaskóla í Finnlandi sagði það að fást við ólíkar hestgerðir lieilla sig mest. Aðspurð sagði hún að væntingar um námið hefðu verið nvjög hlutlausar, hún hefði í raun ekki búist við neinu sérstöku. Þetta hefði kannski verið heldur villtara en hún átti von á. Þetta hefði verið erfitt, frumtamningar tekið langan tíma en eigi að síður skemmti- legt, vinnan mikil og dagarnir því langir. „Ég liafði vandamál með svefn áður en ég kom til fs- lands en nú má segja að ég sé sofnuð áður en höfuðið snertir koddann," segir Tiina með bros á vör. Eitt og annað hefur verið gert til tilbreytingar og skemmtunar, meðal annars farið á heimaslóðir iSigurlaugs að Geirlandi þar sem gist var eina nótt, en þar er rekin bændagisting, og komið við á ýmsum áhugaverðum stöðum á leiðinni. Þá var að sjálfsögðu far- ið með dömurnar á Gullfoss og Geysi og skroppið til höfuðborg- arinnar. Litháenshrossin komin til Danmerkur LITHAENSHROSSIN margumtöl- uðu eru nú flest hver komin til Dan- merkur er Sören Laursen, danskur dýragarðseigandi, fór í austurveg og keypti 88 íslensk hross frá Litháen og eru þau nú meðal annarra dýra í Sm- inge Safari Park á Jótlandi. Þetta kemur fram í marshefti tímaritsins Tölts sem íslandshestafélag Dan- merkur gefur út. I greininni kemur fram að hrossin hafi verið hluti af hjálparátaki frá ís- landi til handa Litháum en eitthvað hafi ræktun íslensku hestanna gengið illa og þau verið þarna í reiðileysi. Upphafið að þessum kaupum var þegar elsta dótth’ Laursens óskaði eftir að fá íslenskan hest í brúðkaups- gjöf. Fór hann til Litháens 20. sept- ember síðastliðinn og segist hann hafa búist við villtum illa hirtum hrossum en sú reyndist ekki raunin því hrossin voru vel hh’t þar sem þau stóðu feit og sælleg í hnéháu grasi. A síðustu þremur mánuðum segh' ■ Laursen að yfir fimmtíu manns úr Is- landshestageiranum í Danmörku hafi . heimsótt sig af forvitni og kannski ör- lítilli tortryggni. Honum til undrunar segir hann að ekki hafi mai’gir boðið hann velkominn í félagsskapinn og hann undrar sig á þeim neikvæðu viðbrögðum sem flestir virðast sýna þessu tiltæki hans. Hann tekur fram að hann sé ekki kominn til að undir- bjóða mai'kaðinn. Hann hyggst taka þátt í ræktunar- starfinu í Danmörku og stefna að því að láta sýna eitthvað af hryssunum í kynbótadómi. Hann hyggst byggja sína ræktun á gæðum en ekki magni og hefur raunar nú þegar sett sér ræktunarmarkmið. „Vel reisth’, sam- ræmisgóðir hestar með fjórum góð- um gangtegundum og gott geð en ekki of mikinn vilja“ því fjöldinn geti ekki riðið viljugum hestum. Og spurningunni um hvað hann geri ef engin af þeim hryssum sem hann hefur keypt reynist standast lág- markskröfur stendur ekki á svari: „Þá fórum við til íslands og kaupum nokkrai’. Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag þegar ég keypti þessi hross hefði ég frá byrjun keypt hrossin frá Islandi," segir Sören Laursen. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Fimmta föstuguðsþjón- ustan með Sigur- birni biskupi NÆSTKOMANDI miðvikudags- kvöld verður föstuguðsþjónusta í Hallgrímskirkju þai’ sem Sigui’björn Einai’sson biskup mun prédika. Þetta er fimmta guðsþjónustan með Sigm’- birni biskupi og hafa þær verið afar vel sóttar. Hópur tónlistarfólks hefur tekið þátt í guðsþjónustunum og að þessu sinni mun Douglas Brotchie leika á orgel kh’kjunnar.Séra Sigui’ð- ur Pálsson þjónai’ fyrir altai-i. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Dómkirkjan. Barnastarf fyrir 6-9 ára börn kl. 10.15 og kl. 14.15 í safn- aðarheimilinu. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyi’irbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Passíusálmalestur og orgelleik- ur kl. 12.15. Æskulýðsfélagið Örk (yngi’i deild) kl. 20. Opið hús á morgun miðvikudag kl. 14-16. Bíl- ferð fyrir þá sem þess óska. Upplýs- ingar í síma 510 1034. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Langholtskirkja. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðarstund. Oháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. Vigfús Albertsson guðfræði- nemi prédikar. Kaffi og biblíulestur út frá 32. Passíusálmi í safnaðar- heimili að lokinni guðsþjónustu. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Passíusálmalestur kl. 12.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hjúkr- unarfræðingar frá heilsugæslustöð- inni í Árbæ koma í heimsókn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15 í umsjá Önnu Sigurkarlsdótt- ur. Leikfimi, léttur málsverður. Sr. Iris Kristjánsdóttir kemur í heim- sókn. Kl. 18 kyrrðar- og bænastund. Bænarefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bæjarefni í bænakassa í and- dyri kirkjunnar. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digra- neskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 17.30. Æskulýðs- starf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30-15.30. Helgistund, söngur, handavinna, létt spjall og kaffiveitingar. Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20-22 í kirkjunni. KFUM fyrh’ drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 17-18. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramoi’gunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Frfkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyr- ir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Heimsborgin - Rómverja- bréfið, lestur í Vonarhöfn kl. 18.30- 20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Hvammstangakirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 á prestssetr- inu. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Undirbúningur undir uppskeruhátíð fyrir foreldra. Leikrit og fóndur. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Sam- vera á vegum systrafélagsins kl. 20. Herdís Hallvarðsdóttir flytur hug- leiðingu. Allar konur hjartanlega velkomnar. Lágafellskirkja. Æskulýðsstarf fermingarbarna á miðvikudögum kl. 20. Umsjón Sigurður Rúnar Ragn- arsson. Hólaneskirkja, Skagaströnd. KFUM og K fyrir 9-12 ára kl. 16. Biblíulestur í Sæborg kl. 20. Við stór lækkum verðið á Bœn parketi um 25-30% Vegna hagstæðra samninga bjóðum við norska gæðaparketið frá BOEN á einstöku verði á meðan birgðir endast. Öllum parket kaupum fylgir motta af gerðinni Nova eða Ruby, stærð 120 x 170 cm. 7 mismunandi gerðir. Verðfrá: 2.690 kr. pr. m2 TEPPABUÐIN Suðurlandsbraut 26 Sími: 568 1950 Fax: 568 7507 Slóð: www.glv.is Stjörnuspá á Netinu fg>mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.