Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR KRISTINN
* ÁRMANNSSON
+ Sigurður Krist-
inn Ármannsson
fæddist á Urðum í
Svarfaðardal 20.
janiíar 1919. Hann
lést á Landakots-
spitala 9. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ármann
Sigurðsson, bóndi á
Urðum, f. 13. ágúst
1883, d. 2. ágúst
1969, og Elín Sigur-
hjartardóttir, hús-
freyja, f. 22. júní
1886, d. 11. janúar
1936. Systkini Sig-
urðar voru Friðrika Sigríður, f.
23. september 1913, látin, Anton
Vilhelm, f. 2. júlí 1915, Marta, f.
18. júlí 1916, Sigurður Hjörtur,
f. 23. janúar 1918, iátinn, Soffia,
f. 1. ágúst 1920, látin, og Soffía,
f. 15. mars 1928.
Hinn 1. desember 1951
kvæntist Sigurður Sigrúnu Guð-
mundsdóttur, f. 22. júni 1928.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Sigurðsson, f. 10. júlí
1879, og Guðfinna
Pálsdóttir, f. 18.
desember 1883. Sig-
urður og Sigrún
eignuðust tvö börn:
1) Ármann, f. 17.
október 1951, maki
Margrét Guðmunds-
dóttir. Þeirra böm
eru Sigurður Krist-
inn, Anna Kristín og
Sigrún Lóa. 2)
Anna, f. 30. júní
1953, maki Guð-
mundur Björnsson.
Þeirra börn eru:
Björn, Kristinn og
Jón Ólafur.
Sigurður lauk prófí frá Sam-
vinnuskólanum og starfaði að
því Ioknu við endurskoðun og
bókhaldsstörf, fyrst á Lögfræði-
skrifstofu Ragnars Ólafssonar
en hin siðari ár sjálfstætt með
eigin skrifstofu á Laugavegi 18,
Reykjavík.
Utför Sigurðar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.00.
Sigurður Kristinn Armannsson,
tengdafaðir minn og vinur, er látinn
áttræður að aldri. Kynni okkar Sig-
urðar hófust íyrir hartnær tuttugu
og flmm árum er ég og Anna dóttir
hans hófum sambúð. Þegar litið er
yfir farinn veg koma upp í hugann
einstaklega ljúfar minningar um
góðan og kærleiksríkan mann. Ein-
stakling sem setti sterkan svip á
umhverfi sitt sökum persónugerðar
sinnar; glaðværðar, glettni og góð-
vildar. Sigurður var einstaklega
.skemmtilegur og orðheppinn maður
sem átti afar auðvelt með að sjá
broslegar hliðar tilverunnar og eru
mér minnisstæð mörg tilsvör hans
og athugasemdir. Þá eru ófáar þær
stundir sem Sigurður eyddi með
dóttursonum sínum í hinum ýmsu
spilum og leikjum og mátti vart á
milli sjá hvorir höfðu meira gaman
af, þeir eða afinn.
Sigurður var vel lesinn og fróður
um menn og málefni og gerði sér
far um að fylgjast með atburðum
líðandi stundar. Á hugann leita
margar ánægjustundir í spjalli um
landsins gagn og nauðsynjar. Ekki
vorum við alltaf sammála en það
kom aldrei að sök.
Sigurður var vinnusamur og sam-
viskusamur og vildí hafa röð og
reglu á hverjum hlut. Mestan hluta
starfsævinnar vann hann við endur-
skoðun og bókhaldsstörf, fyrst á
lögfræðiskrifstofu Ragnars Ólafs-
sonar, en hin síðari ár sjálfstætt á
eigin skrifstofu á Laugavegi 18.
Já, það er margs að minnast og
þakka. Ógleymanlegar eru hinar
mörgu ánægjustundir hin síðari ár
við veiðar í Hlíðarvatni en Sigurður
var mikill útivistarmaður og hafði
ferðast vítt og breitt um landið enda
naut hann þess að gleyma amstri
hversdagsins úti í náttúrunni. Þá
eru ferðir til Kanaríeyja með Sigga
og Sigrúnu mér ofarlega í huga en
þau höfðu á undanfömum árum oft-
sinnis dvalist á þeim slóðum. Sig-
urður þekkti þar vel til og naut þess
að kynna dásemdir eyjanna. Síðast-
liðinn janúar stóð til að heimsækja
eyjamar á ný í fylgd Sigga og Sig-
rúnar og fagna þar með þeim 80 ára
aftnæli hans. Ekki varð úr að Sig-
urður kæmist með í þá ferð þar sem
hann varð fyrir því óhappi að lær-
brotna um þetta leyti. Þrátt fyrir að
svo slysalega hafi tekist til er ég
þess fullviss að þá ferð á eftir að
fara, undir leiðsögn Sigga, þó síðar
verði.
Eg kveð grandvaran öðling um
leið og ég þakka honum allt sem
hann hefur gert fyrir mig og fjöl-
skyldu mína.
Kæra Sigrún og aðrir ástvinir.
Þegar Sigurður er kvaddur hinstu
kveðju vil ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Blessuð sé minning
hans.
Guðmundur Björasson.
Fáir menn hafa haft eins djúp
áhrif á mig og afi, en honum tókst
oft með hlýju sinni og skemmtileg-
heitum að gera ómerkilega hluti að
ævintýrum. Löngum var mitt annað
heimili hjá honum og ömmu. Þar
vildi ég alltaf vera. Afi var minn
besti vinur og lékum við okkur lang-
tímum saman. Hann virtist ætíð
hafa nægan tíma til þess að sinna
mér og aldrei sá ég hann þreytast,
þótt ekki hafi ég verið rólegt bam.
Þá tókst honum alltaf að gera mig
að sigurvegara jafnvel þótt spilin
sýndu annað.
Mínar bestu stundir átti ég með
afa á kvöldin. Þá var gott að skríða
þreyttur í fang hans og sofna út frá
veiðisögum og sögum úr sveitinni
hans, Svarfaðardal.
Afi kenndi mér að veiða og aldrei
gleymi ég þeim stundum er við átt-
um saman við Hlíðarvatn, þar sem
ég var leiddur um leyndardóma
veiðihnúta og veiddi minn fyrsta
fisk.
Ég á eftir að sakna þín sárt, elsku
afi, og allra þeirra gleðistunda sem
við áttum saman. En ég hugga mig
þó við það að nú hvílir yfir þér sama
ró og yfir mér meðan ég svaf í fangi
þínu.
Björa Guðmundsson.
Enn er sláttumaðurinn á ferð.
Fyrir ljánum varð nú frændi minn,
Sigurður Ármannsson frá Urðum í
Svarfaðardal. Þótt ég vissi til hans
kynntumst við lítið fyrr en báðir
vorum kosnir í framtalsnefnd
Reykj avíkurborgar.
Sigurður var glæsimenni og ung-
ur var hann einna hávaxnastur
Svarfdælinga. Ég held að fáa menn
hafi ég séð vasklegri til átaka. Eng-
inn hygg ég að hafi vitað afl hans
líkamlegt, enda fór hann gætilega
með, og líkt má segja um hans and-
lega atgervi. Ásýnd var heiðrík,
ennið hátt og yfir því dökkt liðað
hár. Augun voru skörp, en um leið
mild, nefið vænt og fagurlega
sveigt.
Sigurður var óáleitinn og aldrei
heyrði ég hann leggja illt til nokk-
urs manns. Karlmennskulundin var
viðkvæm, þótt ekki kenndi grát-
stafa. Þegar í hans hlut kom að
meta aðstæður bágindafólks var
hann sanngjam og tók „veikan
bróður“ fram yfir „samfélagskraða-
kið“.
Allur frágangur hans á skrifuðum
umsögnum var til fyrirmyndar.
Skriftin var greinileg, gætti nokk-
urrar listfengi, rökstuðningur laus
við langloku og því skiljanlegur
hverjum, sem réð yfir meðalgreind.
Hann var gamansamur og kunni
vel að segja frá. Margan glaðan
hlátur gat hann vakið og þurfti ekki
mörg orð til, en við bættust svip-
brigði og fas í stað orða.
Með þessum vini og frænda er
farinn góður maður, sem ég veit að
margir sakna. Hann var ágætlega
kvæntur og auk bama þeirra Sig-
rúnar verða nú margir vinir slegnir
sorg. Ekki veit ég um átrúnað hans,
um þau mál ræddum við aldrei. En
hvar sem honum er heimkoma búin
veit ég að viðtökur verða góðar,
þegar hófsamur gleðigjafi knýr
dyra.
Eins og oft vill verða verður ekki
stutt kveðja að æyisögu. Margt
verður ósagt látið. Ég kveð vin og
frænda með miklum söknuði og
votta Sigrúnu og bömum þeirra
dýpstu samúð. Blessuð sé minning
Sigurðar Armannssonar.
Björn Þórhallsson.
„Drengir em góðir menn og batn-
andi.“
Ljóst er að áliðið er orðið hjá
okkur í hópnum, sem fylgdist að í
gegnum Samvinnuskólann fyrstu
heimsstyijaldarárin síðari, 1939—
41. Hinn ágæti kennari okkar þar,
Valdimar Jóhannsson bókaútgef-
andi, féll frá í jan. sL, og í sama
mánuði andaðist kær skólasystir,
Eyrún Maríusdóttir, og nú er geng-
inn hinn vaski Svarfdælingur og
bekkjarbróðir, Sigurður Kristinn
+
Kveðjuathöfn um hjartkæra móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU SIGRÍÐI JÓNSDÓTTUR,
Austurbrún 4,
Reykjavík,
fyrrum húsfreyju í Beykishúsi á ísafirði,
fer fram í Áskirkju í Reykjavík á morgun,
miðvikudaginn 17. mars og hefst athöfnin kl.
13.30. Útförin verður gerð frá ísafjarðarkirkju
föstudaginn 19. mars nk.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Guðmundur K. Kjartansson, Kristín F. Hermundardóttir,
Kjartan Páll Kjartansson, Sigríður Nikulásdóttir,
Jón Sigurður Kjartansson, Kolbrún Karlsdóttir,
Guðfinnur R. Kjartansson, Erla Björk Axelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
STEFÁN SIGFÚSSON,
Vogum,
Mývatnssveit,
lést miðvikudaginn 10. mars.
Minningarathöfn verður í Langholtskirkju
fimmtudaginn 18. mars kl. 13.30.
Jarðsett verður frá Reykjahlíðarkirkju laugar-
daginn 20. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast
hans, er bent á Orgelsjóð Langholtskirkju eða Reykjahlíðarkirkju.
Jóna Jakobína Jónsdóttir,
Jón Stefánsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Steingerður Védís Stefánsdóttir, Halldór Torfason,
Jakob Stefánsson, Edda Stefánsdóttir,
Ólafur Þröstur Stefánsson, Gyða Björgvinsdóttir,
Sólveig Valgerður Stefánsdóttir, Jón Pétur Líndal.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUNNÞÓRUNNAR EGILSDÓTTUR,
Borgarási 10,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks St.
Jósefsspítala, Hafnarfirði, fyrir umönnun og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Geir Magnússon,
Örlygur Sigurbjörnsson, Lilja Óskarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÚLÍANA SILFÁ EINARSDÓTTIR,
Fremri-Langey,
sem lést mánudaginn 8. mars sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
17. mars kl. 13.30.
Svafa Kjartansdóttir,
Selma Kjartansdóttir, Baldur Gestsson,
Ólöf Ágústsdóttir,
Unnur Kjartansdóttir,
Eggert Th. Kjartansson, Hólmfríður Gísladóttir,
Kópur Z. Kjartansson, Alda Þórarinsdóttir,
Elsa Kjartansdóttir,
barnabörn og fjölskyldur.
Armannsson, endurskoðandi. Já,
ljóst er að langt er liðið á „seinni
hálfleikinn" hjá okkur, sem á þess-
um myrku og blóðugu heimsstyrj-
aldarárum vorum með framhalds-
skólagöngu að búa okkur undir líf
og starf í okkar litla þjóðfélagi.
Er ég spurði andlát Sigurðar, þá
hringdi ég til kollega hans og bekkj-
arbróður okkar, Kolbeins endur-
skoðanda og spurði hann: „Veistu
hvernær röðin kemur að okkur?“
„Nei,“ svaraði hinn fríski vinur og
félagi, „það veit ég ekki ... og lík-
lega eins gott.“ Ég tók undir það og
varð hugsað til þeirra, sem velta því
fyrir sér hvað taki við, er lífi okkar
lýkur hér, en ættu heldur að hug-
leiða hver sá er sem við okkur tek-
ur. Um hann segir í Orði Guðs: „En
öllum þeim, sem tóku við honum,
gaf hann rétt til að verða Guðs
böm, þeim, sem trúa á nafn hans.“
(Jóhs. 1:12) Þetta var mér þegar
orðið hugleikið haustið 1939, er ég
hitti fyrst mína mörgu skólafélaga,
sem falla nú svo ört frá.
Við Kolbein sagði ég í símtalinu:
„Þú ert hæfastur til að skrifa minn-
ingarorð um vin okkar og bróður,
Sigurð endurskoðanda." Nei, vinur-
inn fól mér það. Þess vegna nú hér
þessi kveðjuorð mín fyrir hönd okk-
ar bekkarsystkina, sem enn erum
uppistandandi.
Skólastjóri okkar í Samvinnu-
skólanum var hinn frábæri kennari
og fræðari, Jónas Jónsson. Hann
gerði okkur ljóst á þessum árum,
að vonandi væru merk og stór
tímamót skammt undan í sögu
þjóðar okkar, þ.e. lýðveldisstofnun
(1944), eftir nær 700 ára erlenda
yfirstjórn í misvondum myndum.
Jónas var ‘flugbeittur penni eins og
alþjóð veit. Annar honum líkur í
þeirri íþrótt - og í nýlegri skoðana-
könnun sagður vitrastur núlifandi
landsmanna - hann sagði í afmæl-
isgrein um undirritaðan fyrir
tveimur til þremur árum: „Hann
komst í Samvinnuskólann, naut sín
þar vel, hlaut furðu staðgóða undir-
stöðumenntun, sem hann hefur
byggt ofan á með drjúgum lestri
síðan. Kennsla Jónasar Jónssonar í
Samvinnuskólanum varð honum
minnisstæð, flug hans út um víðátt-
ur sögunnar, skáldlegar myndir af
afreks- og hugsjónamönnum, hrifn-
ing hans af listum, hinn mikli þjóð-
ernismetnaður hans, þetta orkaði
sterkt á næman dreng og átti þátt í
lífsmótun hans. En annað stór-
menni hafði þó dýpstu áhrifin á
hann, séra Friðrik Friðriksson." -
Hér talar sá, sem er fær um að
dæma og veit. Við sem nutum
fræðslu og innblásturs frá þessum
skólastjóra, sem réttilega er hér
nefndur stórmenni, við vorum
lánsöm. Hann bókstaflega vakti
okkur með margvíslegum hætti -
einnig til dáðríkra starfa. Þetta var
það áhrifaumhverfi, sem hinn látni
skólafélagi og við hin, lifðum,
hrærðumst og mótuðumst í á árum
áður og höfum blessunarlega búið
að.
Sigurði kynntist ég sem vænum,
glaðsinna og góðviljuðum ungum
manni. Hópurinn okkar hittist af og
til gegnum árin til að endurnýja hin
gömlu góðu kynni og til að eiga aft-
ur glaðar og góðar stundir saman.
Síðari árin hindraðist Sigurður því
miður heilsunnar vegna í þátttöku í
þessum samverum, en sú næsta er
fyrirhuguð 1. maí nk. í Perlunni - á
fæðingardegi skólastjóra okkar -
en þar höfum við undangengin ár
drukkið saman síðdegiskaffið og
lagt drög að haustsamverunni, síð-
ast hjá Erlendi og Margréti og
næst væntanlega hjá Kolbeini og
hans ágætu konu. Á þeim stundum
minnumst við þeirra skólasystkina
sem frá okkur hafa orðið að hverfa
og gleðjumst yfir að hafa átt þau
að.
Ekki vitum við nú hver næst
verður kallaður, en við kvíðum ekki,
því nú er okkur vel ljóst hver tekur
við okkur, ef við tökum í hans fram-
réttu hjálparhönd. Við blessum
minningu Sigurðar, hins góða vinar
og bekkjarbróður og biðjum ástvin-
um hans allrar Guðs blessunar í
bráð og lengd.
Fyrir skólafélaga 1939-1941.
Hermann Þorsteinsson.