Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 49 r GISSUR KARL GUÐMUNDSSON + Gissur Karl Guðmundsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1931. Hann lést á heimili sínu á Rjúpnahæð 8 í Garðabæ 4. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Svanhildur Gissur- ardóttir, f. 18.6. 1901 á Hvoli í Ölf- usi, d. 16.7. 1984, og Guðmundur R. Magnússon, bakara- meistari og sælgæt- isgerðarmaður, f. 1.10. 1897 í Æðey, d. 11.7. 1968. Gissur Karl átti tvö alsystkini, Elsu Unni, f. 20.5. 1934, gift Arnari Guðmundssyni, f. 1.10. 1931, þau skildu, og síðar Birni Björnssyni, f. 11.2. 1927, d. 12.12. 1991, og Braga Kristin, f. 15.3. 1942, kvæntur Margréti Hauksdóttur, f. 19.6. 1946, og þijú hálfsystkini frá fyrra hjónabandi Guðmundar, Val- gerði, f. 24.3. 1919, d. 27.12. 1996, gift Hallgrími Jónssyni, f. 18.12. 1910, d. 21.9. 1984, f. 3.12. Torfa 26.11. 1921, d. 5.11. 1998, og Hjört Magnús, f. 6.2. 1924, kvæntur Guðrúnu Sigurðar- dóttur, f. 9.9. 1930. Hinn 19.7. 1952 kvæntist Gissur Karl eftirlifandi konu sinni, Gerdu Mörthu Charlottu, f. Mertins, 19. mars 1926. Gerda er frá Liibeck í Þýskalandi og voru foreldrar hennar Hans Friedrich Mertins og Magdalene Luise Mertins. Börn Gissurar Karls og Gerdu eru: 1) Guðmund- ur Hans, f. 29.10. 1951. 2) Magda- lena Svanhildur, f. 7.12. 1952, maki Ragnar Guðsteinsson, f. 5.10. 1954. Börn þeirra eru: Birg- ir Karl, f. 29.8. 1979, Óskar, f. 17.2. 1982, og Berglind, f. 31.8. 1988. 3) Kristín, f. 27.3. 1956, maki Gunnar Friðjónsson, f. 12.3. 1954, börn hennar eru Lára Elísabet Kristínardóttir, f. 17.2. 1981, Jan Frederik Kindt, f. 9.1. 1983, Heike Viktoria Kristínardóttir, f. 10.2. 1986, Sarah Beatrice Kristínardóttir, f. 6.4. 1989. Barn þeirra Gunn- ars er Helga Margrét Kristínar- dóttir, f. 4.11. 1996. 4) Karl, f. 16.9. 1961, kvæntur Elínu Dóru Elíasdóttur, f. 17.12. 1963. Börn þeirra eru Arnar Freyr, f. 4.9. 1993, og Dagbjört Eiísa, f. 14.9. 1995. 5) Ari, f. 21.6. 1964, kvæntur Inka Spiller. Barn þeirra er Joshua Gabriel. 6) Árni Óskar, f. 20.7. 1965. Gissur Karl starfaði á sínum yngri árum hjá Bæjarsímanum, en lærði síðan ketil- og plötu- smíði hjá Stálsmiðjunni, þar sem hann starfaði um árabil. Síðar var hann verkstjóri hjá Ofna- smiðjunni þar til haim fluttist með konu og börn til Ástralíu ár- ið 1969. Þar bjuggu þau í fimm ár, en fluttust þá til Liibeck í Þýskalandi, þar sem þau hjónin bjuggu til ársins 1996, er þau fluttust heim til íslands. Bálför Gissurar Karls fer fram frá Fossvogskapellu í dag og liefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar Kalli bróðir er allur leita margar minningar á hugann. Sumar frá þeim tíma þegar ég, langyngstur okkar systkina, lylgdist með stóra bróður mínum fullur aðdáunar á ýmsum tOtektum hans. Ég man til dæmis þegar Kalli hafði fótbrotnað. Ég var að leika mér á Ránargötunni við félaga mína og sá þá hvar Kalli hjólaði á hjóli systur okkar niður götuna og gat aðeins notað annan fótinn, því hinn var í gifsi. Spurði ég hvert hann væri að fara. Upp í bæ, var svarið. Allnokkru síðar kom Kalli hjólandi til baka, nú á nýju hjóli sem hann hafði keypt sér í Fálkanum og leiddi hjól systur okkar með sér - og dugði enn annar fóturinn til að knýja reiðskjótana áfram og hemla. Ég man líka sögu af því, þegar Kalli var í sveit og líkaði ekki vistin fyrir aust- an Fjall. Drengur var ekkert að tvínóna við hlutina, hann hjólaði til Reykjavíkur. Ymislegt mun Kalli hafa brallað á tóningsárum. M.a. æfði hann box hjá ÍR og átti víst til að láta hendur skipta þegar sá var gállinn á honum. Lenti hann einu sinni í því að gefa góðum vini púst, en afleiðingin var öllu verri fyrh' bróður minn en þann sem fyrir varð, því lengi var ígerð í hnúa. Hélt hann því fram að þetta væri félaganum að kenna, sá hefði ekki gætt eðlilegs hreinlætis. Svo kom að því að drengurinn fann stúlku sem hann hafði hug á að kynnast nánar. Það mun hafa verið um 1950, og sá sem þetta ritar enn ungur og saklaus. Eitthvað hafði Kalli illan bifur á hugsanlegum að- gerðum litla bróður síns, því hann lýsti því fjálglega, að stúlka sú sem hann ætlaði að bjóða heim á tiltekn- um tíma væri þýsk að uppruna og hefði mikið gengið á í heimalandi hennar, þar sem stríðið hefði geisað með tilheyrandi sprengingum og skothríð, og varaði mig alvarlega við og bað mig að hafa nú hægt um mig, því stúlkan væri viðbrigðin og gæti illa farið ef ég væri með einhvern óvæntan hávaða. Ekki var að því að spyrja, þetta varð ég að kanna nán- ar. Læddist ég nú inn í herbergi bróður míns, meðan hann var að ná í snótina, stillti vekjaraklukkuna, sem var hávær, því Kalli átti ekki gott með að vakna á morgnana, og setti hana í blikkvaskafat til að magna nú enn hljóðin, og beið síðan spenntur framvindu mála. Er skemmst frá því að segja að enn lifir stúlkan, en Kalla fannst þetta víst lýsandi fyrir inn- ræti litla bróður síns og minntist þessa æ síðan. Eins og við flest systkinin hóf Kalli búskap sinn í fjölskyldusetrinu á Bræðraborgarstíg 5, myndarlegu húsi sem faðir okkar byggði. Þar bjuggu þau Gerda þegar elstu börn- in fæddust. Átti Kalli mikið af skemmtilegum bókum sem ég sótti mikið í og það svo, að þegar þau keyptu sér lítið hús uppi við Vatns- enda átti ég ófáar ferðimar þangað upp eftir, fyrst á reiðhjóli, en síðar á skellinöðru og loks bíl föður okkar. Ég var því heimagangur hjá þeim góðu hjónum allt frá upphafi og þar til þau fluttust til Ástralíu árið 1969 með börnin sex. Þar bjuggu þau í um fimm ár. Kalli starfaði þar við iðn sína, en hann hafði numið hjá Stálsmiðjunni það sem kallað var ketil- og plötusmíði. Meðan þau bjuggu hinum megin á hnettinum skrifuðumst við bræður á og var æv- inlega gaman að fá bréf frá honum, þótt ekki væri nú alltaf auðvelt að vita hvenær honum var alvara og hvenær skáldgáfan tók völdin, því hann færði margt í stílinn, enda um- hverfið framandi okkur hér heima. Árið 1974 fluttu þau Kalli og Gerda til Þýskalands og settust að í Liibeck, heimaborg Gerdu. Áður höfðu tvö elstu börnin flust til ís- lands, en hin fylgdu foreldrum sín- um. I Lubeck vann Kalli við skipa- smíðar, lengst af við Flender Werft. Þegar harðna tók á dalnum í skipa- smíðum í Þýskalandi vai- hann gjarna lánaður til annarra skipa- smíðastöðva í Þýskalandi og var þá langdvölum að heiman. Eftir að til Þýskalands kom var auðveldara um ferðalög hingað norður og komu þau hjón nokkrum sinnum til Islands, yf- irleitt á bíl sínum með Norrænu. Vai' þá oft vel hlaðið í litla bíla og fyrstu árin vegir mai'gir slæmir. Man ég ekki betur en að einum bílnum hafi orðið að fleygja að ferð lokinni. Heilsa Kalla bilaði og varð hann að láta af störfum fyrir aldur fram. Fluttust þau til íslands 1996 og bjuggu lengst af í Keflavík, en voru nýflutt í Garðabæinn þegar Kalli lést óvænt aðfaranótt 4. mars sl. Kæra Gerda, mágkona. Sorg þín er mikil, enda leitun á samrýndari hjónum en ykkur Kalla. Ég veit þó að þú sækir huggun til barnanna þinna og til íslensku fjölskyldunnar þinnar. Þú ert ein af okkur og átt stóran hlut í hjarta okkar allra. Bragi. Elsku pabbi minn. Mér þótti svo undur vænt um þig. Mig langar til að þakka þér fyrir all- ar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Þið mamma voruð búin að ferðast mikið, bæði í Ástralíu og eins í Þýskalandi þegar þið bjugguð þar. Eftir að þið komuð aftur heim til íslands fyrir þremur ái-um kynntist ég þér betur. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar á milli þess sem við göntuðumst, og oft hlóstu svo mikið að tárin runnu í stríðum straumum niður kinnar þínar. Ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert núna. Elsku pabbi minn, ég sakna þín mikið og ég mun aldrei gleyma þér. Þín dóttir Magdalena. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN AÐALSTEINSDÓTTIR, Búðargerði 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg- un, miðvikudaginn 17. mars, kl. 10.30. María Hrönn Halldórsdóttir, Árni Árnason, Aðalsteinn Arnar Halldórsson, Helga Björnsdóttir, Anna Halldóra Halldórsdóttir, Magnús Ó. Kristjánsson, Þór Halldórsson, Helga V. Sigjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför ELIMARS HELGASONAR, frá Skammadal í Mýrdal, bónda að Hvammi í Holtum, er lést laugardaginn 6. mars fer fram frá Marteinstungukirkju miðviku- daginn 17. mars kl. 15.00. Sætaferð frá BSÍ kl. 13, á Selfossi kl. 14. Þið, sem viljið minnast hans, látið Marteinstungukirkju njóta þess. Sigríður Pálsdóttir, Sigurbjörg, Sveinn og fjölskylda. + Móðir okkar, KRISTÍN GUÐLAUG KRISTÓFERSDÓTTIR, áður til heimilis á Skúlagötu 68, andaðist á Hrafnistu föstudaginn 12. mars. Pétur Jónsson, Vilborg Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Pálmi Jónsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR I. JÓNSSON, Sogavegi 20, lést á Landakotsspítala að morgni mánu- dagsins 15. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Antonsdóttir. + Eiginmaður minn, GARÐAR STEFÁNSSON frá Kúskerpi, andaðist á heimili sínu, Ægisbraut 11, Blönduósi, sunnudaginn 14. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Sigurðardóttir. + Fósturmóðir mín og systir, ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 14. mars. Rut Sigurðardóttir, Karitas Guðjónsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SOFFÍA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 10. mars, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 18. mars, kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Svala Eiríksdóttir, Eyjólfur Bergsson, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar S. Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, íbúðum aldraðra, Mosfellsbæ, sem lést þriðjudaginn 9. mars, verður jarð- sungin frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, mið- vikudaginn 17. mars, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á minningarsjóð Odds Ólafssonar, Reykjalundi. Fyrir hönd vandamanna, Karl M. Jensson, (Carló). + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ THEÓDÓRA GUÐNADÓTTIR, Amtmannsstíg 4, Reykjavík, lést mánudaginn 8. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. mars, kl. 13.30. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.