Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 40
J 40 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGLÝSINGAR
V
>
”7
- J
Maður eða
mús?
VERSLANIR BT ÓSKA EFTIR FÓLKI í
EFTIRTALIN STÖRF!
Sterkur sölumadur
Óskum eftir sölumanni í BT Hafnarfirði. Þarf að vera liðtækur
í öll þau störf sem til falla, þ.á.m. gjaldkerastarf og kassauppgjör.
Heiðarleiki og samviskusemi eru kostir sem við metum mikils.
Þarf að vera sjálfstæður og eiga frumkvæði í starfi. Áhugi á
þeim vörum sem seldar eru í BT er nauðsynlegur og einhver
þekking æskileg. Helgarvinna er hluti af vinnutímanum.Tekið
er við skriflegum umsóknum á staðnum.
Tölvusölumadur
Óskum eftir tölvusölumanni í BT Skeifunni. Hæfileikar í sölu-
mennsku skilyrði. Þarf að hafa áhuga á tölvum og hafa einhverja
þekkingu þar að lútandi.
Heiðarleiki og samviskusemi eru sem fyrr kostir sem við metum
mikils. Þarf að vera sjálfstæður og eiga frumkvæði í starfi.
Helgarvinna er hluti af vinnutímanum. Tekið er við skriflegum
umsóknum á staðnum.
Móttaka verkstædis
Óskum eftir manni í móttöku verkstæðis hjá BT Skeifunni.
Tekur á móti viðskiptavinum. Þarf að vera þjónustulundaður
og eiga gott með mannleg samskipti. Þarf að geta sinnt
einföldum verkefnum er lúta að prófun raftækja, tölva og
tölvuleikja. Tekið er við skriflegum umsóknum á staðnum.
BT er lifandi og vaxandi vinnustaður. Hjá fyrirtækinu
starfa 30 manns. Fyrirtækið er leiðandi í sölu tölva,
raftækja og afþreyingarefnis.
BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444
BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020
Heilsugæslan í Reykjavík,
stjórnsýsla
Afleysingastaða
læknis við
Heilsugæslustöðina í Fossvogi
Afleysingastaða læknis við Heilsugæslustöð-
ina í Fossvogi í Sjúkrahúsi Reykjavíkurer laus
til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem
fyrst og hafi sérfræðimenntun í heimilislækn-
ingum, en þó ekki skilyrði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis-
menntun og læknisstörf, sendist stjórnsýslu
Heilsugæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47,
101 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum
i sem þar fást.
’ Nánari upplýsingar veitiryfirlæknir Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Fossvogi, Katrín Feldsted
í síma 525 1770.
Reykjavík, 15. mars 1999,
Heilsugæslan í Reykjavík,
Barónsstíg 47,
101 Reykjavík.
■ VÐTIORNINA ■
LL..W XÚ,- KISRIKAUj
Stavarranasltdur Tgmplarasund 3 Slm IB666
Starfsfólk í sal
Óskum eftir að ráða vant starfsfólk í sal, aðal-
lega kvöldvinna. Upplýsingar veitir Kristinn
*á staðnum á þriðjudag og miðvikudag milli
kl. 16 og 18.
LANDSPITALINN
...» þágu mannúðar og vísinda...
Hjúkrunarfræðingar
óskast á eftirtaldar deildir Landspítalans:
1) Lyflækningadeild 11-A.
Deildin er 17 rúma almenn lyflækningadeild
með áherslu á hjúkrun sjúklinga með smit-,
efnaskipta- og meltingarfærasjúkdóma.
2) Lyflækningadeild 11-B.
Deildin er 5 daga rannsóknardeild sem er opin
frá mánudagsmorgni til föstudagseftirmið-
dags. Allar vaktir koma til greina en fastar næt-
urvaktir henta deildinni mjög vel.
3) Lyflækningadeild 14-G.
Á deildinni er sérhæfing í hjúkrun sjúklinga
með gigtar- og nýrnasjúkdóma. Unnið er
þriðju hverja helgi og fáar næturvaktir.
4) Taugalækningadeild 32-A.
Aðaláhersla er lögð á hjúkrun og endur-
hæfingu sjúklinga með vefræna taugasjúk-
dóma. Starfsaðlögun með reyndum hjúkrunar-
fræðingi er í boði. Fastar næturvaktir koma
til greina.
5) Óldrunarmafsdeild.
Deildin er greiningar- og meðferðardeild fyrir
bráðveika og fjölveika aldraða sjúklinga. Skipu-
lag hjúkrunarer einstaklingshæft. Hjúkrunar-
fræðingar sem taka 50% fastar næturvaktir fá
hærri laun. Upplýsingar veita deildarstjórar
viðkomandi deilda og Bergdís Kristjánsdóttir
hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 1300
og Bjarney Tryggvadóttir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 560 2800.
--------------------—-----------------
Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags
og fjármálaráðherra.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi
Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
7
Prentarar
— prentnemar
Okkur vantar prentara til starfa hjá okkur,
einnig aðstoðarmann í prentsal með mögu-
leika á samningi.
Góð og snyrtileg vinnuaðstaða.
Góður vélakostur.
Upplýsingar í símum 554 4399 og 554 4260.
Prenttækni
í öllum litum
Kársnesbraut 108, Kópavogi
Framreiðslumaður
Ef þú ert framreiðslumaður að leita að starfi
sem gerir kröfurtil þín, þá höfum við starf sem
gæti hentað þér.
Um er að ræða meðalstórt fyrirtæki, í alhliða
veitingarekstri, sem er að stækka og breytast
mikið um þessar mundir.
Við leitum að færum fagmanni, sem gerir kröfur
til sjálfs sín og annarra, hefur mikla þjónustu-
lund, ertilbúinn að axla ábyrgð og erfær um
að stjórna fólki.
Ef þú telur að þessi lýsing eigi við þig, er hugs-
anlegt að við getum boðið þér spennandi og
krefjandi starf. Fyrir réttan aðila eru góð laun
í boði.
Sendu umsókn með upplýsingum um þig til
afgreiðslu Mbl. merkta: „Fagmaður — 7764".
Skrifstofustarf í
Grindavík
Laust er til umsóknar starf á skrifstofu embætt-
isins í Grindavík.
Tölvukunnátta er nauðsynleg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SFR og
fjármálaráðuneytisins.
Umsóknirásamt uplýsingum um menntun og
fyrri störf óskast sendartil Sýslumannsins í
Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, fyrir
29. mars nk.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf-sem
allra fyrst.
Allar frekari uplýsingar um starfið veitir Börkur
Eiríksson, skrifstofustjóri embættisins.
Sýslumaðurinn í Keflavík 11. mars 1999.
Óskum eftir fólki í
hlutastörf
A. í fataefnadeild fyrir og eftir hádegi sitthvora
vikuna, saumakunnátta æskileg.
B. Við ræstingar og lagerstörf á tímanum 9—14.
Reyklaus vinnustaður.
VIRKA
sími 568 7477.
Snyrtifræðingar
Hefur þú áhuga á að starfa sjálfstætt, í hús-
næði þar sem einnig verður rekin hárgreiðslu-
stofa, í nýrri verslunarmiðstöð sem er í
Grafarvogi?
Stærð húsnæðis fyrir viðkomandi aðila er
u.þ.b. 40 m2.
Áhugasamir leggi inn umsóknir í afgreiðslu
Mbl. fyrir 26. mars merktar „S — 7761".
„Au pair"/ fóstra
Óskum að ráða til okkarfóstru eða „au pair"
fyrir 8 ára telpu. Full ráð og not á bifreið og
sérhúsnæði. Staðurinn er í Jupiter, Flórída,
(7}h klst. keyrsla til Orlando og 2 klst. keyrsla
til Miami, Flórída). Við erum læknir og hjúkrun-
arfræðingur. Svörsendisttil afgreiðslu Mbl.
merktar: „Flórída — 8" sem fyrst.
Leikskólastjóri
Einkarekinn leikskóli í Reykjavík óskar eftir leik-
skólastjóra. Starfið er 50% stjórnun og 50%
á deild. Laun 185 þús. á mánuði.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar:
„L — 7763", fyrir 19. mars.
Einstætt nýtt
viðskiptatækifæri
fyrir traust fólk. Ekki sölustarf, heldur markaðs-
setning. Hafið samband við: Jóhönnu í síma
863 1109 og Halldór í síma 898 8667.
Starfskraftur óskast
í skrifstofu- og verslunarstörf.
Tölvukunnátta æskileg.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., fyrir 22.
mars, merktar: „J — 7762".
ATVIIMNA ÓSKAST
Járnamaður
Vanur járnamaður getur bætt við sig
verkefnum.
Upplýsingar í símum 898 9475 og 555 1925.