Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Yilja endurreisa
NEÐRI lyftan, Bæjarlyftan,
eftir snjóflóðið.
ÍSAFJÖRÐUR
féll um helgina
Skíðalvftur
Skutulsfjörður
Seljalands-
hverfi
skíðalyfturnar
á sama stað
HUGMYNDIR eru uppi meðal
áhugamanna um skíðasvæðið á Selja-
landsdal að endurbyggja skíðalyft-
urnar á sama stað. Þeir telja að neðri
lyftan, sem er í eigu Isafjarðarkaup-
staðar og var endurreist árið 1995 í
kjölfar snjóflóðs 1994, sé að mestu
leyti heil og eru tilbúnir að taka sjálf-
ir á sig það tjón sem yrði ef endur-
byggð skíðalyftan færi á ný undir
snjóflóð. Viðlagatrygging Islands
mun ekki taka lyftuna í tryggingu á
sama stað. Efri lyftan, svokölluð
topplyfta, sem er í einkaeigu, var ekki
tryggð. Hún kostaði uppsett um 30
milljónir króna. Engin röskun verður
á Skíðamóti Islands á Isafírði 29.
mars til 1. apn'l og flyst keppni í
göngugreinum í Tungudal þar sem nú
eru ákjósanlegar aðstæður til keppn-
ishalds, að sögn Skíðafélags Isafjarð-
ar. I tilkynningu frá Halldóri Hall-
dórssyni, bæjarstjóra yfirlýsingar, í
gær sagði að bæjaiTáð hefði ákveðið
að taka út skíðasvæði bæjarins í kjöl-
far snjóflóðsins um helgina.
Veðurstofa Islands telur líklegt að
snjóflóðið hafi fallið á laugardegi.
Þetta var svokallað flekaflóð en til
stóð í gær að mæla breidd, lengd og
dýpt. Flóðið féll á svipuðum stað og
árið 1994 en stöðvaðist ofan við skíða-
skálann og fór því ekki jafnlangt og
flóðið 1994.
Olafur Helgi Kjai-tansson, sýslu-
maður á ísafirði, lýsti því yfir þegar
undirbúningur hófst að endurbygg-
ingu mannvirkja á Seljalandsdal fyrri
hluta árs 1995 að hann teldi að ekki
ætti að reisa mannvirki á svæðum þar
sem snjóflóðahætta er fyrir hendi.
Hann segir í samtali við Morgunblað-
ið nú að hann hafi ekki skipt um skoð-
un.
Svissneska skýrslan
í árslok 1994 fengu bæjaryfirvöld á
ísafirði Svissnesku snjóflóðastofnun-
ina til að gera úttekt á snjóflóðahættu
á skíðasvæðinu á Seljalandsdal. í
skýrslunni kom fram að stórum hluta
skíðamannvirkja á Seljalandsdal staf-
aði hætta af snjóflóðum. Einnig kom
fram að engin hætta væri á snjóflóð-
um á skíðasvæði í Tungudal innan-
verðum.
„Það er ekki mitt að segja til um
hugmyndir áhugamanna um endur-
uppbyggingu á Seljalandsdal en það
má velta því fyrir sér hvort náttúran
hafi ekki sýnt sig með þeim hætti að
það verði að ígrunda það vel hvort
það sé skynsamlegur kostur," sagði
Ólafur Helgi.
Hann fór á svæðið sl. sunnudag og
virtist honum ekki sem mannvirkið
væri heilt. Endastaur hafði færst um
20-30 metra, að sögn kunnugra, en
Ólafi Helga skildist að undirstöður
hans væru um 42 tonn á þyngd.
Snjóflóðin
sem féllu
árið 1994
„Aðra staura sáum við ekki. Ég bíð
þess að sjá hvað menn ætla að gera
en mér finnst að þeir eigi að hugsa sig
vel um áður en farið verður að endur-
reisa þarna lyftur," sagði Ólafur
Helgi.
Geir Zoéga, forstjóri Viðlagati-ygg-
ingar íslands, segii’ að neðri lyftan
hafi verið tryggð beint hjá Viðlaga-
ti-yggingu. Hann segir að Viðiaga-
trygging Islands taki lyftuna ekki í
tryggingu aftur ef hún verður endur-
reist á sama stað. „Þetta
er í annað skipti á fimm
árum sem lyftan fer og
það fer enginn óvitlaus
maður að byggja þarna,“
sagði Geir.
Hann sagði að ekki
væri vitað hve hátt tjónið
væri metið. Þetta yrði at-
hugað og málið tekið út
þegar snjóa tæki að leysa.
Skíðalyftur á Isafirði eru
tryggðar fyrir um 90
milljónir króna. Þar með
taldar eru skíðalyftur í
Tungudal en ekki efri lyft-
an á Seljalandsdal.
Halldór Sveinbjörns-
son, áhugamaður um
skiðasvæðið á Seljalands-
dal, sagði að hann, ásamt
fleirum, hefði eytt um 400-500 stund-
um á mann í að byggja efri lyftuna á
Seljalandsdal, og þeim væri því sárt
að sjá eyðilegginguna sem hefði orðið.
Hún sé þó ekki jafnmikil og í fyrstu
virtist.
Ekki öruggt með snjó
í Tungudal
„Við teljum að lyftan sé ekki eins
mikið skemmd og menn halda og þá
höfum við til samanburðar flóðið
1994. Við teljum það ekki óyfii-stígan-
legt að gera við staurana og reisa
báðar lyftumar upp á ný. Mesta fjár-
hagstjónið fólst í raímagnsútbúnaði
sem var í litlum kofa á svæðinu sem
splundraðist í flóðinu. Þessi búnaður
á heima í kjaliarabyggingu sem stæði
af sér snjóflóð," sagði Halldór.
Hann sagði að í Tungudal væru
menn ekki öruggir með snjó. Þar
hefðu síðastliðnir tvefr vetur verið
snjólitlir og lítið hægt að stunda
skíðaíþróttina þar. „Þess vegna segj-
um við að ef við fáum aðra iyftuna
bætta af tryggingum notum við pen-
ingana til að gera við báðar lyfturnar
og tökum afleiðingunum sjálfir í
framtíðinni," sagði Halldör.
Hann segir að jafnvel þótt pening-
unum verði vaiið í annað sé hugur í
mönnum að endurreisa lyfturnar á
Seljalandsdal. Efri lyftan kosti 28
milljónir króna uppkomin en menn
telja að hún sé ekki ónýt. Neðri lyftan
kostar 30 milljónir ki’óna.
Snjóflóðið sem
MESTI
FERMINGAR
BARNA
Passíusálmar
Hallgríms Péturssonar eru
komnir í nýrri útgáfu með
myndum
Barböru Árnason
/I h
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
FJÓRIR staurar voru uppistandandi eft-
ir snjóflóðið á Seljaiandsdal.
Gekk 25 kílómetra í blindbyl
Komst til byggða eftir
tvær nætur í óbyggðum
Mál og menning
augavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfml 510 2500
VÍÐTÆK leit björgnn-
ar- og hjálparsveita
stóð yfir í Staðarfjöll-
um í Skagafirði frá há-
degi á laugardag til
klukkan 15.30 á sunnu-
dag að 56 ára gömlum
skíðagöngumanni, sem
týndist á föstudags-
kvöld nálægt skála,
sem er við austurenda
Vestra-Hólsvatns í
Vatnadal í Hólsfjöllum.
Maðurinn kom heill
á húfi niður við bæinn
Tungu í Gönguskörð-
um á sunnudag eftir
tvær nætur í óbyggð-
um og 25 kílómetra
göngu í blindbyl.
Maðurinn, sem bjargaðist með
þessum hætti úr háskanum, heitir
Gi'sli Ingvar Jónsson úr Hafnarfirði
og var á leið f skálann með þremur
félögum. Var lagt af stað frá bæn-
um Hóli í Sæmundarhlíð um klukk-
an 18 á föstudag. Gísli átti að fara
á yfirbyggðum eins manns beltabíl
með vistir en hinir gangandi.
Farartækið bilaði
og veður versnaði
Hann komst hins vegar aldrei
upp í skálann þar sem farartækið
bilaði og um svipað leyti var komið
myrkur og veður fór versnandi.
„Það var komið vont veður svo
ég hélt kyrru fyrir við bílinn og
svaf þar um nóttina,“ sagði Gísli.
„Um morguninn var komið þokka-
legt veður og ég sá fjallið sem skál-
inn er við og tók nesti handa félög-
unum og lagði af stað á skíðunuin,
en eftir stutta stund gerði þreif-
andi byl svo ég sneri við og ætlaði
að halda til byggða, en hef senni-
lega verið kominn of langt framhjá
skálanum. Ég labbaði eftir áttavit-
anum en maður getur ekki haldið
lionum fyrir framan sig því maður
beygir alltaf þótt miðað sé í eina
áttina ef engin eru kennileitin til
viðmiðunar.“ Til marks um
skyggnið sá Gísli ekki fram fyrir
skfðin sín.
Gísla bar að gili einu sem hann
þekkti ekki en fór samt ofan í það
þar sem ekki var eins hvasst þar
niðri og uppi á brúninni. Ákvað
hann að ganga eftir
gilinu þar sem hann
vissi að það myndi á
endanum liggja út að
sjó en vonaði að fyrr
myndi þó verða byggð
á leiðinni.
Gísli sá á áttavitan-
um að hann stefndi á
Sauðárkrók og sagðist;
hafa kosið að ganga á
móti norðanáttinni í
stað þess að ganga í
austur að Sæmundar-
hlíðiuni með vindinn á
hlið. „Fyrst ég var
kominn ofan í gilið þá
Gísli fór ég ekkert upp úr
Ingvar Jónsson Því aftur. Það var fyrst
austanstætt og ég hélt
að þetta væri annað gil, fyrir ofan
Geirmundarstaði."
Gísli gekk allan laugardaginn
uns fór að rökkva og enn sást ekk-
ert til byggða svo önnur nótt í
óbyggðum varð ekki umflúin. Að
þessu sinni hafði hann ekki farar-
tæki til að skýla sér í og því var
gripið til annarra ráða.
Hoppaði um og hélt á sér hita
„Ég hélt kyrru fyrir, en það var
ekki hægt að fara í var fyrir
skafrenningi svo ég hoppaði bara
um og hélt á mér hita uns birti og
gat haldið áfram og endaði niðri í
Tungu.“
Er Ieið á daginn lagaðist skyggn-
ið sinám saman og um leið og Gísli
fór að sjá fyrstu girðingar taldi
hann að ekki væri langt eftir. Hins
vegar sá hann aldrei neinar slóðir
og fannst drjúgur síðasti spottinn
enda varð honum á orði hversu
langt væri girt upp á heiðar.
Um leið og Gísli var kominn í
Tungu var gert viðvart um að hann
væri kominn í leitirnar enda var
heimilisfólki kunnugt, um að leit
hefði staðið yfir að honum.
Líklegt er að góður vetrarfatn-
aður hafi bjargað Gísla frá því að
verða úti en að sögn lögreglunnar
á Sauðárkróki hefði „venjulegur“
maður ekki lifað af útivistina.
Alls tóku þátt í leitinni um 70
manns á vélsleðum, skíðum, með
leitarhunda og úr TF-Líf þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Andlát
TRYGGVI
ÓLAFSSON
TRYGGVI Ólafsson, fyrrverandi
forstjóri Lýsis' hf. í Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudag-
inn 14. mars síðastliðinn eftir
stutta sjúkralegu, 99 ára að aldri.
Tryggvi var fæddur að Litla-
skarði í Stafholtstungum í Mýrar-
sýslu 30. október árið 1899, sonur
hjónanna Ólafs Kjartanssonar,
bónda þar og konu hans, Þórunn-
ar Þórðardóttur. Hann missti föð-
ur sinn barn að aldri en braust til
mennta af eigin rammleik og lauk
prófi frá Verzlunarskóla Islands
árið 1918. Hann stundaði eftir það
skrifstofustörf í Reykjavík til árs-
ins 1924, en hóf þá rekstur lifrar-
bræðslu og kolaverslunar í Hafn-
arfirði til ársins 1928. Rak síðan
togaraútgerð og kolaverslun í
Reykjavík til ársins 1954.
Hann stofnaði Lýsi hf. í
Reykjavík árið 1937 ásamt Þórði
bróður sínum og reisti lýsisverk-
smiðju og hóf útflutning og versl-
un með þorskalýsi á sama tíma.
Var forstjóri fyrirtækisins fram á
níunda áratuginn en hætti þá af-
skiptum af daglegum rekstri þess.
Var auk þess meðeigandi og með-
stjórnandi ýmissa atvinnufyrir-
tækja.
Tryggvi kvæntist 13. nóvember
1926 Guðrúnu Magnúsdóttur,
fæddri 28. febrúar árið 1904 og
lifir hún mann sinn. Þau eignuð-
ust dæturnar Erlu og Svönu og
soninn Ólaf, sem lést árið 1976.