Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
PRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 25
Ohapp í lendingu í Kóreu
FARÞEGAFLUGVÉL með 156
manns innanborðs rann út af flug-
braut í Pohang í Suður-Kóreu í
gær. Talið er að um 19 farþegar
hafi slasast er vélin fór út af
brautinni í annarri tilraun flug-
mannsins til að lenda henni. I vél-
inni, sem er af gerðinni MD-83,
voru auk suður-kóreskra farþega
og áhafnar, átján erlendir ferða-
menn.
Orsakir slyssins eru ókunnar,
en talsmaður flugfélagsins, Kore-
an Air, sagði líklegt að vélin liefði
lent útaf braut vegna óveðurs.
Samgöngumálaráðuneyti S-
Kóreu hefur hafið rannsókn á til-
drögum slyssins, en Korean Air
hefur þegar fengið áminningu frá
ráðuneytinu. Skemmst er að
minnast flugslyssins sem varð í
Guam árið 1997, þar sem 226 af
256 farþegum létust. Vélin sem þá
fórst var af tegundinni Boeing
747 og var í eigu Korean Air.
Samgöngumálaráðuneytið bíður
enn eftir niðurstöðum rannsókn-
arskýrslu um tildrög slyssins.
Samkomulag brezkra stjórnvalda við
framleiðendur erfðabreyttra matjurta
Þriggja ára
ræktunarbann
London, Hamborg. The Daily Telegraph, Reuters.
BREZKIR framleiðendur erfða-
breytts korns munu vera tilbúnir að
fallast á að fresta slíkri framleiðslu í
þrjú ár á meðan frekari tilraunir
fara fram til að ganga úr skugga um
að erfðabreytt matvæli séu ekki
skaðleg heilsu manna. The Daily
Telegraph greindi frá því í gær, að
brezk stjórnvöld teldu sig, eftir við-
ræður við framleiðendur, hafa fengið
vilyrði þeuTa fyrir því að setja erfða-
breytt matvæli ekki á markað fyiT
en ái’ið 2002; þangað til yrðu þau
rannsökuð frekar.
Samtök á borð við Greenpeace
þrýsta mjög á ríkisstjórnir ESB-
íanda að fara mjög hægt í sakirnar
varðandi leyfisveitingar til sölu
erfðabreyttra matvæla.
Samtímis samningum um sjálf-
skipað ræktunarbann erfðabreyttra
matjurta munu brezk stjórnvöld
vera að vinna að nýjum reglum um
merkingar erðabreyttra matvæla í
veitingageiranum, til samræmis við
þær reglur sem gilda um smásölu
slíkrar framleiðslu.
Hið sjálfskipaða ræktunarbann til
þriggja ára segir Daily Telegraph
vera Íausn sem bjargi Tony Blair úr
klípu, þar sem»hann hafi útilokað að
setja lögbann á frekari þróun erða-
breyttra matvæla. í síðasta mánuði
sagði Blair að ekki lægju fyrir neinar
vísindalegar vísbendingar sem rétt-
lættu lögbann á slíka framleiðslu,
þrátt fyrir vaxandi áhyggjm' neyt-
enda um öryggi „Frankensteinfæð-
is“, eins og andstæðingar erfða-
breyttrar matvælaframleiðslu hafa
kallað hana.
Þýzk stjórnvöld sjá ekki
ástæðu til ræktunarbanns
Þýzka landbúnaðarráðuneytið
lýsti því yfir í kjölfar þessara frétta
frá Bretlandi, að ákvarðanh' um leyf-
isveitingar til sölu á erðabreyttum
matvælum í Þýzkalandi væru algjör-
lega í höndum þar tO bærra laga-
legra og vísindalegra aðila.
„Nákvæmt mat á nýjum erfða-
breyttum landbúnaðai'afui'ðum í
samræmi við gildandi lög skiptir
meginmáli með það fyrir augum að
vernda neytendur og að geta tekið
ótvírætt réttar ákvarðanir um ör-
yggi þeirra,“ sagði talsmaður þýzka
landbúnaðarráðuneytisins í gær.
„Þetta markmið gengur fyrir
hvers konar leyfisveitingum til fram-
leiðenda eða innflytjenda,“ sagði
hann. En þýzk stjórnvöld sæju enga
ástæðu til að breyta þeim reglum
sem framleiðendum væri gert að
fara eftir til að fá heimild til ræktun-
ar hvers konar erfðabreyttrar fram-
leiðslu.
Bulger-málinu vísað
til Evrópudómstóls
Strassburg. Reuters.
MANNRETTINDANEFND Evr-
ópu lýsti því yfir i gær að breska
dómskerfið hefði brotið á rétti
drengjanna tveggja sem urðu James
Bulger, þá tveggja ára gömlum, að
bana árið 1993 í norður Englandi.
Nefndin lagði til að málinu yrði vísað
til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Mannréttindanefndin sagði að
réttur drengjanna, Jon Venables og
Richard Thompson, hefði verið brot-
inn samkvæmt Mannréttindasátt-
mála Evrópu. Þeir hefðu ekki fengið
að taka virkan þátt í réttarhöldunum
yfir þeim auk þess sem þeim hafði
verið meinað að taka málið upp aftur
og hugsanlega fá dóminn styttan.
Ennfremur hefði réttur þeirra
verið brotinn er þáverandi innanrík-
isráðheiTa Bretlands, Michael
Howard, hækkaði lágmai'ksdóminn í
15 ár. Að vísu felldi breskur dómstóll
þann dóm niður, en Mannréttinda-
nefndin sagði úrskurðinn hafa verið
ólöglegan þar sem ráðherrann væri
ekki „óháður og hlutlaus dómstóll.“
Venables og Thompson hlutu ótil-
tekinn fangelsisdóm, í það minnsta
átta ár. Drengirnir voru tíu ára að
aldri er þeir börðu Bulger til bana
eftir að hafa platað hann út úr versl-
un þar sem hann var með móður
sinni.
Búist er við að Mannréttindadóm-
stóll Evrópu taki málið fyrir síðar á
þessu ári.
L0wer skipuð varnar-
málaráðherra Noresrs
Ósló. Reuters. ^ ^
KJELL Magne Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs, stokkaði í gær upp
í ríkisstjóm sinni og skipaði Eldbjorg
Lower varnarmálaráðheiTa, en hún
verður þar með fyrsta konan til að
gegna varnarmálaráðherraembætti í
NATO-landi.
Uppstokkunin, sem náði til ráðu-
neyta varnarmála, samgangna, dóms-
mála og vinnu- og olíumála, skilaði
tveimur nýjum mönnum inn í minni-
hlutastjóm Bondeviks, sem setið hef-
ur við stjórnartaumana í 17 mánuði.
Tveh' ráðhemar viku úr stjóminni en
aðrir skiptu um ráðuneyti.
Eldbjorg Lpwer tekur við varnar-
málunum af Dag Jostein Fjæi-voll,
sem flyzt yfir í samgöngu- og fjar-
skiptamálaráðuneytið. Lpwer var áð-,
ur vinnumálaráðherra.
Konum fækkar um eina
Bondevik sagði liðsheild stjórnar-
innar sterka eftir uppstokkunina, en
tilefni hennar var m.a. að dómsmála-
ráðherrann Aud Inge Aure varð að
hætta af heilsufarsástæðum. Ragn-
hild Queseth Haarstad, ráðherra
sveitarstjórnaiTnála, yfirgefur einnig
stjórnina. Þai- með fækkai- konum í
henni um eina; kvenráðherrarnir
verða því 8 en karlráðherrar 10.
Menningarmálaráðherrann Anne
Enger Lahnstein mun tímabundið
taka við olíu- og orkumálunum á með-
an Marit Amstad, sem farið hefur
með þau mál, fer í barneignarleyfi.
Odd Einar Dorum fer úr sam-
gönguráðuneytinu í dómsmálin,
Laila Daavpy tekur við vinnumálun-
um og Odd Roger Enoksen, nýr for-
maður Miðflokksins, fer í sveitar-
stjórnarmálin. Sjávarútvegsráðherr-
ann Angelsen bætir við sig embætti
samstarfsráðherra Norðurlanda.
dasfrákL10-16
rrawwn
TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA
---------—
RA'GPBl'SLUR
TIL 36 MÁNADA 1
mánumir
l.fl. Eikgegnheil 10 mm kr. 2
l.fl. Eik Classic 14 mm
l.fl. Eik2st. 14 mm
kr.
mé
pr. m2stgr.
pr. m2 stgr.
miéSi
kr.
1. fl. Eik Nature 4 st. 14 mm kr. pr. m2 stgr.
l.fl. Eik Accent.i4mm kr. pr. m2 stgr.
É fl. Eik Nature 14 mm kr. 990,- pr. m2 stgr.
á góðu verði
HARÐVIÐARVAL EHF.
Krókhálsi 4 llOReykjavík Sírni: 567 1010
Veffang: http://www.parket.is E-mail: parket@parket.is