Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 31

Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 31 LISTIR TÍU STEINÞRYKK KROSSGÖTUR ‘96, 35,5 x 46 cm. MYJVPLIST Mokka STEINÞRYKK EYJÓLFUR EINARSSON Opið alla daga á tíma veitingastofunnar. Til 6. apríl. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ gerist ekki oft að íslenzkir listamenn leggi í þann kostnað að vinna á grafík-verk- stæðum erlendis, þeim sem selja þjónustu sína, en hitt hefur skeð að einstökum hefur verið boðið að vinna á sérstökum verkstæð- um og þá fyrir vinsemd og^eða kunnskap. Nú er sú staða líka komin upp að rekstur þeirra örfáu verkstæða sem halda sig við upprunalegu tæknina, hina einu sígildu og sönnu, er orðinn svo kostnaðarfrekur, að út- seld þjónusta þeirra er flestum listamönnum ofviða. Það gerist líka á þeim tímum sem afturkippur hefur víða orðið á sölu grafík- blaða, jafnvel hjá mjög þekktum listamönn- um þannig að það eru mikið til listasamtök, Kunstforeninger, sem verkstæðin lifa á. Prenta fyrir þau veggspjöld í stóru upplagi í sambandi við merkari sýningarframkvæmd- ir og er þá hluti upplagsins sérprentaður, númeraður og og áritaður af listamanninum sem frumgrafík. Þessu uppiagi er skipt að jöfnu milli listamannsins og listasamtakanna og síðan eru þau seld á skikkanlegu verði á sýningunum og standa allajafna undir kostnaðinum, skila jafnvel hagnaði og hon- um í einstaka tilviki drjúgum. Hins vegar má listamaðurinn ekki setja sinn helming á markað né í umferð fyrr en eftir vissan tíma sem er samningsbundið. En alla þá áhættu geta fáir listamenn tekið upp á eigin spýtur og sízt af öllu hér á útskerinu, ekki sízt í ljósi þess að sala grafíkmynda féll fyrir nokkrum árum. Markaðurinn hefur alltaf verið ótraustur, fólk ekki innvígt í þessa teg- und myndlistar, alltént stórum minna en í aðra sígilda miðla t.d. málverkið og högg- myndina, og safnarar gi-afíkblaða eins og þeir eru skilgreindir ytra ekki til. Ofan á alltsaman hefur nýtæknin orðið til þess að gera falsanir grafíkverka stórum auðveldari, en það er gömul og ört vaxandi búgrein ekki síður en fölsun málverka. Frumeintök graf- íkblaða geta orðið mjög verðmæt með tíð og tíma ekki síður en málverk, og skipta þá gæði samanlagðs vinnsluferlisins miklu máli, er hér þá helzt átt við í hve ríkum mæli hendur listamannsins hafa komið nálægt því, sjálf gæði prentunarinnar og pappírs- ins, og loks en ekki sízt samanlagður ein- takafjöldinn. Ætti að vera ljóst að fjöldi þrykkja skiptir hér miklu máli, þannig er allt annar handleggur að þrykkja 10-30 en 100-300, að auk í jöfnu hlutfalli erfiðara að koma fölsunum við því færri sem eintökin eru. Hins vegar kemur fyrir þegar um mjög fá eintök er að ræða, að listamaðurinn gerir annað upplag löngu seinna er hitt er uppurið og er alls ekki óalgengt einkum hvað málm- grafík og skurðtækni í tré og dúk snertir, en það er þá allajafna merkt sem slíkt. En hvað steinþrykkið áhrærir er myndin svo til alltaf slípuð út að prentun lokinni og slíkt þá ekki gerlegt. Það er af sérstöku tilefni sem ég romsa þessu öllu upp, því hér eru margir á báðum áttum og vita ekki í hvern fótinn þeir eiga að stíga, jafnvel grónir listamenn, en þetta eru þó mjög almennar staðreyndir. Málarinn Eyjólfur Einarsson hefur mik- inn sóma af því hugrekki að ráðast í að þrykkja þessi 10 blöð á verkstæði í Amster- dam, jafnvel þótt hann hafi komizt að mjög góðum kjörum og gert það í nokkrum at- rennum. Eins og hann segir sjálfur hefur hann ein- göngu unnið með olíu á léreft á starfsferli sínum, er því ekki þjálfaður grafíker. Kemur nær alltaf fram í vinnubrögðum viðkomandi, því öll grafík er í hæsta máta margslungin í eðli sínu og útheimtir drjúga þjálfun og mikla viðveru á verkstæðum. Sjálf tæknin verður þá ekki til að opna sýn til nýrra átta hvað myndefni snertir heldur verður um eins konar endurtekningar og fjölföldun á fyrri myndefnum að ræða. Er enginn áfellisdóm- ur, því menn hafa einnig náð mjög langt á því sviði er þeir komust í jarðsamband við tæknina, og má hér nefna Míró, Chagall og Braque, hins vegar varð ný tækni jafnan til að losa um fersk öfl í sköpunargáfu Picassos, svona líkt og er hann skipti um konur. Eyjólfur hefur náð mjög þokkalegum ár- angri litið á heildina, en telst þó ekki enn sem komið er hafa náð fullu jarðsambandi við tæknina. Maður saknar þess að hann skuli ekki vinna meira í svart- hvítum blæ- brigðum, með hinum mismunandi krítar- styrkleika og svo litógrafísku túski, jafnvel asfalti, en það er töfrandi heimur. Síðan má færa sig upp á skaftið í lit og margur grafík- listamaðurinn málar með vatnslit ofan í svart-hvít þrykk, því eftir að viðkomandi hef- ur fixerað vatnslitinn samlagast hann blæ- brigðunum. Geri hann þetta sjálfur er mynd- in orðin til muna verðmætari fyrir þá sök að hendur hans hafa komið að fleiri þáttum ferl- isins, kallast raritet, fágæti. Eg hef allt gott að segja um þessa frumraun Eyjólfs og einkum hugnuðust mér myndir eins og Krossgötur (2), Fyrirboði (6) og Verði ljós (9), en í þeim skynjaði ég mestu grafísku eigindin og hnitmiðuðustu bygging- una... Bragi Asgeirsson I LAUGARDALSHOLL í KVÖLD KL. 20.00 Stórkostlegur íþróttaviðburður Nokkrir bestu stökkvarar heims, m.a. Vala Þórey Edda, Szabo og de Wilt. í hástökki Einar Karl og Chmara, heimsmeistari í sjöþraut. Þórdís Gísladóttir í hástökki kvenna. Stekkur Einar Karl hærra en heimsmeistarinn Chmara? A HM fékk Vala silfur en Szabo brons - hvað gerist nú? Komið og hvetjið stúlkurnar og strákana okkar! Forsala í allan dag á Esso-stöðvunum ALVORU ORKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.