Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 27 ERLENT Upphaf seinni lotu sanmingaviðræðna í deilunni um Kosovo-hérað Tengslahópur- inn einbeitir sér að Serbum Reuters TVÆR konur, Kosovo-Albanar, syrgja fjóra látna ættingja sem myrtir voru við þorpið Grajkovac á mánudagsmorgun. Brusselt París, Pristina. Reuters. AKVORÐUN leiðtoga Kosovo-Al- bana, við upphaf seinni lotu samn- ingaviðræðna í París, um að sam- þykkja fyrirliggjandi samkomulag tengslahóps stórveldanna um frið í Kosovo-héraði gerir tengslahópnum kleift að einbeita sér að stjórnvöld- um í Belgrad á næstu dögum samn- ingaviðræðnanna í Frakklandi. Utanríkisráðherrar Frakklands og Bretlands, Hubert Vedrine og Robin Cook, tilkynntu ákvörðun samninganefndar Kosovo-Albana síðdegis í gær á fyrsta degi annarr- ar lotu samningaviðræðna í Kleber- ráðstefnuhöllinni í París. Rúm vika er síðan Kosovo-Albanar tilkynntu að þeir hefðu í hyggju að undirrita Rambouillet-samkomulagið, en upp kom nokkuð undarleg staða er tals- maður þeirra, Hashim Thaqi, lét sig hverfa í nokkra daga, fulltrúum tengslahópsins til nokkurrar gi'emju. Var það m.a. talið veikja stöðu Richards Holbrookes, sérlegs erindreka Bandaríkjastjórnar, í við- ræðum við Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu, í upphafi fyrri viku. í tengslahópnum, sem í sitja full- trúar stórnvalda í Bandaríkjunum, Rússlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Ítalíu, er einhugur um að leyfa ekki umræðu um hina póli- tísku kafla í Rambouillet-samkomu- laginu. „Við höfum gert þeim ljóst að þeir hafa ekki þessa glæsilegu ráðstefnumiðstöð til afnota til þess að eyða tímanum til einskis," sagði Robin Cook og bætti við: „[Stjórn- völd] í Belgrad hafa varið sl. tveim- ur vikum til þess að rakka niður samkomulagið í stað þess að skýra út fyrir almenningi að það sé góð lausn á deilunni." Marklausar hótanir? Fyrri lota samningaviðræðnanna stóð frá 6.-23. febrúar án þess að samkomulag næðist. Gert var tæp- leg þriggja vikna hlé á viðræðunum, sem stjórnvöld í Belgrad hafa nýtt til þess að þjarma að Frelsisher Kosovo (UCK) og íbúum héraðsins. Atökin náðu hámarki um helgina, þegar á þriðja tug manna féll í sprengjuárásum og bardögum, þorp voru brennd og fjölda fólks stökkt á flótta eina ferðina enn í Kosovo. Það er mat flestra fréttaskýrenda að trúverðugleiki Atlantshafsbanda- lagsins og Evrópusambandsins sé í veði í Kosovo-deilunni. Hótanir um loftárásir á Serbíu samþykki stjórn- völd ekki sjálfstjórn Kosovo-Albana og friðarsamkomulag sem leyfir veru 28.000 erlendra hermanna í héraðinu hafa ekki borið þann ár- angur í glímunni við Milosevie sem vonast var eftir í upphafi. Enda er spurt hví Milosevic skyldi taka mark á hótunum NATO. Samið var um vopnahlé í hérað- inu í október sl. Stjórnvöld í Belgrad héldu vopnahléið í u.þ.b. tvo mánuði en hófu svo árásir á bækistöðvar Frelsishers Kosovo og þorp í héraðinu. Fjöldamorðin í Racak, þar sem 45 Kosovo-Albanar voru myrtir með köldu blóði um miðjan janúar, ollu því hins vegar að Serbar neyddust til þess að setj- ast að samningaborði. Lýðveldið Kong-ó Bandamað- ur Mobutus í stjórnina Kinshasa. Reuters. LAURENT Kabila, forseti Lýð- veldisins Kongó, tilnefndi fyrrver- andi bandamann Mobutus Sese Seko, fyrrverandi einræðisherra landsins, tmikilvægt ráðherraemb- ætti á sunnudag þegar hann stokk- aði upp í stjórn sinni. Viðskiptajöfurinn Bemba Saolona var tilnefndur efnahags- og iðnaðar- ráðherra. Bemba var samstarfs- maður Mobutus og sonur hans, Je- an-Pierra Bemba, fer fyrir skæru- liðahreyfingu sem berst gegn Ka- bila í norðvesturhluta landsins. Ráðherraembætt- unum fækkað Bemba á ýmis fyrirtæki, m.a. flugfélag, og stórar kaffiplantekrur í austurhluta landsins sem er á valdi uppreisnarmanna er hafa barist gegn Kabila frá því í ágúst með stuðningi stjórnvalda í Rúanda og Uganda. Ráðherraembættunum var fækk- uð úr 27 í 22 í uppstokkuninni. Skrifstofustjóri forsetans, Abdoula- ye Yerodia Ndombasi, var tilnefnd- ur utanríkisráðherra og tekur við af Jean-Charles Okoto, sem var skip- aður héraðsstjóri fyrir hálfum mán- uði. Meirihluti Norð- manna vill í ESB MIKIL brejding hefur orðið í vetur á afstöðu Norðmanna til Evrópu- sambandsins (ESB). Meirihluti vill nú hvort tveggja að landið gangi í ESB og myntbandalagið, EMU, samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem greint var frá í Dag- ens Næríngsliv um helgina. Svo virð- ist sem sú mikla vaxtahækkun sem orðið hefur í Noregi á undanförnum mánuðum hafi snúið mörgum Norð- manninum til fylgis við bæði ESB og EMU. Könnunina gerði danska stofnunin Ifka, sem tíðkar að gera slíkar kann- anir á Norðurlöndum. Af þeim Norð- mönnum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 43% vera fylgjandi ESB-að- ild Noregs. 40% söfðust andvíg aðild en 18% voru óákveðin eða neituðu að svai'a. Ekki er lengra síðan en í desem- bermánuði sl., að andstæðingar ESB-aðildar höfðu 14 prósentustiga forskot á ESB-sinna í Noregi. Fyrir tveimur árum lýsti sig aðeins fjórð- ungur aðspurðra fylgjandi aðild. Forskot þeirra sem lýstu sig fylgj- andi aðild landsins að myntbanda- laginu á þá sem ekki vilja sjá á eftir krónunni var jafnvel enn meira af- gerandi. 41% vildu fá evruna en 28% ekki. Fyrir þremur mánuðum var þessu öfugt farið; þá lýstu sig 39% mótfallin EMU-aðild Noregs og 33% fylgjandi. I skýringum með niðurstöðum könnunai'innar er líkum að því leitt, að þessi mikla breyting á afstöðu fólks í Noregi sé að rekja til hinna miklu vaxtahækkana sem orðið hafa undanfarið hálfa árið og óstöðugs gengis norsku krónunnar. Þessar sveiflur hafi sýnt að Norðmenn greiði hátt verð fyrh' að standa utan við evru-svæðið. Málamiðlun um frí- hafnarverzlun hafnað Bmssel. Reuters. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins höfnuðu því á fundi í Brussel í gær að fresta frekar af- námi tollfrjálsrar verzlunar innan ESB, sem að óbreyttu verður ekki lengur heimil 1. júlí. Búizt er þó við að leiðtogar aðildarríkjanna taki málið á dagskrá á fundi 24.-25. þessa mánaðar, þar sem sum ESB-ríki vilja verða við eindregnum beiðnum hagsmunaaðila um að fresta af- náminu, á þeirri forsendu að þúsund- ir starfa séu í húfi. 1.200 manns sem starfa við ferju- rekstur yfir Ermarsund efndu í gær til mótmælaaðgerða til að minna á kröfur sínar. Ullu aðgerðirnar meðal annars truflunum á umferðinni í gegn um Ermarsundsgöngin og á ferjusiglingum milli Englands og frönsku hafnarborgarinnar Calais. Upprunalega var tekin um það ákvörðun árið 1991 að hætta toll- frjálsri verzlun með áfengi, tóbak og annan munaðarvarning í flughöfnum og um borð í ferjum innan ESB, á þeirri forsendu að slík starfsemi væri ekki í samræmi við reglur um frjálsa samkeppni á innri markaði Evrópu og mismunaði öðrum verzl- unarrekstri innan hans. Gerhard Schröder, kanzlai'i Þýzkalands, hefur lagt til sem mála- miðlun að 1. júlí verði lagður virðis- aukaskattur á fi'íhafnai'góss, en veittur verði þriggja ára aukafrestur á undanþágu frá öðrum sköttum og gjöldum. „Við reyndum að ná sam- hljóða samþykki, en þvert á móti var meirihluti andvígur [frekari frest- un],“ sagði Werner Muller, efna- hagsmálaráðherra Þýzkalands. And- staða við hvers konar málamiðlun um frestun afnáms fríhafnarverzlun- ai' mun vera mest hjá Dönum og Finnum, en Þjóðverjar, Bretar, Irar og Frakkar eru mest áfram um að veita hana. r Er Island áfangastaður ferðamanna? Ráðstefna um öryggismál í ferðaþjónustu, föstudaginn 19. mars á Hótel Loftleiðum. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Dr. Anders Steene, lektor í stjórnunarfræðum í ferða- þjónustu við háskólann í Kalmar, Svíþjóð. Skráning fer fram hjá Ferða- málaráði á Akureyri í síma 461 2915 og á netfanginu eliasgi@icetourist.is Þátttökugjald er 7.500 kr. með matar- og kaffiveitingum. Dagskrá ráðstefnunar: 09:00 - 09:20 Mæting og skráning 09:20 - 09:30 Opnun Halldór Blöndal samgönguráðherra. 09:30- 11:00 Öryggismál í ferðaþjónustu í Svíþjóð Anders Steene, Kalmar University. 11:00- 11:25 Ógnun aldurhniginna og umbreyttra tækja Þórhallur Jósepsson. 11:25 - 11:50 Leyfileg hættumörk í afþreyingu Pétur Rafnsson.formaður Ferðamálasamtaka íslands. 1 1:50- 13:30 Matarhlé 13:30- 13:55 Tryggingar, ábyrgð og skaðabótaréttur Guðmundur Sigurðsson.Tryggingamiðstöðinni. 13:55 - 14:20 Hvaða áhrif hafa slys á ferðamönnum á íslenska markaði erlendis? Benedikt Jóhannesson.Talnakönnun. 14:20- 14:45 Ahættumat í ferðaþjónustu - þekking veitir öryggi Þorsteinn Þorkelsson, skólastjóri Björgunarskóla Landsbjargar og SVFÍ. 14:45 - 15:10 Kröfur markaðarins EinarTorfi Finnson, leiðsögumaður. 15:10- 15:40 Samantekt ráðstefnustjóra Ráðstefnustjóri: Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar. Itíntæknistofnun ferdamálasamtök i IÖFUÐBORG ARSV ÆDISINS i^C : rsiiiAukuvviuröíi VVSTI|AV2IA\ III
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.