Morgunblaðið - 16.03.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.03.1999, Qupperneq 50
7 50 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, (GUÐRÚN) BIRNA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Rauðarárstíg 26, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 13. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 19. mars, kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jónína S. Marteinsdóttir, Sigríður Marteinsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAÐÍNA MATTHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR, sem lést þriðjudaginn 9. mars, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 17. mars nk. ki. 13.30. Elsa Kristinsdóttir, Jóhannes Kristinsson, Halla Kristinsdóttir, Lára Kristinsdóttir, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður, ömmu og systur, INGU JÓNSDÓTTUR, Hraunbæ 78. Óðinn Björn Jakobsson, Guðrún Óðinsdóttir, Þorsteinn Jakobsson, Jakob Heimir Óðinsson, Sesselía Jóhannsdóttir, Þóra Hrönn Óðinsdóttir, Óskar Jónsson, barnabörn og systur hinnar látnu. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför systkinanna SIGRÍÐAR SIGURSTEINSDÓTTUR, Lönguhlíð 1b, Akureyri og STEINGRÍMS PÁLMA SIGURSTEINSSONAR, Bjarmastíg 3, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Hlíðar, Kristnesspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýhug og umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Steinþór Friðriksson, Hanna Sigurðardóttir, Bernharð Haraldsson, Daggeir Pálsson. SIGURÐUR SIGURMUNDSSON + Sigurður Sigur- mundsson fædd- ist á Breiðumýri í Suður-Þingeyjar- sýslu 29. júlí 1915. Hann lést á sjúkra- húsinu á Selfossi, Ljósheimum, 5. mars síðastiiðinn og fór útför hans fram frá Skálholti 13. mars. Hræðist ei drengur dauða, dýrastavininnflra, sem úr móðs og mæðu menn æ leysir hreysi! og er ljósmóðir lýða til lífsfæðingar gæða, hræðist ei drengur dauða, dýrasta vininn fíra. Ekki er ólíklegt að Sigurður Sig- urmundsson fyi’rum bóndi og fræði- maður, Hvítái-holti í Hrunamanna- hreppi, hafi á síðustu misserum farið með þetta litla Ijóð skáldsins Bjarna Thorarensen sem hann mat meira en flest önnur ljóðskáld, þegar hann helsjúkur af krabbameini fann að dauðinn sótti að, hægt en markvisst. Þar mætti dauðinn engum veifískata sem glúpnaði, þá er fyrstu höggin heyrðust. Sigurður hafði alltaf náð því markmiði sem hann setti sér og nú með einstakri þrautseigju tókst honum að ganga frá ritgerðasafni sínu til prentunar. Sigurður Sigurmundsson var fæddur á Breiðumýri í Reykjadal 29. júlí 1915, sonur hjónanna Onnu Egg- ertsdóttur og Sigurmundar Sigurðs- sonar. Sigurmundm- var héraðs- læknir í Þingeyjarsýslum, sunn- lenskrar ættar, kominn af Kolbeini Þorsteinssyni, presti í Miðdal, sem orti m.a. hina kunnu Gilsbakkaþulu. Eggert faðh- Önnu var Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði, bróðir þjóðskáldsins Matthíasar. Móðir Ónnu var úr Svarfaðardal. Sigurður vissi vel um ætt sína og uppruna og var stoltur af. Sigurður ólst upp á Breiðumýri fyrstu tíu árin. En þá tók fjölskyldan sig upp og flutti í Laugarás í Biskupstungum þar sem faðir hans tók við starfí héraðslækn- is. Sigurður fór í íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal, seinna var hann einn vetur í Samvinnuskól- anum undir handleiðslu Jónasar frá Hriflu. Þá fór hann í Bændaskól- ann á Hólum í Hjalta- dal og var þar tvo vet- ur. Eftir það gerðist hann vinnumaður og heimiliskennari á nokkrum stöðum þar til hann giftist Elínu Kri- stjánsdóttur frá Felli í Biskupstungum. Þau byrjuðu búskap í Hvít- árholti í Hrunamanna- hreppi 1942 og bjuggu þar til 1986 en þá fór hann á elli- heimilið Heimaland á Flúðum. Lífs- hlaup Sigurðar í Hvitárholti var ekki ósvipað lífsstarfí hundraða íslenskra bænda á fyrri hiuta 20. aldar. En þó var sérstaða hans mikil. Hans verður ekki minnst fyrir búskapardyggðir eða félagsmáiavafstur, þó hann væri býsna seigur bóndi og vel hæfur maður í félagsstarfi. Það sem halda mun nafni hans á lofti var á allt öðru sviði. Um 1950 rakst í hlað í Hvítárholti með fleira fólki dr. Sigurbjörn Ein- arsson, þáverandi guðfræðiprófess- or. Þeir Sigurður þekktust frá fyrri tíð því þeir höfðu átt heima sitthvor- um megin við Hvítá, Sigurður í Laugarási en Sigurbjörn á Iðu. Bar þar tali þeirra að Sigurbjörn með sinni alkunnu mælsku fór að lýsa rómönskum málum, hljómfegurð þeirra og hrynjandi. Það varð kveikj- an að því að Sigurður tók þá ákvörð- un að læra spænska tungu. Ekki var auðhlaupið að því, engin spönsk-ís- lensk orðabók tíl. En Sigurður hvik- aði aldrei frá settu markmiði, hann byi-jaði að gera orðabók sjálfur, þýddi spönsku, yfir ensku, á íslensku og lærði ensku í framhjáhlaupi. Að þessu var hann í þrjú ár, öllum stundum jafnframt búskap. Þegar orðabókin var tilbúin í örkum byrjaði spönskunámið og með sömu eljunni náði hann því að vera læs og talandi á spænska tungu. Flestum þykir þetta eflaust ærið ævistarf, jafn- iramt búskap og uppeldi átta bama. En Sigurður í Hvítárholti var ekki einhamur, jafnframt þessu öllu sökkti hann sér svo niður í íslenskan skáldskap og fornmenningu að eftir SOFFÍA JÚNÍA SIGURÐARDÓTTIR + Soffía Júnia Signrðardóttir fæddist á ^Bratta- völlum á Arskógs- strönd 22. júlí 1906. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anna Sigríður Sig- urgeirsdóttir hús- móðir, f. 10.1. 1880, d. 19.5. 1953, og Sigurður Flóvent Sigurðsson, bóndi á Brattavöllum, f.2.7. 1876, d.7.7. 1937. Systkini Soff- íu voru Gunnlaugur, f. 21.8. 1902, d. 24.6. 1986, Sigurlaug, f. 23.10. 1908, d.3.4. 1929, og Anna Soffía, f.17.8. 1911, d. 3.3. 1983. Hinn 1. desember 1926 giftist Soffía Konráði Sigurðssyni frá Kjarna í Arnar- neshreppi, f. 28.9. 1902, d. 15.7. 1994. Foreldrar hans voru Sigurður Jón Sig- urðsson, útvegsbóndi á Hjalteyri, f. 21.11. 1868, d. 25.5. 1939, og kona hans, Mar- grét Sigurlína Sig- urðardóttir, f. 2.2. 1870, d. 27.12. 1910. Börn Soffíu og Konráðs eru: 1) Alfreð Sigurlaugur, f. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar föðursystur okkar, INGIBJARGAR BJARNADÓTTUR, Ránargötu 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks sem var í Hátúni 10 og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, deild 11-1, fyrir einstaka umönnun og kærleika. Katrín, Ingibjörg, Bjarni og Jóhann Jóhannsbörn og fjölskyldur. Mig langar til að minnast tengda- móður minnar, Soffíu Júníu Sigurð- ardóttur, sem látin er á 93. aldursári og bar gæfu til að vera á sínu heimili til æviloka. Soffía var bráðmyndar- leg í sjón og raun, afskaplega list- ræn, það var alveg sama hvort hún sinnti sínum fallega skrúðgarði, mál- aði myndir á postulín, rekavið, flauel eða hvað sem henni datt í hug að mála á, allt varð að dýrgripum úr hendi hennar. Um miðjan aldur fékk hún áhuga á steinasöfnun, en fyrsta steininn fann hún í fjörunni í Hrísey og var það norskt granít, og í dag eru þús- undir steina í hennar eigu sem hún fann víðs vegar um landið. Soffíu nægði ekki að leita að steinum held- ur fékk sér steinasög og tæki til slíp- unar. Bjó hún til fjölda af fallegum hlutum sem hún svo gaf afkomend- um sínum. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að Soffía Júnía var fjöllistamaður. Henni nægði ekki að sauma og sníða á sína hér á árum áður, heldur var hún virkur þátttakandi í félagsstarfí sveitarinnar. Hún söng í kórum og lék á leiksviði í mörg ár, enda sögðu gamlir samtímamenn hennar að hún væri líklega sú kona sem mest hefði hlegið, dansað, sungið og leikið í sinni sveit. Soffía naut ekki langrar skólavist- ar frekar en margir af aldamótakyn- var tekið. Af Jóni Trausta hreifst hann mikið og kynnti sér öll hans verk af mikilli kostgæfni. Hann skrifaði nokkrar greinar til að vekja athygli á þeim snilldarverkum. Sig- urður taldi að Heiðarbýlið væri tíma- mótaverk en hefði ekki hlotið það lof sem þehTÍ bók bæri. Islendingasög- urnar og íslensk fræði voru honum mjög hugleikin. Hann hallaðist að kenningum Barða Guðmundssonar um samtímaáhrif sagnanna. Skrifaði hann margar greinar um það efni, vel rökfærðar og margar hverjar af- burða vel stílaðar. Til að geta skrifað um samtíma Islendingasagna verða menn að vera býsna vel heima í St- urlungu og þar stóðust fáh- Sigurði samanburð. Sigurður í Hvítárholti var.mann- blendinn og naut þess að tala við þá sem báru eitthvert skynbragð á hugðaiæfni hans. Um búskap vildi hann lítið tala, þó var undantekning þar á, laxveiði var ástríða hans. Arið 1963 fann Guðmundur Jóns- son á Kópsvatni fornminjar í Hvítár- holti. Það varð til þess að uppgröftur hófst þar sem stóð yfu' í fjögur sum- ur. Fátt hefði komið Sigurði betur, nú breyttist bæjarhlaðið í sannkallað menningartorg. Fræðimaðurinn gat setið á síðkvöldum og rætt við vel- menntaða fornfræðinga um hugðai'- efni sín. Þetta varð til að örva Sigurð enn meir. Sigurður í Hvítárholti var íhalds- samur maður. Hann hreifst af sterk- um foringjum, t.d. þýddi hann nokkrar greinar eftir Frankó. Hann var líka alla tíð einlægur sjálfstæðis- maður, þó aldrei neinn flokksþræll, sjálfstæði sínu vildi hann síst glata. Oft var hann utanvið sig, átti þá til að spyrja bamalegra spurninga. Einnig var hann svo einlægur og hrekklaus á veraldlega vísu að menn kímdu að. Bílstjóri var hann í slak- legu meðallagi og lenti oft í skráveif- um en aldrei hlutust þó slys af. I síð- ustu utaníkeyrslunni náði hann þó því að vera í fullum rétti. Sigurður í Hvítárholti var mynd- armaður í útliti með ákaflega góðleg- an svip, yfirbragðið allt gi'eindarlegt. Hann var herðabreiður og vel limað- ur, framkoman öll hæg og festuleg. Á yngri árum vai' hann góður leik- fímismaður og náði ég því að sjá hann fara heljarstökk, fullklæddan í fjallferð. Með Sigurði í Hvítárholti er geng- inn mei'kur maður, sem næstu kyn- slóðii' munu betur kunna að meta en samtíminn. Jón Hermannsson. 14.7. 1930, maki Valdís Þor- steinsdóttir. Þau eiga sex börn, 17 barnabörn og átta barna- barnabörn. 2) Sigurður Tryggvi, f. 15.9. 1938, maki Ingibjörg Þórlaug Þorsteins- dóttir. Þau eiga sex börn, 15 barnabörn og eitt barnabarna- barn. 3) Gunnlaugur, f. 16.7. 1946, maki Valborg María Stef- ánsdóttir. Þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. Soffía og Konráð bjuggu fyrst á Brim- nesi á Arskógsströnd, þá á Brattavöllum í sömu sveit, síð- an á Selá í sömu sveit. Þaðan fóru þau tii Hjalteyrar og svo til Akureyrar. 1954 fluttu Soff- ía og Konráð til Árskógsstrand- ar, byggðu nýbýlið Sólvelli, þar sem Konráð gerðist útgerðar- maður, og bjuggu þar til ævi- loka. títför Soffíu fór fram frá Stærri-Árskógskirkju á Ár- skógsströnd 13. mars. slóðinni heldui' var skóli lífsins henn- ar háskóli. Að lokum þakka ég tengdamóður minni fyrir nær 50 ára samskipti, og bið að kærleikans ljós umleiki hana á nýjum slóðum, þar sem hún mun syngja, dansa og hlæja. Kærleikans ljós umleiki alla hennar afkomendur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfir láttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Valdís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.