Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓRA JÓHANNA ELÍSDÓTTIR + Halldóra Jó- hanna Elísddttir fæddist hinn 13. nóvember 1904. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði liinn 6. niars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- laug Eiríksdóttir, f. á Svínafelli í Nesja- hreppi 19. ágúst 1879, d. 3. ágúst 1962, og Elís Jóns- son, f. í Firði á Seyðisfirði 20. októ- ber 1879, d. 11. nóv- ember 1968. Hann var verslun- arstjóri á Vopnafirði og Djúpa- vogi, bóndi í Skildinganesi og kaupmaður í Reykjavík. Hall- dóra átti eina alsystur, Guð- nýju, og fóstursystur, Díönu Karlsdóttur Kröyer. Þær eru báðar látnar. Hinn 3. júní 1933 giftist Hall- dóra Páli Skúlasyni, lengst rit- stjóra Spegilsins, en hann fædd- ist 19. september 1894 í Odda á Rangárvöllum og lést 24. júlí 1973. Foreldrar lians voru Skúli Skúlason, prófastur í Odda, og kona hans Sigríður Helgadóttir. Börn Halldóru og Páls urðu sex og lifa íjögur þeirra: 1) Ari, útvarpsv.meistari, f. 21.7. 1934, d. 29.12. 1995. Hans kona var Auður Haraldsdóttir, f. 28.4. 1935, d. 10.4. 1993. Þeirra börn eru: a) Haraldur, verksljóri í Svíþjóð, f. 24.10. 1959, kvæntur Jennýju Björk Sig- mundsdóttur. Þeirra börn eru Hlynur Smári og Marín Auð- ur. b) Halldóra, f. 1.3. 1963, tónlistarkenn- ari. Auður átti dótt- urina Mildríði Huldu Kay, hennar maður er Trausti Eiríksson. 2) Guðlaug, húsmóðir og starfsmaður á DAS, f. 12.12. 1935, d. 16.10. 1982. Hún var gift Grétari Hjart- arsyni, stýrimanni og kennara, f. 3.8. 1934. Þeirra börn eru: a) Páll, rekstrarstj., f. 22.7. 1956, kona hans er Svanhildur Jóns- dóttir, f. 22.7. 1957. Þau eiga tvo syni, Sindra Má og Grétar Má. b) Pétur, f. 21.12. 1958, tónlistar- maður, kvæntur Margréti Gísla- dóttur, f. 20.8. 1956. Þeirra dóttir er Berglind. Margrét á soninn Gísla Helgason. c) Hjörtur, f. 22.7. 1965, kvikmyndagerðar- maður. Dóttir hans er Melkorka Embla. d) Elín Sigríður, f. 17.3. 1974, verslunarmaður. Hennar sonur er Jóhann JökuII. 3) Skúli, f. 25.7. 1937, hrl., kvæntur Kristrúnu Auði Olafsdóttur, f. 10.5. 1941, yfirmeinatækni og Tengdamóðir mín, Halldóra Jón- hanna Elísdótth', er látin í hárri elli. Mig langar til þess að votta henni virðingu mína og þakklæti fyrir all- an þann tíma sem við áttum sam- leið. Allt frá því er ég kom fyrst á heimili hennar á Smáragötunni mætti mér það viðmót að mér fannst ég strax vera ein af fjölskyld- unni. Fyrsta viðkynningin var slík. Mér var tekið með kostum og kynj- um. Þannig var þetta heimili. Þannig var tengdamóðir mín. Hjá henni voru allir alltaf velkomnii'. Þar var ævinlega hægt að bæta ein- um eða fleiri diskum á matborðið ef einhverjir birtust óvænt. Stundum var hreint ótrúlegt hvað henni tókst að galdra og breyta litlu hráefni í fágætar krásir. Að slá upp veislu með litlum fyrirvara var ekkert mál í hennar huga. Þennan eiginleika hefur hún drukkið með móðurmjólkinni en móðir hennar Guðlaug Eiríksdóttir var framúrskarandi myndarleg kona og stjórnaði hún stóru og mannmörgu heimili austur á Djúpavogi, þar sem Halldóra ólst upp. Elís Jónsson, faðir hennar, var verslunarstjóri og það þótti til- hlýðilegt á því heimili að hýsa og fæða bændur og aðra sem komu í plássið í verslunarerindum. Tengdamóðir mín sagði mér marg- sinnis frá þessum skemmtilegu ár- um bernskunnar, þegar hún lét hugann reika og rifjaði upp minn- ingarnar frá Djúpavogi. Hin síðari ár átti Djúpivogur oftsinnis hug hennar allan. Foreldrum Halldóru var umhug- að um að mennta dætur sínar jafnt til hugar sem handar, en árið 1920 lögðu tveir ungir menn upp frá Reykjavík austur um land. Annar þeirra var Halldór Laxness, sem gerðist heimiliskennari hjá Þórhalli Daníelssyni, kaupmanni og útgerð- armanni á Höfn í Hornafirði. Hinn var Jóhann Jónsson skáld, sem síð- ar lést úr tæringu suður í Þýska- landi. Hann gerðist heimiliskennari hjá Elísi Jónssyni og kenndi dætr- um hans. Mikill vinskapur tókst með fjöl- skyldu Elísar og Jóhanni og skrifaði hann Guðlaugu mörg og löng bréf eftir að hann sigldi suður til Þýska- lands. í einu bréfa sinna til séra Friðriks Friðrikssonar, vinar síns, lýsir hann heimasætunum í Fram- tíðinni sem óvenju vel gefnum stúlkuhörnum og segir þær hafa tekið miklum framförum hjá sér, einkum í ensku. Síðan segir: „Yfir höfuð finnst mér Dóra litla einhver sú kvenlegasta og fmlegasta ung stúlka sem ég hef kynnst. Hún er blátt áfram klassisk skönhed, þar að auki. Mér finnst hún að sumu leyti dálítil miniature af Nikkelín [en hún var konuefni Jóhanns]. Þetta bjarta og tilbageholdende, fína og kven- lega er þeirra höfuðstyrkur beggja, fremur en allra annarra kvenna sem ég hefí komist í kynni við.“ Þannig lýsti kennari þein'a systra Halldóru árið 1921, er hún var 16 ára gömul. Halldóra var ung að árum þegar sjálfsagt þótti að hún tæki þátt í að hjálpa stúlkunum í eldhúsinu, í stof- unum, við að þjóna gestunum og sendast út um allar jarðir. Viðkvæð- ið var: „Biðjum Dóru um að gera þetta, hún er svo fljót, hún er svo viljug, hún vinnur svo vel.“ Hún taldi aldrei nokkurn skapaðan hlut eftir sér og gekk að öllum verkum með glöðu geði og vildi helst vera þar sem verkefnin voru, sem og fjörið og margmennið. Þessir eigin- leikar fylgdu henni alla tíð og voru einkennandi fyrir hana til hins síð- asta. Halldóra var mjög myndarleg kona ásýndum, hávaxin, frjálsleg í framkomu, með þykkt og mikið hár fram á síðustu ár. Hún var stolt kona og mikil reisn yfír henni og hún þoldi illa uppskafningshátt og tepruskap. Þrátt fyrir fasmikla framkomu á stundum var grunnt á viðkvæmninni. Hún mátti ekki neitt aumt sjá og oftlega vöknaði henni um augu þegar hún frétti af ein- hverjum sem bágstaddir voru. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessari glaðlyndu og dugmiklu konu enn betur þegar við urðum sambýlendur á Smáragötu 14 árið 1974 skömmu eftir að Páll tengdafaðir minn dó. Aldrei sýndi hún nokkra afskiptasemi en var alltaf innan seilingar, boðin og búin, þegar á þurfti að halda. Það vil ég nú þakka henni fyrir. Sérstaklega vil ég þakka ómetanlega aðstoð hennar við gæslu og umönnun barna okkar. Við tengdamóðir mín áttum margar mjög góðar stundir saman á Smái'agötunni og ýmislegt var brallað enda báðar dálitlir prakkar- ar í okkur. Oft datt okkur í hug að framkvæma hina ólíklegustu hluti, sem fáir vita um en lifa og varðveit- ast í minningunni. 4 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 45 MINNINGAR sagnfræðingi. Þeirra dóttir er Ragnheiður, f. 7.7. 1966, MFA í leiklist. Hennar maður er Christopher James Deygan. Sonur Kristrúnar er Ólafur Grétar Haraldsson, f. 7.1. 1965. Hann er kvæntur Steinunni Val- dísi Óskarsdóttur. 4) Sigríður, f. 2.9. 1940, póststarfsmaður á Nýja Sjálandi. Hennar maður er Olav Bayer, járniðnaðarmaður, f. 28.8. 1939. Þeirra börn eru Thorkild, viðskiptafræðingur, og Thora, myndlistarnemi. 5) Eiríkur, f. 13.1. 1943, starfs- maður hjá Landssímanum. 6) Elín, f. 20.3. 1946, bankamaður, gift Þorláki Þorlákssyni, f. 7.5. 1946, yfirkerfisfræðingi. Þeirra börn eru: a) Halldóra Jóhanna, f. 2.11. 1973, myndlistarnemi. Hennar sonur er Þorri Elís. b) Eiríkur Elís, f. 4.3. 1976, laga- nemi, í sambúð með Eddu Björk Andradóttur, laganema, f. 28.6. 1976. Þeirra dóttir er Andrea Rut. Halldóra var fædd á Vopna- firði, en ólst að mestu upp á Djúpavogi. Eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur vann hún við afgreiðslustörf í VBK en sinnti eftir giftingu húsmóður- störfum. Hún starfaði í Félagi austfirskra kvenna í Reykjavík og tók þátt í starfi eldri borgara í Hallgrímskirkju, meðan sjón og heilsa leyfði. Halldóra átti heima á Smáragötu 14 í nær 60 ár, en dvaldi síðustu þrjú árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Halldóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Halldóra tók þátt í félagsstarfi aldraðra í Hallgrímskirkju í mörg ái' eða þar til hún fluttist að Hrafn- istu fyrir rúmum þremur árum. Hún fór reglubundið í kirkjuna til þess að „hjálpa gamla fólkinu“ eins og hún tók oft til orða, hjálpaði við kaffiveitingar og spilaði meðan hún hafði sjón til. Slík var orka hennar og kraftur, að hún bað um að fá að hjálpa til við dagleg störf þegar hún fluttist suð- ur á Hrafnistu. Allt í einu hafði hún ekkert sérstakt fyrir stafni, heimili hennar horfið og hún kunni hrein- lega ekki að sitja auðum höndum. Sjónleysi hennar varð til þess að hún gat hvorki lesið né sinnt handa- vinnu sem hún hafði yndi af áður fyrr, en þá komu hljóðbækur Blindrabókasafnsins til sögunnar og styttu henni stundirnar á ómetan- legan hátt. Að leiðarlokum, þegar langþráð hvíldin er komin þakka ég elsku- legri tengdamóður minni. Ég þakka fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, elskuna og umhyggjuna sem ávallt var skammt undan. Ég kveð mikilhæfa, sterka og góða vinkonu. Blessuð sé minning hennar. Kristrún Auður Ólafsdóttir. Stundirnar þegar maður finnur mest fyrir fjarlægðinni í annairi heimsálfu eru þegar atburðir eiga sér stað í fjölskyldunni svo sem fæðingar, afmæli og andlát. Mín elskuleg tengdamóðir hefur sjálf- sagt verið tilbúin til að mæta skap- ara sínum. Allt hennar líf snerist um velferð fjölskyldunnar, eigin- mann, börn og barnaböm. Ósér- hlífnari konu hef ég ekki þekkt. Lífið á Smáró var ekki alltaf dans á rósurn. Páll, maður Dóru, gaf út gamanblaðið Spegilinn í fjölda ára og einnig stundaði hann kennslu, prófarkalestur á Morgunblaðinu og þýðingar. Tekjur voru stundum stopular og það þurfti þónokkuð til að sjá fyrir átta manna fjölskyldu en Dóra var hagsýn og góð húsmóð- ir sem sá um að endar næðu saman. Það var árið 1955 að ég fór að venja komur mínar á Smáragötuna enda orðinn ástfanginn af elstu dóttur þeirra hjóna, Guðlaugu, alltaf kölluð Laulau. Dóra tók mér opnum örmum og var alltaf gott að koma á Smáró. Ég vil þakka Dóra fyrir einstakan velvilja í minn garð. Ekki verður henni nógsamlega þakkað fyrir aðstoðina við heimilis- hald og uppeldi barna okkar Laulauar. Hún var alltaf tilbúin til að hjálpa ef á þurfti að halda eins og dæturnar Sigga og Elín. Oft var spaugað með það þegar börn okkar Laulauar voru að tala um ömmu sína að hún væri elsti poppari á Islandi. Þannig var mál með vexti að hún gerði sér ferð með systur sinni til Hafnarfjarðar tvisvar í viku og poppaði maís fyrir Bæjarbíó, þá komin hátt á áttræðis- aldur. Ég mun seint gleyma þeim mán- uðum sem ég bjó hjá Dóra á Smára- götunni eftir lát Laulauar í október 1982, þá með Ellu Siggu 8 ára og Hjört 17 ára. Hún hélt fyrir okkur heimili og hjálpaði okkur að ná átt- um að nýju. Elskulega tengdamamma, megir þú hvíla í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Grétar Hjartarson, Walvis Bay, Namibíu. Mig langar í fáum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar, Dóru. Níutíu og fjögur ár era hár aldur og víst er að margt hefur á daga ömmu drifið á langri ævi. Ég ætla hins vegar að halda mig við nokkur minningabrot úr samskipt- urn mínum við ömmu Dóru. Ég minnist hennar ömmu minn- ar með stolti, stolti yfir því að hafa átt hana að vini um áratuga skeið. GUÐBJÖRG JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR + Guðbjörg Júlí- ana Jónsdóttir fæddist á bænum Trostansfirði við Arnarfjörð 22. des- ember 1901. Hún andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 27. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Askirkju 11. mars. Elsku langamma Guðbjörg. Mér finnst leiðinlegt að þú sért farin. Ég man þegar þú varst síðast hjá okkur í sveitinni og við krakk- arnir náðum í stafina fyrir þig. Okk- ur systkinunum fannst sokkarnir og vettlingarnir sem þú gerðir oft íyrir okkur svo góðir og við notum þá mikið. Það var líka svo gaman að koma til þín á Hrafnistu, þú hugsað- ir alltaf um að eiga eitthvað gott fyiir okkur. Þú varst alltaf syo góð. Ég sakna þín og mun minnast þín mikið. Jóhanna Lind Brynjólfsdóttir. Elsku góða amma mín eilífð gistu bjarta. Alltaf leiddi ástúð þín ylaðmínuhjarta. Hollt var þig að heyra og sjá, horfa á lag og festu. Pínum hlýju höndum frá hlaut ég gæðin bestu. Elsku góða amma mín aldrei þér ég gleymi. Fyrir líf með sólarsýn sigur vannstu í heitni. Ljúf þú barst á lífsins slóð lyndisperlur sannar. Alltaf heil og hlý og góð, hjartans kveðja, Fannar. (Rúnar Kristjánsson.) Fannar Viggósson. Aldrei nokkurn tíma tók hún amma á móti mér öðru vísi en með bros á vör, hvort heldur komið var í sunnudagssteik á Smáró í bernsku ’•* eða í kaffibolla og stutt spjall ókristilega snemma morguns í seinni tíð. Hún amma var alla tíð mikil bamagæla og trá þeirri sannfær- ingu sinni að börnum væri það holl- ast að vera frjáls og hreyfa sig. Ég minnist þess ekki að nokkurn tíma hafi hún bannað mér eða öðrum bamabörnum sínum nokkurn skap- aðan hlut. Allar götur frá því að ég ungur að árum klifraði í trjánum á Smáró eða notaði arminn á stofusóf- anum sem hest í ímynduðum bófa- hasar. Engu skipti þótt foreldrar, * frændur eða frænkur reyndu að hemja sveininn, alltaf var viðkvæðið það sama: „Hann má það.“ Þá var ekki síður gott að koma með langömmustrákana í heimsókn á Smáró. Alltaf var þá eitthvað góð- gæti til í krús. Hún amma var mikill víkingur til verka auk þess sem henni var í blóð borin nægjusemi og nýtni. Auk þess að ala upp sex börn og halda árum saman mannmargt heimili af annál- uðum myndarskap lagði hún gjörva hönd á margt. Þá var hún amma örugglega elsti atvinnupoppari á Islandi og þó víð- ar væri leitað, því hátt á áttræðis- aldri starfaði hún um nokkurra ára "* skeið við poppkornsgerð fyrir Laugarásbíó ásamt Díönu systur sinni. Gamli kontórinn hans afa Páls í kjallaranum á Smáró hefur oft kom- ið í góðar þarfir og ekki heiglum hent að telja svo öruggt sé alla þá afkomendur ömmu og afa sem notið hafa góðs af honum um lengri eða skemmri tíma hin síðari ár. Ótrú- lega mörg okkar hafa haft þar við- komu, gjarnan tímabundið á meðan staðið var í húsbyggingum eða um j - lengri tíma. Eg kveð ömmu Dóru með sökn- uði og stolti. Með söknuði okkar Svönu og strákanna og þakklæti fyrir allt sem amma Dóra var okk- ur. Með stolti yfir því að amma Dóra skuli hafa verið amma mín. Páll Grétarsson. FRAMLEIÐUM Skilti á krossa r Síðumúla 21 - Selmúlamegin GERÐINt 11 533 6040 • Fax: 533 6041 Email: stimplar@isholf.is Slómabtáðm Ga^ðskom v/ Possvogskii*l<jM9a»*ð K Sími; 554 0500 J Skreytingar við Alvöru skreytinga- öll takifieri ammammrn verkstaði Wi S.0M , HIIÞU , 587 9300 Rauðikvammur v/Suðurlandsveg, llORvtk. Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir Blómastofa Fríðfínns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. ■*•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.