Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 47

Morgunblaðið - 16.03.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 47 PALL ELLERT JÓNASSON + PálI Ellert Jón- asson var fædd- ur á Hofsósi 19.6. 1929. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 3. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jónsson, f. 17.6. 1893, d. 2.12. 1933, og Þorbjörg Jónsdóttir, f. 7.5. 1899, d. 25.12. 1973 frá Bæjarklettum á Höfðaströnd. Jónas og Þorbjörg eignuð- ust sex börn. Þau eru Karl Ferdinant, f. 26.2. 1922, d. 8.5. 1983; Jónína Mar- grét, f. 7.7. 1923; Guðjón Mar- geir, f. 1.3. 1927, d. 15.2. 1951; Sigurbjörn SkagQörð, f. 28.3. 1931, d. 4.3. 1979; Páll sem hér er minnst; og Jónas, f. 2.2. 1934. Páll var kvæntur Rannveigu Þórðardóttur, f. 26.1. 1935, og eignuðust þau saman tvær dæt- ur. 1) Jónínu, f. 31.1 1959, í sambúð með Herði Guðmanns- syni. Börn Jónínu eru: Anna Lísa, f. 22.9. 1980; Erling Páll, f. 27.8. 1985; Birkir ísak, f. 20.6. 1989; og Valdís, f. 23.11. 1991. 2) Mar- gréti, f. 3.3. 1962. Hennar maður er Sölvi Ólason, f. 26.5. 1963. Börn Sölva og Margrétar eru Elva Björk, f. 5.4. 1981; Kristín Láretta, f. 9.9. 1985; Sara Lind, f. 15.9. 1990; og Hjör- dís Anna, f. 8.3. 1993. Páll ólst upp á Hofsósi og tók þar unglingapróf. Að því loknu stundaði hann nám við Mennta- skólann á Akureyri en lauk ekki námi. Páll gerði ungur sjó- mennsku að ævistarfi sínu, eða þar til heilsan gaf sig, og átti hann hin síðari ár við vanheilsu að stríða. títför Páls fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nú þegar sól er farin að hækka á lofti og daginn að lengja kveð ég kæran frænda sem með dugnaði og miklum hetjuskap varð að lúta í lægra haldi fyrir honum sem valdið hefur. Páll var þriðji í röðinni af sex systkinum þeirra sæmdarhjóna Jónasar og Þorbjargar, eða Tobbu eins og hún var oftast kölluð af þeim sem til hennar þekktu, ólst upp í foreldrahúsum þar til sá hörmulegi atbui’ður átti sér stað að faðir hans ásamt fjórum öðrum drukknaði rétt utan við bæinn Hofsós í Skagafirði í desember 1933. Þá var móðir hans gengin átta mánuði með sjötta barn þeirra hjóna. Þessi atburður setti líf þessarar ungu alþýðukonu allt úr skorðum, að sitja ein eftir með fimm ung börn og eitt ófætt og jólahátíðin að ganga í garð. í þá daga var ekki hægt að leita á náðir Félagsmála- stofnunar og fá þar aðstoð, eins og hægt er nú til dags, heldur varð fólk að bjarga sér hver sem betur gat. Og Tobba amma var ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þrátt fyrir mikla fátækt hélt amma brauðstrit- inu áfram með allan sinn barna- skara þar til árið 1940 að hún varð að láta tvö af börnum sínum í fóst- ur. Sjö ára gamall var Palli frændi svo heppinn að lenda í fóstri hjá þeim Birni Jónssyni og Jónu Her- mannsdóttir, sem tóku honum eins og slnu eigin barni, en fyrir áttu þau drengina Hermann og Ivar, en Her- mann lést á unga aldri úr berklum. Palli ólst upp á Hofsósi og gekk þar í grunnskóla og kom þá fljót- lega í ljós að hann átti auðvelt með nám og að grunnskólanámi loknu lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann stundaði nám í þrjá vetur með miklum ágætum. En það átti ekki fyrir Palla að liggja að stunda langt skólanám, því hans framtíð var á sjónum eins og svo margra annarra unglinga úr sjávar- plássum á þessum árum. Náði sjór- inn að heilla hans lífssýn og hann gekk sjónum á vald. Fyrstu ár sjó- menskunnar var hann á togurum frá Akureyri og þar kynntist hann öllum kostum og löstum þess sem togarasjómennskan var á þeim tíma, sem sé skjótteknir peningar, en þeim enn fljótara eytt. Fljótt kom í ljós að Palli var eins og við stundum segjum fæddur sjóari. Sökum greindar sinnar leið ekki langur tími þar til Palli var orðinn bátsmaður á Akureyrartogurum við góðan orðstír. Hann átti auðvelt með að stjórna mönnum til vinnu og var einstaklega handlaginn við allt sem viðkom veiðarfæragerð. Eftir nokkurra ára veru í höfuðstað Norðurlands lá leiðin „suður“, eins og Norðlendingar kalla það, þar sem við tók það líferni sem hann hafði valið sér, túrar á sjó og glaum- ur í landi. Palli var ekki alveg hætt- ur öllu skólanámi heldur dreif sig í svokallað minna skipstjórnarnám, sem hann lauk eins og hans var von og vísa með því að dúxsa það. Eftir að hafa fengið réttindi til að stjórna bátum gerðist Palli skip- stjóri á hinum ýmsu snurvoðarbát- um í Reykjavík og fékk fljótt viður- nefnið Snurvoðar-Palli sökum þess hve fengsæll hann var. Palli varð þeirrar gæfu aðnjótandi eftir komu sína til Reykjavíkur að kynnast eft- h-lifandi konu sinni, Rannveigu Þórðardóttur, og bjuggu þau lengst af í Reykjavík en eins og sjómanna er siður var ekki mikið tiltökumál að skipta um heimkynni ef því var að skipta og varð það hlutskipti þeirra hjóna kannski oftar en margra okkar hinna. Palli og Rannveig eignuðust tvær yndislegar dætur, þær Jónínu og Margréti, sem voru sannkallaðir augasteinar pabba síns, sem þegar tími gafst til frá amstri hversdags- leikans ól þær upp af visku sinni og hjartahlýju. Dætumar uxu úr grasi og urðu mannvænlegar og eignuð- ust sína maka og hafa þær systur verið samstiga í barneignum. Eiga þær sín fjögur börnin hvor. Palli hefur verið bamabörnum sínum góður afi. Alltaf þegar hann kom heim úr siglingum frá útlandinu kom hann færandi hendi handa sín- um nánustu. Litlu ungamir þeirra systra vom afanum gleðigjafi allt fram til hinstu stundar, en hann reyndist þeim, svo og öðrum, mikill mannvinur allt þar til yfir lauk. Palli minn, ég vil í lok þessara fá- tæklegu orða um lífshlaup þitt þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast mannkostum þínum og hjartahlýju. Hvíl í Guðs friði, frændi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í Mði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sævar Björnsson. INGIBJORG KONRÁÐSDÓTTIR ' i + Ingibjörg Konráðsdóttir fæddist á Brekkukoti í Blönduhlíð í Skagafirði 14. maí 1905. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Rósa Magnúsdóttir, f. 29.8. 1867, d. 22.8. 1940, og Konráð Bjarnason, f. 30.6. 1861, d. 9.7. 1931. Ingibjörg var þriðja yngst í tólf systkina hópi. Ingibjörg giftist, Þorsteini Sigurðssyni frá Móskógum í Fljótum, f. 14. maí 1895, d. á Sauðárkróki 25. október 1962. Hún og Þorsteinn eignuðust átta börn, þar af eru fjögur enn- þá á Iífi. Barnabörn og barna- barnabörn eru nú orðin 62 tals- ins. Ingibjörg var jarðsungin frá Sauðárkrókskirku 13. mars. eiga þig að, og fá að kynnast þér. Þegar ég hugsa til baka, til þess tíma þegar ég var lítill, þá finnst mér alltaf eins og þú hafir verið til staðar. Allar þær stundir sem við sátum við eldhúsborðið á Freyju- götu 46. Þar kenndir þú mér að lesa, við spiluðum saman á spil, eða byggðum úr legókubbum, venjuleg- ast hvít hús með rauðu þaki, glugg- um og sökkli. Þú hlustaðir með mér á morgunstund barnanna, og ég með þér á miðdegissöguna. Þú kenndir mér h'ka að bera virðingu fyrir náttúrunni og, ekki minnst, öðru fólki, nokkuð sem hefur reynst mér happadrjúgt í lífinu. Nú er sá tími kominn, að við kveðjumst í hinsta sinn. Þú varst svo sem búin að vara mig við þessu, þegar ég kom með Daníel son minn til þín um jólin 1997. „Þetta fer nú að verða búið,“ sagðirðu við mig, og mig grunaði að við kæmum ekki til með að sjást oftar. En það var samt áfall að heyra af andláti þínu. Ég var að koma heim með Daníel og Dóru, konuna mína, þegar mamma hringdi. Ég settist niðm- og grét, og vesalings Daníel vissi ekkert hvað hann ætti af sér að gera, en hringsnerist í kringum mig og reyndi að fá mig til að brosa. Það er ekki létt fyrir mig að vera hér í Noregi á þessum degi. Mér finnst eins og ég ætti að vera hjá þér, en ég veit líka að þú ert hjá mér, hvenær sem ég þarf á að halda. Þorsteinn Tómas Broddason. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKARJÓNSSON fyrrverandi forstjóri, Þiljuvöllum 30, Neskaupstað, lést laugardaginn 13. mars. Sigríður Vigfúsdóttir, Guðný Óskarsdóttir, Einar Jóhannsson, Örn Óskarsson, Ólöf Þórarinsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Guðmundur Guðbjartsson, Svanhildur Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur okkar, faðir og bróðir, HELGI EÐVARÐSSON bifvélavirkjameistari, lést föstudaginn 12. mars. Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 18. mars kl. 15.00. Bára Ólafsdóttir, Eðvarð P. Ólafsson, Eðvarð Þór Helgason, Ólöf og Anna Eðvarðs. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Bergþórugötu 15, Reykjavík, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, mánudaginn 15. mars. Steinar Þórðarson, Haukur Þórðarson, María Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t TRYGGVI ÓLAFSSON fyrrv. forstjóri Lýsis hf., Grandavegi 47, lést á Landspítalanum sunnudaginn 14. mars. Guðrún Magnúsdóttir, Erla Tryggvadóttir, Svana Tryggvadóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN NIKULÁSDÓTTIR, áður til heimilis á Framnesvegi 29, er látin. Guðrún K. Júlíusdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Kristmundur E. Jónsson, Hulda Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku amma. Ég settist niður til að skrifa þér bréf, sem mína hinstu kveðju til þín. En hvað á maður að segja við ein- hvem sem er svo stór partur af lífi manns? Ég bjó heima hjá þér fyrstu níu ár ævi minnar, og næstu árin var ég hálfgerður heimagangur hjá þér. Mikið hef ég verið heppinn að t Eiginmaður minn, Já t GUNNAR SIGMAR SIGURJÓNSSON, Eiginmaður minn, Víðilundi 24, GEIRMUNDUR JÓNSSON Akureyri, %<*• m fyrrum bankastjóri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri . —- Samvinnubankans á Sauðárkróki, laugardaginn 13. mars sl. lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga föstudaginn 12. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Kristrún Finnsdóttir. Guðríður Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.