Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR í DAG Ráðstefna um nýj- ar leiðir í stjórnun sveitarfélaga SAMBAND íslenskra sveitarfélaga gengst fyrir ráðstefnu um nýjar leiðir í stjórnun sveitarfélaga. Hún verður haldin á Grand Hóteli, Sig- túni 3, Reykjavík, fímmtudaginn 18. mars nk. og hefst kl. 9.30 með setn- ingu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra svejtarfélaga. A ráðstefnunni mun sérfræðingur frá danska sveitarfélagasamband- inu flytja erindi um nýjar leiðir í stjórnun sveitarfélaga í Danmörku og reynslu Dana af tilraunum með framkvæmnd þeirra í sveitarfélög- unum. Ennfremur verður greint frá nýjum leiðum í stjórnun Reykjanes- bæjar og Reykjavíkurborgar, nýj- um stjórnunarháttum og vinnu- staðasamningum hjá ríkinu og möguleikum sveitarfélaga til að gera vinnustaðasamninga. Sérstak- lega verður fjallað um nýjar stjóm- unaraðferðir sem teknar hafa verið upp eða eru í undirbúningi í þessum tilgreindu sveitarfélögum og hjá ríkinu og möguleika sveitarfélaga til að gera vinnustaðasamninga með hliðsjón af aðild þeirra að launa- nefnd sveitarfélaga. Markmið ráðstefnunnar er að sveitarstjórnarmenn og aðrir sem áhuga hafa geti fræðst um hvaða nýmæli eru efst á baugi í stjórnun- arháttum sveitarfélaga í Danmörku og hér á landi og hjá íslenska ríkinu og stofnunum þess og að sú fræðsla komi að gagni í þeirri viðleitni sveit- arstjórnarmanna að auka hag- kvæmni í rekstri sveitarfélaganna og gera alla starfsemi þeirra skil- virkari. Athygli er sérstaklega vakin á því að fólki gefst kostur á að taka þátt í ráðstefnunni í gegnum fjarfunda- búnað sem staðsettur er víða á land- inu. Ráðstefnugjald á ráðstefnuna í Reykjavík er 4.000 kr., hádegisverð- ur innifalinn en gjald á ráðstefnuna í gegnum fjarfundabúnað er 2.500 kr. Þátttöku þarf að tilkynna til Sam- bands ísl. sveitarfélaga, Háaleitis- braut 11, Reykjavík, en þar fást einnig nánari upplýsingar um stað- setningu fjarfundabúnaðarins. Frjálslyndi flokkurinn Kjördæma- félög á Norðurlandi STOFNFUNDUR kjördæmisfé- lágs Frjálslynda flokksins á Norð- urlandi vestra var haldinn miðviku- daginn 10. mars sl. Kosin var fímm manna stjóm kjördæmisfélagsins og er hún þannig skipuð: Pálmi Sighvatsson, Sauðárkróki, formaður, Guðný Fanndal, Siglu- fírði, Þorsteinn Sigurjónsson, Hmtafirði, Sigurjón Þórðarson, Sauðárkróki, Sigurður Sigurðsson, Skagafirði. Varamenn eru: Valgeir Sigurðsson, Siglufirði, og Agústa Ingólfsdóttir, Sauðárkróki. I fréttatilkynningu segir að væntanlega verði framboðslisti Frjálslynda flokksins á Norður- landi vestra lagður fram í lok næstu viku. Stofnfundur kjördæmisfélags Frjálslynda flokksins á Norður- landi eystra var haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 11. mars sl. Kosin var fimm manna stjóm kjör- dæmisfélagsins og er hún þannig skipuð: Axel Yngvason, Merkigili í Eyja- firði, formaður, Sævar Sæmunds- son, Akureyri, Hennann B. Har- aldsson, Akureyri, Pétur Péturs- son, Húsavík, og Asgeir Yngvason, Akureyri. Varamenn era: Þuríður Hermannsdóttir, Húsavík, og Har- aldur Bessason, Akureyri. --------------- Fréttamanna- styrkir Norð- urlandaráðs auglýstir NORÐURLANDARÁÐ veitir í ár nokki-a fréttamannastyrki til um- sóknar fyrir fréttamenn á Norður- löndum. Styrkjunum er ætlað að efla áhuga fréttamanna á norrænni samvinnu og auka möguleika þeirra á að skrifa um málefni annarra Norðurlanda. Styrkur er veittur í hverju Norð- urlandanna og er fjái’hæðin 90.000 danskar krónur íyrir Island I ár. Styrkurinn er veittur einum eða fleiri fréttamönnum dagblaðs, tíma- rits, útvarps eða sjónvarps. Sjálf- stætt starfandi fréttamönnum er einnig heimilt að sækja um styrkinn. Styrkinn ber að nota innan árs. Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást hjá ís- landsdeild Norðurlandaráðs, Aust- urstræti 14. HÖNNUNARSAMKEPPNI FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR SÝNING Á SAMKEPPNISTILLÖGUM í tilefni af verðlaunaafhendingu í hönnunarsam- keppni um stækkun FlugstöSvar Leifs Eiríkssonar verður opnuð sýning á tillögum þeim er bárust í samkeppnina. Sýningin verður í Borgartúni 22 og verður opin í dag, þriðjudag til fimmtudags, 16.-18. mars, frá kl. 13-16. FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISIN5 Utanríkisráðuneytið VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þjónustu(ó)lund ÁSTÆÐA þessara skrifa er þjónusta, ef þjónustu skyldi kalla, sem ég naut hjá tölvufyrirtækinu Tölvulistanum, Nóatúni 17, þann 9. mars sl. Þannig er að við hjónin keyptum tölvu hjá þessu fyrirtæki í júlí 1998 fyrir hátt á annað hundrað þúsund krónur og fljótlega fór að bera á hin- um og þessum göllum í tölvunni, fyrst hrundi stýrikerfið, svo var ekki hægt að prenta út úr rit- vinnslunni nema stöku sinnum, geisladrifið gaf sig og þar fram eftir götunum. Á þeim tíma sem liðinn er síðan kaupin gerðust hef ég farið með tölvuna alls 6 sinnum til þjónustudeildar fyrirtækisins (enda þótt þeir haldi öðru fram) en nokkrir gallar tekið sig upp aftur og aftur orðið til- efni sí-endurtekinna heim- sókna minna til þjónustu: deildai’ Tölvulistans. í hvert skipti var ég fullviss- aður um að ekkert amaði að tölvunni og allt hefði verið yfirfai’ið. Skammir. Nú gerðist það um daginn að við fengum okkur fullsödd af stöðug- um bilunum í tölvunni og ég fór enn og aftur í Tölvulistann og bað þá um að taka vélina til baka, enda augljóslega um gallagrip að ræða, og skipta henni fyrir aðra sem væri í fullkomnu lagi. Þeir báðu um að fá að líta á hana og hafa svo sam- band við mig daginn eftir. Þegar ég hafði samband við þá þann daginn kváð- ust þeir ekki geta fundið neitt að tölvunni (þó hafði hún aldrei virkað sem skyldi heima fyrir, senni- lega var hún ánægðari í höndum ,,fagmanna“). Ennfremur var ég vændur um að Ijúga til um komur með tölvuna og um að saka þá um óvönduð vinnubrögð og sennilega væri tölvan í lamasessi vegna þess að ég kynni ekki á hana. Ég var ekki alveg sáttur við að láta saka mig um svik og lygar og hafði því samband við rekstrarstjóra Tölvulist- ans og sagði farir mínar ekki sléttar í samskiptum við fyrirtækið og ég væri kominn á þá skoðun að fá tölvuna endurgreidda enda óánægður með að láta fulltrúa þjónustufyi’- irtækis hella sér yfir mig í símann. Hann sagðist myndu athuga málið og hafa samband við mig. Stuttu síðar var hringt í mig og mér tilkynnt að tölvan væri tilbúin og ég gæti komið að ná í hana. Það var ekki alveg sú út- koma sem ég hafði gert ráð fyrir og fer því niður eftir og hyggst ræða við rekstrarstjórann. Var vísað á dyr. Þegar á áfangastað var komið er sagt við mig að ég þurfi að reiða fram vel á fimmta þúsund krónur í viðgerðar- kostnað og þó að tölvan væri í ábyrgð næði ábyrgðin ekki til viðgerð- arinnar því hugbúnaður félli ekki undir ábyi’gðina. Ég neitaði að sjálfsögðu að greiða og spurði um hvað væri verið að rukka mig. Þau svör sem ég fékk voru að ég hlyti að hafa fiktað við kerfishugbúnaðinn og þurrkað út ýmsa nauðsyn- lega hluti í honum og ég eigi þess vegna að greiða fyrir þá viðgerð. Ég kann- aðist nú ekki við að hafa átt við eitt eða neitt í tölv- unni í þá veruna og kvaðst ekki vera par ánægður með þessi tilsvör og sagð- ist vilja tala við yfirmann og viti menn; þá kom að rekstrarstjórinn og tók hann undir orð þess sem var að afgreiða mig og sagði að ég hefði einhvern veginn krukkað í við- kvæmum hugbúnaði og það hefði valdið hinum og þessum villum og ef ég borgaði ekki fengi ég ekki tölvuna til baka. Þá fauk í mig og spurði hvers konar framkoma þetta væri eig- inlega en þá svaraði rekstrarstjórinn mér um hæl að ég skyldi bara koma mér út - ég gæti hunskast út og komið aftur þegar ég væri í betra skapi! Ég átti engra kosta völ en að greiða viðgerð- ina, enda get ég ekki án tölvu verið, þó að að greyið sé hálf-laskað. Ég vona að þetta verði til þess að fólk íhugi vel hvers konar þjón- ustu boðið er upp á á tölvu- markaðinum, það er mikið um gylliboð en stundum er ansi lítið á bak við. Ég veit fyrir vist að ég og mínir nánustu munum ekki eiga viðskipti við Tölvulistann í framtíðinni og ég vona að þessi reynsla mín verði öðrum víti til varnaðar. Haukur Skúlason, Meistaravöllum 31, Rvk. Engin lausn á jóla- myndagátu? VÍKURFRÉTTIR birtu jólamyndagátu í blaðinu sínu en þeir hafa aldrei komið með neinar lausnii’. Ég er margbúin að hringja og spyrjast fyiir um þetta en þeir hafa aldrei birt neinar lausnir. Það er kannski engin lausn til á þessari gátu? Lesandi. Tapað/fundið Grátt telpnahjól týndist GRÁTT telpnafjallahjól með tösku framaná týndist í Blönduhlíð. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 551 2252. Svört skjalataska týndist SVÖRT skjalataska með píanódóti í týndist sl. mið- vikudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 3845. Dýrahald Fress óskar eftir lieimili GRÁBRÖNDÓTTUR högni, óskaplega blíður og góður, 5 ára gamall, gelt- ur, full bólusettur og eyrnamerktur, óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 565 2496 og 525 1405. ÁHORFENDUR eru enn að klappa. Þú verður að taka aukanúmer fyrir þá. KÆRA Margrét. Bara að bíllinn minn væri svona snöggur, færi upp í 85 á þremur sekúndum. SLAKAÐU á maður. Gítar- sólóið þitt á ekki að koma fyrr en eftir þriðja öskur. Víkverji skrifar... OFT er kvartað yfir umferðar- menningu íslendinga en Vík- verji er þó ekki frá því að hún fari smám saman batnandi. Vel má vera að stöðugur áróður og aukin áhersla lögreglu á umferðargæslu séu nú farin að skila sér. Það er þó eitt at- riði sem íslenskir ökumenn mættu bæta sig í og það er notkun stefnu- Ijósa. Þótt langt sé síðan Víkverji fékk bílpróf, man hann vel að ökukennar- inn brýndi mjög fyrir honum að nota stefnuljósin óspart til að sýna öðrum bílstjórum hvað maður ætl- aðist fyrir. Þannig ætti maður að gefa stefnuljós áður en skipt væri um akrein, áður en komið væri að gatnamótum o.s. frv. Því miður virðast margir ökumenn, ekki síst leigubílstjórar með meirapróf, vera svo gersneyddir tillitssemi í garð náungans að þeir hirða sjaldan eða ekki að gefa stefnuljós. Þetta hugs- unarleysi eða leti verður sérstak- lega hvimleitt og getur haft hættu í för með sér á gatnamótum þegar ökumenn hyggjast ekki fara yfir þau, heldur beygja. Okumenn sem koma á móti og hyggjast beygja til vinstri, inn þvergötuna, vita því ekki betur en bílarnir á móti ætli alla leið yfir gatnamótin, og bíða því í stað þess að beygja strax eins og þeir gætu, ef menn sýndu þá hugulsemi að gefa stefnuljós. Mörg alvarleg slys verða á gatna- mótum og því ætti lögreglan að leggja stóraukna áherslu á að sekta þá ökumenn sem skirrast við að nota stefnuljós eins og þeim ber þó skylda til gagnvart lögum. Öku- menn myndu þá smám saman venja sig á að nota þetta sjálfsagða örygg- istæki og umferðarmenningin yrði enn betri. xxx OHÆTT er að segja að íslend- ingar séu nýjungagjörn þjóð og er gífurleg útbreiðsla farsíma gott dæmi um það. Þrátt fyrir fjögurra ára notkun GSM-farsíma hérlendis er hins vegar eins og Islendingar háfi almennt ekki lært óskráðar kurteisisvenjur sem hafa fyrir löngu fest sig í sessi hjá menningar- þjóðum. Víðast hvar erlendis aftengir fólk t.d. hringinguna á GSM-símum sín- um þegar það sest inn á fund. Auð- vitað geta allir lent í því að glevma því af og til en menn eru þá líka fljótir að slökkva á símanum ef svo illa vill til að hann tekur að hringja á miðjum fundi. Ef símtalið er hins vegar svo mikilvægt að það þolir ekki bið fara menn með símtækið út úr herberginu og afgreiða það þar svo þeir trafli ekki fundinn frekar. Þessar reglur eru löngu orðnar við- urkenndar erlendis. Hérlendis er það hins vegar al- gengt að ekki sé fundarfriður vegna stöðugra hringinga. Ótrúlega marg- ir virðast vera svo mikilvægir og ómissandi að GSM-símtöl til þeirra þoli ekki bið og því finnst þeim sjálf- sagt að afgreiða þau í áheyrn ann- arra fundarmanna. Ef þeir sjá fram á að símtölin verði lengri en hálf mínúta, sýna þeir kannski þá kurt- eisi að víkja nokkra metra frá fund- arborðinu en halda svo talinu fjálg- lega áfram. Fundir, þar sem slík framkoma leyfist, verða að sjálf- sögðu mun lengri, raglingslegri og ómarkvissai’i fyrir vikið. Lykillinn að velheppnuðum fundi er einbeiting allra fundarmanna þar sem mál eru tekin til umfjöllunar og leyst í sameiningu. Víkverja sýnist sem enn vanti mikið upp á að Is- lendingar hafi tamið sér eðlilegar umgengnisvenjur og tillitssemi í meðferð farsíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.