Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• Ný landmælingatækni notuð í Henglinum og Olfusi Samfelldar mælingar á öflugum jarðskjálftum MERKJUM er safnað frá gervitunglum og send í tækið sjálft, vinstra megin á myndinni. Tækið er tengt við tölvu sem skráir merkin og síð- an er hringt í tölvuna frá Veðurstofunni til að afla nýjustu frétta af landbreytingum vegna jarðskjálfta eða kvikusöfnunar. Morgunblaðið/RAX LOKIÐ er uppsetningu á einu landmælingatæki við Hveragerði þar sem myndin var tekin og í Vogsósum. Enn bíða tvö tæki til viðbótar uppsetningar f Hlíðardalsskóla og í norðaustanverðum Henglinum. A myndinni eru dr. Þóra Árnadóttir jarðeölisfræðingur og Bergur Bergsson rafmagnstæknifræðingur, bæði frá Veðurstofu Islands. VISS tímamót eiga sér stað í jarð- eðlisfræðirannsóknum hérlendis um þessar mundir með uppsetn- ingu alls fjögurra síritandi GPS- landmælingatækja í Ölfusi, en hér- lendis hafa Islendingar ekki áður stundað samfelldar GPS-mælingar. Með þesum tækjum er ætlunin að fylgjast grannt með landbreyt- ingum á Hengilssvæðinu og í Ólf- usi. Tvö landmælingatæki eru þeg- ar komin upp, þ.e. við Hveragerði og í Vogsósum og bráðlega verða tæki í Hlíðardalsskóla og í norð- austanverðum Henglinum komin upp. Atburðir á síðasta ári urðu til þess að sett var af stað samstarfs- verkefni Veðurstofu Islands, Raun- vísindastofnunar Háskólans og Norrænu eldfjallastöðvarinnar til að fylgjast mjög grannt með Heng- ilssvæðinu og Ólfusi. I kjölfar nokkurra daga jarð- skjálftahrinu á Hellisheiði í júní á síðasta ári, sem var rakin til land- breytinga vegna kvikusöfnunar í Henglinum, fékkst fjárveiting frá Hitaveitu Reykjavíkur til að kaupa tvö GPS-landmælingatæki til að fylgjast af mikilli nákvæmni með Henglinum. Ríkisstjóm Islands veitti enn- fremur fjárveitingu fyrir tveim sams konar tækjum til að setja upp í Hjallahverfi og í Vogsósum vegna jarðskjálftanna sem urðu í nóvem- ber 1998 og skóku Ölfus og ná- grenni. Viljum fylgjast vel með „Við viljum fylgjast vel með þessu svæði vegna þess að það eru alltaf skjálftahrinur öðru hverju hér og það er mikil spenna í berg- inu, þannig að við vitum ekki nema það gæti komið önnur hrina eins og sú í nóvember," segir dr. Þóra Ámadóttir um skjálftasvæðið í Ölf- usi, en Þóra mun hafa yfirumsjón með úrvinnslu gagnanna á Veður- stofunni. „Það eru jarðskjálfta- sprungur hér um allt og m.a. sprungur sem liggja frá norðri til suðurs í nágrenni Hveragerðis." Hún segir að með GPS-mæli- tækjunum sé óvist að sjá fyrir jarð- skjálfta þar sem þeir gera sjaldn- ast boð á undan sér, en færslan í skjálftunum myndi hins vegar mælast. „Það hefði verið mjög gott að hafa samfelldar GPS-mælingar í nóvemberskjálftunum vegna þess að hrinan var stór og það urðu tveir stórir skjálftar 13. og 15. nóv- ember. Þær landmælingar sem við höfum eru frá því í ágúst og í des- ember þannig að við getum ekki sagt til um hvort einhverjar breyt- ingar urðu fyrir hrinuna eða hve mikið af hreyfingunni varð í skjálftanum hinn 13. og hve mikið skjálftanum hinn 15.,“ segir Þóra. Unnt að spá fyrir um eldgos Hún segir að þótt ekki sé hægt að spá beinlínis fyrir um næsta jarðskjálfta með samfelldum GPS- mælingum sé hins vegar gerlegt að spá fyrir um gos í eldfjöllum með slíkum mælingum. „Ef landmælingar sýna t.d. hægt og rólegt landris í nágrenni eld- fjalls og síðan aukningu, þá er kvikusöfnunin farin að aukast. Jafnvel gæti kvikan verið farin að þrengja sér nær yfirborðinu. Það er því líklegt að sjá megi fyrir eld- gos og þannig væri hægt að gera viðvart í tíma. Ef höfð væri samfelld mæling uppi á t.d. Heklu að því gefnu að búið væri að fylgjast með fjallinu í tiltekinn tíma og síðan færu mæl- ingarnar að benda til að landris væri hraðara, eða landris væri hafið aftur eftir landsig, þá væri líklegt að kvikusöfnun væri hafin á nýjan leik. Ef landris nær há- marki bendir það til þess að eld- gos sé í nánd. Þessar mælingar verður þó að túlka í samhengi við aðrar jarðeðlisfræðilegar athug- anir svo sem jarðskjálftamæling- ar,“ segir Þóra. Með nýju GPS-tækjunum er ætl- unin að fylgjast með lóðréttum og láréttum hreyfingum vegna kviku- söfnunar á Hengilssvæðinu, en landris á svæðinu hefur verið um 2 cm á ári síðan 1993 samkvæmt mælingum Orkustofnunar og er viðvarandi. Landris vegna kvikusöfnunar getur verið fyrirboði eldgoss, en þótt ekki sé beinlínis búist við eld- gosi úi' Henglinum var tekin sú ákvörðun að fylgjast stöðugt með minnstu breytingum á svæðinu eft- ir hrinuna í júní, sem samanstóð af mörg þúsund skjálftum frá 3. til 7. júní. Þar af var sterkasti skjálftinn 5,1 á Richter, sem Reykvíkingar og Hvergerðingar fundu greinilega. Tækin, sem verið er að setja upp virka í stuttu máli þannig að loftnet safnar merkjum frá gervitunglum og sendir í mælitækið sjálft, sem er tengt við tölvu sem skráir merkin. Frá Veðurstofunni er síðan hringt einu sinni á sólarhring og aflað nýj- ustu fregna af landbreytingum sem unnt er að skrá á klukkustundar fresti. Búist er við að gagnavinnsla verði hafin að fullu innan tíðar. Aukafjárveiting í Suðurstrandarveg Kostnaður verður alls rúm- ur milljarður ÞRETTÁN milljónum verður varið á þessu ári af aukafjárveitingu til vegaframkvæmda til undirbúnings svo kallaðs Suðurstrandarvegar, sem leggja á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar, en alls á að veita 87 milljónir króna á næstu fjórum ár- um til þessa verkefnis. Áætlaður kostnaður við verkið nemur ríflega einum milljarði króna að sögn Árna Johnsen, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita tvo milljarða króna aukalega til vegaframkvæmda næstu fjögur árin og þar af koma 256 milljónir í hlut Sunnlendinga, alls 64 milljónir á ári. Brýnt fyrir sam- einuð kjördæmi „Þessi upphæð sem rennur til Suðurstrandarvegar er aðeins byrj- unin en sýnir jafnframt að lögð er höfuðáhersla á að koma honum inn í framkvæmdimar. Kostnaður við veginn mun skiptast á milli Suður- lands og Reykjaness og það er ljóst að fjárveitingin til hans er öðrum þræði til að hnykkja á stækkun kjördæmisins árið 2003. Eg geri mér vonir um að verkinu verði lokið þá og það er inni í myndinni að veg- urinn komi inn í vegaframkvæmdir sem sérstakt stórverkefni á vegum ríkissjóðs eða á annan hátt sérverk- efni vegna kjördæmabreytingar- innar, enda tel ég grundvallaratriði að vegurinn verði kominn þegar kosið verður í nýju kjödæmi árið 2003,“ segir Ámi. Hann kveðst gera ráð fyrir að hægt sé að ljúka við Suðurstrand- arveg á tveimur áram. „Á þessu ári verður ráðist í umhverfismat og út- tekt á umhverfisþáttum og ætti því verki að Ijúka næsta vor, miðað við að verkið hefjist í sumar. Gengur þetta eftir, væri hægt að hefjast handa við sjálfa vegagerðina um mitt næsta ár,“ segir hann. Ámi segir að auk þess að tengja saman hinar miklu ferðamanna- slóðir Suðurland og Reykjaness, myndi Suðurstrandarvegur auka atvinnusköpun á þessum svæðum og auka á öryggi vegna m.a. hugs- anlegra jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara. „Vegurinn myndi hafa mikla breytingu í för með sér, hann yrði öragglega vinsæl ferða- mannaleið fyrir bæði Islendinga og erlenda ferðamenn og auðvitað stytta leiðina milli helstu staða, svo sem hafnarinnar í Grindavík og hafnarinnar í Þorlákshöfn. Mikil- vægi vegarins og hagi-æðing af hans völdum væri því ótvíræð," segir Ami. Morgunblaðið/Porkell Rennt fyrir fisk á golfvelli ÍÞRÓTTIR fyrir alla og Ármenn stóðu að námskeiði í flugustang- veiði um páskana, sem var óvenju- legt að því leyti að námskeiðið fór fram við tjörn á 17. braut á golf- vellinum í Grafarholti. Búið var að setja 876 silunga í gryfjuna og voru flestir um tvö og hálft pund en þeir stærstu allt að 10 pund. Vatnsgryfjan eða pollurinn er um einn ferkílómetri að stærð. Þorsteinn G. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri fþrótta fyrir alla, segir að Ólafur Skúlason í Laxa- lóni hafi fengið þessa hugmynd og komi fiskarnir frá fiskeldisstöð hans. Forsvarsmenn golfklúbbsins í Grafarholti hafi fagnað hugmynd- inni mjög, enda sjái þeir mögu- leika á að nýta svæðið á þeim árs- tíma sem golfleikarar geta ekki athafnað sig, en jafnframt komi til greina að fiskur verði áfram í pollinum yfir sumartímann. Á meðal þeirra sem renndu fyrir fisk á golfvellinum er námskeiðið var kynnt voru Guðmundur Magnússon, leikari og forstöðu- maður dagvistar Sjálfsbjargar, og Sigurður Sveinsson handbolta- kappi. „Siggi lék sinn seinasta leik á mánudag og okkur þótti ástæða til að bjóða hann velkom- inn í nýja íþrótt á þriðjudegi," segir Þorsteinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.