Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson STARFSMENN loftskeytastöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Kjartan Bergsteinsson, Bergþór Atlason, Asgeir Karlsson, Björgólfur Helgi Ingason. Endurnjrjuð loft- skeytastöð í Eyjum Vestmannaeyjum - Afgreiðsluað- staða loftskeytastöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur verið end- urnýjuð og stöðin verið hliðtengd við fjarskiptastöðina í Gufunesi. Þessi tenging gerir það að verkum að afgreiðslumennirnir í Eyjum og í Reykjavík geta unnið jafnt með flest þau radíótæki sem þjóna skipaflotanum frá syðri hluta Vest- fjarða suður um og að Langanesi. Með þessari tengingu er nýtt nýjasta tækni í fjarskiptum og með henni komið á fót fjarvinnu. Loftskeytastöðvum og starfs- mönnum stöðvanna hefur fækkað á undanfómum árum vegna nýrrar tækni í fjarskiptum við skip og aukinnar sjálfvirkni í öryggis- og neyðarfjarskiptum. Vegna þessa hefur skeytum, sem hefðbundnar strandstöðvar afgreiða, fækkað mjög. Fækkunin hefur kallað á aukna samvinnu stöðvanna. Samtenging afgreiðslusvæðanna er liður í að tryggja að öryggis- og neyðarþjón- usta loftskeytastöðvanna verði ekki skert. Akveðið hefur verið að lyrst í stað muni starfsmenn stöðv- arinnar í Eyjum sinna svæðinu austur að Langanesi. Þeir hafa kynnt sér sjó- og landkort af svæð- unum og þau viðmið sem sjómenn nota gjaman. Astæða þess að afgreiðsluað- staðan í Eyjum er endurnýjuð, á sama tíma og starfsmönnum fækk- ar á öðrum strandstöðvum og tækjum stöðvanna er fjarstýrt, er að samningur hefur náðst við rekstraraðila CANTAT3-sæ- strengsins um að loftskeytamenn- irnir séu til taks í neyðartilvikum sem komið geta upp vegna rekst- urs strengsins. Loftskeytamenn- irnir í Eyjum hafa verið þjálfaðir í að koma strengnum aftur í rekstur í neyðartilvikum og afgreiðsluborð stöðvarinnar hefur verið fært í námunda við endabúnað sæ- strengsins. Árshátíð grunnskóla- nemenda á Tálknafírði Tálknafirði - Grunnskólanemend- ur á Tálknafirði héldu árshátíð sína nýverið. Ágóði af aðgangseyri rennur í ferðasjóð nemenda. Að venju var dagskráin fjöl- breytt og metnaðarfull. Allh- nem- endur skólans tóku, á einn eða annan hátt, þátt í skemmtiatrið- um. Sýnd voru nokkur stutt leikrit sem nemendur sjálfir sömdu öll. M.a. var sýnd sápuóperan „Kæst- ar vonir“ í fimm þáttum, þá var fluttur sniglasöngur og atriði úr frægustu diskómynd allra tíma, „Grease“, kom á sviðið. Stutt- myndin „Oheppni Friðjóns“ var sýnd, en nemendur 8. og 9. bekkj- ar framleiddu, klipptu og hljóð- settu hana. Skemmtidagskráin endaði svo á því að hljómsveitin Equal, lék og söng nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra og þá sérstaklega Upplestrarkeppni grunnsköla á Vesturlandi Eyja- og Miklaholtshreppi - Upp- lestrarkeppni grunnskóla á Vestur- landi var haldin í Borgarneskirkju miðvikudaginn 24. mars. Upplestrar- keppnin var samstarfsverkefni Skólaskrifstofu og Skólastjórafélags- ins, en Flemmig Jessen, skólastjóri á Varmalandi, sá um framkvæmd. Keppnin var ætluð nemendum í 6. og 8. bekk og alls komu 25 fulltrúar frá 10 grunnskólum, sem áður höfðu verið valdir innan hvers skóla. Þátttakendur reyndu með sér í upplestri og lásu upp úr smásögum eftir Þórarin Eldjárn og síðan ljóð að eigin vali. Snorri Þorsteinsson, for- stöðumaður skólaskrifstofu Vestur-. lands, setti athöfnina og hafði orð á að ánægjulegt væri að nemendur hefðu tækifæri á að keppa I fleiru en íþróttagreinum. Dómnefndin var skipuð þeim Baldri Sigurðssyni frá Kennarahá- skóla íslands, Finni Torfa Hjörleifs- syni, Borgarnesi, Guðbjörgu Árna- dóttur, Akranesi, og Unni Halldórs- dóttur, fyrrverandi formanni Heim- ils og skóla. Sigurvegarar voru Guðni Benediktsson í 6. bekk Varmalandsskóla og Birta Sigurðar- dóttir í 8. bekk Kleppjárnsreykja- skóla. Búnaðarbanki íslands í Borgar- nesi gaf peningaverðlaun fyiir fyrstu Hvalaskoðunarfyrirtæki funda á Húsavik Hvalaskoðun og veið- ar eiga ekki samleið Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FRÁ fundi hvalaskoðunarfyrirtækja. Húsavík - Síðustu helgi marsmán- aðar var haldinn fundur á Hóteli Húsavík á vegum Hvalamiðstöðvar- innar á Húsavík en forstöðumaður hennar og ráðstefnustjóri var Ás- bjöm Björgvinsson. Er þetta fyrsti sameiginlegi fundur allra hvala- skoðunarfyrirtækja á íslandi. Að fundarhaldinu stóðu m.a. Húsavík- urbær, Hafrannsóknastofnun, Nátt- úrufræðistofnun, samgönguráðu- neytið, ferðamálayfirvöld og Intemational Fund for Animal Welfare. Fundargestir vom 26 frá 15 fyrir- tækjum og stofnunum auk fyrirles- ara, m.a. Gísli Vigfússon frá Hafró, Ævar Petersen frá Náttúmfræði- stofnun og Englendingarnir Vassili Papastavrou, Russell Leaper og Janinen Booth. Á fundinum var rætt um flest það sem tengist rekstri hvalaskoðunar- fyrirtækja ásamt öryggi farþega og ekki síst hvalanna sjálfra. Farið var yfir stöðu hvalaskoðunar í öðram Íöndum og framtíð hennar hér á landi. Það var álit fundarmanna að þessi fyrsti sameiginlegi fundur myndi stuðla að enn betri fram- kvæmd þessarar ferðaþjónustu ásamt því að skapa fyrirtækjunum jákvæðari ímynd með samvinnu þeirra og tengslum við rannsóknar- verkefni á hvölum í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Á fundinum var mikið rætt um hvalveiðimálin og kom berlega I ljós hjá fundarmönnum að þeir töldu að hvalaskoðun og hvalveiðar gætu engan veginn átt samleið. Ekki þótti ástæða til að fundurinn sendi frá sér sérstaka ályktun um hval- veiðimálið enda engin ákvörðun ver- ið tekin um að hvalveiðar verði hafnar hér við land. Fundurinn samþykkti að skipa þriggja manna undirbúningshóp til að vinna að ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum hvalaskoðunarfyr- irtækjanna svo sem tryggingamál- um, öryggis- og reglugerðarmálum vegna framkvæmdar hvalaskoðun- arferða og fleira. Þá var ákveðið að hópurinn undirbyggi stofnun félags- skapar fyrirtækja sem stunda ferðamannasiglingar á sjó með það að markmiði að auka samstarf og samvinnu þessara fyrirtækja. Morgunblaðið/Finnur Pétursson NEMENDUR 4. og 5. bekkjar fluttu söngatriði úr Grease. yngri kynslóðarinnar. Má ljóst vera af framgöngu nemenda að margir upprennandi listamenn em meðal barna og unglinga á Tálknafirði. Því má svo bæta við að í lok apríl gefa nemendur út skólablað- ið „Smugan". Blaðið birtir smá- sögur og Ijóð eftir nemendur 3 sætin í hvorum flokki, en allir þátt- takendur fengu áritaða bók Lilju eft- ir Eystein munk, en gefendur voru Vaka-Helgafell, Skólaskrifstofa Vesturlands og Skólastjórafélag Vesturlands. ásamt þjóðlegum fróðleik, en í blaðinu hafa birst brot úr sögu Tálknafjarðar, allt frá því fyrsti landnámsmaðurinn settist hér að. Nemendur selja blaðið til styrktar ferðasjóði sínum. Einnig er hluta af ágóðanum varið til vorskemmt- unar hjá yngstu nemendum skól- ans. Eftir keppnina var þátttakendum og hlustendum boðið í kaffi sem Mjólkursamlag Búðardals, Geira- bakarí Borgarnesi og Varmalands- skóli buðu til í felagsmiðstöðinni Óð- ali. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir LIÐSMENN Hamars hampa bikarnum fyrir sigur í 1. deild. Hamar í Urvals- deildina í körfu Hveragerði - Körfuknattleikslið Hamars í Hveragerði tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni með sigri á ÍR á mánudagskvöldið, 90-73. Leikurinn á mánudag var oddaleikur en Hvergerðing- ar höfðu áður lagt að velli lið Þórs, Þorlákshöfn, í 4 liða úr- slitum um sæti í Úrvalsdeild. Er þetta í fyrsta sinn sem lið frá Suðurlandi ávinnur sér rétt til þátttöku í Úrvalsdeildinni. Gríðarleg stemmning hefur myndast í Hveragerði í kjölfar- ið á góðu gengi liðsins og stór hluti bæjarbúa hefur mætt á alla úrslitaleikina. MiIIi 500 og 600 Hvergerðingar fylgdu lið- inu til Reykjavíkur á mánu- dagskvöldið og átti öflugur stuðningur þeirra stóran þátt í glæstum sigri Hvergerðinga. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir ÞÁTTTAKENDUR í upplestrarkeppni grunnskólanna á Vesturlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.