Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli MEÐALGÓÐ aðsókn var að skíðasvæðum Reykvíkinga á laugardag og meðal viðburða um páskahelgina var snjóbrettamót í Skálafelli á laugardag. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson BLÍÐSKAPARVEÐUR var á Akureyri og víða norðanlands um páska- helgina og var metaðsókn í Ulfðarfjall á föstudaginn langa þegar ríflega 5 þúsund manns voru þar, en alls komu um 17 þúsund manns í íjallið frá skírdegi til annars (páskum að mati forstöðumanns Skíðastaða. Metaðsókn að helstu skíða- svæðum landsins um páskana MIKILL fjöldi ferðamanna ferðað- ist innanlands um páskahelgina, enda var veður hagstætt víðast hvar á landinu. Metaðsókn var í Bláfjöll og Hlíðarfjall á föstudaginn langa og víða annars staðar nutu lands- menn útivistar í óbyggðum. Mest flugumferð fyrir helgina var til Akureyrar, ísafjarðar og Egils- staða. Gekk flug frá Egilsstöðum mjög vel eftir páskahelgina og fluttu Flugfélag Islands og Islandsflug alla sína farþega til og frá Egils- stöðum án nokkurra tafa vegna veð- urs. Á vegum íslandsflugs fóru þrjár fullar vélar annan í páskum og tvær í gær, með um 230 farþega. Sex vél- ar fóru á vegum Flugfélags íslands til Reykjavíkur annan i páskum með 350 farþega og um 200 farþeg- ar voru fiuttir á laugardag. Þoka tafði flugumferð á Akureyri Sömu sögu var hins vegar ekki að segja frá Akureyri þar sem þoka olli talsverðri röskun á flugi um Akur- eyrarflugvöll á mánudag. Flugfélagi íslands tókst þó að koma einni 19 sæta Metró-flugvél frá Akureyrar- flugvelli til Reykjavíkur klukkan 7.45 á mánudag en vegna þoku lá síðan allt flug niðri fram til klukkan iö. Flugfélagi íslands tókst að flytja alla fai-þega, um 4-500 manns, sem áttu pantað far milli Akureyrar og Reykjavíkur á mánudag og fór síð- asta vél klukkan 22.15. Einnig var unnt að fljúga til ísafjarðar og Egilsstaða en ekki var hægt að flytja farþega til Vopnafjarðar og Þórshafnar vegna veðurskilyrða þar og á Akureyrarflugvelli. í gær, þriðjudag, áttu um 280 far- þegar pantað flug frá Akureyri til Reykjavíkur og var flugfært þrátt fyrir að lágskýjað væri. Islandsflugi tókst einnig að flytja alla sína farþega sem áttu pantað með félaginu á mánudag þrátt fyrir þokuna og sendi 117 sæta Boing 727 þotu félagsins til Akureyrar eftir að flugfært varð. Farþegar voru fluttir til Keflavíkur og þeim síðan ekið til Reykjavíkur. Var komin rétt áætlun klukkan 19.15 á seinustu vél félags- ins á Akureyrarflugvelli. í gær, þriðjudag, var þá bókað í þrjár fullar vélar félagsins frá Akureyi'arflugvelli. Aðsókn ferðamanna til Akureyr- ar um páskahelgina var hin mesta sem þekkst hefur, að sögn Magnús- ar Más Þorvaldssonar, framkvæmd- arstjóra Halló Akureyri, en um páskana var haldin hátíðin Halló páskar á Akureyri. Var veður afar hagstætt fyrir útivist á Eyjafjarðar- svæðinu og kvað Magnús Már að það léti nærri að um milli 5 og 6 þúsund manns hefðu verið í Hlíðar- fjalli mesta annadaginn, á föstudag- inn langa, sem er veruleg viðbót frá því sem var um páskana í fyrra. Að sögn Hauks Stefánssonar, forstöðu- manns Skíðastaða í Hlíðarfjalli, var metaðsókn í fjallið á föstudaginn langa og giskaði hann á að alls hefðu um 17 þúsund manns komið í Hlíðaríjall frá skírdegi til annars í páskum. Að hans sögn hefur þrýst- ingur á að fjölga lyftum í fjallinu aukist mikið og öruggt að innan nokkurra ára verði hafnar fram- kvæmdir við að fjölga skíðalyftum í fjallinu. Fjögur leikhús voru starfandi á Eyjafjarðarsvæðinu um páskahelg- ina og á Dalvík voru 5-600 manns á skíðum á föstudaginn langa. Þá gekk annað skemmtanahald vel fyrir sig miðað við mannfjöld- ann, að sögn lögreglunnar á Ákur- eyri. Metaðsókn ferðamanna til Isafjarðar Á ísafirði komu einnig fleiri gest- ir til bæjarins en þekkst hefur og sagði Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ísafjarðarbæjar, að a.m.k. 1500 manns hefðu komið til bæjarins um páskana, en að hans sögn er venjulegur fjöldi um 800 manns á þessum árstíma. Skíðavika 1999 á ísafirði sem stóð yfir frá 28. mars til 4. apríl dró til sín fjölda manns sem og Shell-skíðamót ís- lands, enda var veður mjög gott og einnig voru margir sem komu vegna ferminga sem ekki hafa tíðkast fyrr á Isafirði um páska að sögn Bjöms. Mj’ög vel gekk að flytja farþega frá ísafirði eftir páskahelgina og urðu engar tafir. Sex vélar fóru frá Flugfélagi íslands frá ísafirði ann- an í páskum og fimm í gær, þriðju- dag, og ráðgert var að Ijúka flug- umferð vegna páskaflugsins í dag. Hjá afgreiðslustjóra Flugfélags ís- lands á ísafirði fengust þær upplýs- ingar að sjaldan hefði flugumferð um páska gengið eins vel og i ár. I Bláfjöllum átti föstudagurinn langi sér vart hliðstæðu í aðsókn, hvorki fyrr né síðar, en þar voru um sjö þúsund manns í blíðskapar- veðri, að sögn Þorsteins Hjaltason- ar, fólkvangsvarðar í Bláfjöllum. í Skálafelli voru um 5 þúsund manns sama dag, sem er hið mesta frá upphafi að sögn Þorsteins og góð aðsókn var að Hengilssvæðinu. Laugardagurinn 3. apríl var í meðallagi góður, en á páskadag datt botninn úr aðsókninni þar sem vindur snérist til austlægrar áttar með vætu er líða fór á daginn. Þó var haldin árleg skíðapáskamessa í Bláfjöllum á páskadag þar sem séra Pálmi Matthíasson messaði en skíðamessan var haldin í 10. skipti. Sjúkrabifreið var kölluð til tví- vegis vegna slysa í Bláfjöllum um páskana, þar sem um fótbrot var að ræða í annað skiptið og hálsmeiðsl í hitt skiptið og að sögn Þorsteins var almennt ekki mikið um skíða- meiðsl miðað við allan þann mann- fjölda sem var á skíðum um pásk- ana á skíðasvæðum Reykvíkinga. í þórsmörk var gott veður um helgina og voru 20-30 manns í fjöl- skylduferð í Skagfjörðsskála á veg- um Ferðafélags íslands og 45 manns í fjölskylduferð í Bása á veg- um Utivistar. Skáli F.í. í Landmannalaugum var fullur alla helgina en þar voru milli 70 og 80 manns í gistingu. Þaðan gengu 20 skíðagöngumenn á vegum F.l. til Þórsmerkur í góðu veði-i og sjö skíðagöngumenn fóru sömu leið frá Útivist. Skoðanakönnun Markhússins fyrir Vísi.is Sjálfstæðis- flokkurinn mælist með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn mældist með hreinan meirihluta eða stuðning 50,1% þeirra sem af- stöðu tóku í skoðanakönnun sem birt var á Vísi.is hinn 1. apríl sl. Skoðanakönnunin var unnin af Markhúsinu fyrir Vísi.is Samkvæmt könnuninni nýt- ur Samfylkingin stuðnings 25,3% og Framsóknarflokkur- inn mældist með 15,2% stuðn- ing meðal þeirra sem afstöðu tóku. Vinstrihreyfingin - grænt framboð mældist með 6,7% fylgi og Frjálslyndi ílokk- urinn, flokkur Sverris Hermanssonar, nýtur stuðn- ings 2,7% þeirra sem afstöðu tóku. 30,6% þátttakenda voru óákveðnir. Könnunin var gerð í öllum kjördæmum landsins dagana 29. og 30 mars og var úrtakið 1.200 manns. Hlutfall þein-a sem svöraðu var innan við 78%. Frjálslyndi flokkurinn Eggert Haukdal í efsta sæti á Suðurlandi FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur birt framboðslista sinn á Suðurlandi fyrir kosningarnar í vor. Eggert Haukdal, fyrram alþingismaður, er í efsta sæti listans. Framboðslistann skipa: 1. Eggert Haukdal, fyrrver- andi alþingismaður, Bergþórs- hvoli, 2. Þorsteinn Árnason, vélstjóri, Selfossi, 3. Erna Halldórsdóttir, verslunarmað- ur, Selfossi, 4. Sigurður Marin- ósson, skipstjóri, Þorlákshöfn, 5. Halldór Magnússon, skrif- stofumaður, Selfossi, og 6. Stígur Sæland, garðyrkjumað- ur, Biskupstungum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mokveiði í Eldvatni ÍS OG snjór komu í veg fyrir að hægt væri að opna flestar sjóbirt- ingsárnar, sem á annað borð má opna 1. apríl. Þó var hægt að veiða í Varmá við Hveragerði og i' Eldvatni á Brunasandi og sjó- birtingurinn lét ekki á sér standa á þeim slóðum. „Það var mikill fiskur á ferð- inni, galdurinn var að kasta út í skilin og fiskurinn tók þegar agn- ið rak inn í tæra vatnið. Þetta voru allt að 8 punda birtingar og við fengum marga þeirra á flugu, helst Flæðarmúsina," sagði Jón Marteinsson um aflabrögðin í Eldvatni, en hann og félagar hans fengu yfir 40 birtinga tvo fyrstu dagana. Þeir áttu enn fremur veiðileyfi í Hörgsá neðan brúar, en þar var allt „á ís“, eins og Jón komst að orði. Veiðin í Eldvatni var nánast öll tekin neðst í ánni þar sem hún fellur í Hverfísfljót. Prýðisveiði hefur verið í Varmá, eða Þorleifslæk eins og áin mun lieita frá þjóðvegi og nið- ur úr. Þar hófst veiði á skírdag og aflaðist strax vel. Leifur Þor- láksson í Vesturröst var í ánni á laugardaginn og sagði hann fisk vera víða. „Við fengum nokkra fiska, bæði ofarlega nærri fisk- eldisstöðinni og einnnig fyrir neðan Þurá. Þetta voru mest um 3 punda fiskar sem tóku Nobbler, SIGMAR Rafn Jóhannesson, Örn Sveinbjörasson, Vignir Arason og Jón Kristinn Jónsson með stórveiði úr Eldvatni á Brunasandi. bæði appelsínugulan og svartan,“ sagði Leifur í gærdag. Ekki gátu menn athafnað sig við Geirlandsá, en að sögn Gunnars Óskarssonar, nýkjörins formanns Stangaveiðifélags Keflavíkur, var þar fyrst vatns- leysi á skírdag, en si'ðan bólgn- aði áin upp í foráttuflóð. „Hún er að ryðja sig og það gætu komið skot á næstu dögum er vatnið sjatnar. Það hefur verið lítið vatn í ánni og lítil hreyfing á vatnsbúskapnum alveg frá áramótum. Ég trúi helst að físk- urinn hafí setið mikið enn uppi í gljúfri og fiskur sem hafí verið neðar í fyrrahaust hafí fært sig eitthvað annað. Svo hefur far- vegurinn eitthvað breyst, en það hefur ekki gerst í áraraðir," sagði Gunnar. Is og kuldi hamlaði mjög veiðiskap í Soginu. Þar hafa verið skarir með öllum bökkum og mikið frost að nóttu. Á dag- inn hefur sólin skinið og líf kviknað. Einhver reytingsveiði hefur verið, t.d. í Bfldsfelli og Alviðru, en ekki margir fiskar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.