Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 60
•-60 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____UMRÆÐAN____ Innstæðulausar ávísanir SÍÐASTA dag Al- þingis blossaði upp deila milli Samfylking- arinnar og ríkisstjóm- arinnar um fyrirætl- anir sem ríkisstjómin hefur kynnt undanfar- ið. Ég vakti athygli á því að til þess væru ,ekki heimildh- í fjár- lögum og ekki tryggð fjármögnun, ekki síst vegna þess að margt af þessu nær yíír mörg ár. Þetta er innstæðu- laus kosningaáróður stjómarinnar. Ráð- herrar tóku þetta óstinnt upp og sérstaklega fór þetta í skapið á forsætisráðhema. Geir Haarde staðfesti gagnrýni mína Það merkilega vildi þó til að Geir Haarde fjármálaráðherra staðfesti gagnrýni mína. Hann ♦"sagði á Aþingi af þessu tilefni „að allir þeir samningar eða fyrirætl- anir ríkisstjórnarinnar sem Ágúst hefði gert að umtalsefni væru að sjálfsögðu með fyrirvara um fjár- veitingu af hálfu Alþingis“. Þetta var meginatriðið í málflutningi mínum. Það er Alþingi sem fer með fjárveitingavaldið til eins árs í senn en ekki ríkisstjórnin. Ríkis- stjórnin getur ekki ákveðið fjár- skuldbindingar nema Alþingi samþykki þær. í vor verður kosið nýtt Alþingi og núver- andi ríkisstjórn bind- ur ekki hendur þess. Ekkert að marka Björn og Halldór Menntamálaráð- herra hefur skiifað undir samninga um uppbyggingu í skólum og á listasviði undan- farið. Þetta er mark- laust nema sem vel meintar viljayfirlýsing- ar vegna þess eins og Geir segir að þetta er „að sjálfsögðu með fyr- irvara um fjárveitingu af hálfu Alþingis". Vegaáform Halldórs Blöndals verða að fá staðfestingu Alþingis í fjáraukalögum eða með öðrum hætti vegna þess að þetta er „að sjálfsögðu með fyrirvara um fjár- Stjórnmál Ráðherrar geta lofað eins og þeir vilja, -------?--------------- segir Agúst Einarsson, en þeir eiga ekki að gefa í skyn að hér sé um bindandi áætl- anir að ræða. veitingu af hálfu Alþingis". Ráð- herrar geta vitaskuld reynt að hysja upp um sig buxumar í lok kjörtímabils en þá er tími þeirra liðinn. Nú fara ráðherrar um hér- uð og eru ósparir á loforð. Þeir geta lofað eins og þeir vilja en þeir eiga ekki að gefa í skyn að hér sé um bindandi áætlanir að ræða. Þetta em ómerkileg og siðlaus kosningabrögð en það er þó gott að fjármálaráðherrann staðfesti markleysu þessara fyrirætlana. Höfundur erþingmaður Samfylkingarinnar. Ágúst Einarsson Rýmingar- sala vegna flutninga á lager í nýtt húsnæði 25-50% afsláttur 15% stgreiðsluafsláttur á nýjum vörum á rýmingarsölunni. Afgangar í litlu magni, (í gám), frá 500 kr. fm. Gaðaflísar. á gá3u *** Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 , Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson ISLANDSMEISTARARNIR í sveitakeppni 1999. Lengst til vinstri er Ragnar Önundarson en hann afhenti verðlaunin í mótslok. Þá Helgi Jóhannsson, Karl Sigurhjartarson, Guðmundur Páll Arnarson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Þorlákur Jónsson. Á bikarnum heldur Sigríður Elísabet, „lukkudís" sveitarinnar. Sveit Samvinnuferða/ Landsýnar varði titilinn BRIÐS B r 1 d s h ö II i n I>öngi abakka ÍSLANDSMÓTIÐ í SVEITAKEPPNI - ÚRSLIT 31. rnarz - 3. april. Tíu sveitir. Aðgangur ókeypis. SVEIT Samvinnuferða/Landsýn varði Islandsmeistaratitil sinn í sveitakeppni en mótið var spilað um bænadagana. I sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar spiluðu Helgi Jó- hannsson, Guðmundur Sv. Her- mannsson, Guðmundur Páll Arnar- son, Þorlákur Jónsson og Karl Sig- urhjartarson. Sveit Holtakjúklinga varð í öðru sæti og sveit Lands- bréfa í því þriðja. Mótið hófst á miðvikudag fyrir páska og voru þá spilaðar 2 um- ferðir. Þá þegar varð ljóst að mótið yrði jafnt og spennandi eins og kom á daginn. Sveit Landsbréfa, sem farið hafði í gegn um und- ankeppnina með miklum glæsibrag lenti í mótbyr og hafði t.d. aðeins unnið einn leik eftir 5 umferðir á meðan sveitir Stillingar, Þriggja frakka og Strengs spiluðu best og voru í efstu sætunum. Þegar hér var komið og aðeins fjórum umferðum ólokið fóru landsliðsmennimir og fyrrverandi heimsmeistararnir að sýna klærn- ar. Sveit Holtakjúklings sem skip- uð er 4 landsliðsmönnum og tveim- ur fyrrverandi heimsmeisturum tók foiystuna eftir 7 umferðir en svo jafnt var mótið að sveitin sem var í 7. sæti í mótinu var aðeins 11,5 stigum á eftir forystusveitinni. Staða efstu sveita var þá þessi: Holtakjúklingur 116 Samvinnuferðir/Landsýn 114 Strengur 114 Landsbréf 111 Prír frakkar 109 Sportlight Club 105 Stdling 104,5 Redobl í fyrsta spili Islandsmeistararnir spiluðu við Streng í næstsíðustu umferðinni. Leikurinn var sýndur á sýningart- öflu og strax í fyrsta spili kom stór sveifla, sem e.t.v. var vendipunkt- urinn í mótinu. Austur gefur, enginn á hættu Norður * Á87 ¥ KD97 ♦ 10 * D10763 Vestur Austur * 10643 * DG9 V8 ¥ 1065 ♦ D653 ♦ 9872 *G982 *ÁK5 Suður * K52 ¥ ÁG432 ♦ ÁKG4 *4 Við bæði borð voru spiluð 6 hjörtu í suður eftir að norðm- hafði sýnt laufalit og síðan stutt hjai-talit suð- urs. Við annað borðið doblaði Hrann- ar Erlingsson í sveit Strengs loka- samningin í austur tO að fá út lauf. Guðmundur Páll Amarson í suður sá þá að punktamir á norðurhendinni væra ekki í laufi og myndu nýtast vel. Hann redoblaði því að bragði. Vestur spilaði út laufi sem Hrannar drap með ás og skipti í tromp, en Guðmundur Páll átti þá 12 slagi með víxltrompi. Sveit Sam- vinnuferða fékk því 1620 fyrir spil- ið. Við hitt borðið var lokasamning- urinn ódoblaður og þar valdi Guð- mundur Hermannsson að spila út trompáttunni. Sagnhafi, Ragnar Magnússon, drap heima og spilaði laufi á tíuna og kóng, og Helgi Jó- hannsson spilaði meira trompi. Nú var ekki hægt að víxltrompa en Ragnar átti um um ýmsar leiðir að velja: t.d. að trompa tvisvar lauf, þá varð laufaásinn að koma niður þriðji; reyna að trompa niður tíguldrottninguna þriðju, eða svína tígli. Líkurnar virtust mæla með síðastnefndu leiðinni og Ragnar svínaði því tígultíunni en þegar vestur átti tíguldrottningin fór spil- ið einn niður, 50 til Samvinnuferða og 17 punktar. Leikurinn endaði síðan 25-3 fyrir Samvinnuferðum sem þar með tóku forystuna í mótinu og gerðu vonir Strengs í mótinu að engu. Landsbréf vann sinn leik 20-10 og Holtakjúklingur vann 18-12 þannig að staða efstu sveitanna varð þessi: BRIDS Uin.vjón Arnór G. Ilagnarsson Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Síðastliðinn miðvikudag lauk Landsbankatvímenningi félagsins. Og urðu úrslit efstu para þessi. NS: Karl G. Karlsson - Gunnlaugur Sævarsson 168 Eyþór Björgvinsson - Guðjón Oskarsson 157 Einar Júlíusson - Jóhann Oskarsson 148 AV: Arnar Arngrímsson - Gunnar Sigurjónsson 169 Gísli Isleifsson - Bjöm Sverrisson 154 Randver Ragnarsson - Svala Pálsdóttir 138 Lokastaðan í Landsbankatví- menningnum varð þessi: Oli Þ. Kjartansson - Kjartan Ólason 61,51% Karl G. Karlss. - Gunnlaugur Sævarss. 57,67% Ævar Jónasson - Jón Gíslason og Ingimar Sumarliðason 57,29% Bjarni Kristjánss. - Garðar Garðarss. 57,19% í dag, 7. apríl, hefst aðalsveita- keppni félagsins og mun hún standa yfir næstu fjögur kvöld. Spilað verður eftir Monrad-kerfi, 1x28 spil. Paratvímenningur Þriggja frakka - á fimmtudagskvöldum Islandsmótið í paratvímenn- ingi fer fram helgina 17.-18. apríl nk. Þetta mót hefur notið vaxandi vinsælda og ávallt verið fjölsótt. Akveðið hefur verið að næstu tvö fimmtudagskvöld, 8. og 15. apríl verði helguð þessu móti þannig að spilaður verður mitchell-paratvímenningur með forgefnum spilum og matarverð- launum frá veitingastaðnum Þremur frökkum. Efstu pör í hvora átt vinna sér inn matarverðlaun að jafnvirði 6.000 krónur á hvom spilara. Fimmtudagskvöldin eru því upp- lögð til æfinga fyrir íslandsmótið, auk þess sem keppt er um vegleg verðlaun. Bridsfélag Kópavogs Meistaramót Kópavogs í ein- menningi hefst fímmtudaginn 8. apríl og lýkur fimmtudaginn 15. apríl. Spilað er í Þinghóli, Hamra- borg 11, Kópavogi, og spila- mennska hefst kl. 19.45. Mótið er öllum opið. Fréttir á Netinu v^)mbl.is ALLTAf= GITTH\SA£? tVÝm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.