Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 39 Quinn dómari tekur til sinna ráða ERLEJVIIAR BÆKUR Spi;nnusaga EKKJA ÚTFARARSTJÓRANS „THE UNDERTAKER’S WIDOW“ eftir Phillip Margolin. Bantam Books 1999. 324 síður. LAGATRYLLIRINN virðist lifa ágætu lífi í spennusögum Phillip Margolins ef eitthvað er að marka þessa nýjustu sögu hans, Ekkju útfararstjórans eða „The Undertaker’s Widow“, sem kom út í vasabroti í síðasta mánuði hjá Bantam-útgáfunni. Þeir sem halda að John Grisham hafi einkarétt á lagati-yllinum ættu að kynna sér manninn. Þeir hafa svipaðan bak- grunn, Margolin er lögfræðingur eins og Grisham, en hann starfaði mun lengur í réttarsölunum en kollegi hans eða í aldarfjórðung áður en hann sneri sér að spennu- sagnaskrifum. Reynsla hans sem lögfræðings í glæpamálum leynir sér ekki á síðum bókarinnar. Hann skrifar eins og sá sem valdið hefur og tekst að búa til bæði spennandi og flókna fléttu um dómara er lendir í bragðvondu þegar reynt er að hafa áhrif á hvernig hann dæmir í viðkvæmu morðmáli. Traust lagaþekking Ekkja útfararstjórans er sjötta bók höfundarins en áður hafa kom- ið út eftir hann sögur eins og „Aft- er Dark“ og „The Burning Man“ og „The Last Innocent Man“ og hefur þeim verið líkt við hin ýmsu verk allt frá „The Firm“ eftir Gris- ham til Með köldu blóði eftir Truman Cabote. Phillip Margolin býr í Portland í Oregon þar sem nýjasta sagan gerist. Þeir sem hafa áhuga á lagatryllum sérstaklega verða varia fyrir vonbrigðum með Ekkju útfararstjórans. Hann fer nokkuð nákvæmlega eftir þeirri formúlu sem höfundar lagatrylla hafa samið á undan honum og er kannski ekki sérlega frumlegur en hann kann að búa til fína afþrey- ingu með lagaþekkingu sinni og samsafni af persónum sem áhuga- vert er að fylgjast með klóra sig út úr vandræðum. Og næg eru vandræðin. Fjöldinn allur af persónum kemur við sögu en ef einhvem ein aðalpersóna er í bókinni þá heitir hún Richard Qu- inn og er dómari, ungur og enn með hugsjónir sem hann telur ein- hvers virði, vel virtur og svo heið- arlegur og samviskusamur að hann tekur út fyrir að kveða upp dóma. Hann fær inn á borð til sín morð- mál sem æsifréttafjölmiðlamir gera sér einatt mat úr. Frambjóð- andi til bandaríska þingsins, Ellen Crease að nafni, hefur skotið til bana innbrotsþjóf sem myrti eigin- mann hennar en lögreglan kemst að því að ekki er allt sem sýnist. Þingmannsefnið erfir gríðarlegar eignir eftir mann sinn og ungur sonur hins myrta og stjúpsonur hinnar grunuðu, sem fékk nánast ekki krónu, sakar hana um að hafa fengið innbrotsþjófinn til verksins. Vísbendingar í blóðslettum Ymsar vísbendingar verða til þess að þingmannsefnið er ákært fyrir morðið á eiginmanni sínum og hefst þá ansi forvitnileg barátta í réttarsalnum en um leið tekur sag- an æ meira að beinast að dómaran- um Quinn. Hann verður fyrir þeirni óþægilegu reynslu að ung kona sem hann kynnist örstutt í ráð- stefnuferð finnst látin, myrt á hinn hroðalegasta hátt, og hann er sá eini sem fær að vita það. Honum era sýndar ljósmyndir af þeim saman og síðan af henni myrtri og ef hann ekki dæmir eins og honum er sagt, muni myndirnar verða settar í dreifingu. Margt verður til þess að Quinn getur ekki snúið sér til lögreglunn- ar og verður sjálfur að fara á stúf- ana og eiga við sína eigin samvisku þegar kemur að því að úrskurða í málinu. Allt þetta byggir Margolin upp á mjög fagmannlegan hátt og gætir þess að missa aldrei dampinn í frásögninni, sem verður æ flókn- ari eftir því sem á líður. Og hann þekkir sitt fag. Stórt atriði í öllum málatilbúnaðinum er vísindagrein innan glæparannsókna sem snýr að því hvemig blóð slettist við skotsár með tilliti til stöðu þess sem skýtur og þess sem verður fyrir skotinu. Eða með öðrum orð- um: Það getur skipt máli hvernig blóðdropinn sem lendir á sjón- varpstækinu er í laginu þegar ákvarða þarf sekt eða sýknu. Arnaldur Indriðason BMB Hugmyndasaga stjórnmála VORFERÐ TIL VÍNARBORGAR BÆKIJR Fræðirit HUGSUÐIR STJÓRNMÁLA Ritstjóri Maurice Cranston. Þýðandi Haraldur Jóhannsson. 119 bls. Sir James Steuart og þjóðhagsfræði hans eftir Harald Jóhannsson. Reykjavík, Akrafíall. 16 bls. 1998. ÞESSI tvö litlu kver fjalla um mikilsverð efni: áhrifamestu stjórnmálahugsuði í sögu vestrænnar hugsunar og uppi- stöður kaupauðgis- stefnunnar í kenn- ingum eins mikils- verðs höfundar hennar. Haraldur Jó- hannsson hefur þýtt ritgerðasafn úr ensku eftir vel þekkta heimspek- inga í hinum ensku- mælandi heimi. Hver ritgerð fjallar um einn stjórn- málahugsuð. Þeir hugsuðir sem hér um ræðir era Platón, Aristóteles, heilagur Tómas frá Akvínó, Machi- avelli, Hobbes, Locke, Rousseau, Burke, Hegel, Marx, Mill. Fyrir þá sem þekkja til þá er þetta mikið mannval og þessir hugsuðir hver öðram merkari. Ritgerðirnar era allar stuttar og gera grein fyrir fá- einum aðalatriðum. Nokkrir höf- undar þeirra era í hópi merkari heimspekinga á enska tungu á síð- ari hluta tuttugustu aldar. Frægastur þessara höfunda hefur orðið Alasdair Maclntyre en á þeim tíma sem hann skrifaði þess- ar greinar var hann ungur há- skólakennai-i og hafði skilað nokkrum verkum sem vakið höfðu athygli. En þetta greinasafn kom út fyrir 35 áram og ber þess nokk- ur merki. Það era ýmsar leiðir til að gera grein fyrir hugmyndum þessara hugsuða í stuttu máli. Mér virðist að höfundarnir komist yfirleitt vel frá því enda allir sérfræðingar í efninu sem þeir fjalla um. En það eru samt gallar á þessu rit- gerðasafni. í fyrsta lagi þá er það orðið gamalt og viðhorf til þess- ara hugsuða hafa breytzt og áherzlur í rannsóknum era aðrar nú en fyrir tæpum fjörutíu árum. I öðru lagi er þýðingin ekki hnökralaus og orðalag stundum stirt og um of mótað af frumtext- anum. í þriðja lagi þá skrifar þýðandinn, Haraldur Jóhanns- son, inngang þar sem leitazt er við að setja þessa hugsuði í sögu- legt samhengi en mér er til efs að lesandi sem lítið veit um efnið fyrir sé nokkru nær að lestri inngangs- ins loknum. Haraldur Jó- hannsson hefur samið stuttan bæk- ling um Sir James Steuart sem telja má einn af síðustu málsvöram kaup- auðgigstefnunnar sem svo hefur verið nefnd á íslenzku, á erlendum málum merkantílismi, en Sir James gaf úr árið 1767 bók sem nefndist Rannsókn- ir á meginreglum stjórnmálahagfræði. Það er verð- ugt viðfangsefni að gera sögulega og hagfræðilega grein fyrir þess- um fræðum sem voru undanfari frjálshyggju eða frjálslyndis Ad- ams Smiths en sú stefna má heita að hafi verið forsenda hagfræði síðan Adam Smith gaf út sína frægu bók um auðlegð þjóðanna árið 1776. Þessir tveir menn vora Skotar og hluti þeirrar merkilegu sögulegu hreyfingar sem var upp- lýsingin í Skotlandi sem var ekki síður glæsileg en suður á Frakk- landi. Kaupauðgisstefnan beindi at- hygli sinni að margvíslegum þátt- um efnahagsmála svo sem fólk- fjölda, verzlun, mynt, peningum bönkum og sköttum svo eitthvað sé nefnt. En aðalatriði hennar voru þau að hún var þjóðern- issinnuð, gekk út á að hvert ríki ætti að efla auð sinn með því að flytja út sem mest en inn sem minnst og mismunurinn væri pen- ingaleg eign þjóðarinnar. Til að ná þessu marki áttu vextir að vera lágir og laun einnig sem hefðu í Haraldur Jóhannsson för með sér að vara frá landinu væri auðseljanlegri en vörar ann- ars staðar frá vegna lágs verðs. David Hume, heimspekingur og einn merkilegasti höfundur skozku upplýsingarinnar, sýndi fram á í einu rita sinna að það væri hugtakaraglingur að leggja auð að jöfnu við peningalega eign. Það er ein ástæða til að hafna kaupauðgisstefnunni. Þessara atriða sér stað í þessu litla kveri en það er samt svo óskýrt í framsetningu að það er erfitt að ráða í málið. Það er að stofni til þýðingar á stuttum köfl- um úr riti Sir James sem höfundur skeytir saman. Þýðingarnar era oft og iðulega óskýrar og texti höf- undarins bætir litlu við. En það er verðugt viðfangsefni að segja þessa sögu því að þau þjóðernis- legu sjónarmið sem einkenndu kaupauðgisstefnuna eiga enn hljómgrann meðal almennings og ýmissa fulltrúa hans á Islandi nú- tímans. Saga getur verið lærdóms- rík skuggsjá nútímans. Guðmundur Heiðar Frímannsson Hinn 12. maí næstkomandi býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar stutta vorferð í beinu leiguflugi til hinnar heillandi og fögru Vínarborgar. Vínarborg er ein helsta menn- ingarborg Evrópu og á hún ser langa og litríka sögu. Þar var framrás Tyrkja stöðvuð árið 1683, þar vom landamæri Evr- ópu dregin á Vínarfundinum 1815 og þaðan era upprannin Sacher-terta, vínarsnitsel og vínarvalsar. Farið verður til Vínar hinn 12. maí og komið aftur að kvöldi þess 15. maí. Verð á mann er 47.900 krónur og er innifalið flug, flugvallarskattar, akstur milli flugvallar og hótels, gisting í tveggja manna herbergi, morg- unverður, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjóm. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar 1 Fe r&atkri Mofa GUÐMUNDAR JÖNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 C3 jýLÍÖO í| CrglOÁlAS|)0 Í D LnÍllíÁ ölskyldunni rfirði v. ,i... Fjölskyldan he heimili, an þes aðstandendur REIKN.NR 1101-26-12000 FJARGÆSLUAÐILI: SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.