Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aætlað að flugvél Landhelgisgæslunnar lendi með hjálpargögn í Skopje í dag Tekið á móti allt að 100 flóttamönnum Fyrstu flóttamennirnir frá Kosovo gætu komið í nótt RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að taka á móti allt að 100 flóttamönnum frá Kosovo á þessu ári og er gert ráð fyrir að fyrstu flóttamennirnir geti komið til landsins með flugvél Landhelgis- gæslunnar í nótt. Vélin fór með hjálpargögn til flóttafólks frá Kosovo snemma í gærmorgun. Upphaflega átti vélin að fara til Al- baníu, en áætlunin breyttist vegna mikillar flugumferðar á svæðinu og lenti vélin í Ancona á Italíu á fímmta tímanum í gær. Gert er ráð fyrir að hún fari til Skopje í Ma- kedóníu fyrir hádegi í dag, afhendi þar hjálpargögnin og taki flótta- menn um borð áður en hún leggur af stað heimleiðis aftur. Þá ákvað ríkisstjómin á fundi sínum að veita fimm milljónum króna til Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og fímm milljónum króna til Rauða krossins vegna flóttamannavand- ans. Halldór Ásgiímsson utanríkis- ráðherra sagði eftir ríkisstjórnar- fundinn að á fundinum hefði verið tekin sú ákvörðun að taka á móti allt að 100 flóttamönnum og stefnt væri að því að flugvél Landhelgis- gæslunnar kæmi með þá fyrstu þeg- ar hún kæmi til baka úr ferð sinni með hjálpargögnin. Upphaflega hefði verið reiknað með að flugvélin færi til Albaníu, en sennilega færi hún til Makedóníu og afhenti hjálp- argögnin þar og vonandi gæti hún þá tekið um 20 flóttamenn til baka. Aðspurðm- hvar þeim flóttamönn- um yrði komið fyrir hér á landi sagði Halldór að það hefði ekki ver- ið ákveðið. „Það var gert ráð fyrir því að næsti hópur flóttamanna færi í Fjarðarbyggð á Austurlandi, en við þurfum að sjálfsögðu að sjá til með ástand þessa fólks og Rauða krossinum verður falið að annast móttöku þeirra ef til kemur,“ sagði Halldór. Hann sagði að það væru allar að- stæður fyrir hendi hér á landi til að taka á móti ekki stærri hópi fólks en þessum. Engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort flugvélin færi aðra ferð að ná í fleiri flóttamenn né hvenær fleiri flóttamenn kæmu. „Við þuifum að fara miklu betur of- an í þetta. Það er fólk hér á landi sem óskar eftir því að ættingjar þeirra komi hingað til lands. Það hefur verið talað um lista yfir nokkra tugi manna. Ég tel mjög æskilegt að geta tekið við ættingj- um þessa fólks sem eru á vergangi, því það má þá reikna með því að ættingjarnir hér á landi muni hjálpa þeim og annast þá með einum eða öðram hætti,“ sagði Halldór enn- fremur. Hann sagði að auk þessa hefði ríkisstjórnin ákveðið að veita fimm milljónum króna til Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna og fimm milljónum króna til Rauða krossins. Morgunblaðið/Porkell FRA fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun þar sem ákvarðanir voru teknar um aðstoð vegna ástandsins í Kosovo. Höfum tekið fullan þátt í ákvörðunum NATO Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fund ríkisstjórnarinnar að menn miðuðu sinn undirbúning við það að flóttamenn frá Kosovo gætu orðið allt að eitt hundrað tals- ins og væntanlega kæmu fyrstu flóttamennimir með flugvél Land- helgisgæslunnar sem hefði farið út með hjálpargögn héðan. Vonandi kæmu þau hjálpargögn að góðum notum. Þótt framlagið væri ekki stórt í sniðum miðað við vandann þá væri það stórt í sniðum miðað við okkur og gæfi ákveðið fordæmi og sýndi að við væram með. „Við höfum tekið fullan þátt í ákvörðunum Atlantshafsbandalags- ins um aðgerðir á þessu svæði til þess að reyna að stöðva þau hryðju- verk sem þama hafa verið framin og menn eru að fremja núna undir forystu Milocevic, leiðtoga Jú- góslavíu. Við teljum eðlilegt að þeg- ar það ástand er komið upp sem nú er og menn höfðu ekki gert ráð fyr- ir í þessu stríði að þá tökum við líka að okkar leyti þátt í því að reyna að lina þjáningar en séum ekki bara aðilar að ákvörðunum um loftárás- ir,“ sagði Davíð. Hann sagði aðspurður um undir- búning fyrir móttöku flóttamann- anna að utanríkisráðuneytið hefði samráð við þær stofnanir sem færa með þessi málefni. Landhelgisgæsl- an sæi um flutningana og skipu- legði þá og síðan kæmi til kasta Rauða krossins og annarra hjálpar- stofnana. Aðspurður sagði Davíð að við væram í stakk búin til þess að taka við þessum fjölda flóttamanna. Við hefðum ætlað okkur að taka á móti 20-25 flóttamönnum á þessu ári og það hefði verið undirbúið. Mikil flugumferð Flugvél Landhelgisgæslunnar fór hálffimm í gærmorgun hlaðin hjálpargögnum áleiðis til Albaníu. Flugvélin millilenti í Maastricht og lenti í Ancona á fimmta tímanum i gær, en ekki var hægt að halda upphaflegri áætlun vegna mikillar flugumferðar á svæðinu, að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar. Þar var vélin í nótt en áætlað var að hún færi til Skopje í Makedóníu snemma í morgun, afhenti þar hjálpargögnin og tæki flóttamenn um borð áður en hún héldi aftur til íslands. Ef sú áætlun gengur eftir er vonast til þess að vélin verði komin til baka seint í kvöld, en um tíu tíma flug er til íslands. Sjö manns eru um borð í vélinni og getur hún tekið 20 flóttamenn. Hafsteinn sagði að ferðin hefði í alla staði gengið vel, að undantek- inni þessari breytingu sem orðið hefði á áætluninni. Vélin væri fyrst og fremst með teppi handa flótta- mönnunum, auk dýna og drykkjar- fanga. L Morgunblaðið/Árni Sæberg í NÝJUM sýningarsal hjá B&L við Gijótháls í Reykjavík. B&L í nýjum húsakynnum BIFREIÐAR og landbúnaðar- vélar, sem annast innflutning á bflum frá BMW, Hyundai, Land- Rover og Renault, opnaði í gær í nýjum aðalstöðvum sínum við Grjótháls í Reykjavík. I nýjum sýningarsal fyrirtækisins rúm- ast nærri 40 bflar að sögn Frið- riks Bjarnasonar, markaðs- stjóra B&L. „Hér er hátt til lofts og vítt til veggja og nú getum við haft mun fleiri bfla frá hverjum framleiðanda til sýnis innan- dyra en unnt var í þrengslunum á gamla staðnum,“ sagði Frið- rik Bjarnason ennfremur. Hann segir alla aðstöðu til sölu nýrra bfla mun betri og það eigi líka við um aðra þjónustu fyrirtæk- isins, þ.e. varahlutasölu, við- gerðaþjónustu og sölu notaðra bfla. Flutt, var í nýja húsið um páskana og segir Friðik nú allt til reiðu á nýja staðnum. „Hér er fyrirtækið mjög sýnilegt, við erum rétt hjá Select-versl- uninni, aðkoman er góð úr öll- um áttum og fjölmörg bfla- stæði.“ Bensín hækkar hjá Olís og Skeljungi OLÍUVERSLUN íslands hf. (Oh's) og Skeljungur (Shell) hækkuðu verðið á bensíni um 1,90 kr. frá og með 1. apríl eins og Olíufélagið hf. (Esso) og á díselolíu um 40 aura og er þá sama verð á bensíni og díselolíu hjá olíufélögunum. Verð á bensíni og díselolíu frá Orkunni og ÓB er nokkuð lægra og breytilegt frá degi til dags. Að sögn Gunnars Karls Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Skeljungs hf., hækkaði 95 oktana bensín úr 70,20 kr. lítrinn í 72,10, 98 oktana bensín hækkaði úr 74,90 kr. lítrinn i 76,80 og díselolía hækk- aði úr 26,30 kr. í 26,70 lítrinn. Gunnar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Orkunnar, sagði að þar væri bensínverð breytilegt milli daga og í gær kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 67,80 kr., lítr- inn af 89 oktana bensín kostaði 72,70 og díselolía kostaði 23,60 kr. lítrinn. „Ég legg áherslu á að reyna að breyta verðinu eins og ég hef til- efni til á hverjum tíma til að tryggja ódýrasta bensínið,“ sagði hann. Hjá ÓB kostaði 95 oktana bensín í gær 67,90 kr. lítrinn og díselolía 23,40 og sagði Tómas Möller, fram- kvæmdastjóri Olís, að hægt væri að spara þúsundir króna með því að skipta við ódýra stöðvarnar og það kynni fólk að meta þegar bens- ín hækkaði í verði. Morgunblaðið/Ing\'ar Hlaut hálsmeiðsl á skíðum TÆPLEGA tvítugur piltur var fluttur með hálsmeiðsl á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir skíðaslys í Blá- fjöllum á föstudaginn langa um klukkan 17. Tilkynnt var að pilturinn hefði dottið ofarlega í brekku og misst af sér skíðin og líklega fengið annað skíðið í höfuðið. Pilturinn missti meðvitund við fallið en sjúkraflutn- ingsmaður, sem var í fríi í Bláfjöll- um sama dag, hlúði að piltinum í upphafi. Hinn slasaði var fluttur rneð þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús og komst til meðvitundar um hálfri annarri klukkustund eftir slysið og liggur nú á heila- og tauga- skurðdeild Sjúkrahúss Reylgavíkur. Fjórir á slysadeild eftir bílveltu TVEIR bflar ultu á þjóðveginum við Sandskeið um kvöldmatarleytið á sunnudag. Fjórir voru fluttir á slysadeild með jafnmörgum sjúkra- bílum. Báðir bflamir voru fluttir af vettvangi með kranabfl, en þeir vora taldir ónýtir. Þrír fengu að fara heim að lokinni skoðun á slysadeild en einn var lagður inn. Ekki fengust upplýsing- ar um líðan hans í gær. Tildrög slyssins eru ekki ljós, en lögreglan í Reykjavík hafði eftir öðrum ökumanninum að önnur bif- reiðin hefði oltið og rekist í hinn bílinn með þeim afleiðingum að hann valt einnig. Lögreglan í Reykjavík stjórnaði umferð á staðnum í hálfa aðra klukkustund vegna slyssins, en umferð var mjög mikil á þessum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.