Morgunblaðið - 07.04.1999, Síða 79

Morgunblaðið - 07.04.1999, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 79 ÞEIR Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr, umsjónarmenn Tví- höfða, morgunþáttar X-ins, mættu í dómsal í gærmorgun. Tildrög málsins eru þau að 18. desember síðastliðinn fór út- sendari þeirra á þingpalla Al- þingis og í kjölfarið voru þeir þrír ákærðir fyrir að hafa trufl- að friðhelgi Alþingis. í gær- niorgun mættu þeir svo fyrir Héraðsdóm og hafði hópur stuðningsmanna safnast saman fyrir utan. „Við fengum að heyra ákæruna enn og aftur og síðan fer frekari málsókn fram 29. aprfl næstkomandi,“ sagði Sigur- jón. „Það er sem sagt ekki enn búið að kveða upp dóminn og ég veit ekki hvenær hann verður kveðinn upp, það gæti orðið dá- lítið í það.“ - Hvernig var að koma inn í dómsal? „Það var ósköp „kósí“, það voru allir frekar vinalegir þarna, dómarinn var mjög vinalegur og saksóknarinn líka.“ - Þið hafíð þá verið fullir iðr- unar? „Iðrunar? Ekkert sérstaklega, ég get ekki sagt það. En þetta var ágætis lífsreynsla og nátt- úrulega mjög gott útvarp því við vorum í þættinum á meðan á þessu stóð. Reyndar ekki meðan við vorum í dómsalnum en þessu var lýst af okkar mönnum á staðnum." - Eruð þið saklausir eða sekir? „Hver er saklaus? Það er stóra spurningin. Hvað er sekt og hvað er sakleysi spyr ég á móti. Þetta er allt afstætt.“ - Hefur mannorð ykkar beðið einhvern hnekki? „Vafalaust. Mannorð okkar bíður reyndar hnekki daglega." - Hver heldur þú að niður- staða dómsins verði? „Tja, það er spennandi að vita. Þetta gseti farið á hvorn veginn sem er. Ég vona nú samt að við þurfum ekki að dúsa í fangelsi eða vinna í þágu samfélagsins, óg myndi ekki nenna því. Ég hef persónulega aldrei komið inn í Alþingi, þannig að þetta lfldst •náli Charles Mansons, hann er dæmdur fyrir morð á fólki sem hann hefur aldrei komið ná- lægt.“ - Gerðuð þið ykkur grein fyrir því á sínum tíma að þið væruð að trufla þingstörf? „Ja, örlitla kannski. Þessi truflun var mjög stutt og lítil held ég og þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta var hluti af föstum lið í þættinum FOLK I FRETTUM TVÍHÖFÐAMENN voru flottir á því þegar þeir mættu fyrir dómstóla í gærmorgun í glæsivagni. Mannorð okkar bíður hnekki daglega sem hét „Föstudagshandtakan“ þar sem við sendum mann í hættuför og sáum til hvort hann var handtekinn. Við höfum tekið upp á ýmsu en ekki áður verið kærðir." - Hvað verður um Föstudags- handtökuna? „Hún hefur legið í láginni frá áramótum. Við vitum ekki hver framtíð hennar verður. Við vilj- um nú ekki gefa okkur út fyrir að vera svona miklir glæpa- menn, við viljum vera frægari fyrir annað. Nú er ekkert annað að gera en að bíða þangað til málið verður tekið fyrir aftur. Ætli maður geti nokkuð borðað eða sofið fyrir kvíða,“ sagði Sig- urjón grafalvarlegur að lokum. DREIFtNGARADIU I.GUÐMUNDSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 TUVLARNIR breytast! Hvaómeóþig? 1999 síóasta ár aldarinnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.