Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Orri og ímynd Elliðaánna ELLIÐAARNAR eru perla Reykjavíkur og ber öllum saman um að þær beri að varðveita og hlúa að eins og unnt er. Vandinn er hins vegar sá að árnar eru inni í miðri borg með hundrað þúsund íbúa. Pað er því ekkert áhlaupsverk að vernda viðkvæmt lífríkið, á sama tíma og borgarbúar krefjast fram- kvæmda á ýmsum sviðum. Má þar nefna: umferðannannvirki, ný íbúð- arhverfí, göngu- og hjólreiðastíga í Elliðaárdal, smábátahöfn í árósn- um, útivistarsvæði fyrir hunda í ~ Geirsnefí og aðstöðu fyrir hesta- menn. Allar koma þessar fram- kvæmdir niður á „perlu Reykjavík- ur“ sem svo er nefnd á tyllidögum. Orkuveita Reykjavíkur, áður Raf- magnsveitan, er sá aðili sem hefur umsjón með ánum í umboði borgar- yfíi-valda. Var fyrirtækinu falið þetta verkefni strax árið 1921 þegar rafstöðin við árnar var byggð og hefur sinnt því af kostgæfni síðan. Niðurstaðna að vænta Um langan aldur hafa Elliðaárn- ar verið með aflasælustu laxveiðiám landsins, oftast margfalt betri en t.d. „perla Norðurlands", Laxá í Að- aldal, sé tekið tillit til veiddra laxa á stöng að jafnaði. Síðustu tvö árin hefur hins vegar hallað undan fæti og laxveiðin verið slök samanborið við fyrri ár og áratugi. Því er von að menn spyrji hvað ami að og hvað sé til úrbóta. Undanfarin misseri hafa staðið yfir viðamiklar rannsóknir á Elliða- ánum og er niðurstaðna að vænta á næstu vikum. Þær hafa beinst að: búsvæðum laxfíska, botndýralífí, efnum sem berast í árnar, kísilþörungum og laxagengd í ljósi sögunnar. En þótt ráð- ist hafi verið í viðamikl- ar og dýrar rannsóknir sem ætlað er að veita svör við áleitnum spurningum sem brenna á mönnum um þessar mundir, þá virð- ast einstakir aðilar ekki þurfa á svörum vísinda- manna að halda. Þeir hafa svör á reiðum höndum og vitna í eigin sérfræðinga, sem þó eru aldrei nefndir á nafn. Einn þeirra sem tel- ur ekki þörf á að bíða eftir rann- sóknamiðurstöðunum heldur fellir dóminn strax, er Orri Vigfússon, „stjórnarformaður NASF“ eins og hann titlar sig. Birtist dómsniður- staða hans í Morgunblaðinu sunnu- daginn 28. mars sl. og er hún studd áliti „sérfræðinga NASF“, sem því miður era ekki nafngreindir. Er það skaði, því ugglaust fýsir fjölmarga að fá frekari upplýsingar hjá hinum ónafngreindu hæfíleikamönnum, sem eru til þess bærir að gefa vís- indalegt áht án undangenginnar rannsóknar. Undarlegar fullyrðingar Meginniðurstaða Orra varðandi Elliðaárnar er sú að laxastofninn sé í útrýmingarhættu. Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að fyrir nokkrum dögum sátum við báðir fjölmennan ársfund Veiði- málastofnunar, þar sem gerð var grein fyrir rannsóknum í El- liðaánum. Orðið „út- rýmingarhætta" kom aldrei fram hjá vís- indamönnum stofnun- arinnar. Var þó ekki dregin fjöður yfir það að margskyns vá steðj- ar að Elliðaánum, eins og mörgum öðrum lax- veiðiám, einkum vegna nábýlis við manninn. Orri staðhæfír að stöðvun raforkufram- leiðslu og niðurrif Ar- bæjarstíflu sé nægjan- leg björgunaraðgerð til að byrja með. Trú- lega byggir hann það á áliti huldu- mannanna, „sérfræðinga NASF“, því sérfræðingar Veiðimálastofnun- Lax Rafstöðin, segir Stefán Pálsson, er ekki skaðvaldur. ar voru ekki sama sinnis eins og fram kom á ársfundinum. Því má skjóta hér inn að Orri, eins og þing- heimur allur, hlýddi á niðurstöður vísindamannanna, en gerði hvorki athugasemdir né bar upp fyrir- spurnir, þrátt fyrir að málflutning- ur Veiðimálastofnunar væri í hróp- legu ósamræmi við álit Orra og „sérfræðinga NASF“. Varðandi rafstöðina, þá er það álit nafn- greindra sérfræðinga, að hún sé ekki sá skaðvaldur sem haldið hef- ur verið fram. Lokun hennar myndi ekki skipta sköpum um framtíð laxastofns Elliðaánna. Orri gerir að umtalsefni miklar rennslisbreytingar Elliðaánna af völdum virkjunarinnar og lýsir því hvernig seiði drepast í þurrum ár- fai-veginum þegar orkuþörf borgar- innar krefst þess. Þetta er fráleit fullyrðing. Rennslisbreytingar vegna rafstöðvarinnar eru miklu minni en náttúrulegar sveiflur ánna. Ef laxinum og seiðum hans væri slík hætta búin af rennslis- breytingum af völdum rafstöðvar- innar, þá væri náttúran sjálf búin að fyrirkoma laxastofninum fyrir löngu. Þá hefur Orri þungar áhyggjur af meintri erfðablöndun Elliðaár- stofnsins og kennir þar um seiða- sleppingum og flökkufiski af haf- beitar- eða kvíauppruna. Nú verður illa við flökkufískana ráðið, en með miklum samdrætti í fískeldi hefur eðlilega dregið úr slíkum heimsókn- um. Seiði sem sleppt hefur verið í Elliðaárnar hafa hins vegar undan- farna áratugi verið af Elliðaárstofni og alin upp í klakhúsi á árbakkan- um. Hér er því ekki verið að blanda saman stofnum af ólíkum uppruna. Þetta ætti Orri að vita og þá ekki síður „sérfræðingar NASF“ og skal það enn harmað að ekki fæst upp- lýst hverjir þeir era, svo unnt sé að fræða þá um þetta. Búsvæði laxfíska Orri ræðir um missi búsvæða laxfiska á undanförnum áratugum. Stefán Pálsson Það má til sanns vegar færa að bú- svæðin hafa minnkað og rétt er að reyna að endurheimta sem mest af þeim. Raunar hafa þegar verið stigin skref í þessa átt, þannig er farvegurinn frá Árbæjarstíflu og niður að rafstöð nýttur til seiða- uppeldis, en sl. haust var gripið til sérstakra aðgerða í því skyni. Framan af vetri var rennslið í far- veginum u.þ.b. hálfur rúmmetri á sekúndu og myndaðar voru fyrir- stöður víðsvegar á svæðinu hag- felldar seiðum. Það er út af fyrir sig merkilegt hvað Elliðaárnar hafa náð að ala af sér mikinn fjölda laxaseiða á ári hverju. Miðað við nábýlið við.borg- ina telja vísindamenn framleiðni þeirra vera einstaka, enda er hún miklu meiri en flestra annarra lax- veiðiáa. Hjálpast þar margt að; botndýralíf er mikið og hefur farið vaxandi og mengun er minni en ætla mætti. Það er því ekki hægt að kvarta yfir seiðaframleiðslu El- liðaánna, þótt endurheimtur úr sjó hafi verið með lakasta móti sl. tvö ár. ímynd Elliðaánna Orra Vigfússyni er tíðrætt um ímynd EUiðaánna, sem hann telur afleita. Ugglaust era til einstakling- ar sem deila með honum þeiiri skoðun, en ég leyfi mér að fullyrða að allur þorri Reykvíkinga sé á öðra máli. Það er þó síst til að styrkja já- kvæða ímynd ánna, þegar aðilar á borð við Orra Vigfússon fínna hjá sér hvöt til að sverta Elliðaárnar með röngum fullyrðingum og draga af þeim miklar ályktanir. Skiptir þar engu máli þó að þeim gangi gott eitt til. Höfundur er forstöðumaður Minja- safns Orkuveitu Reykjavíkur. Best að þegja þá bara MARGRÉT Frímannsdóttir, „tals- maður“ Samfylkingar- innar hefur lýst því yfir að utanríkismál séu ekki á dagskrá í kosn- ingum. Þetta var skemmtilega tímasett yfirlýsing hjá Mar- gréti, daginn áður en ,NATO hóf loftárásir á Júgóslavíu. Aðrir for- kólfar Samfylkingar- innar ættu að skoða hvort ekki sé hægt að splæsa í CNN handa Margréti, bara svona til að hún viti hvað sé að gerist úti í hinum stóra heimi. Annars er mjög einföld ástæða fyrir því að Margrét segir að utan- ríkismál séu ekki á dagskrá: Sam- fylkingin er sundrað í utanríkismál- um. Kratarnir vilja vera í ESB og NATO en allaballarnir vilja hvorki vera í NATO né ESB. Á meðan get- ur Samfylkingin ómögulega komist v að niðurstöðu og lýsir því bara yfir að málið sé ekki á dagskrá. Hjúkk! Það er eins gott að það er búið að sameina þessa flokka. Annars væru menn með bara alls konar ólíkar skoðanir og kæmust ekki að neinni niðurstöðu. Þess í stað geta menn komið sér saman um að þegja og gera ekki neitt. Það eina sem menn era sammála um innan samfylkingarinnar er hvernig á að eyða pen- ingum og þar er af nógu að taka sem menn eru sammála um. Þess vegna er ekkert á dagskrá hjá Samfylk- ingunni nema að eyða peningum. Þetta eru einmitt tvö uppáhalds orð Margrétar, „eyða“ og „peningum." Tvö orð sem standa fyrir aukna skattheimtu, halla á ríkissjóði, hækkandi vexti, hækk- Stjórnmál Það er eins gott að það er búið að sameina þessa flokka, segir Viggó Orn Jónsson, því annars væru menn með bara alls konar ólíkar skoðanir og kæmust ekki að nemni niðurstöðu. Viggó Örn Jónsson andi verðbólgu og alls kyns annað góðmeti sem hefur fylgt hverri ein- ustu vinstri stjórn sem nokkurn tímann hefur setið á íslandi. Fyrir þér, ágæti kjósandi, þýðir það hærri afborganir af lánunum sem þú ert að borga, hærra verð á vörunum út í búð og, að sjálfsögðu, lægri laun þegar búið er að hækka skattana þína. Það er líklega bara ágætt að vinstri menn skuli ekki vera sam- máia um fleiri hluti. Höfundur er varaforinaður Heimdailar. Fjöreg’gið og framtíðin MARGIR myndu án efa skrifa upp á eftir- farandi skilgi’einingu á þeim þáttum sem mik- ilvægast er að við leggjum alúð við, ein- faldlega vegna þess að lífshamingja okkar og framtíð byggist á þeim: Að við ræktum mannauðinn, stuðlum að efnahagslegu og fé- lagslegu réttlæti sem er jafnframt forsenda jafnvægis og stöðug- leika í þjóðfélaginu, stöndum vörð um nátt- túru landsins og sjálf- stæði þjóðarinnar. Allt þetta þarf að treysta og efla. Þetta er í reynd fjöregg þjóð- arinnar og í sameiningu þurfum við að varðveita það og standa um það vörð. Því miður höfum við á þessum áratug ekki búið við landsstjórn sem haldið hefur þessum gildum á loft. Þvert á móti höfum við orðið vitni að aukinni misskiptingu í land- inu, virðingarleysi fyrir náttúrverð- mætum og sofandahætti gagnvart sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Um alla þessa þætti mætti hafa mörg orð en látum sitja við það eitt að sinni að benda á að helmingur þeirra sem þarf að leita til hjálpar- stofnana um nauðþurftir, fæði og klæði, eru öryrkjar og aldraðir sem reiða sig á almannatryggingakerfíð um kjör sín og er svo komið fyrir þeim vegna niðurskurðar á félags- legri þjónustu og skerðingar á kjör- um þeirra allan þennan áratug. Jafnvel í góðæri allra síðustu ára hafa þeir ekki notið kjarabóta á við aðra hópa. Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem birtast okkur nú nær daglega í fjölmiðlum og loforð ráðherra um yfírbót era átakanleg á að hlýða. Upp úr sömu mönnum og stýrt hafa landinu undanfarin ár án þess að nokkuð hafí á þeim hrinið stendur nú loforðaflaumur og lofa þeir nú án afláts upp í báðar ermar. Þetta er hvorki vitnisburður um ábyrga afstöðu né trúverðugleika. Vonandi ber þjóðin gæfu til að láta ekki glepjast af auglýsingaskrumi af þessu tagi. Að rækta garðinn sinn Ef niðurstaða manna er að sú stjómarstefna sem fylgt hefur verið á þessum áratug þurfi róttækrar endurskoð- unar við er eðlilegt og nauðsynlegt að spurt sé hver sé vænlegust leið til að tryggja breytingar til bóta. Eg bið fólk um að íhuga eftirfarandi: I fyrsta lagi er eng- um betur treystandi fyi-ir fjöreggi þjóðarinnar en þjóðinni sjálfri. Ef hún ekki gætir sín sjálf, ræktar garðinn sinn og hlúir að sjálfstæði sínu og sjálfsvirðingu þá er illt í efni. Þess vegna ber að efla lýðræði í landinu og koma í veg fyrir að okk- ur verði gert að afsala því með inn- göngu í Evrópusambandið. Og þótt EES hafi vissulega fært okkur ýms- ar félagslegar úrbætur í tilskipana- formi þá verðum við að hafa burði til að breyta af eigin hvötum. Sá sem gleðst yfir því að vera barinn til hlýðni endar sem þræll. Hvað snert- ir sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi íslands hefur Vinstrihreyfingin - grænt framboð afdráttarlausa af- stöðu. I öðru lagi er það staðreynd að ef stuðla á að jafnvægi í byggð landsins og koma á réttlátari skipt- ingu þjóðarauðsins þá verður að setja fram heildstæða og yfirveg- aða stefnu. Þetta hefur Vinstri- hreyfingin - grænt framboð gert varðandi efnahags- og atvinnumál, og má í því sambandi nefna áherslu á uppstokkun á fiskveiðistjórnkerf- inu til að efla vistvænar smábáta- veiðar og koma á byggðakvóta fyr- ir ákveðnar tegundir veiða. Við viijum efla fjölbreytni í verðmæta- sköpun og treysta almannaþjónust- una. Alit þetta samfara róttækum uppskurði á almannati-yggingum og skattkerfi mun skjóta styi’kari stoðum undir atvinnulíf og mannlíf í landinu. I þriðja lagi verður að safna liði til varnar náttúru íslands. Al- mannasamtök hafa gengið fram fyr- ir skjöldu á undanförnum misseram á aðdáunai-verðan hátt. Það hafa og margir bestu listamenn þjóðarinnar gert. Á Alþingi verður að vera til Stjórnmál Hvað snertir sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi Islands, segir Ögmund- ur Jónasson, hefur Vinstrihreyfíngin - grænt framboð afdrátt- arlausa afstöðu. staðar öflug sveit sem af þekkingu og yfírvegun tekur á umhverfismál- um en lætur ekki reka undan vindi í samskiptum við heimtufreka stór- iðjurisa. Vinstrihreyfíngin - grænt framboð I komandi kosningum er mikil- vægt að styðja þá sem byggja stefnu sína á ígrundaðri málefna- vinnu og bjóða fram heildstæða stefnu sem færir þeim þjóðfélags- hópum sem hafa verið hlunnfamir raunverulegar kjarabætur. En framar öllu þarf að styðja þá til áhrifa í íslensku þjóðfélagi sem eru traustsins verðir, beita sér fyrir baráttumarkmiðum sínum og hug- sjónum að loknum kosningum ekki síður en í aðdraganda þeirra: sem fylgja áherslum sínum eftir hvort sem þeir standa innan ríkisstjórnar eða era í stjórnarandstöðu. Hve mikil áhrif Vinstrihreyfíng- in - grænt framboð getur haft á þróun mála mun ráðast af því braut- argengi sem hreyfíngin fær í kom- andi kosningum. Höfundiir er alþingisniaður. Ögmundur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.