Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 68

Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 68
68 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúp- móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA REGÍNA EIÐSDÓTTIR, Öldugötu 11, Dalvík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 2. april, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudag- inn 9. apríl, kl. 14.00. Matthías Jakobsson, Hannes Sveinbergsson, Sólrún Sveinbergsdóttir, Sigurjón Helgason, Jóhanna E. Sveinbergsdóttir, Þorsteinn Hólm Stefánsson, Svala Sveinbergsdóttir, Elfa H. Matthíasdóttir, Inga S. Matthíasdóttir, S. Helga Matthíasdóttir, Gestur Matthíasson, Þórir Matthíasson, Matthildur Matthíasdóttir, Daniel Þór Hilmarsson, Jón Gunnarsson, Friðrik Gígja, Bryndís Björnsdóttir, Dóróthea E. Jóhannsdóttir, Ólafur Traustason, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SIGURJÓNSSON frá Stórólfshvoli, Gljúfraseli 11, Reykjavík, sem lést föstudaginn 26. mars á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 13.30. Rútuferð veróur frá Hlíóarenda, Hvolsvelli, kl. 11.30. Kristín Guðmundsdóttir, Ragnhildur Ólafsdóttir, Ásgeir Önundarson, Katrín Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Þóra S. Þorgeirsdóttir, Sigurjón Ragnar Óiafsson, Grétar Ólafsson, Guðrún Dagmar Haraldsdóttir, Garðar Ólafsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Ingibjörg Birna Ólafsdóttir, Sigurður Kristjánsson og barnabörn. + HÖRÐUR EINARSSON tannlæknir, Faxatúni 9, Garðabæ, verður jarðsunginn í dag, miðvikudaginn 7. apríl, kl. 13.30, frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag nýrnasjúkra, s. 568 1865 og 560 1889. Sigríður Antonsdóttir, Guðfinna Harðardóttir, Hafsteinn Gunnar Jónsson, Hrafnkell Harðarson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, iangamma og systir, KARÓLÍNA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Hverfisgötu 38B, Hafnarfirði, verður jarðsungin fimmtudaginn 8. apríl kl. 15.00 frá Hafnarfjarðarkirkju. Jónína S. Lárusdóttir, Gísli H. Sigurðsson, Birna Lárusdóttir, Valur Hugason, Oddný F. Lárusdóttir, Finnbjörn Þ. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn, Björney J. Björnsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför JÓHANNS SALBERGS GUÐMUNDSSONAR hæstaréttarlögmanns, fyrrum sýslumanns og bæjarfógeta. Sesselía Helga Jónsdóttir og aðstandendur. ÞORLEIFUR EINARSSON + Þorleifur Jó- hannes Einars- son fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931. Hann lést í Bergisch Gladbach í Þýskalandi 22. mars siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 31. mars. Ekki er langt síðan við Þorleifui- ræddum síðast saman í síma, og þá var fastmælum bundið að hann liti fljótlega inn hjá mér á Vegagerðinni til að spjalla um jarðfræði, vegagerð og jarðganga; hugmyndir. En af því verður ekki. I staðinn skrifa ég hér nokkur kveðju- orð til að þakka góða samfylgd, og veit að ég geri það í nafni fjölmargra starfsmanna Vegagerðarinnar. Eftir nám starfaði Þorleifur fyrstu árin við Atvinnudeild Háskólans, sem eftir það markaði töluvert af- stöðu hans og tengsl milli jarðfræði- þekkingar og hagnýtingar hennar í þágu framfara og úrbóta á ýmsum sviðum. Ekki síst á það við um vega- mál og þá mannvirkjagerð sem þeim tengist. Vegagerð fylgir hagnýting jarðefna og töluvert jarðrask og um þá þætti veitti Þorleifur starfsmönn- um Vegagerðarinnar lengi ýmis ráð og leiðbeiningar, en einnig áminn- ingar. Góð umgengni um náttúruna var honum hugleikin, jafnframt því sem hann var talsmaður þess að nýta gæði hennar og auðlindir. Þorleifur var lengi fulltrúi náttúruverndar við undirbúning mannvirkjagerðar á stórum hluta landsins og þá reyndi oft á þetta samspil, og reyndist hann þar að mínu mati góður sáttasemj- ari. Hann hafði gott auga fyrir hvernig fella mætti mannvirki að landslagi þannig að vel færi og sjón- mengun og náttúruspjöll yrðu í lág- marki. Þorleifur vann fyrir Vegagerðina að jarðfræðirannsóknum vegna jarð- gangagerðar í Strákum við Siglu- fjörð og í Oddsskarði. Einnig hóf hann fyrstu athuganir við undirbún- ing ganga í Ólafsfjarðarmúla. Hann sýndi eftir það slíkri mannvirkjagerð einlægan áhuga og fylgdist af kost- gæfni með undirbúningi og gerð Vestfjarðaganga og Hvalfjarðar- ganga. Þótt samstarfið við Vega- gerðina hafi minnkað þegar stofnun- in hóf að ráða tO sín eigin jarðfræð- inga, m.a. að tilhlutan Þorleifs, fylgdist hann áfram með framgangi mála og hafði oft samband við ýmsa starfsmenn. Þá faldi hann ekki skoð- anir sínar, hvort sem hann taldi vel eða illa gert, en hreyknastur var hann þegar sýnt var að jarðfræðing- ur eða þekking á jarðfræði hafði hnikað einhverjum málum til betri vegar. Sem læriföður í jarðfræði á ég Þorleifi persónulega einnig margt að þakka, sem ekki verður allt tíundað hér. Hann vakti áhuga minn á hinni hagnýtu hlið fagsins við ýmsa mann- virkjagerð og hvatti mig til að sinna henni sérstaklega, og átti sinn þátt í að ég hef helgað Vegagerðinni starfskrafta mína frá námslokum. Einnig hvatti hann mig til fram- haldsnáms og kom því svo fyrir að ég gat stundað það við ágætan skóla í Uppsölum í Svíþjóð. Eg vil með þessum kveðjuorðum fyrst og fremst þakka fyrir það allt, auk þess að þakka íyrir framlag hans til þess að hefja til virðingar þekkingu á jarð- fræði íslands og hagnýtingu hennar í þágu samgöngumála þjóðarinnar, samtímis því sem gætt væri vel eins af fjórum meginmarkmiðum Vega- gerðarinnar: „Góð sambúð við um- hverfi og íbúa.“ Ég færi aðstandendum Þorleifs Einarssonar samúðarkveðjur. Hreinn Haraldsson. Það voru sorglegar fréttir og óvæntar, sem mér bárust frá Köln í Þýskalandi, að vinur minn Þorleifur Einarsson, væri látinn. A námsárum mínum í Köln á sjötta áratugnum varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Þorleifi og njóta vináttu hans og fjölbreytilegrar þekkingar á ýmsum sviðum. A þessum tima dvöldu fáir íslendingar í Köln en Þorleifur og Jóhann Guðmundsson efnaverkfræðingur urðu mitt haldreipi við dvöl mína og nám. Eins og fram kom í verkum Þorleifs seinna á lífs- leiðinni var hann enda- laust að leita skýringa á eðli náttúrunnar, jarðmyndunum, gróðri, dýralífi og ekki síst mannlífi. Ég fór í nokkrar ferðir með Þor- leifi um Rínarlönd í góðum göngu- skóm og með bakpoka og hefði ekki viljað missa af þessum ferðum þó oft hafi þær verið erfiðar. Fyrir mig, sem kom til Þýskalands vegna áhuga míns á íþróttum, var það ómetanlegt að eignast vini sem höfðu fjölbreytt áhugamál og vís- indalega þekkingu á fjölbreyttu sviði. Nú var því ekki til að dreifa að Þorleifur væri ófróður um íþróttir því hann var afreksmaður í hand- knattleik og lék bæði með íslenska landsliðinu og erlendum liðum. A þessum tíma gátu íslenskir námsmenn ekki verið öruggh' um að yfirfærslur á peningum að heiman bærust á umsömdum tíma og eink- um vildu þær dragast við áramót. Við þessu brást Þorleifur með þeim hætti að boða jafnan í desember til neyðarfundar og þegar hin bága fjárhagsstaða okkar kom í ljós dró hann upp sparisjóðsbók frá Er- langen en þar hafði hann leikið hand- knattleik og önglað saman nokkuiTÍ upphæð sem hann hafði haft stað- festu til að varðveita. Það er sárt að þurfa að kveðja Þorleif Einarsson nú því að mér er kunnugt um að honum fannst hann eiga margt eftir órannsakað og óskrifað og að nú færi senn í hönd tímabil þar sem hann gæti ráðið sín- um tíma og sínum gjörðum. Það er ávallt sárt að kveðja góðan vin en ég og eiginkona mín þökkum af alhug góðar samverustundir og vinsemd. Fjölskyldunni vottum við innilega samúð og biðjum þess að friður og farsæld megi fylgja henni um ókomna tíð. Reynir G. Karlsson. Fyi'h' 27 árum sátu tvær litlar vin- konur og voru að kýta um hvor pabbinn ynni hættulegra starf. „Pabbi þinn getur sko dottið í sjóinn og drukknað," segir önnur. „Já, en pabbi þinn getur verið að grafa holu og dottið ofan í hana og svo getur komið eldgos," segir þá hin. Nú eru báðir þessir pabbar farnir á vit feðra sinn, þó hvorugur með þeim hætti sem þessar vinkonur ímynduðu sér fyrir margt löngu. Þorleifur Einarsson var fyrst og fremst pabbi bestu vinkonu minnar, Kristínar. Glettinn, rauðhærður og freknóttur og hafði gaman af að gera at í okkur vinkonunum. Hann átti forláta Austin Gipsy, sem mér þótti mikið til um að fá að sitja í innan um alls konar dót, kistur og pinkla sem tilheyrðu starfi hans. Mest þótti mér spennandi að fá að fara með upp í háskóla en Þorleifur leyfði okkur að skoða allt og hafði gaman af að segja okkur frá. Einnig fannst mér nú merkilegt að pabbi vinkonu minnar hafði skrifað bækur _ jafnvel þótt síðar meir í menntaskólanum hafi skólabókin hans um jarðfræði ekki verið efst á óskalistanum. Elsku besta Kristín mín, fóður- missirinn er sár, en með tímanum verða minningarnar dýnnætar og þær eigum við alltaf. Við í Asulundi sendum fjölskyld- unni Langholtsvegi 138 okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Steinunn vinkona. Við Þorleifur hittumst fyrst fyrir rúmum sextíu árum í skólaporti Austurbæjarskólans. Við vorum sjö ára. Við litum hvor á annan og velt- um fyrh' okkur, efth' því ég best man, hvort við ættum að takast á, en í þá daga heilsuðu litlir strákar ókunnugum strákum með því að takast á. Staðan var óljós svo við ákváðum að bíða betri tíma. Við vor- um samferða upp barnaskólann. Fljótt kom í ljós áhugi og þekking Þorleifs á landa- og náttúrufræði og skákaði hann okkur hinum þar auð- veldlega. Eftir barnaskóla skildust leiðir um skeið en við hittumst aftur við undirbúning inntökuprófa í 3. bekk MR. Þá hafði þekkingargrunn- ur Þorleifs dýpkað og stækkað og hann kunni m.a afturábak og áfram allar ár og læki er runnu vinstra og/eða hægra megin í-Rín og jafnvel Don. Sú kunnátta skipti máli í þá daga. Ég dáði hann fyrir hana. Við vorum í sama ái-gangi í menntó og kom þar áhugi og kunnátta Þorleifs í náttúru- fræði og jarðfræði æ betur í ljós. Þorleifur var einnig góður íþrótta- maður, sérstaklega í handbolta. Við tókumst loks á í húsgrunnin- um að fyrstu íbúðinni, sem ég streð- aði við að byggja nokkru eftir stúd- entspróf, en þar hjálpaði Þorleifur mér við sprengingar og grjótburð. Þá var tekist á við mikið gi'jót. Síðan skildust leiðir og Þorleifur hélt til náms í Þýskalandi en ég fór annað. Leiðir okkar lágu aftur saman fyr- ir miðjan áttunda áratuginn, en þá hafði Þorleifur forgöngu um að stofna til gosefnanefndar iðnaðar- ráðneytisins. Viðfangsefnið var perlusteinn, basalt og vikur og markmiðið hagnýting þessara jarð- efna. Þorleifur var þeirrar trúar að jarðfræðingai- menntaðir við HÍ væru meðal bestu fáanlegra starfs- manna enda voru nokkrir þeirra ráðnir til gosefnanefndar. Síðar kom í ljós að hann hafði nokkuð til síns máls. Mikið var rannsakað og prófað, perlusteinn poppaður en hann þenst út við hitun í um 1200 gráður. Vikri var breytt í frauðplötur og jarðfræð- istúdentar fengnir til að dýfa pinna í bráðið basalt og hlaupa síðan eins hratt og þeir gátu. Bráðnað basaltið loddi við pinnann og úr urðu basalttrefjar. Bestu trefjarnar týnd- ust. Þær voru svo grannar. Þær sem fundust var unnt að vinda upp á kefli eins og tvinna. Draumurinn var að búa til trefjar til styrktar í stein- steypu og til að vefa úr gluggatjöld eins og þeir sögðust gera austur í Kákasus. En stúdentamir þreyttust fljótt og framleiðsluaðferðin var dýr. Ahuginn beindist því að grófari trefj- um og minna vinnukrefjandi fram- leiðslutækni, það er að segja venju- legri steinull. Einnig var reynt að búa til byggingarplötur úr hökkuð- um dagblöðum og íblöndunarefni. Sterkustu plöturnar fengust þegar notaðir voru leiðarar dagblaðanna. Verðbólga í tugum prósenta skekkh' margar myndir og drauma þar með talið hagkvæmniathuganir - jafnvel þótt notaðir hafi verið leið- réttingarstuðlar. Og erfitt getur ver- ið að sannfæra sjálfan sig og aðra að vit sé í reikningunum við slíkar að- stæður. Þorleifur og hans menn fundu það hráefni sem notað er við steinullar- framleiðsluna á Sauðárkróki. Við er- um öll börn okkar tima en hann var frumkvöðull á undirbúningsstigi Steinullarverksmiðjunnar. Við hjónin áttum kvöldstund með Þorleifi og Guðrúnu Bauer fyi-ir ekki mjög löngu, skiptumst á skoðunum og hlógum yfir gengnum vegi og skondnum atvikum. Við ákváðum að hittast fljótlega aftur. Ég er þakklát- ur fyrii' að hafa þekkt Þorleif og unnið með honum. Við hjónin samhryggjumst fjöl- skyldu Þorleifs. Hörður Jónsson verkfræðingur. Þegar dauðinn heggur skarð í hóp vina eða ættingja, kemur það flest- um okkar á óvart og virðist sem ekk- ert okkar verði nokkurn tíma undir það búið að taka við slíkum fréttum. Þannig var með okkur í fjölskyldu minni, þegar við fréttum af skyndi- legu fráfalli Þorleifs Einarssonar fyrir fáeinum dögum. Fundum okkar Þorleifs bai' fyrst saman í kringum 1960, þegar Steinunn elsta systir mín og Þorleifur felldu hugi saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.