Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lesarinn eftir Schlink trdnir á toppi lista yfír söluhæstu bækur vestanhafs Fjallar um sekt- ina sem þjakar Þjóðverja vegna helfararinnar BÓKIN sem nú trónir efst á sölu- listum bókabúða vestanhafs þykir nokkuð óvenjuleg metsölubók. Þetta er stutt bók og það fer ekki mikið fyrir henni en hún spyr mikil- vægra spurninga um siðferðisleg álitamál. Engu að síður er Lesar- inn, eftir þýska lögfræðiprófessor- inn Bernhard Schlink, efst á sölu- lista stórblaðsins The New York Times og á netbókabúðinni Amazon er hún einnig í efsta sæti, selst þar betur en ævisaga Monicu Lewin- sky. Lesarinn kom út í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar hjá Máli og menningu í íyrra en var ný- lega þýdd á enska tungu og ekki er langt síðan rétturinn til að kvik- mynda bókina var seldur fyrir fúlg- ur fjár. Nú síðast var hún valin bók mánaðarins í bókaklúbbi Oprah Winfrey og fyrir páska flaug höf- undurinn til Chicago til að hitta Winfrey sjálfa fyrir, en viðtalsþátt- ur hennar er með þeim vinsælli í Bandaidkjunum. „Mér féll mjög vel við hana,“ segir Schlink. „Hún er svo glæsileg." Lesarinn fjallar fyrst og fremst um þá sektarkennd sem þjakar Þjóðverja vegna aðgerða þeirra í síðari heimsstyrjöldinni. Edmund, faðir Schlinks, var guðfræðipró- fessor á tímum helfararinnar en harður andstæðingur hennar. „Þetta þema; sameiginleg sekt allra Þjóðverja, og hvaða merkingu verk kynslóðarinnar sem upplifði helfór- ina hafa fyrir okkur sem á eftir komum,“ segir höfundurinn. Söguhetja bókarinnar er ungur þýskur námsmaður sem kemst að því að fyrrverandi ástkona hans, tvöfalt eldri en hann sjálfur, hefur verið sökuð um stríðsglæpi í síðari heimsstyrjöldinni. Og hann kemst að því að ástkonan fyiTverandi á sér annað leyndarmál. Hún kann hvorki að lesa né skrifa og hefði því ekki getað skrifað skýrsluna sem er lykilsönnunargagn í réttarhöldum gegn henni. En hún skammast sín of mikið fyrir vankunnáttu sína að hún lýsir sig frekar seka en að við- urkenna að hún kann hvorki að lesa né skrifa. Hún er því dæmd til fangelsisvistar og er þá komið að því að söguhetjan þarf annars veg- ar að veita henni aðstoð sína, og hins vegar gera upp afstöðu sína til helfararinnar. „Skrýtin reynsla“ að alast upp í Þýskalandi eftirstríðsáranna Bernhard Schlink er 54 ára gam- all og prófessor í stjórnarskrárrétti og heimspeki laganna við Hum- boldt-háskólann í Berlín. Hann er jafnframt dómari við stjórnarskrár- réttinn í Múnster og hefur skrifað ritgerðir um lagaleg álitamál, þar á meðal sameiginlega sekt. Hann segir það hafa verið „skrýtna reynslu" að alast upp í Þýskalandi eftirstríðsáranna. Það hafí verið eins og eitruð leyndarmál fortíðarinnar hefðu verið lokuð inni, falin börnunum „og aðeins mamma vissi hvar lykillinn var“. En af og til skein sannleikurinn í gegn. „Einn af kennurum mínum, sem ég dáði og sem ég á mikið að þakka, var í SS-sveitunum,“ segir Schlink. „Við sáum húðflúrið sem hann bar því til sönnunar. Sögusagnir voru á kreiki um að hann hefði drýgt hræðileg óhæfuverk." Schlink segir sektarkenndina, sem þjakar Þjóðverja, hafa heillað sig og hann steypti sér á kaf í rann- sóknir á lagalegri hlið hennar og ritaði fræðigreinar um efnið. Með skáldsögunni Lesaranum reynii- hann hins vegar að nálgast efnið einnig frá mannlegu sjónarhorni. Bókin fjallar nefnilega ekki síður um þá fyrirgefningu sem er nauð- synleg svo hægt sé að yfirvinna sektarkenndina. Allar kantötur Bachs gefnar út Á NÆSTA ári er 250. ártíðar Jo- hanns Sebastians Bachs minnst víða um heim. Þýska útgáfan Hannsler lýkur þá íýrstu heildar- útgáfu á verkum Bachs, eins og fram hefur komið, 169 diskum alls, en einnig stefnir önnur þýsk út- gáfa, Deutsche Gramophori, á merkisútgáfu því fyrirtækið hyggst hljóðrita og gefa út allar kantötur Bachs, 200 alls. Hannsler var fyrsta útgáfan til að hljóðrita allar kantöturnar og gefa út á sínum tíma en síðan hafa fleiri fyrirtæki ýmist gefið þær all- ar út eða stefna að því, til að mynda BIS og Erato. Á vegum Deutsche Gramophon hyggst aftur á móti John Eliot Gardiner, hljóm- sveitarstjórinn kunni, taka upp all- ar kantötunar 200 á viðeigandi kirkjudögum í kirkjum um norðan- verða Evrópu. Fyrsta upptakan verður á jóladag næstkomandi, en ætlað er að upptökum ljúki í des- ember árið 2000. Að sögn Gardiners kviknaði hug- myndin að taka kantöturnar allar upp á viðeigandi hátíðisdögum og í framhaldi af því að taka þær upp í kirkjum sem Bach heimsótti um ævina eða hefði getað heimsótt. Þannig voru valdar kdrkjur í norð- anverðri Evrópu sem allar eiga það sameiginlegt að vera á leið Hansa- kaupmanna á tímum Bachs. Hljóð- ritað verður í kirkjum í Bretlandi, Frakklandi og Hollandi í vestri, Skandinavíu í norðri og Lettlandi og Litháen í austri. Þungamiðjan verður þó í Saxlandi þar sem Bach bjó og starfaði alla tíð. Kostnaður gríðarlegur Kostnaður vegna þessa verkefn- is er gríðarlegur, áætlunin er upp á um 400 milljónir króna, en til að afla fjár er styrktaraðilum boðið að leggja lið með framlögum. Kantötu má „kaupa“ á um milljón, en hægt er að styrkja ýmislegt annað en sjálfan flutninginn, þar á meðal nýja fræðilega útgáfu Breitkopfs og Hartels á kantötum Bachs sem byggt verður á. Búið er að fjár- magna um helming verkefnisins og þar af lögðu þrír ónefndir einstak- lingar fram um 75 milljónir króna til samans. Reuters Dýrmætur Degas STARFSMAÐUR Sothebys upp- boðshaldaranna í London heldur á verki franska málarans Edgars Degas, „Danseuse au repos“, sem Degas er talinn hafa lokið við árið 1879. Málverkið verður boðið upp hjá Sothebys í júní og er talið að einhver listunnandinn muni þurfa að punga út meira en fimm hundruð milljónum íslenskra króna til að eignast verkið. ----------------- 30 milljónir út á 40 síður London. Morgunblaðið. ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Arrow Books hefur gert 30 milljóna króna samning við Önnu Maxted fyrir hennar fyrstu bók og er samningur- inn gerður út á 40 síðna sýnishorn, að sögn brezka dagblaðsins The Gu- ardian. Sagan er sögð fjalla um konu sem sættist á dauða föður síns og nær tökum á sambandi við kærastann. Að baki býr andlát föður Maxted fyrir tveimur árum, en dálkaskrif hennar þá í tímaritið Cosmopolitan hreyfðu svo við starfsbræðrum hennar, að þeir hvöttu hana til að gera efninu skil í skáldsögu. BÆKFR Spekirit I CHING BÓK VERÐANDINNAR OG LIST FRIÐARINS í þýðingu Isaks Harðarsonar. Forlagið. 1998. VITUR maður hefur sagt að sannleikann sé ekki að fínna í bókum, jafnvel ekki góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartalag. Nú er það ekki ætlun mín að vé- fengja slíkan vísdóm. En hvað er gott hjarta- lag og hvað um bækur sem eru ýmist skrif- aðar af mönnum með þvílíka hjartabyggingu eða eru reistar á vísdómi aldanna? Tvær vís- dómsbækur austrænar í íslenskri þýðingu hefur nú rekið á fjörur mínar. Þetta eru I Ching, öndvegisrit kínverskrar speki og List friðarins sem inniheldur kenningar upphafs- manns Aikidolistarinnar, Morihei Ueshiba. Báðar eru þær í þýðingu Isaks Harðarsonar. Ekki veit ég til þess að mikið hafí verið fjallað um I Ching hér á landi. Islendingar þekkja kínverska speki fyrst og fremst gegn- um Bókina um veginn. En I Ching er í raun ein meginuppistaða þeirrar bókar og raunar einnig speki Konfúsíusar. Hún er ævaforn að stofni til, yflr 3.000 ára gömul. í upphafí var ritið samsafn línulegra tákna sem vora notuð við véfréttarspurningar. Lá- rétt óbrotið strik merkti já en brotið nei. Þessi strik samsvöruðu líka síðar innbyrðis í samhengi sínu hugtökunum yang og yin sem í breytingarheimspeki Kínverja tákna and- stæða einingu. Síðar bættu menn við línum. Fyrst vonj tvílínur, síðar þrílínur. Konfúsíus lýsti byggingu I Ching svo að takmörk verð- andinnar væni algjör. Það leiddi af sér tvo Bækur um verðandi og frið hætti sem leiddu af sér fjórar gerðir sem aftur gefa átta þrílín- ur. Samspil þessará átta þrílínu- tákna er kjami bókarinnar. Með því er kveðið á um gæfu eða ógæfu. Tvær og tvær þrílínur em lagðar saman og það gefur kost á 64 sexlínutáknum. Ut úr þessum línutáknum lesa menn síðan merkingu. Þrjár heil- ar línur tákna himin, styrk og sköpunarkraft og þrjár óbrotnar línur merkja jörð, móttækileika og auðsveipni. Þegar þessum þrí- línutáknum er síðan steypt sam- an eftir sérstökum aðferðum verður til leiðsögn um lífið, um gæfuna og leiðina. Algengustu útgáfur I Ching lúta svipuðum byggingarlögmálum. í kring- um hvert hinna 64 tákna eru ákveðin þemu. Síðan fylgir greinargerð. Þá kemur heildar- mat, túlkun eða gi-eining Konfúsíusar á greinargerðinni. Þessu fylgja einnig spak- mæli eignuð Konfúsíusi sem dregin eru af þeirri mynd sem sexlínan sýnir sem samsetn- ing tveggja þrílína. Nú hefur Isak Harðarson þýtt og gefíð út þetta forna rit. Hann nefnir ritið Bók verð- andinnar. Mér fínnst það nafn sérlega vel til fundið og undirstrika tvennt í mínum huga. Annars vegar það að bókin fjallar um verðandina, veröld sem er á hreyfingu og breytist stöðugt, hins vegar kall- ar titillinn fram hugrenninga- tengsl við forna speki norræna. Þrátt fyrir augljósan mun á nor- rænni og kínverskri fornspeki er þó margt t.a.m. í Hávamálum sem á sér samhljóm í I Ching. I Ching er til í ótal vestrænum þýðingum, mislöngum og með misítarlegum athugasemdum og skýringum. Isak hefur valið fremur knappan texta til þýðing- ar og sannast sagna er ekki al- veg laust við að hann sé full- knappur sums staðar. Rit þetta er flestum hér á landi ókunnugt svo að ítar- legai' skýringar eru nauðsynlegar með því. Ég hef til samanburðar margfalt lengri og greinarbetri útgáfu gerða af Richard Wil- helm. Það er líka ljóður á ráði ísaks að hann getur ekki hvaða útgáfu hann velur til þýð- ingar. Torveldar það skiljanlega umíjöllun um þýðinguna sjálfa sem mér sýnist þó að flestu leyti vel gerð. Ljóst er þannig að ísak leggur litla áherslu á forsagnargildi bókarinnar sem þó hefur Isak Harðarson verið eitt aðalatriðið í gegnum aldirnar og sleppir því að ræða hvernig hún er notuð, hvernig menn leituðu ráða til hennar með prjónum eða mynt. Þýðandinn leggur hins vegar höfuðáherslu á vísdómsþátt bókarinn- ar og í inngangi er ágæt greinargerð um uppbyggingu hennar. Miklu yngra rit er List friðarins. Það er ættað frá japönskum hernaðarsnillingi, Morihei Ueshiba, sem uppi var á þessari öld og mun vera frumkvöðull þeirrar bardaga- listar sem kölluð er Aikido en hún snýst víst fyrst og fremst um það að koma í veg fyrir átök. I fljótu bragði má slík bardagalist sýn- ast vera þversögn en kannski er kjarni bók- arinnar sá sem segir í formála að „áfram- haldandi átök - við aðra, við sjálf okkur og við umhverfið - munu gereyða jörðinni“. Væri óskandi að fleiri bardagasnillingar nú- tímans hefðu slíka hugsun að leiðarljósi. Aikido er því skapandi þjálfun hugar og lík- ama sem beinist að því að hafa stjórn á árás- arhneigð og leggur áherslu á kærleika og vináttu, samhygð alls. List friðarins er samsafn smágreina með lífsreglum. Þær eru stuttar og hnitmiðaðar og bókin er prýðilega þýdd á góðu máli. Það er því oft unun að lesa textann: „Sannur bar- dagamaður er ætíð vopnaður þremur hlut- um: Skínandi sverði sáttasemjai'ans, spegli dirfskunnar, viskunnar og vináttunnar, og dýrlegum gimsteini þekkingarinnar." Þessar tvær bækur veita okkur ef til vill ekki jafngóða innsýn í heim sannleikans og hjartagóðir menn en þær ljóma af hjarta- hlýju og visku og þýðandinn hefur unnið þarft verk að koma þeim yfir á íslensku. Skafti Þ. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.