Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 6ÍW- + Hörður Einars- son fæddist í Hrísey 29. apríl 1938. Hann lést á Landspi'talanum 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 1912 í Reykjavík, d. 1964, og Einar M. Þorvaldsson, kenn- ari og skólasljóri, síðast við Austur- bæjarskólann í Reykjavík, f. 1905 á Völlum í Svarfaðar- dal, d. 1984. Systkini Harðar voru Guðný, f. 1938, d. 1995, og Þorvaldur Grétar, f. 1941. Hinn 28. des. 1962 kvæntist Hörður Sigríði Antonsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1938 á Hofsósi. Foreldrar hennar Ant- on Tómasson, f. 1914, d. 1982, og Líney Kristinsdóttir, f. 1913. Börn Harðar og Sigríðar eru 1) Líney, f. 1963, d. 1986, þá að ljúka námi í hjúkrunarfræði, dóttir hennar er Líney Eggerts- dóttir, f. 1986. 2) Guðfinna, f. 1967, stundar cand. mag. nám í þýsku við Kaupmannahafnar- háskóla, maki Hafsteinn Gunn- ar Jónsson, skipaverkfræðing- ur, þeirra börn eru Hildur, f. Látinn er langt um aldur fram Hörður Einarsson tannlæknir. Hörður var fæddur í Hrísey og átti þar sín fyrstu ár en þar var Einar faðir hans skólastjóri. Fjölskyldan flutti til Akureyrar og þar átti Hörður sín unglingsár. Kynni okkar Harðar hófust haustið 1952 í lands- prófsbekk í Menntaskólanum á Akureyri og áttum við síðan samleið til stúdentsprófs 1957. Hörður var óvenju geðfelldur ungur maður og hvers manns hug- ljúfi. Ágætur námsmaður var hann og samviskusamur, skemmtilegur og góður félagi. Var hann vinsæll af öllum þeim sem umgengust hann. Hörður var um skeið formaður mál- fundafélags Menntaskólans, Hug- ins, og ýmis önnur trúnaðarstörf voru honum falin. Öll leysti hann þau af hendi með trúmennsku og samviskusemi. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í tannlækningum í Þýskalandi og lauk því árið 1964. Eftir heim- komu til íslands vann hann fyrst hjá öðrum tannlæknum en frá 1967 rak hann eigin tannlækningastofu í Reykjavík. 1962 giftist Hörður Sigríði Ant- onsdóttur hjúkrunarfræðingi, ætt- aðri frá Hofsósi, glæsilegri ágætis- konu. Heimili þeirra stóð í Garða- bæ. Þeim varð þriggja barna auðið, Líneyjar, Guðfinnu og Hrafnkels. Hörður var mikill fjölskyldufaðir, umhyggjusamur og ljúfur, og lét sér mjög annt um fólk sitt og heim- ili. Þau hjón urðu fyrir þeirri þungu sorg að Líney dóttir þeirra lést skyndilega tuttugu og þriggja ára, nýútskrifaður hjúki-unarfræðingur. Hörður átti við vanheilsu að stríða síðustu mánuði en þó kemur ótímabært andlát hans mjög á óvart. Horfinn er hinn glaði og góði félagi sem ætíð var að liðsinna öðr- um eða gleðja þá með gamansemi og góðvild. Hann var ágætlega hag- orður og hafði góða frásagnargáfu og jafnvel hver heimsókn á tann- læknastofu hans var hátíð og skemmtiferð sem entist manni í marga daga. I mannfagnaði var hann hrókur alls fagnaðar. Trygg- lyndi Harðar var einstakt. Sam- ferðamenn urðu vinir hans og hann brást aldrei vinum sínum heldur sýndi þeim ætíð hjálpsemi og þolin- mæði. Við vinir Harðar höfum mikils misst. Sárastur er þó harmur fjöl- skyldu hans. Megi minningin um óvenju góðan og vammlausan mann vera þeim styi'kur í framtíðinni. Páll Pétursson. 1992, og Jón Egill, f. 1996. 3) Hrafn- kell, f. 1973, nem- andi við Tækni- skóla íslands. Hörður varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akur- eyri 1957. Hann stundaði tann- læknanám við há- skólann í Erlangen í Þýskalandi og lauk þaðan prófi 1964. Hörður vann sem aðstoðartann- læknir hjá Magnúsi R. Gíslasyni 1964-1966 og hjá Halli L. Hallssyni hluta árs 1966, en rak eigin tannlækna- stofu í Reykjavík frá 1967. Hörður gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Tannlækna- félag Islands, sat tímabundið í fræðslunefnd, félagsstjórn, stjórn vísindasjóðs, ritnefnd Ar- bókar og ritnefnd Tannlækna- blaðsins. Hann var ennfremur virkur félagi í Rótarýklúbbnum Görðum frá 1976. Hann var varamaður í skólanefnd í Garðabæ um árabil. títför Harðar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er sagt um nemendur MA að samheldni þeirra inn á við sem út á við sé eitt af einkennum þeirra að loknu námi í skólanum. Þó víða sé komið við að loknu stúdentsprófi þá haldast böndin og oftar en ekki styrkjast þau með árunum. Þeir sem hér kveðja Hörð voru honum samferða á sjötta áratugn- um fyrir norðan. Það var svo ekki fyrr en fýrir 15 árum að hópur tíu vaskra norðanmanna ákvað að taka upp þráðinn að nýju og þá til þess aðallega að njóta náttúru landsins í hópi góðra vina. I fyrstu voru sam- fundimir óformlegir en nú er það svo þegar karlar taka upp á því að hittast reglulega að þá er stutt í formlegt skipulag, með ársfundum, konukvöldum og öðrum hugguleg- heþtum. Akveðin verkaskipting komst fljótt á í þessum hópi, þar voru skrásetjari, veiðimaður og yfirnjóli hinir ábyrgu stjórnendur en síðan kom það í hlut Harðar að standa vörð um bókmenntaarfinn og skáld- skapinn þá farið var í hinar árlegu heilsuræktar- og skoðunarferðir á Snæfellsnes. Áhugi hans, þekking og skáldgáfa var með þeim hætti að stundum leiddum við félagarnir að því hug- ann að hefði hann lagt þau fræði fyrir sig um dagana frekar en tann- verndina, þá væri íslensk menning auðugri í dag. Að leiðarlokum sækja að margvíslegar minningar. Brot liðinna daga og atburða eru skoðuð að nýju og oft undrunarefni hvað lífseigast er í minningunni. Tilhlökkunin fyrir ferðir og sam- fundi var augljós, stundirnar gleði- gjafi og aldrei féll á þær skuggi. Svo traust voru böndin. Og nú er skarð fyrir skildi þegar Hörður Einarsson, skáldið okkar, er fallinn frá fyrir aldur fram. Góð- ur vinur, með stórt hjarta, sem aldrei gerði mannamun. Hann hafði til að bera virðulegt stolt og list- ræna hæfileika í ríkum mæli svo sem sæmdi skáldi með ríka kímni- gáfu. Við sendum Sigríði, konu hans, og eftirlifandi börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa þau öll. Bergur Felixson, Böðvar Bragason. Kveðja frá Gráskjóna Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi tóku sig saman nokkrir kunningjar og mynduðu með sér félagsskap sem brátt hlaut nafnið Hhitfélagið Grá- skjóni, enda tilgangurinn að hittast einu sinni í viku um vetrartímann og iðka hnit (badminton). Örfáum árum síðar kom Hörður Einarsson, sem nú er failinn frá langt um aldur fram, til liðs við félagið og þá með þann anda sem alla tíð síðan hefur verið aðal félagsins, græskulaust gamanið og léttleikann. Þeim anda hélt Hörður við án þess að séð yrði að hann hefði nokkuð fyrir því, sá hæfileiki að lyfta öllu upp á léttari nóturnar var eðlisgi’óinn skapgerð hans, enda var Hörður eftirsóttur félagi miklu víðar en í Gráskjóna. Þegar leiðir Harðar og okkar hinna skiljast nú rifjast vitaskuld margt upp frá liðinni tíð. Sama var hvort var í hita leiks inni á velli eða við sælgætisát og gosdrykkjaþamb í sjoppu eftir leik, það var eins og Hörð þi’yti aldrei einstaklega mark- hittin spaugsyrði og bráðsmellnar athugasemdir. Að sjá spaugilegu hliðarnar á líðandi stund var hans sérgrein. Hörður var maður félags- lyndisins og sá ekki í fyrirhöfnina þegar halda þurfti félögum vegleg hóf, lét sig t.d. ekki muna um að verja mörgum helgum og kvöldum til að breyta herbergjum í kjallaran- um á heimili sínu í glæsilegan sögu- aldarbæ þegar þar var fyrir margt löngu haldið veglegt þorrablót, ógleymanlegt öllum sem það sátu. Fyrrnefndur félagsskapur, Grá- skjóni, taldi sig dálítið merkilegan og setti sér því lög, skipaði sér emb- ættismenn og hélt svokallað hnit- þing að jafnaði einu sinni á ári. Þótt gunnmerki Gráskjóna væri lýðræði út í æsar er ekki víst að allir myndu fella sig við þann skilning sem fé- lagarnir lögðu í það hugtak, t.d. það ákvæði að forseti Gráskjóna skyldi hafa áttfaldan atkvæðisrétt á við aðra félagsmenn, auk þess sem því embætti mætti enginn gegna nema hann hefði áður gegnt því. Þótt ekki skuli lítið gert úr öðrum félögum verður því ekki á móti mælt að á þingum Gráskjóna og öðrum sam- komum félagsins var Hörður sá sem hélt langhæst á lofti þeim létta og hressilega anda sem þar ríkti, án Harðar hefðu samkomur þessar orðið stórum svipminni. Hug- myndaflug hans og uppátæki sýnd- ust óþrotleg. Er þar ekki síst að nefna ýmislegt framlag Harðar í bundnu máli, íþrótt sem honum virtist auðvelt að iðka. Og ósköp gat það verið sálinni upplífgandi að koma stöku sinnum heim eftir þungan vinnudag og finna í póst- kassanum vísukom frá Herði, stundum ásamt einhverjum öðrum hugleiðingum hans sem ekki voru alltaf settar fram á grafalvarlegan hátt. Hnit er íþrótt sem útheimt getur mikla orku og þol og fyrir u.þ.b. tveimur árum var heilsu Harðar þannig komið að hann hafði ekki þrek til að iðka hnit lengur. Breyttu þá Gráskjónar um svið og fóru að hittast í sundlaugum og heitum pottum og kaffihúsum á eftir en Hörður breyttist ekki, skopskynið og léttleikinn fylgdu með. Eins og gengur og gerist í lífinu átti Hörður sínar erfiðu stundir, sumar áreiðanlega mjög erfiðar, sum ólögin sem yfir riðu voru stór. Auðvitað fór ekki hjá því að við fé- lagarnir skynjuðum undir niðri að Herði var lífið á stundum næstum óyfirstíganlega mótbrekkt. En Hörður stóð uppi þar til yfir lauk 25. mars síðastliðinn og það er hinn uppistandandi Hörður sem við Grá- skjónar ætlum að geyma í minningu okkar. Við félagarnir höfum mikils misst, Gráskjóni verður aldrei sam- ur og áður, nú þegar Hörður er genginn, en mestur er missir eigin- konu og barna og barnabarna. Þeim sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og vitum að huggun og styrkur er að því að varðveita minn- ingu heiðursmannsins Harðar Ein- ai’ssonar. Við Gráskjónar ætlum að starfa áfram með þeim létta anda sem Hörður færði inn í félagsskap- inn. Það hefði Hörður sjálfur viljað og þannig er mestur sómi sýndur minningu hans. Fyi’ir hönd Gráskjóna. Eiríkur Þormóðsson. HÖRÐUR EINARSSON t Hjartkær móðir okkar, MARÍA ANNA MAGNÚSDÓTTIR, frá Ólafsfirði, áður til heimilis í Lönguhlíð 25, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 5. apríl. Kristín, Halldóra, Ásta, Guðrún, Adda, Erna, Ásdís Hartmannsdætur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KJARTAN GUNNAR HELGASON fyrrverandi bóndi, Unaðsdal, til heimilis á Skeljatanga 21, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 8. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas, Krabbameinsfélag íslands eða Unaðsdalskirkju, reikningsnr. 61327, Landsbankanum (safirði. Salvör Stefanía Ingólfsdóttir, Elín Anna Kjartansdóttir, Hrafnkeli B. Þórðarson, Helgi Kjartansson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Einar Magnússon, Ingólfur Kjartansson, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR H. GUÐMUNDSSON flugvirki, Ásgarði 77, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 4. apríl. Eiísabet María Víglundsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Víglundur Sigurðsson, Margrét Rósa Sigurðardóttir, Þórhildur Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Halldór Sigurðsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRiSTiNSDÓTTIR MAGNÚSSON, Sunnuvegi 35 í Reykjavík, andaðist á skírdag á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 9. apríl, kl. 15.00. Hanna Guðmundsdóttir, Jón H. Magnússon, Sigurður Örn Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, John Gardiner, barnabörn og barnabarnabörn. r t Elskulegur eiginmaður, faðir, sonur, sonar- sonur og tengdasonur, JÓN STEFÁNSSON, Tindum 1, Kjalarnesi, lést af slysförum laugardaginn 3. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Herdís Guðjónsdóttir, Jón Sveinbjörn Jónsson, Stefán Atli Jónsson, Marteinn Helgi Jónsson, Sigríður Sveinsdóttir, Stefán Jónsson, Jón Stefánsson, Nina Schjetne, Guðjón Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.