Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 34

Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kristinn Sigmundsson þreytir frumraun sína í hlutverki Gúrnemans „Aldrei verið betur tekið eftir óperu- sýningu“ Pýskalandi, þar sem flestir „Wagneristar“, eins og hann kallar dyggustu aðdáendur tónskáldsins, búa. „Þjóðverjar þekkja þetta stykki ákaflega vel og gera fyrir vikið mikl- ar ki'öfur til flutningsins. Oft er tal- að um tvö stig af „Wagner-æðinu“, annars vegar eru „Wagneristar" og hins vegar „Parsífalistar", þeir eru albrjálaðastir. Vitandi þetta var ég óvenju taugaveiklaður fyrir sýning- una. Sá ótti var ástæðulaus, til allrar hamingju." Laun erfíðisins Kristinn hóf að búa sig undir verkefnið fyrir tveimur árum og mætti því vel undirbúinn til leiks. „Eg hef aldrei tekið mér jafn langan tíma fyrir neitt hlutverk, hef legið meira og minna yfir Gúrnemans síð- an mér varð ljóst að ég ætti að syngja hann. Nú er ég að uppskera laun erfiðisins." Kj'istinn segir æfingar í Köln hafa verið strembnari en hann eigi að venjast. Ástæðan er sú að nýverið var ráðinn að húsinu nýr hljómsveit- arstjóri, sem hljómsveitinni hugnast ekki, og fyrir vikið hefur loft verið lævi blandið að undanfömu. „Fólk hefur tekist á og andrúmsloftið í húsinu verið undarlegt. Pó þetta ástand snerti okkur söngvarana ekki beint hjálpar það ekki til.“ Þess má geta að einn íslendingur, Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari, er í hljómsveit Kölnaróperunnar og „ÞETTA gekk mjög vel og viðtökur voi-u betri en ég þorði að vona. Mér hefur aldrei verið betur tekið eftir óperusýningu, það brast eiginlega á fárviðri með látum, ef svo má að orði komast,“ segir Kristinn Sigmunds- son bassasöngvari um frumsýning- una á Parsífal eftir Richard Wagner í Kölnaróperunni á páskadag, þar sem hann fór með hið viðamikla hlutverk Gúmemans. Kolbeinn Ketilsson tenórsöngvari, sem einnig tók þátt í sýningunni, söng hlutverk fyrsta riddara, segir Kristin hafa unnið mikinn sigur á sviði Kölnaróperunnar. „Kristni var langbest tekið af öllum einsöngvur- unum, á þvá leikur enginn vafí. Mað- ur verður ekki oft vitni að svona við- tökum, allra síst þegar „heilagt verk“ eins og Parsífal á í hlut. Við íslendingar getum verið virkilega stoltir af Kristni." Hlutverk Gralsriddarans Gúr- nemans er mikið að vöxtum en þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn tekst það á hendur. „Þetta er langstærsta hlutverk sem ég hef sungið og það mest krefjandi líka, textinn er svo mikill og tilfinningamar sem koma þarf til skila flóknar. Sýningin tekur um fimm klukkustundir og ég er á sviðinu mestallan tímann. I raun ætti óperan að heita Gúrnemans því hlutverk Parsífals er margfalt smærra.“ Kristni þykir sérstaklega ánægju- legt að hafa fengið slíkar viðtökur í KRISTINN Sigmundsson segir Gúrnemans Iangstærsta óperuhlutverk sem hann hefúr fengist við um dagana. tók þátt í flutningi á Parsífal á páskadag. Uppfærslan í Köln er með nú- tímalegu sniði og segir Kristinn að leikstjórinn hafi fengið skömm í hattinn hjá áhorfendum að sýningu lokinni. ,Áhorfendur vom ekki hrifnir af uppfærslunni og leikstjór- inn, sem er jafnframt ópemstjóri héma í Köln, var púaður niður mjög kröftuglega. Það var einróma baul,“ segir Kristinn og skellir uppúr. Hann segir sýninguna eigi að síður nokkuð þægilega fyrir söngvarana. „Við erum hvorki látnir standa á haus né höndum.“ Kristinn tekur þátt í fjóram sýn- ingum á Parsífal til viðbótar í Köln, 8., 11., 15. og 25. apríl. „Það verður ekki meira að sinni. Vonandi verður þetta þó ekki í síðasta sinn sem ég syng hlutverkið." Ást við fyrstu sýn Hinrik Hoe Haraldsson, Jóhaima Vigdís Amardóttir, Nanna Kristín Magn- úsdóttir og María Pálsdóttir í sjónvarpsmyndinni Guð er til... og ástin. SJÓJWARP S u n n u dags 1 e i khú s i ð GUÐ ER TIL... OG ÁSTIN Handrit: Illugi Jökulsson. Leik- stjórn/klipping: Hilmar Oddsson. Tónlist: Þorvaldur B. Þorvaldsson. Leikmynd/búningar: Guðjón Ketils- son. Kvikmyndataka: Ólafur Rögn- valdsson. Hljóð: Gunnar Hermanns- son. Leikendur: Egill Heiðar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Haraldsson, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefáns- son, Magnús Ólafsson. Afskekkt eyja þar sem mannlífíð er einfalt, saklaust og einlægt verður fyrir innrás umheimsins í líki heimtufrekrar poppstjörnu, hjásvæfils hennar Nagla, ljós- myndarans Dússa og systurinnar Siggu sem semur texta og lög en getur ekki sungið sjálf. A eyjunni eru fimm nafngreindar persónur; vikapiltar hreppsins Palli og Maggi, Stína kærasta Palla sem af- greiðir á kaffihúsinu, oddvitinn og Brynhildur, drykkfelld, aðflutt og einfætt kennslukona. Allt er þetta ungt fólk á þrítugsaldri utan odd- vitinn sem er nokkm eldri. Skýringin á aldri persónanna er tæknileg, þar sem hópurinn, sem höfundurinn skrifar fyrir, er allur á svipuðum aldri og ekki um aðra samsetningu leikenda að ræða. Handritið lýtur því mjög sérstök- um forsendum sem höfundi eru lagðar til í upphafi af hópnum sem pantar af honum verkið. Hvort þær forsendur koma hinum almenna sjónvai-psáhorfanda nokkurn skap- aðan hlut við þar sem hann horfir á myndina er annað mál. Annaðhvort nær myndin til áhorfenda eða ekki. Innbyggðar afsakanir vegna tilurð- ar myndarinnar sem skólaverkefn- is og takmarkaðrar reynslu leik- enda af sömu sökum hafa ekki einu sinni vægi sem aukaatriði þegar þannig er á litið. Af sjónvarpsins hálfu er virðingai’vert að bjóða nemendum Leiklistarskólans þetta tækifæri til þjálfunar frammi fyrir myndavél með reyndum leikstjóra, þótt það sé fullkomlega fráleitt að láta afraksturinn standa undir dag- skrá íslenska Sjónvarpsins sem há- punkturinn á sjálft páskadags- kvöld. Annað mál væri ef um væri að ræða sjónvarpsmynd sem borin væri uppi af reyndum leikumm og útskriftarárgangur Leiklistarskól- ans kæmi þar fram í hlutverkum við hæfi - eða myndinni væri fund- in látlausari útsendingartími. Sá gmnur læddist að undirrit- uðum að höfundurinn Illugi væri að hæðast að þeirri margþvældu klisju sem fólgin er í söguþræði myndarinnar. Era það bara ein- feldningar sem daga uppi á af- skekktum stöðum eða verður fólk að einfeldningum við að búa af- skekkt? Hafa aðrir sig á brott ef báðir fætur eru jafnlangir? Er sjálfsagt að fásinnið ali af sér sak- leysi og einlægni? Er andstæðuna við þetta að finna í alþjóðlegri poppstjörnu? Eru kannski engin marktæk tengsl á milli einfeldni fólks og fólksfjölda og umferðar- þunga? Þetta er auðvitað róman- tísk skáldsagnaklisja sem aldrei hefur átt sér raunverulega stoð og Illugi stillir henni hiklaust upp sem slíkri til að búa til háðska sögu - allt að því dæmisögu - um listina, rómantíkina og ástina. Leikararnir ungu sýndu góð til- þrif sem framtíðarkvikmyndaleik- arar þótt þau væm misjafnlega vel heima gagnvart persónum sínum. Samtölin voru mestan part skrifuð á skemmtilega eðlilegu talmáli og leikhópurinn kom þeim vel frá sér. Auðveldast áttu þau Egill Heiðar Anton Pálsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason sem fylgifiskar popp- stjörnunnar. Kunnugleg týpu- þrenna. Stína og Palli voru einlæg, íálleg og sviphrein í meðfórum Maríu Pálsdóttur og Stefáns Karls Stefánssonar og Stefán hélt vel ut- an um einfeldningssvipinn með til- heyi'andi daufu augnaráði. Vinur- inn Maggi átti líklega að vera tals- vert vitlausari en hann leit út fyrir að vera í meðfömm Hinriks Hoe Haraldssscnar en einlægnin skein Síðasta sýning á Hafrúnu í Möguleik- húsinu SÍÐASTA sýning á leiksýn- ingunni Hafránu í Möguleik- húsinu við Hlemm verður. sunnudaginn 11. apríl. Leiksýningin er unnin af leikhópnum upp úr þremur ís- lenskum þjóðsögum sem allar tengjast hafínu. I sýningunni segir frá ýmsum furðuskepn- um sem rísa ýmist upp úr sjónum eða birtast í fjöruborð- inu, mönnum til undrunar, hugarangurs, nokkurs ótta og gott ef ekki lífshættu. Leikari er Vala Þórsdóttir, tónlistannaður Kristján Eld- járn, höfundur leikmyndar og búninga er Katrín Þorvalds- dóttir og leikstjóri Pétur Egg- erz. Skáldskap- ur, kímni og tilfínning FLJÚGANDI fiskar hafa sýnt Hótel Heklu í Finnlandi og fengið prýðilegar viðtökur. Bror Rönnholm skrifar í Ábo Underrattelser (25. rnars) og segir að þau Þórey Sigþórs- dóttir, Hinrik Ólafsson og leikstjórinn Hlín Agnarsdóttir beri á borð létta og skemmti- lega uppsetningu úr heimi flugsins þar sem finna megi ís- lenska tvíræðni. Höfundai- em skáldin Linda Vilhjálmsdóttir og Anton Helgi Jónsson en þýðandi Ylva Hellerud. Frá Ábo var haldið með leikritið til Stokk- hólms. af honum. Kennslukonan einfætta var kona með reynslu sem Laufey Brá Jónsdóttir bar ekki beinlínis utan á sér en k:om engu síður til skila. Magnús Ólafsson átti stuttan gestasprett og var skemmtilega skilningsvana á svip á meðan Dússi ljósmyndari rausaði yfir honum um listadrauma sína. Jóhanna Vigdís Arnardóttir var poppstjarnan Villa sem kemur auga á Palla og langar í hann, rétt einsog krakka langar í kettling eða hvolp. Vandi Jóhönnu Vigdísar var að hún sat uppi með persónu sem var skotspónn höfundarins og háðskur tónninn virtist gera henni nokkuð erfitt fyrir. Þannig varð ástarþrá Villu fremur vandræða- leg sem hvort tveggja í senn, ein- læg hugsun persónunnar en háðskt álit höfundarins. Varla er hægt að taka mark á því að popp- stjaman hrífist af einfeldningnum Palla og sömuleiðis er ekki hægt að taka mark á því að einfeldning- urinn taki mark á henni nema hann sé hreinlega alvarlega þroskaheftur og þá er hans eigin veröld hmnin og ekki marktæk. Að hann snýr aftur í faðm Stínu sinnar sýnir fyrst og fremst hlýðni höfundarins við hefðbundinn endi slíkrar sögu fremur en dýpka per- sónuna að nokkru ráði. Eftir stendur röð af ágætlega sömdum atriðum sem, ef þau eru ekki tekin of hátíðlega sem heild, bera vitni ágætum hæfileikum leikaraefnanna, góðri leikstjórn, fallegri kvikmyndatöku, viðeigandi tónlist og útsjónarsemi aðstand- enda sem vafalaust hefur verið þröngt sniðinn stakkurinn við gerð þessarar myndar. Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.