Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verslunarráð sendir forsætisráðherra ábendingar varðandi alþjóðavæðingu Eignarskattur verði afnuminn Réttindaskrá upplýsingasamfélagsins kynnt Verja hag neytenda Morgunblaðið/Ásdís STUART Goold, aðalritari CECUA (t.v.) og Karl Henry Haglund, for- stöðumaður ISPO skrifstofu Evrópusambandsins. VERSLUNARRÁÐ íslands telur mikilvægt að stjómvöld hlutist til um afnám eða lækkun eignarskatts, sem þekkist vart hjá öðnim OECD- ríkjum, þar sem skatturinn veiki samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja gagnvart erlendum keppi- nautum og sé jafnframt bein hindr- un fyrir erlend fyrirtæki og fjár- festa sem áhuga hafa á þátttöku í rekstri hér á landi. Þetta kemur fram í bréfi sem Verslunarráð hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráð- herra um þau atriði sem Verslunar- ráð telur mikilvægt að stjórnvöld hafi forgöngu um að hrinda í fram- kvæmd til að greiða fyrir frekari al- þjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja. I bréfi Verslunarráðs til forsætis- ráðherra er komið á framfæri ýms- um ábendingum um aðgerðir sem ráðið telur brýnt að stjórnvöld hlut- ist til um að framkvæma í tengslum við alþjóðavæðingu atvinnulífsins, meðal annars varðandi skatta og gjöld. Bent er á að öll Norðurlöndin nema Island hafi afnumið stimpil- gjöld, en þau séu veruleg byrði á viðskiptalífið hér á landi og veiki samkeppnisstöðu innlendra lána- stofnana nú þegar fjármagn flæðir frjálst milli landa. Einnig veiti þau stærri fyrirtækjum sem eiga auð- veldara með að sækja á erlenda lánamarkaði samkeppnisforskot á smærri innlend fyrirtæki. Telur Verslunarráð brýnt að horfið verði frá þessari sérstöku skattheimtu sem fyrst. Verslunarráð leggur til að lög- festar verði hagstæðari reglur um skattlagningu kaupréttar á hluta- bréfum og starfsmönnum fyrir- tækja verði ekki gert að greiða skatt af bréfum sem þeir eignast í fyrirtækjunum fyrr en þau eru seld. Þá verði tekin upp almenn heimild fyrir fyrirtæki til að draga sölutap vegna hlutabréfaviðskipta frá rekstrarkostnaði. Þá telur Verslun- arráð brýnt að hugað verði að breytingum á reglum um skattalega meðferð dagpeninga íslenskra starfsmanna fyrirtækja sem skráð eru hérlendis en eru með starfsemi erlendis. Mikilvægt að hraða einkavæðingu Meðal annarra atriða sem bent er á í bréfi Verslunarráðs er mikilvægi þess að hraðað verði einkavæðingu opinberra fyrirtækja og að ríkið selji sinn hlut í þeim ríkisfyrirtækj- um sem breytt hefur verið eða verð- ur breytt í hlutafélög. Lagt er til að í samkeppnislög verði tekin ákvæði um takmörkun ríkisstyrkja og að numdar verði úr lögum allar tak- markanir á fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi og orkufram- leiðslu á Islandi. Loks má geta þess að Verslunar- ráð telur að með tilkomu evrunnar sé mikilvægt að huga að því að inn- lendum fyrirtækjum verði gert kleift að halda bókhald í evrum, og að stjómvöld hugi sem fyrst að því hvort ekki sé ástæða til að tengja ís- Ienska hagkerfið við hagkerfi Evr- ópuríkja ef takast eigi að viðhalda stöðugleika í íslensku efnahagslífi. ÞRÓUNIN í upplýsingatæknigeir- anum er svo ör að stjórnvöld ná ekki að fylgja henni eftir með við- eigandi lagasetningu til að tryggja hag neytenda, einkanlega vegna þess hve alþjóðlegt upplýsingasam- félagið er og vegna þess hversu hratt það þróast. Þessvegna var nauðsynlegt að setja saman rétt- indaskrá, sem nefnd er „bill of rights“ á ensku, sem ætlunin er að kynna og gera að samþykktri við- miðun varðandi siðferði og almenn samskipti og viðskipti í upplýsinga- samfélaginu. Þetta kom fram í máli Stuart Goold, framkvæmdastjóra Evrópu- samtaka tölvunotenda, CECUA, sem kynnti réttindaskrána á ráð- stefnu sem haldin var í Reykjavík 29. mars síðastliðinn, og var það fyrsta kynningin í Evrópu. „Við erum rétt að byrja að kynna þau málefni sem snerta réttinda- skrána og upplýsingasamfélagið, og ætlum að reyna að gera almenning meðvitaðan um málið,“ sagði Stuart Goold í samtali við Morgunblaðið. Við erum að færast frá samfélögum sem byggjast á þjóðríkinu til upp- lýsingasamfélagsins sem nær um allan heim, og það vekur upp mörg álitamál fyrir almenning. Við vitum AKVÖRÐUN um byggingu magn- esíumverksmiðju á Reykjanesi verður ffestað um hálft ár vegna erfiðleika við rekstur tilraunaverk- smiðju fyrirtækisins Australian Magesium í Ástralíu þar sem verið var að reyna nýjaraðferðir. Júlíus Jónasson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, segir að gert hafi til dæmis lítið um hvernig á að verj- ast tölvuglæpum af ýmsum toga, og þessi mál þarf að taka til skoðunar án tafar og hvemig unnt er að tryggja réttindi fólks í upplýsinga- samfélaginu." Réttindaskrána er hægt að skoða á heimasíðu CECUA, sem eru Evr- ópusamtök tölvunotenda, og er slóð- in www.cecua.org. Finninn Karl Henry Haglund var einnig staddur á kynningunni, þar sem hann flutti fyrirlestur um ISPO, sem er verkefnisskrifstofa verið ráð fyrir að ákvörðun um byggingu verksmiðjunnar yrði tek- in í Astralíu í byrjun þessa árs en að henni verði nú ífestað. í kjölfar hennar á að gera hagkvæmniathug- un hér á landi sem tekur 6-12 mán- uði og eftir það verður endanlega ákvörðun tekin. „Þeir byggðu tilraunaverksmiðju um upplýsingasamfélagið og er rek- in af tveimur ráðuneytum Evrópu- sambandsins, og á að vinna að þró- un upplýsingasamfélagsins sjálfs. I samtali við Morgunblaðið sagði Haglund að besta leiðin fyrir ís- lenska aðila til að njóta góðs af ISPO væri fyrst gegnum upplýs- ingamiðlun skrifstofunnar á vefsíðu hennar, www.ispo.cec.be. Þar fást upplýsingar um nýjustu aðgerðir Evrópuráðsins í þessum málaflokki, og einnig upplýsingar fyrir hvert land Evrópusambandsins fyrir sig. sem átti að skila málmi fyrir ái-amót en þeir hafa verið í vandræðum með eitt þrepið í framleiðslunni. Þeir telja sig þó vera að sjá fyrir endann á því,“ segir Júlíus. Hann segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um það að dreg- ið hafi úr líkum á því að verksmiðj- an verði byggð hér á landi. ------------------ Námsstefna um ATP mælingar SAMEY efnir til námsstefnu í ATP mælingum í dag, miðvikudaginn 7. apríl. Námsstefnan verður haldin að Grand Hótel Reykjavík frá klukkan 13 til 17. Á námsstefnunni verður fjallað um grundvöll ATP mælinga, ávinning af ATP mælingum, ATP mælingar í hreinlætiseftirliti, mikil- vægi hraðvirkra mæliaðferða í virk- um gæðakerfum, svo sem ISO, HACCP og hvemig ATP mæling- arnar falla að gæðakerfunum. Með- al fyrirlesara eru Ben Lich frá Hollandi, Birna Hjörleifsdóttir hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Hákon Jóhannesson hjá Mat- vælatækni. Með tilkomu gæðakerfa í mat- vælafyrirtækjum er þörfin fyrir hraðvirkar mæliaðferðir mun brýnni en áður. Allar lífverur nota Adenosine Tri-phosphate (ATP) sem grunnorku og allt ATP er efna- fræðilega greinanlegt. Með ATP mælingum er hægt að fá mæliniðurstöður samstundis, grípa til viðeigandi ráðstafana og koma í veg fyrir framleiðslutjón ef ástandið er óviðunandi. Algengasta notkunin á ATP mælum er í eftirliti með þrifum og hreinlæti. ATP mæl- ingar til hreinlætiseftirlits eru not- aðar í flestum greinum matvælaiðn- aðar, bæði matvælaframleiðslu, hrá- efnisöflun og veitingarekstri. Mest- ur ávinningur af virkara hreinlætis- eftirliti er við framleiðslu á matvæl- um sem eru tilbúnar til neyslu, hafa stuttan líftíma og eru viðkvæmar fyrir gerlamengun, svo sem í rækju- framleiðslu, mjólkuriðnaði o.fl. Skráning á námsstefnuna er í síma 510 5200. Ulstein biónusta HÖNNUN / SMIÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINNE Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 i # Hraðnámskeið í tungumálum Næstu námskeið hefjast í apríl Enska • Danska • Sænska • Norska Þýska • Franska • Spænska • ítalska Rússneska • Japanska • Kínverska Portúgalska • íslenska fyrir útlendinga Myndlistar- og enskunámskeið fyrir börn í júní og ágúst. liMliMI;! TOMSTUNDASKOLINN Grensásvegi 16A • Sími 588 7222 • www.mimir.is ^ Plastprent hf. AÐALFUNDUR Aðalfundur Plastprents hf. verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl 1999 kl.: 16.00 í húsnæði félagsins að Fosshálsi 17-25, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18 gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Plastprents hf. Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\SAÐ A/ÝT7 Akvörðun um magnesíum- verksmiðju frestað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.