Morgunblaðið - 07.04.1999, Side 35

Morgunblaðið - 07.04.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 35 LISTIR Emil Thomsen ræðst í heildarútgáfu færeysku danskvæðánna „Dansurin er sprell- lifandi í Færeyjum“ Fyrstu fímm bindin í heildarútgáfu Bóka- garðs í Þórshöfn á færeysku danskvæðun- um, Föroya kvæði, komu út fyrir skömmu en bækurnar voru prentaðar í Prentsmiðj- unni Odda. Margrét Sveinbjörnsdóttir sló á þráðinn til útgefandans Emils Thomsen, sem er kominn á níræðisaldur en aldeilis ekki af baki dottinn í bókaútgáfunni. í FYRSTU þremur bindunum eru kvæðin um Sigurð Fáfnisbana, Sjúrðarkvæðini, eins og þau nefnast á fær- eysku, og þá taka við kvæði um aðra kappa og hetjur úr fornum sögum og ævintýrum. Alls gerir Emil Thom- sen ráð fyrir að verkið fylli 40 bindi og eru tíu bindi til viðbótar nú þegar tilbúin til prent- unar. „Eg byrjaði á þessu 1984, en svo kom kreppan í Færeyjum og hún sló allt til jarð- ar. Svo tók ég aftur upp þráðinn og nú eru fyrstu fimm bindin kom- in út,“ segir útgefandinn. Hann segir það munu velta á undirtekt- um og sölu, hve geyst hann geti farið í útgáfuna, því hún verði jú að bera sig. Kvæðin tengjast færeyska dansinuni órofa böndum Mikill fjöldi danskvæða er varð- veittur í Færeyjum. Sama og ekk- ert var skrifað á færeysku fyrr en á átjándu öld og fram að því höfðu kvæðin varðveist í munnlegri geymd mann fram af manni, öld eftir öld. Kvæðin tengjast færeyska dansinum órofa bönd- um og er talið að það hafi verið vegna teng- ingarinnar við dansinn að kvæðin varðveittust jafn vel og raun bar vitni. Sá sem fyrstur hóf að safna kvæðun- um var færeyski fræðimaðurinn og orðabókarhöfundurinn Jens Christian Svabo, sem skrifaði upp fjölda kvæða áárunum upp úr 1770. Á nítjándu öld komst nokkur skriður á uppskriftir kvæð- anna og hefur kvæðasöfnun raunar verið haldið áfram allt fram á síð- ustu áratugi þessarar aldar. títgáfa ætluð almenningi I lok síðustu aldar var tekið sam- an mikið kvæðasafn í Kaupmanna- höfn, 0011303 Carminum Færoensi- um, þar sem endurritaðar voni all- ar uppskriftir færeyskra dans- kvæða sem þá var vitað um, alls 18 handskrifuð bindi. Það safn var prentað í sex bindum í Kaup- mannahöfn um miðbik þessarar aldar en nýlega kom út sjöunda Emil Thomsen bindið með skrám og öðru ítarefni. Þessi útgáfa er vísindaleg, með ít- arlegum skýringum. Útgáfa Bókagarðs, sem nú er að líta dagsins ljós er ekki vísindaleg, heldur „fólkaútgáfa", að sögn út- gefandans. Með því á hann við að hún sé ætluð almenningi. í henni eni endurprentuð öll sömu kvæða- afbrigði og í Corpus Carminum Færoensium, en á undan hverju kvæði er stuttur efnisútdráttur. Auk þess er í fyrsta bindinu ritgerð um kvæðin eftir Dánjal Niclasen sem bjó kvæðin til prentunar. Hjálpseini og áhugi Islendinga „Það er athyglisvert og raunar alveg stórkostlegt að þessi kvæði hafi öll varðveist í fámenninu hér í Færeyjum," segir Emil Thomsen og heldur áfram: „Dansurin er sprelllifandi í Færeyjum.“ Sjálfum finnst honum reyndar að almenn- ingur í Færeyjum hafi ekki nógu mikinn áhuga fyrir kvæðunum og því sem hann er að gera. Aftur á móti segir hann að íslendingar hafi reynst sér stórkostlega hjálpsamir og sýnt verkefninu mikinn áhuga. Kvæðin eru prentuð í Odda eins og reyndar megnið af þeim bókum sem hann hefur gefið út á undan- förnum árum. Þar á meðal era end- urútgáfur sígildra færeyskra bók- mennta og þjóðfræða. „Eg elska Island og Islendinga - þið erað besta þjóðin í heiminum,“ segir hann. Þó að Emil Thomsen sé orðinn 83 ára gamall og hafi skilað drjúgu dagsverki er hann langt frá því að vera sestur í helgan stein. En með útgáfu kvæðanna er gamall og stór draumur að rætast. Hann er stolt- ur af því að hafa ekki gefist upp þegar á móti blés og efnahagur eyjanna var í rúst. Hann segir heilsuna nokkuð góða. „En ég þoli ekki að drekka svo mikið meir,“ segir hann og hlær hátt. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FUGLAFJARÐAR Sangkór syngur á Flúðum. Góðir gestir frá Færeyjum Hrunamannahreppi - Góðir gest- ir komu í heimsókn frá Færeyj- um í síðustu viku. Það var Fugla- Qarðar Sangkór sem dvaldi hér í uppsveitum Árnessýslu í nokkra daga og hélt söngskemmtanir á þrem stöðum, Flúðum, Skálholti og Selfossi. Félagar í Vörðukórnum tóku á móti gestunum sem sýndu þeim héraðið í björtu og fögru veðri. Var m.a. farið að Gullfossi, Geysi og í Þjórsárdal, einnig að Þing- völlum í leiðinni til Reykjavíkur. Gistu gestirnir hjá kórféiögum Vörðukórsins en kórinn fór til Færeyja í fyrravor og var nú verið að endurgjalda góðar mót- tökur í Fuglafirði. Anja Niclassen, formaður kór- stjórnar, tjáði fréttaritara að í Fuglafirði, þar sem íbúar eru um 1.600 manns, væru starfandi þrír kórar. Fuglafjarðar Sangkór sem stofnaður var 1932 en hann er í raun blandaður kirkjukór, einnig karlakór og stúlknakór. Ber mikið á kvenröddum í þess- um blandaða sönghópi sem í eru 43 kórfélagar. Margar stúlkur úr stúlknakór þeirra Fuglafirð- inga færast í Sangkórinn gera Iiljóminn bjartan. Á söngskemmtun þessara tveggja kóra, Fuglafjarðar Sang- kór og Vörðukórsins, sem haldin var á Flúðum miðvikudagskvöld- ið 31. mars, var fjölbreytt laga- val, bar þó mikið á kirkjulegri tónlist hjá Færyingunum, var það í tilefni dymbilvikunnar. Kórarnir sungu saman þrjú lög á íslensku og færeysku. Áheyrend- ur, sem voru margir, gerðu góð- an róm að söngnum. Eftir söng- inn var dansað jafnt: að íslensk- um og færeyskum sið. Stjórnandi Fuglafjarðar Sangkór er Frits Jóhannessen en stjórnandi Vörðukórsins er Margrét Bóas- dóttir. ----------------- Sýning-in Tabula non rasa í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, var opn- uð sýning 27. mars sl. á málverkum Björns Bimis, Hlífar Ásgrímsdótt- ur og Ki-istínar Geirsdóttur. Sýn- inguna nefna þau Tabula non rasa. Þau Björn, Hlíf og Ki-istín hafa öll sýnt áður, verið með einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem þremenningarnir halda sam- eiginlega málverkasýningu. Sýningin stendur til 12. apríl og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 til 18. Hannibal Lecter snýr loks aftur RITHÖFUNDURINN Thomas Harris kom útgefanda sínum í opna skjöldu fyrir páska þegar hann skyndilega birtist með handrit framhaldsbókar um geðlækninn og raðmorðingjann Hannibal Lecter, einnar aðalsöguhetju bókarinnar „The Silence of the Lambs“, sem kom út árið 1988, og sem kvik- mynduð var með eftirminnilegum árangri árið 1991. Carole Baron, ritstjóri Harris hjá Delacorte Press-útgáfunni, sagði í samtali við The New York Times að hún myndi hraða prentun bókarinn- ar, sem ber heitið „Hannibal" og tók höfundinn tíu ár að skrifa, og að hún yi-ði komin á markað 8. júní næstkomandi. Óhætt er að segja að framhalds sögunnar um Hannibal Lecter hafi verið beðið með eftir- væntingu en Baron segist ekki hafa viljað setja þrýsting á rithöfundinn. „Þótt ég hafi rætt efni handritsins við Tom á síðustu árum,“ segir Bar- on, „þá var ég treg til að spyija hann hvenær hann hygðist binda endahnútinn á það.“ Þeir sem muna eftir geðlæknin- um Lecter vita að hann er smekk- maður á mat og vín en þegar les- endur bóka Harris komust í tæri við Lecter í „The Silence of the Lambs“, og þar áður í „Rauða drekanum", hafði Lecter tekið að beita bragðlaukum sínum á all und- arlegan hátt. I fyrrnefndu bókinni er því t.d. lýst þegar Lecter hrifsar í hjúkrunarkonu og borðar úr henni tunguna án þess þó einu sinni að hjartsláttur hans taki kipp. Baron vildi ekki greina frá efni nýju bókarinnar en sagði þó að Lecter „fylgdi áhugamálum sínum eftir“ og að lesendur myndu kynn- ast söguhetjunni betur og þvi hvernig Lecter varð eins og hann varð. I bókinni mun Lecter, sem slapp úr haldi alríkislögreglunnar bandarísku í lok „The Silence of the Larnbs", á ný eiga í höggi við and- stæðing sinn, lögreglukonuna Clarice Starling. Fastlega má gera ráð fyrir að kvikmyndaverin í Hollywood muni slást um að fá að gera kvikmynd eftir bókinni „Hannibal“. Kvik- myndaútgáfa „The Silence of the Lambs“ vann til fimm Óskarsverð- launa á sínum tíma. Hún var valin besta mynd ársins 1991, Jonathan Demme var besti leikstjóri ársins, þau Anthony Hopkins og Jodie Foster fengu bæði leikaraverðlaun- in fyrir túlkun sína á Lecter og Starling og loks fékk Ted Talley verðlaun fyrir handrit sitt að mynd- inni. AÐALFUNDUR Aðalfundur Islenskra aðalverktaka hf. verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl 1999 í Listasafni íslands og hefst fundurinn kl. 16.00 Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins á Keflavíkurflugvelli og í Hátúni 6a, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: a) Heimilt verði að gefa út híutabréf með rafrænum ________hætti í samræmi við lög nr. 131/1997._____________ b) Varamenn í stjórn verði tveir í stað fimm. c) Heimild til handa stjórn félagsins að kaupa allt að 10% hlutaijár í félaginu sjálfu.______________ 3. Onnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbyrjun. Stjórn íslenskra adalverktaka hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.