Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásta Garðars- dóttir var fædd í Vestmannaeyjum 12. maí 1965. Hún lést á Landspítalan- um 27. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Garðar Ásbjörnsson, f. 27. mars 1932, og Ásta Sigurðardóttir, f. 1. ágúst 1933, búsett í Vestmannaeyjum. Systkini Ástu eru: f Sigurður Kristinn, f. 29. desember 1951; Daði, f. 14. desember 1954; Ásbjörn, f. 31. Elsku Ásta. Mikið finnst mér erfitt að setjast niður og skrifa nokkur minningar- orð um þig, því ég á bara svo erfitt með að trúa því að þú sért farin. En svona er nú lífið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þú varst bara 32 ára gömul þegar þú fyrst veiktist og frá þeim degi hefur þetta verið barátta. Þú varst ein- stök í baráttunni við veikindi þín. Aldrei heyrði maður þig kvarta, al- veg eins og þú varst alltaf. Þetta lýcti þér alveg eins og þú varst, alltaf jafn róleg og yfirveguð. Ef ég hringdi í þig eða kom til þín og spyrði hvernig þú hefðir það, þá svaraðir þú, ég hef það bara ágætt. Núna síðast á spítalanum þegar þú varst sem veilaist spurði ég þig hvort þú íyndir til einhvers staðar, svaraðir þú: „Nei, nei, ekkert al- varlega." Þú varst ótnileg. Elsku Ásta, um jólin fékkstu gleðifréttir um að allt hefði komið , svo vel út úr myndatökunni, ég man þegar þú hringdir í mig og lést mig vita. Við grétum báðar af gleði, en sú gleði varði ekki lengi því í febrúar veiktist þú aftur og frá þeim degi var erfitt að eiga við þetta en alltaf varst þú jafn bjart- sýn. Eg dáðist að þér. Sárast finnst mér að þú skulir ekki geta verið ler.gur með Kalla, Birni Ivari og Berglindi. Þú og Kalli áttuð gleði- dag 12. febrúar síðastliðinn. Þegar þið ákváðuð að fara til Reykjavíkur á hótel, að hafa það fínt, komuð þið öllum á óvart og létuð gifta ykkur. Elsku Ásta, þú varst svo falleg á þessum degi, þú ljómaðir af gleði á myndunum sem voru teknar af ykkur. Þær myndir verða örugg- lega vel varðveittar. Elsku Ásta; þú áttir tvö yndisleg börn, Björn Ivar 14 ára og Berg- lindi sex ára í sumar. Þú varst svo góð við þau, þolinmóð og natin, enda voru þau háð þér. Þú varst stolt af Birni ívari, honum gengur svo vel í skóla og í skákinni. Ekki fékkstu að upplifa þáð að vera við- stödd ferminguna hans, þú talaðir um að flýta henni og hafa hana um páskana svo þú gætir verið við- stödd, því að þú þráðir það, en ekk- ert varð úr því. Við skulum lofa þér því að hjálpa Kalla að gera ferm- ingardaginn hans ógleymanlegan. Einnig varstu stolt af Berglindi, hún löngu farin að lesa og skrifa svo ég minnist nú líka á allar teikn- ingarnar hennar sem hanga á veggjunum í eldhúsinu á Vallargöt- unni. Elsku Ásta, ég ætla að varðveita vel minninguna þína, ég get ekki skrifað meira, því ég bara græt og græt, þetta er svo erfitt. Elsku Kalli, Björn Ivar og Berg- lind, þið eigið um sárt að binda að sjá á eftir yndislegri eiginkonu og móður, þið vitið það að við styðjum ykkur í þessari miklu sorg. ' Elsku mamma og pabbi, þið vor- uð svo góð við Ástu, þið eigið heið- ur skilinn hvað þið voruð dugleg og sterk þegar hún var sem veikust, aldrei vikuð þið frá henni. Það er sárt að horfa á eftir sínu yngsta barni af átta systkinum. Við stönd- um saman og styrkjum hvert ann- *að. Elsku Vitti, þú átt líka erfitt, þú mars 1956; Gylfi, f. 5. ágúst 1957; Sig- mar Einar, f. 19. september 1959; Lilja, f. 10. febrúar 1961; og Gerður, f. 2\. maí 1963. Ásta giftist Karli Björnssyni 12. febr- úar 1999 og börn þeirra eru: 1) Björn Ivar, f. 23. febrúar 1985. 2) Berglind, f. 27. júlí 1993. Utför Ástu fór fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 3. apríl. varst svo góður við Ástu, við styrkjum þig líka. Sofðu rótt, elsku Ásta mín. Þín systir Gerður. Elsku systir og mágkona. Við sendum þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, við biðjum að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg okkar hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Við þökkum þau ár sem við áttum þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug okkar fer. Þó þú sért horfin úr heimi, við hittum þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Elsku Kalli, Björn ívar, Berg- lind, mamma, pabbi og við öll. Megi guðsstyrkur hjálpa okkur í gegn- um þessa miklu sorg. Guð blessi minningu Ástu. Kveðja. Lilja og Gísli. Elsku Ásta. Nú þegar komið er að kveðju- stund er mér orða vant. Eg man fyrir 26 árum þegar þú og fjöl- skyldan þín komuð til mín á Lyng- brekkuna, þreytt eftir sjóferðina frá Vestmannaeyjum 24. janúar í gosinu og voruð hjá mér um tíma. Oft var glatt á hjalla við leik og spil, enda hópurinn stór. Eftir að þið fluttuð til Keflavíkur komuð þið oft í heimsókn og alltaf voru það jafn ánægjulegar heimsóknir. Stundum hef ég hitt þig þegar þú hefur verið að koma til læknis, nú síðast fyrir fáum vikum. Eg geymi í hjarta mínu fallega brosið þitt. Ég bið góðan Guð að styrkja Kalla, Björn ívar, Berglindi, Ástu og Garðar, systkini þín og aðra að- standendur í þessari miklu sorg. Þú andi lífsins, alheims mikla sál orku mér gef að flytja hjartans mál, leiðsögn mér veittu, helga sólar sýn. Sannleiks að finni veginn upp til þín. 0, kom þú Jesús Kristur til mín nú í kærleik þínum styrk þú mína trú, andi þinn vaki yfir minni sál i umsjá þinni, sé mitt hjarta og mál. Lífsanda máttur ljóss og stjömu geims lífgjafinn eini hér og annars heims. Gef jarðarbömum þína sólarsýn sannleiks að finni, veginn upp til þín. (Valdimar Jónsson frá Hemm.) Jónína Stefánsdóttir. Það var oft mikið fjör í hverfmu, mikið af krökkum og allir úti að leika. Fallin spýtan, hringur og punktur og ýmsir aðrir góðir leikir. Svo öskraði einhver „löggan“ og allir fóru í felur. I minningunni eru þetta yndislegir tímar, alltaf gott veður og alltaf gaman. Við vorum á ýmsum aldri og stundum voru meira að segja stóru bræður Ástu með í leikjunum. Það er ótrúlegt að ein úr hópnum sé farin og við sjá- um hana ekki aftur í þessu lífi. Við getum reynt að leita svara og rétt- lætingar, en engin svör er að fá. Lífið getur verið svo grimmt og óskiljanlegt og í vanmætti verður maður að lifa með því sem orðið er. Ásta er ein af mínum kærustu vin- konum. Við vorum ekki gamlar þegar við kynntumst. Hún bjó á Illugagötunni og ég í húsinu á bak við á Brekkugötunni. Ég man reyndar ekki eftir því, en þegar ég var þriggja ára gömul, Maggi bróð- ir fimm og Ásta fjögurra las hún fyrir okkur systkinin. Mamma hef- ur oft talað um þetta og einnig að þegar Ásta kom yfir þá vissi hún ekki af okkur og aldrei lékum við systkinin okkur betur saman en með henni. Það var eins og hún hefði róandi áhrif á ólátabelgina og aldrei íylgdu henni læti og há- reysti. Á unglingsárunum vorum við Ásta óaðskiljanlegar. Við vorum saman alla daga og þegar heim var komið var talað saman í síma þang- að til mamma sagði hingað og ekki lengra. Minningarnar eru ótalmargar og allar eru þær dýrmætar. Mér hefur alltaf fundist fjölskylda Ástu merkileg og spennandi. Yngst af átta systkinum, en ég átti „bara“ einn bróður. Það var alltaf eitthvað um að vera á Illugagötunni og þó svo mikið væri um að vera og margir í heimili var maður alltaf velkominn. Það var eins og Ásta eldri gæti alltaf á sig blómum bætt. Árin liðu og samband okkar Ástu var ekki mikið í mörg ár. Þrátt fyr- ir það vorum við alltaf góðar vin- konur og alltaf jafn yndislegt að hitta hana. Hún var róleg og hæg og tók h'finu með stóískri ró. Mér fannst alltaf jafn merkilegt og gaman að sjá samskipti hennar og Björns Ivars. Ég hugsaði með mér að þegar ég eignaðist börn ætlaði ég að koma fram við þau af sömu virðingu og hún gerði við hann. Það eru aðeins tveir mánuðir á milli Berglindar og Rósu eldri dóttur minnar. Eftir að þær fæddust átt- um við aftur meira sameiginlegt og sambandið varð meira. Eins og fyrr var alltaf allt til fyrirmyndar hjá Ástu, afmælin eins og meðal fermingarveislui’ og annað í þeim dúr. I veikindum sínum var hún ótrú- leg. Hún hringdi alltaf og sagði nýjustu fréttir hvort sem þær voru góðar eða slæmar. Fyrir síðustu jól hringdi hún og sagði mér að hún hefði fengið frábæra skoðun og þetta liti vel út. Þá grétu allir af gleði. Þó svo erfiðleikar hennar hafi verið ólýsanlegir gleymdi hún ekki vinum sínum. Hún hringdi í mig á afmælisdaginn minn í febr- úar og óskaði mér til hamingju með afmælið og spurði hvernig ég hefði það. Það var ekki fyrr en við vorum búnar að tala um mig að hún sagði mér að nú væri aftur komið æxli. Svona var Ásta, umhugað um aðra. í byrjun mars fór ég í heimsókn til Ástu og Kalla með litla brúð- kaupsgjöf til þeirra. Það var dýr- mætt að geta óskað henni til ham- ingju þrátt fyrir að framtíðin virt- ist ekki björt. Hún sýndi mér gjaf- irnar sem þau voru búin að fá og talaði um hvað fólk væri hugul- samt. Einnig sagði hún mér frá hversu notalega stund þau hjónin áttu þennan brúðkaupsdag og hversu fólkið hennar var ánægt og glatt. Þegar ég kvaddi hana hélt hún óvenju fast og lengi utan um mig og sú hugsun læðist að manni hvort hún hafi verið að kveðja. Ég fékk að hitta Ástu daginn áður en hún kvaddi þennan heim, klappa henni, kyssa á kinn og hvísla að henni að ég elskaði hana. Fyrir það er ég þakklát og þó svo hún hafi ekki sýnt nein viðbrögð trúi ég því að hún hafi vitað af mér og öllu því yndislega fólki sem hún á. Það að missa bamið sitt, eigin- konu og móður er grimmara en orð fá lýst. Elsku Kalli, Björn Ivar, Berglind, Ásta, Garðar og öll systkinin. Rétt eins og tárin renna niður vangana grætur hjarta mitt. Ykkar missir er mikill og sár og engin orð geta sefað sorg ykkar. Það er fátæklegt að segja, en við öll eigum minninguna um yndis- lega konu. Hana verðum við að varðveita því hún er dýrmætari en öll verðmæti í heiminum. Elsku Ásta, þakka þér fyrir að vera vinkona mín í öll þessi ár og fyrir að vera eins yndisleg og þú varst. Þú varst ein af þessu ómet- anlega fólki sem ekki fer mikið fyr- ir en á svo mikið að gefa. Allt sem þú gerðir gerðir þú vel og ég er stolt af því að hafa fengið að vera samferða þér hluta af lífinu. Helga Tryggva. Ásta Garðarsdóttir hefur nú kvatt fagurt mannlíf og ástkæra fjölskyldu sína, vini og vandamenn- ina góðu, sem hafa vafið hana, eig- inmann hennar og börn umhyggju og ástríki til þess að létta þeim síð- asta lífsáfanga hennar. Hún fæddist og ólst upp í Vest- mannaeyjum í faðmi samheldinnar og kærleiksríkrar fjölskyldu, yngst sjö systkina. Hún átti glaða og ljúfa daga í foreldrahúsum og bar það með sér hvar sem leið hennar lá. Hún kynntist snemma hinum sí- starfandi vinnuskóla Eyjabúa, fisk- vinnslunni, mat hana mjög en mun þó hafa ákveðið að binda ekki lífs- starf sitt við þann vettvang. Að loknu skyldunámi og einum betri í Framhaldsskóla Vest- mannaeyja hóf hún vinnu við versl- unarstörf í heimabæ sínum um stundar sakir. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þangað flutti hún með eiginmanni sínum, Karli Bjömssyni, ungum læknanema, og studdi hann dyggilega með þeim kærleika er gefur frið og styrk í ströngu námi og starfi. Með þeim frá Vestmannaeyjum fluttist ungur sonur þeirra, Björn Ivar. Fjöl- skyldan bjó í Reykjavík í sex ár þar til Karl lauk námi. Þá fluttu þau aftur heim til Eyja og Karl gerðist læknir hjá Heilsugæslustöð Vest- mannaeyja. Árið eftir heimkomuna eignuðust þau stúlku, Berglindi, sem nú er fimm ára. Við sem þekkjum deili á högum þessarar fjölskyldu vitum að hún var börn- um sínum einstaklega ástrík móðir. Þau hjónin voru nýbúin að kaupa hús, æskuheimili Karls, þegar barði að dyrum sá óyfirstíganlegi óvinur sem leiddi Ástu til dauða, þrjatíu og þriggja ára að aldri. Árin sem Ásta dvaldi í Reykjavík vann hún á leikskóla. Fyrstu fimm árin við leikskólann Hraunborg og sjötta og síðasta árið við leikskól- ann Læk. Okkur samstarfsmönn- um hennar á báðum þessum til- teknu stöðum ber einróma saman um að þar hafi verið réttur maður á réttum stað. Ásta var ákaflega vel þegin og eftirsótt til vinnu og samvinnu vegna framúrskarandi starfsleikni og mannbætandi nærveru. Ég veit að ég má mæla það fyrir hönd okkar samstarfsmanna henn- ar nær og fjær að við berum öll sáran söknuð í huga við fráfall hennar. Við systurnar og fyrrverandi samstarfskona okkar Ástu, Anna Jack, sendum eiginmanni hennar og börnum, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- og saknaðarkveðjur í bæn um von og styrk í þeirra þungu sorg. Þrjátíu og þrjú ár eru ekki löng lífstíð manns á tímalegan mæli- kvarða. En sé henni varið til far- sældar verður hún stór í sniðum. Þannig verður mér hugsað til Ástu Garðarsdóttur. Blessuð sé minning hennar. Margrét Matthíasdóttir, leikskólastjóri. Það munu vera liðlega tuttugu ár síðan fundum okkar Karls Bjöms- sonar, nú læknis í Vestmannaeyj- um, bar fyrst saman. Tilefnið var að við höfðum sest á sameiginlegan skólabekk á Laugarvatni haustið 1978. Æ síðan hefur verið á milli okkar góður vinskapur og við „fé- lagarnir" einsog við gjarnan köll- um okkur, höfum haft reglulegt samband í gegnum árin. Við höfum ferðast um landið ásamt mökum og börnum og skemmt okkur saman. Inn í þennan hóp kom Ásta Garð- arsdóttir fyrir meira en 15 árum er samband þeirra Kalla hófst en hún varð seinna eiginkona hans. Það er því höggvið skarð í okkar hóp er hún núna fellur frá einungis tæp- lega 34 ára að aldri. Þrátt fyrir að við vissum að hún ætti við alvarleg- an sjúkdóm að stríða síðustu miss- eri, þá kom dánarfregnin á óvart, enda ekki svo lagt síðan ég hitti hana hressa og bjartsýna, eða nán- ar til tekið 4. feb. sl. er ég var á ferð í Eyjum vegna prófkjörsbar- áttu minnar. Vil ég nota tækifærið og þakka henni góðan stuðning og alla hjálp þeirra hjóna. Því miður fékk ég ekki tækifæri til að þakka Ástu stuðninginn, en veikindin komu í veg íyrir að þau hjón kæmust í árlega þorrablótsgleði okkar félaganna, sem nú var raun- ar haldinn að hætti Jóns Hlöðvers og Eydísar með Vestmannaeyjaí- vafi. Ásta var afar ljúf manneskja og hafði jákvæð áhrif á þá sem voru í návist hennar. Hún var barngóð með afbrigðum enda böm og allt sem þeim tengist bæði áhugamál hennar og atvinna. Vegir Guðs eru órannsakanlegir segir í helgri bók og víst er að ekki getum við skilið hvers vegna ung og lífsglöð kona er hrifin burt frá fjölskyldu og vinum í blóma lífsins. Hitt er Ijóst að lífið heldur áfram og því biðjum við þann sem öllu ræður að gefa Kalla og börnunum þeirra tveimur, Birni ívari og Berglindi, styrk til að takast á við lífið sem farmundan er. Kæra fjölskylda, missir ykkar er gífurlegur en minningin um góða konu og ástríka móður lifir að ei- lífu. F.h. félaganna, Ólafur Björnsson. Kæra vinkona. Slegnar sorg og söknuði sitjum við hér sauma- klúbbsvinkonurnai- og reynum að koma saman nokkrum kveðjuorð- um. Margar spurningar um tilgang lífsins leita á hugann en ekkert er um svör. í saumaklúbbi hjá Ernu í byrjun mars áttum við saman yndislega kvöldstund. Tvö leynibrúðkaup höfðu farið fram innan hópsins, fyrst Svava og Darri og svo þú og Kalli. Af þessu tilefni færðum við ykkur brúðargjafir og Stefanía fékk afmælisgjöf. Þessi kvöldstund mun seint fara úr huga okkar, en mikil glaðværð var yfir öllum, og engin okkar átti von á því að þetta yrði síðasta samverustund okkar með þér. Þegar við hugsum til baka og rifjum upp þá sauma- klúbba sem þú komst í á meðan á veikindum þínum stóð, er okkur efst í huga aðdáun á yfirveguðu og léttu skapi þínu. Elsku Ásta, það skarð sem þú skilur eftir í saumaklúbbnum verð- ur aldrei fyllt. Sárt er vinar að sakna sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfýlgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góða minning að gevma, gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælb ró. (Höf.ók) Kæri Kalli, Björn Ivar, Berglind, Ásta, Garðar og aðrir aðstandend- ur. Hugur okkar er hjá ykkur. ASTA GARÐARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.