Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 53 UMRÆÐAN Fjötrar frumkvöðla Evr- ÞAÐ besta sem stjórnvöld geta gert er að leysa fjötrana af frumkvöðlum. Það gera þau með því að skapa almenn góð starfsskilyrði, afnema skrifræði, létta skatt- byrði og halda sig frá samkeppni við at- vinnureksturinn. Það gera þau einnig með því að tryggja frelsi á mörkuðum, efla mannauð, ala á frum- kvæði og umbera mis- tök. Þetta er meðal þess sem lesa má úr viðtölum við nokkra framsæknustu frumkvöðla ópu. Listi Europe’s 500 Samtökunum Europe’s 500 var komið á fót að frumkvæði Evrópu- sambandsins með það að markmiði að efla starf frumkvöðla í Evi'ópu. Tilgangurinn er sá að draga fram reynslu þeirra sem bestum árangri hafa náð og nýta þá reynslu til að búa betur í haginn fyrir frum- kvöðla framtíðarinnar. Árlega efna samtökin til skipu- legrar leitar og birta lista yfir þau fimm hundruð vaxtarmestu fyrir- tæki Evrópu, sem stækka mest og vaxa hraðast, ásamt nöfnum þeirra frumkvöðla sem að þeim standa. Valið er úr milljónum fyrirtækja í allri Evrópu eftir ströngum skil- yrðum um vöxt og uppruna hans, s.s. eignaraðild frumkvöðuls, sjálf- stæði, veltuaukningu, arðsemi, stærð og aldur fyrirtækisins. Kreddur og kaldar staðreyndir Oft hefur því verið haldið fram að frumkvöðlar séu ungir og ein- mana sjálfmenntaðir snillingar sem sækja í áhættu og hasla sér völl í hátæknigreinum þar sem þeir ná árangri strax í fyrstu tilraun. Ef marka má frumkvöðla á nýjasta lista Europe’s 500, sem starfsmenn alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group ræddu við fyrir stuttu, er ekkert af þessu rétt. í viðtölunum kemur fram að frumkvöðlar eni á öllum aldri og þeir taka áhættu þar sem þekking þeirra fær notið sín. Frumkvöðlar finnast í öllum greinum - ekki síst hefðbundnum - þar sem þeir sjá tækifæri á að skapa nýjar vörur eða aðferðir sem virðist gerast oft þegar höftum er aflétt. Flestir frumk\'öðlar eru vel menntaðir og sífellt að bæta við þann auð sinn. Meirihluti þeirra byggir á reynslu úr viðskiptalífmu og mistökum sem þeir hafa áður gert. Ofáir hafa far- ið á hausinn - orðið gjaldþrota. Margur frumkvöðullinn stendur ekki einn heldur sem hluti af hópi frumkvöðla þar sem sköpunin eða framtakið er hópsins - hjónanna ef svo ber undir - fremur en einstak- lingsins. Að geta frumkvöðla Markmiðið með því að fá frum- kvöðlana til að segja sögu sína er að læra hvernig þeim geti fjölgað, hvernig auka megi umsvif þeiiTa, almenna velmegun og atvinnu í Evrópu. I ljósi þess sem fram kom er mælt með eftirfarandi: Fyrirmyndir þarf að kynna. Allir eiga möguleika á því að ná langt sýni þeir framkvæði og vilja til að taka áhættu. Þetta sanna fyrir- myndirnar af báðum kynjum á öll- um aldri á lista Europe’s 500. Þeim þarf að koma á framfæri, ekki síst í skólum, og gera öllum sýnilegar. Látum ekki kreddur leggja bönd á vöxtinn. Engin ein grein er mikilvægari en önnur. Frumkvöðlar eiga að njóta frjálsræðis og góðra starfs- skilyrða óháð því í hvaða greinum Ingólfur Bender þeir vilja hasla sér völl. Frelsi í viðskipt- um og almenn góð starfsskilyrði eru lyk- illinn að því að frum- kvæði fái notið sín í framþróun, hagvexti og bættum lífskjörum. Skapa þarf um- hverfí þar sem auðvelt er að sækja sér menntun og læra af reynslu annarra. Til að auka kunnáttu sína og hæfni þarf fólk að hafa greiðan aðgang að menntastofnunum og tengsl þessara stofnana við atvinnu- lífíð þurfa að vera góð. Það á ekki síst við um sí- og endurmenntunar- stofnanir. Virkja þarf atvinnulífið og frumkvöðlana í kennslunni. Lærum að umbera mistök. Eng- inn verður óbarinn biskup né fnim- kvöðull án áhættu. Sjálfsagt er að Frumkvöðlar í viðtölum við frum- kvöðlana, segir Ingólfur Bender, kom fram að ef af þeim yrði létt fjötrum gætu þeir skapað fleiri störf og aukið velmegun enn frekar. Kringlunni S.553 7355 11111 Itl 11 mbl.is í öllum þessum vangaveltum er samkennd fmmkvöðlanna mikil. I fæstum tilvikum er til einhlít lausn eða leið sem hentar öllum. En með því að raða saman og byggja á reynslu annarra má a.m.k. forðast mistökin. Framtak á borð við Europe’s 500 er því mikilvægt. Þar eru ftumkvöðlar heiðraðir, gert kleift að hittast, skiptast á skoðun- um og læra hver af öðram. Fram- takið ætti því að verða til þess að efla starf frumkvöðla í álfunni. Fjötrai' og íslenskir frumkvöðlar í viðtölum við framkvöðlana kom fram að ef af þeim væri létt hluta þeirra fjötra sem á þá era lagðir á borð við háa skatta, reglubyrði o.s.frv. gætu þeir skapað fleii-i störf og aukið velmegun enn frekar. Þetta sýna dæmin og þarf ekki að leita út fyrir landsteinana að þeim. Það hefur vakið eftirtekt erlendis hversu marga íslenska framkvöðla er að fmna á lista Europe’s 500. Afrakstur stöðugleika, aukins frjálsræðis, vaxandi samkeppni og bættra almennra starfsskilyrða er gi’einilega að skila sér. Þetta kennii' að möguleikar okkai' takmarkast helst af sjálfsköpuðum fjötrum og órækt í okkar eigin garði. Það er því vel hægt að efla starf frumkvöðla enn frekar með því að hætta mismunun, afnema skrifræði, einfalda lög og reglugerðir, létta skattbyrði og draga stjómvöld út úr samkeppnisrekstri, tryggja irelsi á mörkuðum, efla mannauð, ala á frumkvæði og umbera mistök í ríkari mæli. Það er almennings að hvetja stjómvöld til þessa og nýta sér möguleikana sem tækifærin skapa. Þannig fáum við byggt á framkvæð- inu. Þannig og einungis þannig er velmegun og atvinna ti-yggð. Höfundur er hagfræðingur Sanitaka iðnaðarins. beita aga í viðskiptalífinu en óvæg- in refsing samfélagsins og stjórn- valda við mistökum dregur úr fjölda og umsvifum framkvöðla. Aginn má ekki vera á kostnað and- ans. I samfélögum þar sem best hefur tekist að virkja framkvæði einstaklinganna er tilraunin mikils metin og mönnum fremur hampað en refsað fyrir að láta reyna á hug- myndir sínar í atvinnulífinu. Menn era hvattir á fætur eftir fall svo að fjárfestingin í reynslu þeirra nýtist sem best. Hver lærir af öðrum Reynslusögur fnamkvöðlanna kenna fleira. Ahyggjur framkv'öðl- anna og vandamál era svipuð. Alagið er mikið og setur mai'k sitt á persónuleg tengsl og fjölskyldu- líf. Þeir fá oft litla umbun fyrir störf sín aðra en þá fjárhagslegu þegar vel gengur. Margir þeirra hafa áhyggjur af því hverjir eigi að taka við af þeim og hvort þeir geri rétt með því að blanda fjölskyld- unni í reksturinn. Allflestir velta því fyrir sér hvort og þá hvenær rétt sé að losa eign sína í fyi'irtæk- inu, dreifa henni og þar með áhætt- unni. Flestir hafa áhyggjur af því hvemig og hvort fyrirtækið nái að halda vexti sínum og arðsemi. Þeir spyrja: Er nægjanlega mikið fjár- fest í nýsköpun og mannauði? Er fjármögnun vaxtarins rétt? Auglýsing um úrsögn úr væntanlegum gagnagrunni á heilbrigðissviði Hér að neðan er birt eyðublað um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði. Klippa má eyðublaðið út og senda til Landlæknisembættisins, sbr. neðst á eyðublaðinu. Athugið að hvert eyðublað er einungis ætlað einum einstak- lingi, en einnig má senda útfyllt ljósrit. Auglýsingin er birt í öllum dagblöðunum og verður endurbirt innan nokkurra daga. Einnig fást eyðublöð á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, apótekum, á afgreiðslu Trygginga- stofnunar Ríkisins og hjá Landlæknisembættinu. Þá er verið að senda út upplýsingabækling í hvert hús með algengum spurningum og svörum. Óheimilt er að setja gögn í gagnagrunninn fyrr en um miðjan júní nk. Fyrir þann tíma verður send kvittun um móttöku útfyllts eyðublaðs. ■§x- Nánari upplýsingar fást á skrifstofu landlæknis í síma 510 1900. Landlæknisembættið Beiðni um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði Samkvæmt lögum nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviöi, 8 gr., um réttindi sjúklings, getur sjúklingur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. í lögunum segir: ...Beiðni sjúklings getur varðað allar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða skráðar eða nánar tilteknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni. Sjúkiingur skal tilkynna landlækni um ósk sína. Landlæknir skal annast gerð eyðublaða fyrir slíkar tilkynningar og sjá til þess að þau liggi frammi á heilbrigðis- stofnunum og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðismönnum. Landlæknir skal sjá til þess að dulkóðuð skrá yfir viðkom- andi sjúklinga sé ávallt aðgengileg þeim sem annast flutning uþþlýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Landlæknir skal sjá til þess að upplýsingar um gagnagrunn á heilbrigðissviði og um rétt sjúklings skv. 1. mgr. séu aðgengilegar al- menningi. Heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu hafa þessar upplýsingar aðgengileg- ar sjúklingum í húsakynnum sínum. Rétt er að taka það fram að þar til gengið hefur verið frá skilyrðum rekstrarleyfis er ekki Ijóst nákvæmlega hvaða heilsufarsupplýsingar verða í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Einnig er rétt að benda á að einstaklingar geta, hvenær sem er, skipt um skoðun og þarf þá að tilkynna það til landlæknis bréflega. Með hliðsjón af ofangreindu óska ég undirrituð/aður eftir þvi að upplýsingar um mig verði ekki fluttar f gagnagrunn á heilbrigðissviði. Beiðni mfn varðar (vinsamlegast merkið með X í viðeigandi reiti): □ Allar upplýsingar um mig sem þegar liggja fyrir í sjúkraskrám I \ Allar upplýsingar um mig sem kunna að verða skráðar í sjúkraskrá □ Aðrar upplýsingar um mig úr sjúkraskrám nánar tiltekiö:------------------------------- staður og dagsetning Undirskrift (et um ólögráða barn eða einstakling er að ræða verður foreldri eöa lögráðamaður að undirrita þetta skjal). Pessi beiðni er fyrir (vinsamlegast notið prentstafi) nafn einstaklings kennitala lögheimili póstnr. og staður nafn lögráðamanns ef um barn eða ólögráða einstakling er að ræða kennitala lögheimili póstnr. og staöur Undirskrift Beiðnin sendist til: Skrifstofu Landlæknis, Gagnagrunnur á heilbrigðissviði, Laugavegur 116, 150 Reykjavík Landlæknisembættið mars 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.