Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 45
14 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 45 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐSTOÐ VIÐ FLÓTTAMENN RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gærmorgun að aðstoða flóttamenn frá Kósóvó og senda Fokker Landhelgis- gæzlunnar þangað suður með hjálpargögn, m.a. teppi, mat- væli og vatn. Til baka á flugvélin að taka 20 til 25 flótta- menn, sem fá hæli hérlendis um stundarsakir vegna þeirra ógnana sem þeir hafa þurft að sæta af hendi Serba. Ætlun ríkisstjórnarinnar er að taka á móti til bráðabirgða allt að 100 flóttamönnum frá Kósóvó á þessu ári, ef boð um það verður þegið. Ofsóknir Serba gegn fólki af albönskum uppruna í Kó- sóvó eru hrikalegar og svífst stjórnin í Belgrad greinilega einskis við að hrekja það burt frá átthögum sínum. Heims- byggðin stendur agndofa og fylgist með þessum ótrúlegu atburðum, sem enginn gat látið sig dreyma um að gerðust eftir þá hryllilegu útrýmingu, sem nazistar á dögum Hitlers stóðu fyrir á þjóðarbrotum og minnihlutahópum í Evrópu. Það er rétt sem Robert Cook, utanríkisráðherra Breta, sagði um páskahátíðina, að hér er í raun ekki um að ræða flóttamannavandamál í skilningi þess orðs, heldur skipu- lega nauðungarflutninga heillar þjóðar. Sú siðferðilega skylda hvílir því á nágrönnum þessa fólks, og raunar öllum þjóðum Evrópu, að hlaupa undir bagga með því á meðan vandamál þess verða leidd til farsælla lykta. Það er með öllu óhugsandi að unnt sé að semja við valdhafana í Belgrad og því eiga þjóðir Atlantshafsbandalagsins einskis annars úrkosti en knýja þá til algjörrar uppgjafar. Viðtaka flóttamanna nú hlýtur að vera tímabundin á meðan NATO-þjóðirnar vinna að því að þetta fólk geti flutt aftur til sinna heimkynna. Þar vill það búa áfram í sátt og samlyndi við önnur þjóðarbrot í Kósóvó, eins og það hefur gert allt frá lokum síðustu heimsstyrjaldar. Sjónarmið þeirra, sem dregið hafa í efa að skynsamlegt sé að flytja fólkið á brott, þótt um takmarkaðan tíma sé að ræða, á vissulega rétt á sér og er kannski að töluverðu leyti í sam- ræmi við viðhorf flóttamannanna sjálfra. Viðbrögð ríkisstjórnar íslands eru í takt við þær ráð- stafanir sem aðrar þjóðir Evrópu eru nú að gera til þess að leysa neyð þessa ógæfusama fólks frá Kósóvó. OPNARIHÁSKÓLI OFT HEFUR VERIÐ talað um mikilvægi þess að tengsl háskólanáms og atvinnulífs væru mikil og góð. Raunhæft skref í þá átt hefur verið tekið með fímmtán nýjum, stuttum og hagnýtum námsleiðum við Háskóla íslands. Akveðið hefur verið að kalla námið diplómanám en það mun taka að jafnaði eitt og hálft ár og lýkur með sjálfstæðu prófí eða diplómu. Með þessu móti vill Háskóli íslands koma til móts við aukna eftirspurn eftir háskólanámi og þarfir þeirra sem eru ekki til- búnir til að hefja langt háskólanám. Nýju námsleiðirnar eiga einnig að auka tengsl stofnunarinnar við atvinnulífíð en sum- ar þeirra verða að hluta fjármagnaðar af atvinnulífinu. Tengsl Háskólans við atvinnulífíð hafa verið að aukast með ýmsum hætti á undanförnum árum. Tengslin hafa þó kannski fyrst og fremst verið á sviði rannsókna en einnig hefur hann aukið ýmiss konar þjónustu við hin ýmsu svið atvinnulífsins. Skólinn hefur hingað til fyrst og fremst haft í boði akademískt, fræðilegt nám sem um leið má segja að sé frum- skylda hans. Hinar nýju námsleiðir munu því tengja skólann við atvinnulífíð á annan og að vissu leyti beinni hátt en áður. Þar verða nemendur undirbúnir undir starf á ýmsum sviðum atvinnulífsins, svo sem í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og tölvukerfa, í ferðamannaiðnaði og í almennum fyrirtækja- rekstri. Einnig verður í boði nám sem undirbýr nemendur undir ákveðin verkefni, svo sem eins og þýðingar, upplýsinga- stjórnun og stjórnun uppeldis- og félagsstarfs. Ljóst má vera að Háskóli íslands er að auka breidd sína mjög með hinum nýju námsleiðum. Hann er ekki aðeins að opna sig meira gagnvart atvinnulífínu heldur einnig fyrir nemendum sem annars myndu ekki eiga svo margi’a kosta völ í menntakerfinu. Eins og fram hefur komið verður hægt að stemma stigu við brottfalli úr námsgreinum sem tekur þrjú ár eða lengri tíma að ljúka með þessari viðbót í námsframboði skólans. Um leið er óhætt að segja að styrkur Háskóla ís- lands aukist. Þessu ber að fagna mjög. / Akvörðun um staðsetningu Sundabrautar verður tekin á næstu vikum •Mim? Hvaða leið er best yfir Kleppsvík? s A næstu vikum verður tekin ákvörðun um hvaða leið verður valin yfir Kleppsvík, en hún er fyrsti áfangi Sundabrautar. Þessi ákvörðun er vandasöm því hún hefur áhrif á skipulag og umhverfí Reykjavíkurborgar. Egill Olafsson kannaði kosti og galla til- lagnanna og beindi sérstaklega athyglinni að jarðgöngum undir Kleppsvík. STEFNT er að því að í vor liggi fyrir ákvörðun um hvaða leið verður farin yfír Kleppsvík, en vegur yfír víkina er fyrsti áfangi svokallaðr- ar Sundabrautar. Mörg tæknileg og skipulagsleg vandamál fylgja þver- un Kleppsvíkur. Formaður bygg- ingarnefndar Reykj avíkurborgar vill láta skoða gerð jarðganga undir Kleppsvík, en sérfræðingar sem undirbúið hafa málið efast um að slík lausn henti. Ákvörðun um byggingu Sunda- brautar á eftir að hafa mikil áhrif á skipulag og umhverfí Reykjavíkur- borgar. Það vekur því nokkra furðu hvað lítil umræða á sér stað um hvaða leið henti best fyrir borgarbúa og aðra þá sem aka til og frá henni, en aðeins nokkrar vikur eru í að ákvörðun um leiðina verði tekin. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir 2001 og að lokið verði við fyrsta áfangann, þverun Kleppsvíkur, árið 2003. Sundabraut hefur áhrif á skipulag borgarinnar Samkvæmt skipulagi verður að- aluppbygging Reykjavíkur á aust- ursvæðum borgarinnar á næstu áratugum. Fram til 2008 verður byggt í Grafarholti, Hamrahlíðar- löndum og á Norðlingaholti, auk þess sem lokið verður við uppbygg- ingu í Grafarvogshverfum. I fram- haldi af uppbyggingu þessara hverfa er fyrirhugað að byggja í Geldinganesi og Álfsnesi, en bygg- ing Sundabrautar er forsenda fyrir uppbyggingu í þessum hverfum. Sem kunnugt er eiga íbúar í Graf- ai-vogi í miklum erfiðleikum með að komast úr og í hverfið á álagstím- um. Staðan mun batna til muna þeg- ar lokið verður við byggingu Gullin- brúar síðar á þessu ári. Það er þó talið að tvöföldun Gullinbrúar dugi aðeins í nokkur ár. Halda vei’ði áfram uppbyggingu umferðarmann- virkja ef þau eigi að anna umferð til og frá austurhverfum borgarinnar. Auk þess veldur mikil uppbygging á hafnarsvæðinu auknu álagi á núver- andi umferðarmannvirki, sem aftur kallar á öflugri umferðarmannvirki út úr borginni fyrir þungaflutninga. Á höfuðborgarsvæðinu búa í dag um 167 þúsund manns. Því er spáð að íbúarnir verði orðnir 196 þúsund árið 2008 og 236 þúsund árið 2027. Fjölgunin verð- ur fyrst og fremst í aust- urhverfunum og í sveitar- félögunum sunnan við Reykjavík. Ef hins vegar væri tekin ákvörð- un um að flytja Reykjavíkurflugvöll og fara út í umfangsmikla uppfyll- ingu á sundunum við Orfirisey væri hægt að fresta uppbyggingu á Geld- inganesi og Álfsnesi og þá er hugs- anlega grundvöllur íyrir því að fresta eða hætta við Sundabraut. Ákvörðun um að fara út í byggingu Sundabrautar hlýtur því að draga úr líkum á að farið verði út í um- fangsmiklar uppfyllingar við strönd Reykjavíkur. Mælt með leið 3 Verkfræðingar og aðrir sérfræð- ingar í vegagerð hafa í þrjú ár skoð- Mörg vanda- mál fylgja þverun Kleppsvíkur Andriðsey Amarholt Grundar-^ hverfi KjaLapés/ Skógrækt =5^? Mógilsá Saltvík Brimncs Álfsn'es ■ Alfsaes Sundabraut 'Vfðitíes Gunnunes Leiruvogur Geldinga- nes i Eiðsvik / að ítarlega ýmsar leiðir fyrir Sunda- braut og unnið að frumhönnun á mannvirkjum. Nýlega skilaði vinnu- hópur, sem í sátu fulltrúar frá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni, skýrslu þar sem mælt er með svo- kallaðri leið 3 yfir Kleppsvík. Hóp- urinn hefur nú lagt málið í hendur stjórnmálamanna hjá ríki og borg og falið þeim að taka pólitíska ákvörðun um leiðina. Málið er hins vegar að mörgu leyti flókið og því heyrast raddir, bæði í hópi embætt- ismanna og stjórnmálamanna, um að ekki sé búið að undirbúa málið nægilega vel í hendur stjórnmála- manna. Skoða þyrfti málið betur og skýra þá kosti sem eru fyrir hendi. Málið er lagt þannig upp að um tvær meginleiðir sé að ræða yfir Kleppsvík. Þegar búið sé að velja á milli þeirra sé hægt að ákveða hvers konar mannvirki sé best að byggja. Málið er hins vegar flóknara því að kostnaður við framkvæmdir hlýtur eðlilega að hafa áhrif á leiðarvalið. Vilji menn t.d. byggja jarðgöng í stað brúar kæmi leið 3 tæpast til greina. Sundabraut kom íyrst inn á aðal- skipulag Reykjavíkur árið 1984 og er gert ráð fyrir að hún liggi frá Sæ- braut, samkvæmt leið 1, yfir í Gufu- neshöfða, yfir Geldinganes og þaðan yfir Leirvoginn og tengi Álfsnesið við borgina. Þaðan er fvrirhugað að brautin liggi yfir Kollafjörð og tengi Álfsnesið við Kjalarnesið. Þetta er gífurlega mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 9-16 milljarða. Fyrsti áfangi er hins vegar þverun Klepps- víkur og er í þessari grein fyrst og fremst fjallað um hana, en kostnað- ur við hana er áætlaður 4-10,5 millj- arðar eftir því hvers konar mann- virki verður byggt. Ef byggja á brú yfir Kleppsvíkina þá leið sem gert er ráð fyrir að fara á aðalskipulagi, þ.e. frá Sæbraut við Holtagarða yfir í Gufuneshöfða, þarf brúin að vera 50 metra há svo að vöruflutningaskip geti siglt undir hana. Einnig er hugsanlegt að byggja lægri brú sem hægt væri að lyfta upp að hluta fyrir skipaumferð því nauðsynlegt er að tryggja skip- um áfram leið að hafnarsvæðinu við Vogabakka, Holtabakka og Ártúns- höfða. Auk þess eru á þessu svæði miklir möguleikar á stækkun hafn- arinnar. Áætlað er að stækka Sundahöfn úr 72 hekturum í 126 hektara fýrir árið 2016. Frá sjónar- hóli borgarinnar má brú yfir Kleppsvík ekki skerða vaxtarmögu- leika hafnarinnar eða setja tak- markanir á núverandi starfsemi í Sundahöfn. Til að uppfylla þessi skilyrði þarf því að byggja gríðarlega stóra brú. Hún yrði ekki aðeins mjög dýr í byggingu, en hún myndi kosta sam- tals 8,5-10,5 milljarða, heldur yrði hún mjög áberandi í borgarmynd- inni. I áfangaskýrslu vinnuhópsins segir að ef vel tækist til við hönnun brúarinnar gæti hún orðið borgar- prýði. Víst má þó telja að brúin yrði í andstöðu við þá sem vilja að sem minnst fari fyrir umferðarmann- virkjum í Kleppsvíkinni. Færa verður brúarstæðið ef lækka á kostnaðinn Menn hafa því reynt að finna aðr- ar leiðir sem eru ódýrari og ekki eins áberandi. Ef reyna á að komast af með minni og ódýrari brú er ekki um annað að ræða en að færa brúar- stæðið inn fyrir hafnarsvæðið. Sá kostur sem menn hafa einkum horft á í þessu sambandi er svokölluð leið 3. Hún gerir ráð fyrir brú eða land- fyllingu frá Sæbraut, á móts við Skeiðarvog, yfir í Gufuneshöfða. Sá möguleiki hefur verið skoðaður að fara í gegnum höfðann með jarð- göngum. Áætlaður heildarkostnað- ur við þessa leið er 4,5-6,5 milljarð- ar. Þessari leið íylgja ýmis vegtækni- leg vandamál. Sundabraut kæmi þá beint á Skeiðarvog, sem er gata sem þolir ekki meiri umferð. Skoðaður hefur verið sá möguleiki að setja hluta Skeiðar- vogs í stokk, en götu- tengingar við stokkinn eru hins vegar erfiðar. Mestar líkur eru á að reynt verði að leysa þetta vandamál með því að beina umferð- inni sem mest um Sæbraut. Þessi leið þjónar ekki eins vel norðaustur- hverfunum og miðbænum eins og leið 1 gerir. Gatnamótin við Sæ- braut yrðu betri á leið 1 en leið 3 að mati skýrsluhöfunda. Biðtími á gatnamótum yrði lengri á leið 3. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur viðurkennir að ákveðin vandamál fylgi þessari leið, en hann telur að hægt sé að leysa þau á hag- kvæman hátt. Hann segir að tals- verð vinna sé eftir í að útfæra þessa leið, en í hana verði ekki farið fyrr en tekin hafi verið pólitísk ákvörðun um hvaða leið verður valin. Ef fara á leið 3 þarf að kaupa upp land og eignir við Kleppsmýrarveg og í nágrenni hans. Kostnaður við þetta er áætlaður um 640 milijónir. Á þessu svæði eru Olíufélagið hf., Húsasmiðjan og fleiri íyrirtæki með starfsemi. Færa þarf hluta af þess- ari starfsemi burt og einnig er reiknað með að fyrirtæki verði fyrir röskun vegna framkvæmdanna. Kaup á einbýlishúsum eru með í þessari tölu, en ekki er útilokað að í deiliskipulagi verði hægt að komast hjá því að fjariægja þau. Fyrirhug- að er að setja Sundabraut í stokk frá Sæbraut og austur fyrir Skútu- vog/Súðaivog. Stokkurinn yrði um 450 metra langur. Með þessu móti yrði Sundabrautarumferðin leidd framhjá hafnarsvæðinu. Áhugi á landmótunarleið Þriðji kosturinn, sem skoðaður hefur verið, er svokölluð landmótun- arleið. Hún byggist í meginatriðum á leið 3, en gert er ráð fyrir róttæk- um breytingum á landnotkun á Ár- túnshöfða og miklum fyllingum við Elliðaárósa. Flytja þyrfti í burt starfsemi Björgunar hf. og annarra jarðefnafyrirtækja við Ártúnshöfða. Hins vegar yi’ði til skemmtilegt svæði við Elliðaárósa, sem væri hægt að nota undir íbúðabyggð. Hætt er hins vegar við að erfiðlega gæti gengið að fá samþykkt um- hverfismat fyrir þennan kost m.a. vegna þess hvað hún kall- ar á miklar breytingar á Elliðaárósum. Á móti má nefna að þau jarðefnafyr- irtæki sem eru staðsett þarna í dag eru kannski ekki heppilega staðsett og það gæti verið hluti af endurreisn Elliðaá að flytja þau í burtu. Jafnframt má geta þess að ósasvæðið er að breytast, en þar hafa verið að hlaðast upp grynning- ar. Kostnaður við landmótunarleið er áætlaður 5,2 milljarðar. Fjórði kosturinn er að hverfa frá byggingu brúar yfir Kleppsvík og sprengja þess í stað jarðgöng undir víkina. Þessi lausn er að mörgu leyti áhugaverð vegna þess að jarðgöng eru ódýrari en brú. Okosturinn við jarðgöng á þessum stað er sá að Kleppsvík er djúp og í botni hennar eru setlög. Fara þyrfti því með göngin niður á 80 metra dýpi, sem aftur þýðir að göngin yrðu nokkuð brött. Til að draga úr brattanum er því nauðsynlegt að setja beygjur á göngin, en við það lengjast þau um einn kílómetra. Stysta vegalengd milli Sæbrautar og Gufuneshöfða er 1,5 kílómetrar, en jarðgöng yfir Kleppsvík yrðu að vera a.m.k. 2,5 kílómetra löng. Skiptar skoðanir á jarðgöngnm Dr. Ríkharður Kristjánsson, framkvæmdastjóri Línuhönnunar hf., aðalráðgjafa við hönnun Sunda- brautar, segir að þessi lenging leiði til þess, að arðsemi ganganna verði minni því ávinningur ökumanna verði minni ef þeir þurfi að lengja leið sína yfir Kleppsvík um einn kílómetra. Hann telur því ekki hagkvæmt að leysa málið með jarð- göngum. Hægt er að komast hjá því að hafa beygjur á göngunum með því að færa ganga- munnann inn á landið. I því sam- bandi hefur aðeins verið skoðað að hafa gangamunnann við enda Kr- inglumýrarbrautar. Göngin yrðu þá 4 km löng og kostnaður við þau 3,5- 4 milljarðar. Oskar Bergsson, for- maður byggingarnefndar Reykja- víkurborgar, er ekki í vafa um að þetta sé ódýrasta og besta lausnin. Þessi leið létti á umferð um Klepps- veg og Sæbraut og létti á umferð um Vogahverfi og Kleppsholt. Styttra verði fyrir Grafarvogsbúa að fara niður í bæ og þessi lausn henti mjög vel Kópavogsbúum, Garðbæingum og Hafnfirðingum. Hann bendir einnig á að engin sér- stök tengingarvandamál fylgi þess- ari lausn og hægt verði að losna við kaup á eignum og landi. Frá um- hverfissjónarmiði sé þetta auk þess besti kosturinn. Björn A. Harðarson, sem var eft- irlitsverkfræðingur með gerð Hval- fjarðarganga og vann við Vest- fjarðagöng og Olafsfjarðargöng, tel- ur einnig að þessi kostur sé áhuga- verður og að hann hefði átt að skoða betur á undirbúningstímanum. Hann segir umdeilanlegt út frá hvaða forsendum eigi að ganga þeg- ar gerðir eru arðsemisútreikningar á svona framkvæmd. Hann setur vissan fyrirvara við það að eðlilegt sé að reikna inn í dæmið kostnað ökumanna, sem fara um Sunda- braut, við að aka einn viðbótar kíló- metra í 20 ár eins og gert er í áfangaskýrslu 1 um Sundabraut. Kostnaður við þetta er áætlaður 4,32 milljarðar. Hann telur að menn hafi verið of fljótir að afskrifa þenn- an kost. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri segir að ekki sé búið að hafna neinum kosti, en eftir þessa fyrstu skoðun séu jarðgöng ekki með í myndinni. Hins vegar sé bent á þá lausn í áfangaskýrslu 2, að gera jarðgöng milli Kringlumýrarbrautar og Gufuness síðar, sem þýðir vænt- anlega eftir nokkra áratugi. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur er sama sinnis og segir að jarðgöng verði lengi-i en brú og það hafi í för með sér óhagræði fyrir notendur. Hann viður- kennir hins vegar að út frá umhverfissjónarmiði séu jarðgöng besti kost- urinn. Hugsanlegt er einnig að byggja botngöng. Kostnaður við þau er hins vegar mjög mikill, en áætlað er að þau kosti 10,4 milljarða. Þessi kost- ur hefur verið skoðaður talsvert að undanförnu, en ókosturinn við hann er fyrst og fremst kostnaðurinn. Framundan er mikil vinna við hönnun og skipulagningu Sunda- brautar. Brúin þarf að fara í um- hverfismat. Breyta þarf aðalskipu- lagi. Semja þarf við fyrirtæki sem þurfa að flytja starfsemi sína vegna brúargerðarinnar. Ganga þarf frá fjármögnun brúarinnar. Forsenda fyrir áframhaldandi vinnu er hins vegar pólitísk ákvörðun um leiðar- valið. Jarðgöng undir Klepps vík fjórði kosturinn Skeiðarvogur er gata sem þolir ekki meiri umferð Morgunblaðið/RAX UNNIÐ að gerð snjóflóðavarnagarða á Flateyri 1996. Skýrsla um snjóflóðið á Flateyri 1995 Viðbragðstími langur og losara- leg áfallahjálp Fundið er að því, í skýrslu um snjóflóðið á Flateyri sem unnin var fyrir almanna- varnaráð, að viðbragðstími hafi verið langur og skipulagsleysi einkennt áfalla- hjálp vefflia snjóflóðsins. GERÐAR eru athugasemdir við stjóm björgunaraðgerða vegna snjóflóðsins á Flat- eyri 26. október 1995 í skýrslu sem unnin var fyrir almanna- vamaráð. Þar segir að í raun hafi þrjár vettvangsstjórnir verið á Flat- eyri í stað einnar. Einnig kemur fram í skýrslunni að viðbragðstími hafi ver- ið langur, skipulagsleysi hafi verið á áfallahjálp og gerðar eru athuga- semdir við að fórnarlömb snjóflóðsins hafi ekki verið krufin. 74 vora búsettir í húsunum sem urðu fyrir snjóflóðinu. Af þeim voru 54 heima þessa nótt. Tuttugu manns létust í snjóflóðinu en fimm slösuðust. Fyrsta tilkynning um snjóflóðið barst kl. 4.07 um nótt. I skýrslunni segir að mannfæð og þjálfunarleysi sjálfboðaliða hafi háð björgunarstarfi. Leit og björgunarstarf hafi gengið hægt þar til hjálp hafi borist frá ísa- firði og síðar víðar að. Ástæður þessa eru taldar vera þær að björgunar- sveitin á Flateyri er fámenn og hluti björgunarsveitarmanna lenti sjálfur í snjóflóðinu. Ekki hafi verið hægt að ná í björgunarsveitarmenn nema í gegnum sfma og það hafi verið torvelt m.a. vegna álags á símkerfinu skömmu eftir atburðinn. Þá hafi ekki verið til nægur búnaður á Flateyri til leitar í jafn stóm flóði og þar féll og enginn hundur þjálfaður til leitar. Almenn þátttaka samfélagsins I skýrslunni segir að um tíuleytið að morgni 26. október hafi 66 manns með þrjá hunda verið við leit og fjöldi manna við hjálparstörf. Þegar leit, aðhlynning og björgun verðmæta stóð sem hæst megi áætla að um 250 manns hafi verið við þau störf á Flat- eyri hverju sinni. Þátttaka samfé- lagsins í björgunarstörfum hafi verið frá fyrstu stundu almenn. í skýrslunni segir að þegar horft er til þess að ekki kemst fullur kraft- ur á leitina fyrr en um klukkan níu, vegna skorts á mannskap og búnaði, en þá eru liðnir tæpir fimm klukku- tímar frá því flóðið féll og að hinir síðustu sem bjargað var lifandi úr flóðinu finnast um hádegisbil, megi draga þá ályktun að hugsanlega hefði verið unnt að bjarga fleiri mannslíf- um ef nægur mannskapur með tæki og leitarhund/hunda hefðu verið til staðar. „Þá er ljóst að hver mínúta sem líður frá því vitneskja berst um atburð á borð við þennan og þar til leit og björgun hefst af fullum krafti getur skipt sköpum." „Losarabragur einkenndi áfallahjálpina“ I skýrslunni segir að sóknarprest- amir á Isafirði og Þingeyri hafi verið í hópi fyrstu björgunarmanna sem komu til Flateyrar. Þeir sinntu áfallahjálp í neyðarstöð. Einnig var starfrækt áfallahjálp á vegum RKÍ í Reykjavík. Fljótlega eftir að snjóflóð- ið féll var haft samband við héraðs- lækni Vestfjarða úr stjórnstöð Al- mannavarna ríkisins og farið fram á það að hann sinnti og stjómaði lækn- is- og áfallahjálp á Flateyri. Hann taldi sig ekki eiga heimangengt til þessa verks nema fá lækni til afleys- inga fyrir sig á Bolungarvík. í fjar- veru héraðslæknisins var yfirstjórn áfallahjálpar á F’lateyri falin yfir- lækni af Landspítalanum. Jafnframt var reynt að útvega héraðslækninum staðgengil. Héraðslæknirinn tók síð- an formlega við stjórn áfallahjálpar- innar að kvöldi 26. október og var verkefni hans að sjá um áfallahjálp á Isafirði. Hann þurfti síðan að hverfa af vettvangi 1. nóvember vegna ferð- ar á ráðstefnu erlendis. Á Flateyri var stjórn áfallahjálparinnar í hönd- um læknisins af Landspítalanum þar til hann varð að hverfa af vettvangi. í skýrslunni segir að svo virðist að um stund hafi verið áhöld um það hver var við stjórnvölinn. „Það er ekki hægt að neita því að nokkur losarabragur og skipulags- leysi einkenndi áfallahjálpina á Flat- eyri. Þar var framan af enginn heimamaður, eða kunnugur við störf, og stjórnandinn varð að yfirgefa vaktina aðeins fimm dögum eftir at- burðinn. Þá var sóknarpresturinn á Flateyri erlendis þegar flóðið féll en kom á staðinn eins fljótt og honum var unnt og kvartað var undan því að skortur hefði verið á prestum. Þá virðist hafa verið eins konar sam- keppni milli tveggja meginfylkinga áfallahjálparmanna. Meðal annars þess vegna var óheppilegt að yfir- stjórn á staðnum var ekki höndum manns sem kunnugur var á svæðinu og tilheyrði engum hópi aðkominna hjálparmanna. Margt virðist engu að síður hafa verið vel gert og skipulega í áfallahjálp á Flateyri," segir m.a. í skýrslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.