Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vindmyllur og hroki „Hrokinn ersá að hreykja séryfir fávísi menntamannsins sem telur sig hafa eitthvað til málanna að leggja. “ Páll Skúlason: Heimskan og hrokinn Nýtt mjólkurkúakyn fyrir framtíðina? Björn Bjamason menntamálaráð- herra sendi mér tón- inn á heimasíðu sinni 28. mars (www.centrum.is/bb/frett- ir/990328.html) vegna við- horfspistils míns í Morgunblað- inu daginn áður. Skilji ég Bjöm rétt þá gagnrýnir hann mig fyr- ir tvennt. I fyrsta lagi fyrir að berjast við vindmyllur, það er að segja, að agnúast út í skoð- anir sem enginn haldi í rauninni fram; í öðm VIÐHORF ----- hroka, það er, Eftir Kristján að álíta mig G. Amgrímsson hafinn yfir venjulega um- ræðu, en stíga náðarsamlegast niðmm af stalli til að gagmýna vonda stjómmálamenn. F'yrst þetta með vindmyllum- ar. Bjöm segir engan halda því fram að stjómmálamenn telji sig geta ráðið því hvort mennt- un teljist til gæða eða ekki. Þótt reyndar hafi beinlínis mátt sjá grilla í þessa skoðun í aðsend- um greinum í Morgunblaðinu undanfarið þá held ég að það sé yfirleitt rétt hjá Bimi að enginn stjórnmálamaður hafi sagt þetta bemm orðum á almenn- um vettvangi. En það er með gjörðum sínum sem ráðamenn hafa sýnt að þessi virðist engu að síður vera eiginleg skoðun þeirra. I svari sínu til mín segir Bjöm að nú hafi verið ákveðið „að nýta fjárhagslegt svigrúm flánajsjóðsins til að hækka námslánin og síðan frítekju- markið". Hvað merkir þessi setning? A yfirborðinu verður ekki séð að hún merki neitt. Þetta em hugguleg orð að hætti stjómmálamanna. Sýnir ráð- herrann af heilindum hlaupa til og grípa vandfundið tækifæri til að bæta hag umbjóðenda sinna, námsmannanna. En undir yfirborði setningar- innar vokir önnur merking. Bjöm virðist, ef marka má það sem hann segir þarna, telja að þegar kemur að málefnum LÍN geti hann ekki annað gert en að bíða færis. Hann virðist því ekki telja það vera skyldu sína (nema því aðeins að tækifæri gefist) að sjá til þess að náms- menn njóti sem jafnastra fjár- hagstækifæra til náms. Undir þessu viðhorfi Björns sýnist því liggja sú grundvallar- skoðun að menntun, og jöfnun tækifæra til hennar, sé ekki frumgæði sem njóta beri for- gangs þegar kemur að því að veita fé úr sameiginlegum sjóð- um landsmanna. I pistlinum 27. mars færði ég að því rök, að menntun teljist til framgæða, líkt og heilbrigði. Þar af leið- andi geti stjómmálamenn ekki annað en látið menntamál, líkt og heilbrigðismál, njóta for- gangs. Að bíða þess að svigrúm gef- ist til einhvers er ekki það að láta það njóta forgangs. Að láta eitthvað njóta forgangs er að búa til svigrúm fyrir það. Og Bjöm er einmitt í þeirri stöðu, sem menntamálaráðherra, að geta búið til svigrúm fyrir það sem honum ber að láta njóta forgangs. En með því að segjast hafa beðið færis sýnir Bjöm að hann telur sig geta ákveðið að menntamál (þar á meðal LIN) séu ekki framgæði sem njóta beri forgangs. Nú má vel vera að Bimi hafi einfaldlega þótt þau rök mín lé- leg, að menntun sé framgæði með sama hætti og heilbrigði. En ef honum finnst þessi sam- jöfnuður ógildur, og röksemda- færslan því ónóg, þá hefði hann átt að segja það í stað þess að henda grín að því hversu há- fleygur ég hafi verið í pistlinum. Þá hefði hann tekist málefna- lega á við það viðhorf sem ég hélt fram. Bjöm spyr ennfremur hver óheilindi séu fólgin í því að stjórnmálamenn vilji vera dæmdir af verkum sínum. Auð- vitað engin. Spurning Bjöms er bara orðaleikur. Hin raunveru- lega spuming er sú, af hvaða hvötum Bjöm gengur nú í það að bæta hag LIN. Ef hann er bara að hugsa um hag náms- manna þá era verk hans lofs- verð. En ef hann er að ein- hverju leyti að hugsa líka um að næla sér með þessu í atkvæði stúdenta þá kviknar möguleiki á óheilindum, því þá er Bjöm að nota bágan hag námsmanna í eigin þágu. En auðvitað veit enginn nema Björn sjálfur hvort heldur í rauninni er. All- ar fullyrðingar um óheilindi eru getgátur, það segir sig sjálft. Þá þetta með hrokann. Björn ber mér á brýn að ég sé hroka- fullur og að ég þykist vera eitt- hvað, en segir að ég skilji í rauninni ekki hvemig umræður um opinber mál fari fram. Hann hendir góðlátlegt grín að til- burðum mínum og segir höfund viðhorfspistilsins 27. mars, það er að segja mig, greinilega þykjast vera „á æðra plani en almennt tíðkast í umræðum um opinber málefni, þótt hann að þessu sinni stigi náðarsamleg- ast niður af stallinum". Það má vel vera að ég sé hrokafullur. En hvað kemur það málefnum LÍN eiginlega við hvemig karakter ég er? Hvem- ig er það til bóta að draga per- sónuleg mál inn í umræður? Slíkt gerir þær ekki málefna- legri heldur þvert á móti, per- sónulegar atyrðingar eru ekki til annars en að gera málefni óljós. Viðhorf mitt 27. mars beindist ekki að neinu leyti að persónu Bjöms Bjaraasonar, enda þekkjumst við ekki. En tónninn sem Björn sendi mér er gamalkunnur. Ég verð að játa á mig að vera eilífðar- stúdent, að hafa verið náms- maður næstum alla mína ævi og vera það enn. Og ég hef oft heyrt einhverjar myndir þeirra glósa sem ég nú fæ frá Birni. Námsmenn þekkja þetta marg- ir vel. Páll Skúlason heimspek- ingur hefur gi-eint þá skoðun sem býr að baki þessum glósum og kennt hana við hroka: „Hrokinn er sá að hreykja sér yfir fávísi menntamannsins sem telur sig hafa eitthvað til mál- anna að leggja." EKKI veldur sá er varar. Best væri að hætta við innflutn- ing á fósturvísum úr norskum mjólkur- og kornkúm, NRF, en leggja heldur áherslu á að bæta vistvænu íslensku graskúna með öflugari aðferðum og öðram áhersl- um en áður. Bæta þarf júgur, spenagerð, auka mjólkurgæði, bæta mjaltaeiginleika og skapgerð. Efla þarf markvisst fræðslu um meðferð á kálfum, kvígum og kúm, einnig um fóður- öflun og fóðran. Þá munu fleiri ná afurð- um, sem erfðaeiginleik- ar kúnna leyfa en ekki era fullnýttir nú vegna skorts á markvissari tilsögn og þjálfun. Arangurinn hjá bestu bændunum er glæsi- legur og sýnir að þetta er hægt. Ef stjórn Landssambands kúa- bænda situr við sinn keip og heldur áfram að leita eftir innflutn- ingi í tilraunaskyni, þarf hún að hugsa aðgerðina til enda og undirbúa hana betur áður en íyrsta skrefið er tekið, gera sér og öðram grein fyrir fyrirsjáanleg- um afleiðingum og kostnaði. Verði tilraunin gerð og hagkvæmni af innflutningi reynist óviss eða ekki næg, sem liklegt er, þá sitja kúa- bændur og reyndar þjóðin öll uppi með tapið af illa undirbúinni, mislukkaðri og dýrri tilraun. Sjálf- sagt er hægt að reikna út hag- kvæmni við að skipta um kúakyn, ef ekki verða allir þættir teknir inn í dæmið. En hvað gerist þá? Svar: Innflutningur hefst þá án þess að málið verði metið í heild. Hvað gerist ef innflutningur hefst? í umfjöllun um þetta mál hefur ekki verið horft nógu langt fram á veginn. Settar hafa verið upp strangar sjúkdómavarnareglur um fyrsta innflutning fósturvísa, sem eðlilegt þykir. Þær era flóknar og dýrar og taka þó ekki fyrir alla smithættu. Olíklegt er því sam- kvæmt reynslunni, að þeim verði fylgt til langframa. I þessu liggur hættan. Nýir smitsjúkdómar munu berast til landsins við margendur- tekinn innflutning, sem er óhjá- kvæmilegur, ef ákveðið verður að dreifa norska kyninu hér. Það verð- ur þó ekki stöðvast við innflutning frá Noregi, enda era Norðmenn margir hverjir að gefast upp á sínu eigin kúakyni. Næsta krafa verður innflutningur á fósturvísum frá öðr- um löndum með verri sjúkdóma- stöðu en Noregur, síðan kemur krafa um innflutning á sæði til notkunar í kýr á íslandi og síðast innflutningur á kúm með vaxandi áhættu við hvert skref. Undanþág- ur til að mega verjast smithættu af erlendum landbúnaðarvörum verða þá torfengnari í viðskiptasamning- um sem fram undan eru við Evr- ópusamband og aðrar fjölþjóða- stofnanir (t.d. WTO). Rök okkar um að vemda þurfi einstætt heil- brigði íslenskra kúa verða hljóm- minni og síður verður á þau hlust- að, ef innflutningur fósturvísa verð- ur þá hafinn frá landi, sem opnað hefur í hálfa gátt fyrir innflutningi til sín. Um þá opingátt hafa nokkrir nýir smitsjúkdómar borist nú þeg- ar til Noregs. Sjálfstæð íslensk nautgriparækt líður útaf, íslensk nautastöð verður lögð niður. Við verðum að flestu eða öllu leyti háð öðram hvað varðar ræktun á kúa- kyni framtíðarinnar. Við munum sitja uppi með stórar og þungar kornkýr, sem ekki passa í núver- andi fjós. Kostnaðarsamar breyt- ingar þarf til. Margir munu hrekj- ast frá búskap mun fyrr en ella. Ætti stjórn Landssambands kúa- bænda að standa fyrir flótta úr stétt sinni? Vilja kúabændur stefna á ofurbú eða verksmiðjubú? Vilja kúabændur sömu þróun og er að verða í svínarækt og hænsna- rækt, þótt til hennar sé vitnað af sumum sem góðrar fyrirmynd- ar fyrir nautgripa- ræktina? Vill meiri hluti bænda, að stefna sé tekin á ofurbú og þar með útrýmingu hinna smáu? Vilja þeir að þessari stoð sé líka kippt undan búskap úti á landi? Er þetta í samræmi við óskir Búnaðarþings og reyndar vilja stjórn- valda um að styrkja hinar dreifðu byggðir? Vilja neytendur að stefnan sé tekin í átt- ina frá vistvænum og lífrænum búskap í átt að innifóðr- un, honnónagjöf og verksmiðjubú- um? Er kannske eðlilegt að bændur segi: „Þetta er framtíðin. Annars stöndumst við ekki samkeppni." Það væri framkvæmanlegt og lík- Kúainnflutningur Nýir smitsjúkdómar munu berast til lands- ins við margendurtek- inn innflutning, segir Sigurður Sigurðarson, sem er óhjákvæmi- legur, ef ákveðið verður að dreifa norska kyninu hér. lega hagkvæmt, að sinna allri mjólkurframleiðslu landsins með einu kúabúi fyrir sunnan og öðru fyrir norðan. Slík stórbúaþróun blasir við nú þegar í Bandaríkjun- um og víðar. Þetta er því ekki óraunhæf framtíðarsýn. Ég trúi því vel, að reiknimeistarar geti fundið að ekki sé hagkvæmt að búa við kýr í þessu harðbýla landi og rétt sé því að flytja inn allar mjólkurvörar. En hversu langt á hagkvæmniskrafan að ganga? Augljóst virðist mér, að með því að fara fram á innflutning nú eru sjálfir forustumenn kúa- bænda og ráðunautar þeirra af hugsunarleysi að brjóta niður inn- anfrá varnir, sem best hafa dugað gegn smitsjúkdómum sem geta borist í kýr og annað búfé þessa lands. Langtímaáhrifin skipta máli. Þegar holdakúakynrð var flutt inn Laugavegi 60, sími 551 2854 fyrir fáum árum, var ekki vitað um sýkingarhættu með fósturvísum. Eftir það varð einnig ljósara hvaða hörmungar höfðu dunið yfir Breta með nýrri pest, kúariðunni. Augu sumra opnuðust fyrir því hvað komið getur fyrir búféð okkar, sem einangrað hefur verið lengi þegar smitandi hitasótt í hrossum geisaði hérlendis í fyrra. Hagfræðilega úttekt vantar Stjórn Landssambands kúa- bænda og Bændasamtökin mega ekki fara út í svo svo afdrifaríka og áhættusama aðgerð án þess að gera bændum og landslýð öllum fyrir- fram grein fyrir væntanlegri hag- kvæmni hennar fyrir íslenska bú- fjárrækt. Landbúnaðarráðherra þarf að fara fram á vandaða áætlun um þetta eins og ætlast er til í lög- um, áður en hann gefur leyfí til inn- flutnings. Aður þarf líka að upp- lýsa, hve mikið mun kosta að varð- veita íslensku kúna, sem við höfum skuldbundið okkur til með undirrit- un alþjóðlegra samninga um vernd- un erfðaefnis og sem talsmenn LK hafa sjálfir lýst yfir að sjálfsagt sé. Og meðal annarra orða, er ekki rétt að upplýsa hversu mikið betur kúa- bændur í öðram löndum komast af með sínar nytháu kýr? Skyldi ekki skipta máli hve þær endast miklu verr? Skyldu ekki ýmsir hánytja- sjúkdómar sem ekki eða lítt þekkj- ast hér rýra gróðann? Er ekld óheppilegt að fylla fjósin af hyi-nd- um kúm eða að þurfa að afhorna alla kálfa? Ymislegt fleira mun dragast frá útreiknuðum gróða, ef nánar er að gáð. Hvernig á að meta það, ef nýr sjúkdómur berst til landsins og verður landlægur, t.d. smitandi slímhúðapest, sem sýkir bæði nautgripi og sauðfé? Mun hætta á sykursýki í ungbörnum aukast? Vegna heppilegrar samsetningar íslenski'ar mjólkur samanborið við nágrannEilönd munum við kannske auka sykursýkihættu fyrir börn okkar og barnabörn með því að koma upp öðra kúakyni með annars konar mjólk og hugsanlega spilla einnig fyrir ostagerðarmönnum á næstu áram. Ef menn vilja komast hjá að flytja inn óheppilegar arf- gerðir hvað varðar sykursýkigen og ostagen minnkar úrvalið stórlega. Það mun því takmarka von um gróða af aukinni nyt eftir kúna. Um leið minnkar viljinn til að fara eftir reglum, og hætta vex á því að þær séu sniðgengnar. Ég skora á kúabændur, sem era þessum innflutningi mótfallnir og vilja ekki að heilbrigði kúnna verði milligjöf í viðskiptasamningum sem öðram koma til góða. Látið heyra til ykkar og mótmælið kröftuglegar en hingað til. Hvað munu neytend- ur segja? Væri ekki ráð að gera skoðanakönnun? Höfundur er dýralæknir á Keldum. Sigurður Sigurðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.