Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 29 ERLENT Réttarhöld í Lockerbie-málinu að hefjast í Hollandi Skoskt dómskerfí undir smjásjá Camp Zeist. Reuters. The Daily Telegraph. LÍBÝUMENNIRNIR tveir, sem grunaðir eru um að hafa staðið að sprengingu í Pan Am farþegaflug- vél sem fórst yfír Lockerbie í Skotlandi árið 1988, voru fram- seldir til Hollands á mánudag, þar sem réttað verður yfír þeim sam- kvæmt skoskum lögum. Itrekaðar tilraunir til að komast að sam- komulagi um það hvar og hvernig skuli réttað yfír mönnunum tveim- ur hafa verið gerðar frá árinu 1991, en þá var kæran lögð fram á hendur þeim. Mennimir tveir, Abdel Basset al- Megrahi og AI-Amin Khalifah Fa- hima, lentu á Valkenburg flugvell- inum skammt frá Haag á mánudag eftir að hafa flogið frá Líbýu í fylgd Hans CorreE, lögfræðings á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Við komuna til Hollands vom Lí- býumennimir handteknir af yfír- völdum þar í landi og innan fárra mínútna barst formleg beiðni um framsal mannanna tveggja af hálfu skoski-a stjómvalda. Mennirnir áttu þess kost að mótmæla fram- salinu en gerðu það ekki og því var gengið frá framsalsbeiðninni innan fárra stunda. Að þessu loknu var flogið með mennina til Camp Zeist, gamallar herflugstöðvar skammt frá Utrecht, þar sem Graham Cox, skoskur umdæmisdómari, tók á móti þeim. Cox mun hafa yfírum- sjón með bráðabirgðayfírheyrslum yfír mönnunum tveimur, en endan- leg ákvörðun um það hvort menn- imir skuli leiddir fyrir rétt, mun byggjast á þessum yfírheyrslum. Víðtækar ráðstafanir við réttarhöldin Um hundrað ekra svæði í Camp Zeist hefur verið girt af og því lýst yfir sem skosku umdæmi þar til réttarhöldunum lýkur. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á svæðinu þar sem yfír 100 skoskir fangelsisverðir, lögreglumenn og lögfræðingar eru starfandi og salur fyrir blaðamannafundi hefur verið útbúinn auk þess sem verið er að leggja hönd á sérstakan dómsal fyrir réttarhöldin. Reuters SAKBORNINGARNIR í Lockerbie-málinu veifa til samlanda sinna áður en haldið var af stað til Hollands í flugvél Sameinuðu þjdðanna. Réttarhöldin eru talin munu eiga eftir að. kosta verulegar upphæðir, en aðeins þær undirbúningsfram- kvæmdir sem að framan era nefnd- ar, kosta um 90 milljónir króna, samkvæmt skoskum heimildum. Mennirnir tveir era sakaðir um að hafa komið sprengju fyrir í far- þegaflugvél frá flugfélaginu Pan Am sem var á leið frá London til New York í desember 1988. Sprengjan sprakk í 31.000 feta hæð yfír Lockerbie í Skotlandi og varð 270 manns, frá 21 landi, að bana, en 11 létust á jörðu niðri. Sprengjutilræðið kom í kjölfar ERLENT Reuters MENNIRNIR tveir, Abdel Basset al-Megrahi og Al-Amin Khalifa Fahima, sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðinu í Lockerbie, halda fram sakleysi sínu. hefndarhótana af hálfu íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa í Miðaust- urlöndum eftir að írönsk flugvél hafði verið skotin nið- ur af bandarísku herskipi í júlí 1988. Eftir að skosk yfirvöld höfðu rannsakað Lockerbie- slysið í um þrjú ár kom í ljós að sprengjan hafði sprungið í ferðatösku sem enginn af far- þegunum hafði haft með sér í flugið. Ferðataskan var rakin til al-Megrahi og Fahima, sem þá vora starfsmenn hjá Libyan Arab flugfélaginu og höfðu færi á að koma tösk- unni fyrir í vélinni, sem upp- haflega lagði af stað frá Frankfurt. Því hefur verið haldið fram að mennirnir hafí starfað fyrir leyniþjónustu Líbýu og að starf þeirra hjá Libyan Arab flugfélag- inu, sem er ríkisrekið, hafi verið þáttm- í undirbúningi þeirra til að koma sprengjunni fyrir. ítrekað hefur verið reynt að dæma í málinu Kæra var lögð fram á hendur mönnunum tveimur árið 1991 í kjöl- far rannsóknarinnar, en Gaddafi, leiðtogi Líbýumanna, neitaði að framselja mennina til Skotlands eða Bandaríkjanna, vegna ótta við að þeir hlytu ekki sanngjöm réttar- höld. Afleiðingar þessa urðu þær að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) settu viðskiptabann á Líbýu, sem aflétt hefur verið í grandvallaratriðum eftir að mennirnir vora framseldir nú á mánudag. ítrek'aðar tilraunir hafa verið gerðar til að leiða mennina fyrir dóm en hvorki hefur rekið né gengið í þeim málum, þar til nú, tæpum tíu áram síðar. í byrjun þessa árs féllst Gaddafí á að menn- irnir yi’ðu leiddir fyrir rétt í Hollandi, hlutlausu landi, en réttarhöldin færu fram sam- kvæmt skoskum lögum og að skoskir dómarar myndu dæma í málinu. Samkomulag þetta náðist fyrir tilstuðlan SÞ en talið er að viðræður Nelson Mandela, fráfarandi forseta Suður-Af- ríku, og Abdullah, krónprins Saudi Arabíu, hafi haft úr- slitaáhrif á ákvörðun Gadda- fís. Strangar kröfur um sönnunarbyrði Skoska réttarkerfið er með þeim elstu í heiminum og er þekkt fyrir svokallaðan „þriðja úrskurð“ sem jafngildir sýknun, liggi ekki óvefengjanleg sönnunargögn fyr- ir. Robert Black, prófessor í skosk- um lögum og sá sem átti hugmynd- ina að því að haga réttarhöldunum eins og nú hefur verið ákveðið, sagði strangar kröfur skosks dómskerfís um sönnunarbyrði nú liggja fyrir sjónum almennings um allan heim. „Fólk mun sjá hversu strangar reglurnar eru [í skosku réttar- kerfi], til að tryggja að réttur úr- skurður verði kveðinn upp. Til að mynda verða öll mikilvæg sönnun- argögn að vera studd af fleiram en einum aðila,“ sagði Black. Það heyrir hins vegar til undan- tekningar að í réttarhöldunum verður enginn kviðdómur. Sú ákvörðun var tekin eftir að Líbýu- mennirnir höfðu farið þess á leit, en þeir telja harla ólíklegt að hægt verði að fmna kviðdóm sem ekki hefur orðið fyrir veralegum áhrif- um af fréttaflutningi tengdum Lockerbie-tilræðinu. Samkvæmt skoskum lögum verða að fara fram réttarhöld inn- an 110 daga frá því að kæra er lögð fram. Hins vegar þykir lík- legt að lögfræðingar Líbýumann- anna fari fram á seinkun á réttar- höldunum til að geta undirbúið málflutning sinn betur, sem verði til þess að þau hefjist ekki fyrr en á næsta ári. Fari svo að mennirnir verði Adams segir IRA ekki skuldbund- inn til af- vopnunar GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms Irska lýðveldishers- ins (IRA), hefur lýst því yfir að IRA sé „alls ekki skuldbundinn" til að af- vopnast áður en fyrsta heimastjórn Norður-írlands er mynduð. Adams sagði í ávarpi sem hann flutti á páskasunnudag til minningar um páskauppreisn írskra lýðveldis- sinna gegn brezkum yfirráðum í Dyflinni árið 1916, að krafan um af- vopnun IRA væri ekkert annað en „ögrun“. Og Mitchel McLaughlin, háttsettur fulltrúi Sinn Fein í friðar- samningaviðræðunum, sagði friðar- ferlið „í kreppu". En David Trimble, forsætisráð- herra heimastjórnarþings N-ír- lands, boðaði allt annað um páskana; hann spáði því að IRA myndi af- vopnast innan fáeinna vikna. Frestur til að mynda heimastjórn sem gert hafði verið ráð fyrir í frið- arsamkomulaginu, sem undirritað var á páskum í fyrra, rann út á föstu- dag, 2. apríl, án þess að tekizt hefði að leysa ágreining um afvopnun öfgamanna beggja fylkinga, en sam- komulag um myndun heimastjómar með þátttöku stjórnmálamanna bæði úr röðum kaþólskra lýðveldissinna og sambandssinnaðra mótmælenda, strandaði á þessum óleysta ágrein- ingi, sem tilraunir til að leysa hafa staðið yfir mánuðum saman. Yfírlýsing Blairs og Aherns rædd Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, hinn írski starfsbróðir hans, gáfu í síð- ustu viku út yfírlýsingu sem ætluð var sem samningsgrundvöllur til lausnar afvopnunai’deilunni. Allir n- írsku stjórnmálaflokkarnir hafa frest fram í næstu viku til að ræða yfirlýsinguna og taka ákvörðun um hvort þeir fallist á hana eða ekki. Fulltrúar flokks sambandssinna Ulster (UUP), stærsta flokksins á n- írska þinginu, neita að sitja við sama borð og fulltrúar Sinn Fein, stærsta flokks n-írskra lýðveldissinna, nema IRA byrji að afhenda eitthvað af vopnabúri sínu. Arviss „göngutíð" mótmælenda á N-írlandi, sem þeir halda í heiðri til minningar um sigur hers brezkra mótmælenda yfír írskum kaþólikk- um á N-íriandi fyrir 300 árum, hófst á mánudag með nokkur þúsund manna skrúðgöngu í gegn um mið- borg Belfast. Gangan fór friðsam- lega fram. fflflÍK'S BALENO TEGUND: VERÐ: 1.3 GL 3d 1.195.000 KR. 1.3 GL 4d 1.295.000 KR. 1.6 GLX 4d, ABS 1.445.000 KR. 1.6 GLX 4x4, 4d, ABS 1.575.000 KR. 1.6 GLX WAGON, ABS 1.495.000 KR. 1.6 GLX WAGON 4x4, ABS 1.675.000 KR. Sjálfskipting kostar 100.000 KR. Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þægilega á óvart Rými? Þægindi? Gott endursöluverð? Allan þennan staðalbúnað? 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa • Litaðar rúður Samlitaðir stuðarar Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og þaðleynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is dæmdir í fangelsi, er talið líklegt að þeir áfrýi dómnum og munu þau réttarhöld einnig fara fram í Hollandi. Sannanir fyrir sekt þeirra sagðar áreiðanlegar Bandaríkjamenn og Bretar segjast hafa óvefengjanleg sönn- unargögn um sekt mannanna und- ir höndum, sem Black segir geta orðið til þess að réttarhöldin verði mjög löng. „Hins vegar gætu þau allt eins tekið stuttan tíma, ef sönnunargögnin eru ekki eins áreiðanleg að mati skoskra dóm- stóla eins og haldið hefur verið fram sl. átta ár.“ Ekki hefur verið ákveðið hvaða þrír skoskir dómarar dæmi í mál- inu, en Hardie lávarður, saksókn- ari Skotlands, mun leiða ákæra- valdið. Verði mennirnir, sem haldið hafa fram sakleysi sínu, fundnir sekir, munu þeir afplána dóm sinn í Skotlandi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði framsali Líbýu- mannanna og sagði tíu ár vera langan tíma fyrir aðstandendur fórnarlambanna til að fá réttlætinu fullnægt. ---------------- Brátt kosið í Skotlandi KOSNINGABARÁTTAN fyrir fyrstu kosningarnar til skozka heimastjómarþingsins hófst fyrir alvöra í gær, mánuði áður en Skot- ar ganga að kjörborðinu til að velja hina 129 fulltrúa á þingið, sem varður það fyrsta sem kallað verð- ur saman í Skotlandi í 300 ár. Hvort tveggja Skozki þjóðernis- flokkurinn (SNP) og Frjálsir demókratar Skotlands hrintu sinni kosninabaráttu af stað með fjöldafundum í gær, en hinir flokkarnir, Verkamannaflokkur- inn og Ihaldsflokkurinn þeirra helztir, hyggjast blása til barátt- unnar á næstu dögum. Ekki er búizt við því að neinn flokkur hljóti hreinan meirihluta á hinu nýja þingi Skotlands, en tveir menn munu öðrum fremur verða í sviðsljósinu í kosningabaráttunni. Það eru Donald Dewar, Skotlands- málaráðherra ríkisstjórnarinnar í Lundúnum, og Alex Salmond, leið- togi SNP. Skoðanakannanir benda til að um fimmtungur kjósenda hafí enn ekki gert upp hug sinn. ------♦-♦-♦----- Berezovskí segist ekki á leið í steininn Moskvu. Reuters. BORIS Berezovskí, aðsópsmikill rússneskur kaupsýslu- og stjórn- málamaður, vísaði harðlega á bug í gær fréttum rúss- neskra fjölmiðla þess efnis, að til stæði að handtaka hann. Rússneskar fréttastofur höfðu í gær eftir heim- ildamönnum hjá öryggismálayfir- völdum í Moskvu, að ríkissaksóknari hefði samþykkt að gefín yrði út handtökuskipun á hendur Berezovskí á grundvelli ákæruatriða sem tengdust við- skiptaumsvifum hans. Ekki reynd- ist unnt í gær að fá fréttina stað- festa opinberlega. „Þeir eiga ekki minnsta mögu- leika á að ná sinu fram,“ hafði Interfax eftir Berezovskí, stöddum í Frakklandi. Hann sagði orðróm um yfirvofandi handtöku sína eiga upptök sín hjá „heimskingjum sem svifust einskis“ og héldu að þeir gætu skarað eld að eigin köku með því að fella sig af stalli. Borís Berezovskí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.