Morgunblaðið - 07.04.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 07.04.1999, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR : -«-*** —'wT'f ftl 1 • f*. EINSÖNGVURUM og stjórnanda fagnað í lok tónleikanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Kór Langholtskirkju undir sljórn Jóns Stefánssonar, einsöngvarar og hljómsveit áttu stóran dag í Lang- holtskirkju sl. skírdag,“ segir meðal annars í dómnum. Stór dagur í Langholtskirkj u TÓIYLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Langholt skirkju, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rannveig Fríða Braga- dóttir, Stephen Brown og Ólafur Kjartan Sigurðsson, kammesveit með Júhonu Elínu Kjartansdóttur sem konsertmeistara, undir stjórn Jóns Stefánssonar, fluttu H-moll messuna eftir J.S. Bach. Fimmtudagurinn 1. apríl 1999. í FLESTUM skrifum um H-moll messuna er aðallega fjallað um feg- urð verksins og trúarinntak. Pað er svo með skilgreiningu á listrænu innihaldi verka, að fólk fínnur það sem það vill fínna. J.S. Bach var í upphafi rómantíkurinnar sakaður um að vera gömul púðurfyllt hár- kolla og Brahms var sagður kaldur rökfræðingur í tónlist. Vera má að næstu kynslóðir muni gefa minna fyrir hástemmda aðdáun okkar á verkum þessara manna og finni allt annað en við í verkum þeirra. Þetta, hvað menn finna í tónlist, má greina í mismunandi uppfærslum, því það eru flytjendurnir sem skapa lifandi gerð tónlistarinnar og gefa henni tilfinningalegt innihald. Víst er H-moll messan stórbrotið verk og margslungið að gerð. Það hefst á fjögurra takta hægum inn- gangi og síðan hefst fimm radda fúga, yfir textann Kyrie eleison, þar sem stefið er fyrst kynnt af hljóm- sveitinni og er kórinn kemur inn, hefst hin eiginlega framsaga fúg- unnar. Bæði framsagan og gegn- færslan er bundin við fjórar tónteg- undir h-, fís-, cís- og e-moll, sem gerir verkið nokkuð staðbundið, þrátt fyrir mikla raddfjölbreytni. Þessi kafli var vel fluttur og hraðan- um stillt í hóf og innkoma stefjanna kom greinilega fram, bæði hjá kórn- um og hljómsveitinni. Christe eleison kafiinn er í fomi, sem oft er kennt við kóralforspil, þar sem hljómsveitin vefur raddleik sínum um sönginn, sem í þessu til- felli er ritaður fyrir tvær sópran- raddir. Ólöf Kolbrún og Rannveg Fríða sungu þennan kafla mjög fal- lega. Eitt mætti gera athugasemd við og gildir í raun um alla ein- söngskaflana en það er að láta alla strengina í 1. og 2. fiðlu og öll selló- in og kontrabassann leika jafnt hvort sem stendur skrifað í radd- skrána píanó, við undirleik söngsins eða forte, þar sem hljómsveitin leik- ur ein. Slík merking hjá Bach gat merkt mismunandi registeringu og einnig það sama og soli og tutti. Þetta gerði söngkonunum og öðrum söngvurum nokkuð erfitt fyrir að syngja sig í gegn. Alla breve fúgan, seinni Kyrie-þátturinn, var mjög vel fluttur, með þeim virðuleika, þá er trúuð manneskja biður sér misk- unnar um leið og hún gengur inn í helgidóminn. Dýrðarsöngurinn er í raun hljóm- sveitarkonsert og þar vantaði nokk- uð á þá hrynskerpu, sérstaklega í kórnum, sem nauðsynleg er í svona þykkum tónvefnaði og líklega var hraðinn of mikill fyrir kórinn. Þegar kemur að textanum, Et in terra, breytir Bach um stef, sem er að stofni til leikur með hljómboða og biðtóna er gefur verkinu sérkenni- legan og óræðan blæ. Flutningur kórsins var í heild fallega mótaður. Lautamus te, var sunginn af Rann- veigu Fríðu en fiðlueinleikurinn var í höndum Júlíönu E. Kjartansdótt- ur. Form verksins er í áðumefndum kóralforspils-stíl og þar hefði mátt t.d. fækka í hljómsveitinni, t.d. í bassaröddunum, bæði fyrir fiðluein- leikinn og sönginn. Þrátt fyrir þetta var flutningur einleiksraddanna mjög fallega mótaður. Gratias agimus tibi er kórþáttur byggður á tematískum skörunum, raddfieygunum sem t.d. Palestrína var snillingur í að nota. Þessi þáttur er nokkuð sérkennilegur og hljóm- aði tignarlega í fiutningi Kórs Langholtskirkju. Raddferlið í tvísöngskaflanum Domine Deus, fyrir sópran og ten- or, er hreint ævintýri, sérstaklega tónlínur einleiks flautunnar, sem Bernhaður Wilkinson flutti sérlega vel. Samspil flautunnar á móti söng- línunum er efni í langa og lærða rit- gerð í kontrapunkti en þessi sér- stæði kafli, var mjög vel fluttur af Ólöfu Kolbrúnu, gestasöngvaranum Stephen Brown, Bemharði og hljómsveit. Strax á eftir fylgir kór- þátturinn Qui tollis, sem er stuttur en sérlega fagur og var hann ákaf- lega vel leikinn og sunginn. Samleikur á óbó d’amore og alt söngraddar í Qui sedes, var mjög vel fluttur af Daða Kolbeinssyni og Rannveigu Fríðu og í næstsíðasta kaflanum í Gloria, Quoniam, sem er sérkennilega drangalegur, ritaður fyrir bassarödd, tvö fagott og corno da caccia, var flutningurinn í heild mjög góður, sérstaklega vai- leikur- inn hjá Joseph Ognibene fallega mótaður. Ólafur Kjartan söng kafl- ann í heild af myndugleika, þrátt fyrir smáslys í upphafstöktunum. Lokakaflinn í Gloria, Cum sancto Spiritu, er einn af stæixi kórþáttum verksins, mikilfenglegur „tuttí“ þáttur, sem er sérlega erfiður í söng og þar sýndi kórinn margt að sínu besta, sérstaklega sópraninn, enda er þarna að heyra Bach í sínu besta. Fúgato-þátturinn var þó einum of órólegur en þar er að finna magn- aða samskipan radda, þar sem virkilega reynir á hrynfestu söng- fólks og hljóðfæraleikara. Niðurlag kaflans, „Codinn" var glæsilega sunginn. Trúarjátningin hefst á alvarlegri Gregor tónhendingu, sem úr verður fimmradda fúga, með „obigato" bassa. Fúgan sem fylgir á eftir við textann Patrem omnipotentem er einnig með „obligato" samleik bass- ans og allrar hljómsveitarinnar, þannig að fúgan sjálf í kómum myndar eins konar kjama verksins í flóknu samfélagi við hljómsveitina. Stærð verksins byggist ekki aðeins á sterkri túlkun, heldur er tónmál þess ótrúlega margslungið. I Et in unum, má heyra sérkennilegan samleik að miklu leyti samstiga söngradda, tveggja amor-óbóa og fiðlu radd- anna. Þessi kafli var sérlega vel fluttur af Ólöfu Kolbrúnu, Rann- veigu Fríðu og óbóistunum, Daða Kolbeinssyni og Peter Thompkins. Næsti kafli, Et in carnatus est, er sérkennileg samsetning, þar sem einfalt og hljómrænt tónmál kórsins er umvafið tónaleik meistarans með krómatíska granntóna í fiðlurödd- unum, Þessi granntónaleikur hefur trúlega truflað kórinn, því þarna gat í eina skiptið að heyra smáó- vissu í tónstöðu radddanna undir lok kaflans. Einn fegursti kafli verksins er Cmcifixus-kórinn, er var mjög fallega fluttur. Form hans er „passacalia", fjögurra takta bassastef, endurtekið tólf sinnum en í þrettánda sinn er skipt yfir í sammarka tóntegund, líklega til að nálgast tónstöðuna í næsta kafla. I þessum kafla má heyra margt er minnir á aðra fræga passacalíu, eft- ir Purcell, bæði hvað varðar bassa- stefið, snjalla hljómskipan og til- finningaþrangna sorgina, þótt um- hverfi verkanna sé annars ólíkt. Á eftir þessum áhrifamikla kafla kem- ur glæsilegur upprisukór, langur og erfiður þáttur er var í heild af- burðavel fluttur. Kórinn söng af glæsibrag þessa þrjá samfelldu kór- kafla og er það ekki allra kóra að gera slíkt, svo vel sé. Einn fallegasti samspilsþáttur söngs og hljóðfæra í þessu verki er bassaarían Et in spiritum, sem var sérlega vel flutt af Ólafi Kjartan við frábæran samleik óbóistanna og lýkur Credo-þættinum á samsett- um kafla, er hefst á þétt skipaðri fúgu, þar sem stefin era þegar í upphafi sköruð eða fleyguð saman og unnið með þau eins og gert vart í gamalli kirkjutónlist. Á eftir þess- ari sérkennilegu „fúgu“ kemur glæsilegur „tutti“ kórþáttur við textann Et expecto, og þar „dró kórinn ekki af sér, frekar en fyrri daginn". Og áfram átti kórinn næstu tvo kafla, Sanctus og Osanna og er ekki fráleitt að halda því fram að líklega séu þessir kaflar með lengstu samfelldu kórþáttum tón- bókmenntanna og sannarlega aðdá- unarvert, hversu Kór Langholts- kirkju skilaði þessu erfiða verki með miklum glæsibrag. Tenorarían, Benedictus qui venit, er ekta barokk-aría, og skal sam- kvæmt raddskrá verksins sungin á móti fiðlueinleik og basso continuo. Hér var brugðið á það ráð að gefa flautunni þetta hlutverk, sem Bern- harður Wilkinson lék afburða vel. Gestasöngvarinn Stephen Brown söng mjög vel og af látleysi þessa fallegu barokk-aríu en kórinn end- urtók síðan Osanna-þáttinn. Það er sérkennileg friðsæld yfir niðurlagi messunnar Agnus Dei, sem hefst á fallegi’i alt-aríu er Rannveig Fríða söng mjög vel. Þarna leikur Bach sér með temtísk- an samleik söngraddar og fiðluraddar með hreint göldróttum hætti. Verkinu lýkur svo á temtískt unnum þætti í gömlum kirkjustíl og yfir hljómrisinu í lokin ríldr heið- ríkja, þess sem fagnar í trú sinni og fer með friði. Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar, einsöngvarar og hljómsveit áttu stóran dag í Lang- holtskirkju sl. skírdag. Jón Ásgeirsson Páskabarokk TONLIST S a I u r i n ii KAMMERTÓNLEIKAR Alina Dubik, Zbigniew Dubik, Andrzej Kleina, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Nora Kornblueh, Hrefna Eggertsdóttir, Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau fluttu verk eftir Joseph Ha- ydn. Laugardagurinn 3. apríl, 1999. TÓNLEIKAR undir nafninu Páskabarokk hafa áður verið haldnir og nú í ár voru ein- göngu flutt tónverk eftir meistara Joseph Ha- ydn. Til flutnings vora aðallega valin verk, þar sem flautan er notuð og hófust tónleikamir á einu af hinum svo nefndu Lundúna-tríóum, fyr- ir tvær flautur og selló, er upprunalega vora fjögur en nokkur óvissa er um uppruna þriggja verkanna, nr. 2 til 4, en á sum þeirra er títill verkanna ritaður með hendi Haydns en ekki getið höfundar. Lundúna-útgáfan frá 1799 þyk- ir ekki fyllilega ábyggileg og hafa sagnfræðing- ar verið í vandræðum með að ákveða kaflaskip- an og að númera þessi þessi verk. Hvað um það, þá var verkið mjög fallega flutt og hljóm- aði þessi saklausa en leikandi tónlist vel í ágæt- um leik Martial Nardeau, Guðrúnar S. Birgis- dóttur og Noru Komblueh. Fjórir þættir úr kvartettinum, sem Haydn ritaði upp úr kórverkinu Die Sieben letzten Worte unseres Erlösers am Kreuze, Hob, XX2, var næst á efnisskránni en það vora V. VI., VII. og jarðskjálfta-kaflinn II terremoto, sem strengjakvartett fiutti en hann skipuðu Zbigni- ew Dubik, Andrzej KJeina, Þórunn Marinós- dótth- og Nora Kornblueh. Verk þetta er upp- haflega samið til að vera milliþættir í guðsþjón- ustu, þar sem fjalla skyldi um Sjö orð Krists á krossinum og greinir Haydn frá því í bréfi, að það hafi ekki verið sér auðvelt viðfangsefni „að semja sjö hæga þætti, er allir áttu að vera 10 mínútna langir, án þess að þreyta áheyrend- ur“. Þetta verk vakti nokkra athygli og væri vel þess vert að flytja það bæði í upprunalegri gerð fyrir kór og hljómsveit og einnig alla sjö kvartettþættina, ásamt jarðskjálftaþættinum. Verkið vai- í heild mjög vel flutt og t.d. tölu- verður fyrirgangur í jarðskjálftalýsingu meist- arans, sem var leikin af öryggi. Fyrri hluta tónleikanna lauk með fyrsta „Lundúna-tríó- inu“, sem er í þremur þáttum og falleg tónlist, er var mjög vel flutt. Eftir hlé var þriðja tríóið flutt og var sami fínleiki og leikandi flutningur á því og fyrri tríóunum. Alina Dubik flutti söngva úr Original Canzo- nettas, sem eru í allt tólf að tölu, er Haydn samdi 1794, í seinni heimsókn sinni til Lund- úna. Alina söng Mermaid | s song (nr. 1 ) og A Pastoral Song (nr 3). Bæði lögin eru við kvæði eftir Anne Hunter. Ur seinni hlutanum söng Alina She never told Her Love ( nr 10), við texta Shakespeare og Sailor | s Song (nr 7) við gamalt sæfarastef, sams konar og sjómenn sungu við vinnu sína á dekki. Lögin eru skemmtileg, ekta Haydn, og voru sérlega vel flutt, bæði hvað varðar túíkun og tónmótun. Al- ina Dubik er frábær söngkona en hlut í góðum flutningi hennar átti Hrefna Eggertsdóttir, með sérlega hljómfallegum samleik sínum á pí- anóið. Tónleikunum lauk með Surprise-sinfóníunni í umritun Salomons þess sem fékk Haydn til Englands. Salomon, fæddur í Bonn, var fiðlu- leikari og tónskáld, er settist að í London. Um- ritun þessi minnir á þau ár hér á landi er ekki voru til sum af hljómsveitarhljóðfærum, eins og t.d. óbó og fagott og ekki til menn er gátu leikið á þau eða jafnvel ýmis önnur hljóðfæri. Þá var á hljómsveitartónleikum notast við harmoníum og jafnvel píanó til að leika raddir þeirra hljóðfæra er vantaði. í umritun Salomons var píanóið látið um raddir blásturshljóðfæranna og hljómaði það svo sem ekki illa, nema þegar píanóið tvö- faldaði sellóröddina, sennilega fyrir fagottið. Það sem afsakar svona umritun, er góður flutn- ingur, eins og að þessu sinni, því strengir-nir og flautan voru aldeilis góð. í umritun sem þessa vantar blæbrigði blásturshljóðfæranna og rit- háttur verksins, sem er „orkestral", er ólíkur því sem gerist í kammertónlist, þar sem tón- vefnaðurinn er nær ávallt fínlegri og marg- brotnari en þegar ritað er fyrir hljómsveit. Hvað svo sem þessu líður var það góð skemmt- an að hlýða á afburðaleik fiðlaranna, svo að heildaráhrifin vora þrátt fyrir allt, mjög góð. Jón Ásgeirsson |i. '$í P I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.