Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 27 Xanana Gusmao afturkallar vopnahlésyfírlýsingu Skorar á landa sína að grípa til vopna Reuters MEÐLIMIR Falentil-hreyfingarinnar, eins hóps herskárra sjálfstæðis- sinna á A-Túnor, eru hér á vakt við höfuðstöðvar hreyfingarinnar í frumskóginum. Talsmenn hinna ýmsu hópa sjálfstæðissinna sögðust í gær munu hlýða kalli andspymuleiðtogans Gusmaos um að halda áfram stríði gegn indónesískum yfirráðum. Stefnir í alls- herj arverkfall í Færeyjum? Þórshöfn. Morgunbiaðið. Skæruliðar hlynntir indónesískum yfir- ráðum á A-Tímor sagðir hafa drepið tugi flóttamanna Sydney. Reuters. FJÖRUTÍU manns létu lífið á Aust- ur-Tímor í gær, er skæruliðar hlynntir indónesískum yfirráðum skutu af handahófi og vörpuðu hand- sprengjum á kirkju, þar sem um 2.000 flóttamenn höfðu fundið skjól, að sögn portúgölsku fréttastofunnar Lusa. Hafði fréttastofan þetta eftir Carlos Belo biskupi og friðarverð- launahafa Nóbels, sem hafði foringja í indónesíska hemum á A-Tímor fyrir fréttinni. Xanana Gusmao, einn af leiðtogum andspyrnuhreyfingarinnar á Austur- Tímor, hvatti til þess í fyrradag, að landsmenn gripu tii vopna gegn stuðningsmönnum Indónesíustjórnar í landinu. Talið er, að með því vilji hann þrýsta á, að Sameinuðu þjóðirn- ar sendi gæslulið til landsins en ótt- ast er, að þessi herhvöt geti leitt til enn meiri blóðbaðs og haft þveröfug áhrif við það, sem að er stefnt. Fréttaskýrendur telja ólíklegt, að ákvörðun Gusmaos um að falla frá fyrri vopnahlésyfirlýsingum muni breyta neinu um fyrirhugaða þjóðar- atkvæðagreiðslu á A-Tímor í júh' um sjálfstjórn en segja hins vegar ástæðu til að óttast, að hún geti dreg- ið slæman dilk á eftir sér. Gusmao hvatti landa sína til að grípa til vopna er fréttir bárust af því, að stuðningsmenn Indónesíu- stjómar og indónesískir hermenn hefðu myrt 17 óbreytta borgara í landinu en lögfræðingur hans segir, að hann muni lýsa aftur yfir vopna- hléi sendi SÞ gæslulið til landsins og Indónesíuher láti af árásum sínum. Talsmaður SÞ sagði í síðasta mánuði, að samtökin yrðu að senda fulltrúa sína til A-Tímor mjög fljótlega vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar en sagði þó ekkert um eiginlegt gæslulið. Mikil spenna í landinu Stjómvöld í Astrah'u hafa varað við yfirlýsingu Gusmaos, sem nú er í stofufangelsi í Jakarta. Segja þau, að mikið sé af vopnum á A-Tímor og mikil spenna í landinu og því þurfi ekki nema Mtinn neista til að hleypa öllu í bál og brand. Jose Ramos-Horta, útlægur and- spymuleiðtogi og friðarverðlaunahafi Nóbels, sagði í viðtali við breska rík- isútvarpið, BBC, að Gusmao hefði ekki átt annarra kosta völ en falla frá vopnahlésyftrlýsingunni. HVORKI gengur né rekur í vinnu- deilu opinberra starfsmanna í Færeyjum en verkfall þeirra hefur nú staðið í þrjár vikur. Þá em önnur stéttarfélög að undirbúa aðgerðir og eins og nú horfir stefnir í allsherjar- verkfall í landinu. Viðræður deiluaðila hafa engan ár- angur borið en síðasti samningafund- urinn stóð í næstum þrjá daga sam- fleytt og lauk á föstudaginn langa. Krefjast opinberir starfsmenn að minnsta kosti 5% launahækkunar á þessu ári og benda á, að ella muni kaupmáttur launanna minnka enn. Felldu þeir miðlunartillögu um 2,7% hækkun en Karsten Hansen, sem fer með fjármálin í landsstjóminni, sam- þykkti hana. Segir hann, að meiri launahækkanir myndu hafa alvarleg áhrif á efnahagslífið í landinu. Næstum öll stéttarfélög í Færeyj- um hafa lýst yfir stuðningi við opin- bera starfsmenn og fyrir nokkrum dögum sögðu formenn þeirra, að hæfust ekki viðræður strax að páska- hátíðinni Mðinni, myndu félögin fara að hugsa sér til hreyfings. Mikil vandræði Verkfall opinberra starfsmanna hefur að sjálfsögðu valdið miklum vandræðum og einkanlega í nyrstu og syðstu eyjunum. Þangað em nú engar ferjusigMngar og næstum allar opinberar skrifstofur em lokaðar. Sendingar útvarps og sjónvarps em í lágmarki og búið er að loka þvotta- húsum sjúkrahúsanna. Hafa opinber- ir starfsmenn í Færeyjum fengið ýmsan stuðning frá stéttarbræðrum sínum erlendis, meðal annars á Is- landi en þaðan fengu þeir um eina milljón ísl. kr. 'AGA OUTIQtJE TOLLFRJÁLS VERSLUN SKÝjUH OFAR V E T U R 19 9 9 'Hvjroa cjlmile.avir listi er ítominn út 'Htíðu þér í tintfrk. lí fe.rðfrsk.riptvpAín e-ðfi SvíutfLriptvpum Tlupeiðvi. Sorption Technics www.velaverk.is Lofrpurrharar s. 568 3536 Nám í Danmörku Hjá Horsens Polytechnic bjóðum við upp á fleiri tegundir af tæknimenntun. Allir velkomnir Á fiindinum munu kennaramir Ralf Jensen og Eli Ellendersen segja ffá náminu. Jafhffamt verða til staðar íslenskir byggingaffæðingar menntaðir í Horsens. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Ralf Jensen og Eli Ellendersen með því að hringja til Hótel Sögu ífá 06.04 - 13.04.1999 eða leggja inn skilaboð. Horsens Polytechnic Slotsgade 11 • DK-8700 Horsens • Denmark Tli. +45 7625 5001 • Fax +45 7625 5100 E-mail:horstek@horstek.dk • http://www.horstek.dk Meðal annars: • tækniteiknun • landmælingartæknir • véltæknir • byggingaiðnlfæðingur - byggingar- og ffamkvæmdalínu • byggingafræðingur með fjórum brautum: enskri, byggingar- og ffamkvæmdalínu Komiö og fáiö nánari upplýsingar: Kynningarfundur í Revkjavík 11. apríl kl. 15.00 á Radisson SAS, Hótcl Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.