Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 71

Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 71 Líkamsvit- und og sjálfs- mynd ungra mæðra ANNADÍS Rúdólfsdóttir, doktor í félagssálfræði, verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum fímmtudaginn 8. apríl kl. 12-13 í stofu 201 í Odda. Rabbið ber yfirskriftina „Pungað sjálf: Líkamsvitund og sjálfsmynd ungra mæðra“. I fréttatilkynningu segir: „Þegar konur verða þyngri tekur líkaminn sýnilegum breytingum. í þessum fyrirlestri er því haldið fram að þetta líkamlega ástand sé þnmgið þunga og merkingu fyrir sjálfs- mynd kvenna. Hugmyndir samfé- lagsins um líkamlegt eðli kvenna hafa áhrif á stöðu þeirra og viðhorf til sjálfra sín. I fyrirlestrinum verður byggt á gögnum sem safnað var fyrir rannsóknina „Sjálfsmynd ungra mæðra“, þ.m.t. fræðsluefni sem dreift er til verðandi mæðra, viðtöl við ungar konur meðan þær voru barnshafandi og eftir að þær áttu barn, og hópviðtöl við ungar mæð- ur. Við greiningu á þessu efni var eftirfarandi spurningum velt upp: Hvaða máli skiptir líkaminn í því hvernig verðandi eða nýbakaðar mæður eru staðsettar í orðræðum samfélagsins? Er litið á verðandi og nýbakaðar mæður sem gerend- ur sem geta tekið ákvarðanir fyrir sig sjálfar? Hvers konar hug- myndir koma fram um eð!i líkam- ans í þessum orðræðum? Það verður rakið hvernig ungar mæð- ur skilgreina sig bæði í samræmi og í andstöðu við ríkjandi hug- myndir. Því verður haldið fram að sjálfs- veruna verði að skoða í líkamleik sínum en einnig í Ijósi þess hvemig við emm skilgreind sem sjálfsver- ur á grandvelli líkama okkar.“ Ríkisút- varpið opnar kosningavef OPNAÐUR hefur verið kosninga- vefur á heimasíðu Ríkisútvarpsins á vegum fréttastofu Utvarpsins og fréttastofu Sjónvarpsins. Þar verð- ur safnað saman ýmsum fréttum og fróðleik vegna alþingiskosning- anna í vor. Slóðin að vef Ríkisútvarpsins er www.rav.is og þar er að fínna tákn- mynd sem vísar rétta leið að kosn- ingavefnum. Vefurinn sjálfur hefur slóðina www.rav.is/kosningar. A kosningavefnum verða fréttir úr fréttatímum Útvarpsins og Sjónvarpsins sem tengjast kosn- ingunum. Þar verður líka hægt að sjá niðurstöður skoðanakannana en Gallup vinnur margar slíkar fyrir Ríkisútvarpið fram að kosn- ingum. Á heimasíðunni verða birtir allir framboðslistar, flokkaðir eftir kjör- FRÉTTIR dæmum. Tenging verður við þær heimasíður sem flokkar, framboð og einstakir frambjóðendur hafa komið sér upp. Leikfími- námskeið GÍ að hefjast LEIKFIMINÁMSKEIÐ byija aftur 7. apríl í Gigtarmiðstöð GÍ, Ánnúla 5 í Reykjavík, og era allir velkomnir að vera með. Vorönn stendur í 7 vikur eða til 27. aprfl nk. í boði er fjölbreytt þjálfun í 10-14 manna hópum undir hand- leiðslu sérhæfðs fagfólks. Leikfimin hentar einstaklingum sem vilja þjálfa í rólegu, vinalegu umhverfí í lokuðum hópi, hvort sem viðkomandi er með gigt eða ekki, segir í fréttatilkynningu. í boði eru hópar fyrir þá sem eru að byrja þjálfun og einnig fyrir ein- staklinga sem vanir era hreyf- ingu. I vor verða eftirfarandi hópar í boði: Almenn leikfími, jóga, vatns- leikfimi og sérhæfðir leikfini fyrir einstaklinga með vefjagigt og hryggikt. Leikfímin fer fram í hús- næði GÍ í Armúla 5 og vatns- þjálfunin í Sjálfsbjargarlaug í Há- túni. Upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu GÍ. og þar er einnig hægt að fá ráðgjöf sjúkra- þjálfara við val á leikfimi. Fundir hjá Grænu framboði FUNDIR verða í kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð á Suðurgötu 7 miðviku- daginn 7. aprfl, fimmtudaginn 8. og laugardaginn 10. apríl. Verkalýðsbarátta á villigötum? er yfirskrift fundarins 7. apríl og hefst hann kl. 20.30. Frammæl- endur verða Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, Guðrún Kr. Óla- dóttir, gjaldkeri Eflingar, Heimir B. Janusarson og Ögmundur Jón- asson, þingmaður. Fundarstjórn er í höndum Sigríðar Kristinsdótt- ur. Græn hagfræði verður á dagskrá fimmtudaginn 8. apríl kl. 20.30. Þar munu Geir Oddsson, auðlindafræð- ingur, og Sigríður Ágústa Ás- grímsdóttir, rafmagnsverkfræð- ingur, hafa framsögu. Laugardagsmorguninn 10. apríl verður rætt um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði undir leið- sögn Birnu Þórðardóttur og fleiri. Fundirnir eru öllum opnir. Erindi um Leónsriddarann FÉLAG íslenskra fræða efnir til fundar í Skólabæ í kvöld, miðviku- dagskvöld 7. aprfl, með Hönnu Steinunni Þorleifsdóttur, bók- menntafræðingi og hefst fundurinn kl. 20.30. Erindi Hönnu Steinunnar nefn- ist „Riddari á eigin vegum. Leóns- riddarinn eða ívent Artúskappi og saga hans“. Það mun fjalla um af- drif fornfrönsku ljóðsögunnar um ívent Artúskappi frá 12. öld í ís- lenskum handritum Iventssögu. Merkustu handrit franska verksins eru öll frá 13. öld, aðeins örfá hand- ritabrot eru talin litlu eldri. ívents- saga er allvel varðveitt í tveimur 15. aldar handritum þar sem Há- kon kóngur gamli er sagður hafa látið snúa sögu herra Ivent úr „franzeisku" á noraænu. Sagan er einnig til sniðin og samantekin á 17. aldar handriti. Létt og skemmtileg sænsk rímuð gerð af sögunni var til á fyni hluta 14. ald- ar, segir í fréttatilkynningu. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir lauk doktorsprófi í miðaldarbók- menntum frá Sorbonne-háskóla IV árið 1996. Doktorsritgerð hennar fjallaði um þýðingu Iventssögu úr fornfrönsku. Hanna Steinunn hef- ur búið í París um árabil og er hún nýkomin heim. Eftir framsögu verða almennar umræður. Fundurinn er öllum op- inn. Sameinaðir verktakar hf. styrkja Virkið Á AÐALFUNDIR Sameinaðra verktaka hf. sem haldinn var mið- vikudaginn 31. mars sl. var ákveðið að styrkja Götusmiðjuna - Virkið um eina milljón króna. Götusmiðjan Virkið hefur fengið afnot af Hlíðardalsskóla, sem er heimavistarskóli í eigu aðventista, og ætlar að reka þar meðferðar- heimili fyrir ungmenni í vímuefna- vanda. Markáætlun Rannsóknarráós Islands Framlengdur umsóknarfrestur Frestur til að skila umsóknum í markáætl- un Rannsóknarráðs Islands um upp' lýsingatœkni og umhverfismál hefur verið framlengdur til mánudagsins 19. apríl nk. RANNÍS Stjörnuspá á Netinu /gjmbl.is Vantar þig ekki öruggt húsnœði? Umsóknarfrestur til 13. apríl 2ja herb. Skólatún 1, Álftanesi 69m2 íbúð, 203 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 617.938 Búsetugjald kr. 24.832 3ja herb. Miðholt 13, Mosfellsbæ 82m2 íbúð, 202 Almennt lán Búseturéttur kr. 1.320.275 Búsetugjald kr. 50.563 3ja herb. Lerkigrund 5, Akranesi 80m2 íbúð, íoi Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 965.290 Búsetugjald kr. 34.878 4ra herb. Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð, 702 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.072.634 Búsetugjald kr. 38.807 4ra herb. Miðholt 5, Mosfellsbæ 95m2 íbúð, 303 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.497.152 Búsetugjald kr. 40.752 Leiguíb.lán = húsaleigubætur Almenn lán = vaxtabætur Nánari iipplýsingur á skrifslnfu Búscta hsf. Opiö frá kl. 8.30 lil 15.30. iicnia niiövikuduga frá 8.30-12.00. Mcö iimsókmnii um íbiiöir incö lcigiifli.lán. þurl'aö skila skatlframlöliiin síðuslti 3ja ára, cn síöustu skattskýrslu mcö uinsóknum inn iliúöir mcö almcnnuni lánuin. Úthlulim íliiiöunna fcr l'rain miövikudaginn 14. aprfl kl. 12.00 aö Skcifiinni 19. Uinsækjendur verða aö inæla ug slaöfcsta lilhliitim sína. Búseti hsf. Skeifunni 19 sími 520-5788 www.buseti.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.