Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 76
76 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Mæðrafundur kl. 14-15.30 í safnað- arheimilinu. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Samverastund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. TTT- starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungi-a bama kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 7*- 11—12 ára kl. 18. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf fyrir eldri borgara kl. 13-17. Laugarneskirkja. „Kirkjuprakkar- ar“ (starf fyrir 6-9 ára börn) kl. 14.30. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffi og spjall. Ungar mæður og feður velkomin. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Umsjón Kristín Bögeskov djákni. Seltjarnarneskirkja. Kyi’rðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- •- aðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. „Kirkjuprakkarar" starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.' Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Sarf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Fundur Æskulýðsfélagsins kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnaríjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug- un og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend- ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Aliir velkomnir. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stundir alla fimmtudaga kl. 18 í vetur. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Heilar 700 krónur til öryrkja! ÉG hef horft á ríkisstjórn- ina koma fram í sjónvarpi og berja sér á brjóst fyrir það örlæti að hækka greiðslur til öryrkja um 700 krónur á mánuði, hvorki meira né minna. Að þetta fólk skuli halda að það fáist eitthvað fyrir 700 ki'ónur í dag og að þetta sé upphæð sem fólk eigi að muna um. Segir það ekki alla söguna um bág kjör öryrkja? Þegar þingmenn þurfa að hækka sín eigin laun þá dugar aldrei minna en fimm stafa tala. Guðrún Jóhannsdóttir, Túngata 20, 225 Bessastaðahreppur. Akureyrarveikin ÞEIR sem fengu Akureyr- arveikina 1948 eða síðar eða heilahimnubólgu, háls- eða höfúðáverka geta haft samband við Rósu í síma 5533437. Tapað/fundið Mont Blanc penni tapaðist SVARTUR Mont Blanc penni tapaðist 5. mars á höfuðborgarsvæðinu. Penninn er merktur. Ef einhver hefur fundið hann þá vinsamlegast hafið sam- band í síma 5885466. Fundarlaun. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með mörgum lyklúm fannst á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar. Á kipp- unni er brún leðurbót með ki'ókódil á. Uppl. í síma 5512252. Karrimore bakpoki tapaðist SVARTUR Kai'rimore bakpoki tapaðist í kringum 20. mars. í pokanum var myndavél, vasasegul- bandstæki, fatnaður og fleira. Pokinn tapaðist í Bláfjallarútu eða í Bláfjöll- um. Ef einhver veit um pokann þá vinsamlegast hringið í síma 5885466. Fundai'laun. Blá gleraugu BLÁ barna eða unglinga- gleraugu fundust fyrir skömmu. Inn í gleraugun- um stendur Lookers By Polaroid. Hinum megin á þeim stendur Ce 3605 C2.00. Ef einhver kannast við þessa lýsingu er hægt að fá upplýsingar í síma 5811239. Hringur tapaðist GULLHRINGUR, módel- smíði frá Jens tapaðist fyr- ir skömmu. hringurinn er með stórum hvítum ópal- steini. Hringurinn hefur mikið tilfinningalegt gildi og ef einhver hefur fundið hann er hann vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 898-8266, Jóhanna. Hjól tapaðist JAZZ Rocket fjallahjól tapaðist úr Blönduhlíð. Hjólið sem er grátt er með tösku framan á stýrinu. Ef einhver veit um hjóhð er hann beðinn-um að hringja í síma 5512252. Dýrahald GRÁR kettlingur í óskilum GRÁR kettlingur fannst í Grafarvogi fóstudaginn 26. mars. Hann er mjög gæf- ur, sennilega heimiliskött- ur. Finnandi getur fengið upplýsingar í Kattholti. Páfagaukur tapaðist HUN Trítla er grænn páfagaukur og hún tapað- ist úr Grafarvoginum þriðjudaginn 31. mai's. Ef einhver hefur séð til Trítlu, þá vinsamlegast hringið í síma 5861202. Morgunblaðið/Finnur FYRIR skömmu héldu þær Sveinbjörg Ólafsdóttir og Eydís Jóhannesdóttir á Tálknafirði tombólu. Ágóðann af tombólunni færðu þær sr. Sveini Valgeirssyni sóknarpresti, með þeim orðum að peningana ætti að Ieggja í kirkjubyggingarsjóð Stóru-Laugardalssóknar. Undan- farna mánuði hefur sóknarnefndin verið að kanna möguleika á byggingu nýrrar kirkjti í Tálknafirði. Þá hafa verið gefin út minningarkort með mynd af kirkjunni f Stóra-Laugardal, til styrktar kirkjubyggingarsjóði. HÖGNI HREKKVÍSI Lindasmári 37 Opið hús milli kl. 14 og 17 155 fm, hæð og ris. Til sýnis í dag milli kl. 14 og 17 í þessu fallega húsi. 6-7 herb. Ibúð á frábærum stað. íbúðin er ekki fullbúin en vel íbúðarhæf. Möguleiki á 5 svefnherb. Stórar suðursvalir. Ágætt útsýni. Glæsilega hönnuð eign. Verð 11 millj. Upplýsingar á VALHÖLL, FASTEIGNASÖLU, Síðumúla 27, sími 588 4477. Við hjálpum púí Kínverjor hofa lönpum verið þekktir fyrir longlífi og heilbrigðan lifnoðorhótt. Í gegnum órþósundir hafo þeir þrooð mjög fulikomnar og þægilegor oðlerðir til eflingor líkamn og heilsu. í Heilsudrekanum fætðu streitukvillum, s.s. vöðváólgu, kkveiki, gigt, olmennum sfitðleika og fleíru. Boðíð er upp ó kínversko leikfími sem byggist ó rólegum hreyfiæfingum og teygjum, kínverskt nudd og kínverskt boð sem er mjög hreinsandi fyrir húðino. Einnig eru í boðr U.C.W. Leirvafningor og Eurowove rofnudd sem hreinso og móto ollonn líkomo þinn ón strangror megrunor eðo æfingo og gerir húðína ofor stinno og silkimjúko. Þessar viduáenndu adlerdir eru laldar fljótvirkuslu leióimar ril grenningar. sem hjólpo þér gegn ýmsum io Hina Opið HQ8aifotiCTi!iTit un ,)‘UU 1IIll Vlrku duga B'OD K2'00 luugBidBao lo-on - ko-oo SunnudBgo IK'OD III 11(1 KinversH hBÍIsulind rnúlo 17o - Sími 553 8282 Víkverji skrifar... AÐ UNDANFÖRNU hefur Víkverji velt fyrir sér blaða- mannafunda- og fjölmiðlagleði ráðamanna þessa þjóðfélags. Það er eins og ekki megi gefa út fjór- blöðung á vegum nokkurs ráðu- neytis lengur, án þess að kalia þurfi til fulltrúa allra fjölmiðla. Þannig tók Víkverji eftir myndar- legri umfjöllun í máli og mynd hér í blaðinu í liðinni viku, fyrir þær sak- ir einar að forstöðumaður Þjóð- menningarhússins, sem vel að merkja verður ekki opnað fyrr en 20. apríl árið 2000, afhenti forsæt- isráðherra íýrsta eintak kynning- arbæklings um starfsemi hússins! XXX SAMA blaði var frétt og mynd af menntamálaráðherra, af því til- efni að ráðuneyti hans hefur gefið út smárit um jafnrétti til menntun- ar. Næsta dag var það félagsmála- ráðhetTa sem gleiðbrosandi kynnti á blaðamannafundi nýtt kennslu- efni fyrir Pólverja sem vilja læra íslensku. Þetta eru aðeins örfá dæmi, valin af handahófi, sem Vík- verji telur að hafi alls ekki risið undir því að teljast tilefni til boðun- ar blaðamannafundar. En allir vita að kosningar nálgast, og þá er auð- vitað þýðingarmikið fyrir ráða- menn, sem sækjast eftir endur- kjöri, að vera eins mikið í sviðsljósi fjölmiðlanna og kostur er. Það er svo bara við okkur fjölmiðlungana að sakast, að við skulum hlaupa upp til handa og fóta og mæta á hvern einasta blaðamannafund sem ráðamennimir boða til, og endursegja svo fréttleysuna í fjöl- miðlum okkar. xxx REYNDAR hefur Víkverji tekið eftir öðrum fjölmiðlaglöðum manni, sem ekki þarf að heyja neina kosningabaráttu í bráð, en það er forseti íslands. Það er varla opnuð sýning nokkurs staðar eða hafin keppni í einhverri íþrótta- grein, að forsetinn sjálfur þurfi ekki í eigin persónu að vera við- staddur og ávallt að gegna lykil- hlutverki. Meira að segja þurfti hann að setja sjálft skíðalandsmót- ið á ísafirði í síðustu viku. Er þetta ekki fullmikið af því góða?! xxx VÍKVERJA hefur borist eftir- farandi bréf frá Lofti R. Giss- urarsyni, gæðastjóra Vatnsveitu Reykjavíkur: 29.3.1999 Við viljum þakka Víkverja fyrir ábendingarnar í Morgunblaðinu þann 27. marz. Þar bendir hann á fjölda bifreiða við Gvendarbrunna- hús þegar gengið var frá samningi Menningarborgai' og nokkurra máttarstólpa í íslensku atvinnulífi. Við höfum stundum þurft að beita ákveðni við að halda bifreiðum í skefjum, en í þessu tilviki höfðu nokkrir einstaklingar fengið und- anþágu (fréttamenn og aðrir sem komu að undirbúningi móttökunn- ar). Reglur Vatnsveitunnar varð- andi umferð um brunnsvæðin eru skýrar. Tæki og vélar sem erindi eiga inn á þau svæði eiga að vera skoðuð af starfsmönnum fyrirtæk- isins. í þessu tilviki leit starfsmað- ur eftir bifreiðunum og fylgdist með þeim á staðnum. Engu að síð- ur hefði innra eftirlit VR mátt vera strangara, sérstaklega hvað varðar bifreiðina sem var í gangi. F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur Loftur R. Gissurarson gæðastjóri. Víkverji þakkar Lofti bréfið og vonar að Vatnsveita Reykjavíkur gefi framvegis hvergi eftir í eftirliti með bílaumferð og útblæstri á Gvendarbrunnasvæðinu, sama hvort þar á í hlut máttarstólpi eða meðal-Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.