Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 37 LISTIR Spræk sýning á Héraði Vortónleikar Karla- kórs Reykjavíkur KARLAKÓR Reykjavíkur held- ur árlega vortónleika sína dag- ana 10. til 17. aprfl nk. Þeir verða haldnir sem hér segir: Víðistaðakirkja: Laugar- dagur 10. aprfl kl. 17. Fella- og Hólakirkja: Sunnudagur 11. aprfl kl. 17. Langholtskirkja: Þriðjudagur 13. aprfl kl. 20. Langholtskirkja: Fimmtudagur 15. aprfl kl. 20. Langholts- kirkja: Laugardagur 17. aprfl kl. 16. Einsöngvari á tónleikunum verður Loftur Erlingsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir mun annast undirleik. I söng munkanna, In Taberna quando sumus, úr Carmina Burana eftir Carl Orff leika þær Anna Guð- ný og Krystyna Cortes á tvo flygla og með þeim þrír slag- verksleikarar. • „Flying Too Close to the Sun: the Success and Failure of the New-Entrant Airlines" er heiti á nýrri bók eftir dr. Svein Viðar Guðmundsson. I bókinni er fjallað um nýgengi flugfélaga í frjálsu markaðsum- hverfí með sérstakri áherslu á Bandaríkin. Miklar vonir voru bundnar við slík flugfélög eftir að ílug var gefíð frjálst í Bandaríkj- unum árið 1978. Mörg ný og smærri eldri ílugfé- lög spruttu upp og nýttu sér hið nýfengna frelsi í flugi. Flugfélögin áttu mikilli velgengni að fagna ef vöxtur er lagður til hliðsjónar, en þegar komið var fram undir 1987 voru flest þessi upphaflegu fíugfé- lög hoi-fin af sjónarsviðinu og ljóst Á efnisskránni kennir að venju margra grasa og fara saman þekkt íslensk og erlend kórlög, óperukórar og þjóðlög og þar sem með kórnum syngur að þessu sinni baríton syngur kórinn nokkur þeirra laga sem haldið hafa nafni Karlakórs Reykjavíkur og karlakórasöng almennt mjög á loft undanfarna áratugi. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á flutningi lagsins Þér landnemar úr Alþingishátíðar- kantötunni 1930 eftir Pál ísólfs- son sem sjaldan er nú flutt, auk tveggja kóra úr Carmina Burana. Söngsljóri Karlakórs Reykja- víkur er Friðrik S. Kristinsson en ásamt honum annaðist Signý Sæmundsdóttir radd- þjálfun. orðið að nýherjaflugfélög áttu mjög upp á pallborðið í samkeppn- inni við sér stærri flugfélög. í bók- inni er fjallað um stjómun, stefnu- mótun og umhverfi flugfélaganna til að aðstoða stjórnendur við að leggja drög að velgengni til lengri tíma. Bókin er að stórum hluta byggð á könnun meðal stjórnenda flugfé- laga og greiningu á rekstri út frá ýmsum gagnagrunnum. Bókin er fáanleg hjá útgefanda Ashgate Publishing, i gegnum www.amazon.com eða www.barnesnoble.com. Dr. Sveinn Viðar Guðmundsson er dósent í samgöngum og vöru- flæði við Maastricht Universiteit í Hollandi. LEIKLIST L e i k f é 1 a g Fljótsdalshéraðs MY FAIR LADY (MÍN FRAUKAN FRÍÐA) eftir Alan J. Lerner í þýðingu Ragn- ars Jóhannessonar og Þórarins Eld- járns. Höfundur tónlistar: Frcderic Loewe. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þor- kelsson. Hljómsveitarstjóri: Charles Ross. Söngstjóri: Suncana Slamning. Leikmynd: Oddur B. Þorkelsson, Daníel Behrend, Börkur Vígþórsson. Búningar: Kristrún Jónsdóttir, Förð- un: Ingunn Jónasdóttir. Lýsing: Guð- mundur Steingrímsson. Leikendur: Einar Rafn Haraldsson, Agnes Vogler, Daníel Þorsteinsson, Heiða Skúladóttir, Daníel Behrend, Jónas Bjarnason, Ágúst Ólafsson, Björn Sveinsson, Erla S. Einarsdóttir, Haf- dís Bjarnadóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Hrafnkell Kárason, Fjóla Sverrisdóttir, Jóhanna Bergmann, Vígþór Zóphaníasson, Snæbrá K. Jónsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Ólafur Ágústsson, Stefán Vilhelms- son, Þórður I. Guðmundsson, Kristín A. Sigurðardóttir, Erla D. Vogler, Ásta K. Jóhannsdóttir, Þórunn G. Sigurðardóttir, Nanna Vilhelmsdótt- ir, Helga Guðmundsdóttir. Kór og hljómsveit. Sýning f Valaskjálf á Egilsstöðum, 31. apríl. Á HÉRAÐI leggja heilu fjöl- skyldurnar sitt til svo blómasölu- stúlkan Elísa Doolittle geti látið prófessorinn Henry Higgins skamma sig í Valaskjálf. Mín fraukan fríða er mannfrekur söng- leikur og honum fylgir auðvitað kór og hljómsveit. Þess vegna er mamma í sminkinu en börnin á sviði en þar er, sýnist mér af leik- skránni, annar hver maður tengd- ur einhverjum meðleikurum sínum blóð- eða ástarböndum. Og sumir leggja það á sig að gerast svo sann- færandi flámæltir að áhorfendur fá sem snöggvast í magann. En í heild er afraksturinn sá, að þessi austfirska uppsetning á My Fair Lady er góð skemmtun þar sem ungir og aldnir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta og til að þroskast á sviðinu. Austfirðingar hafa löngum sýnt að þeir eru lúnknir þegar kemur að auglýs- ingabrellum. Þótt ekki sé ég sann- færður um að Ameríkanar flykkist á Hérað til að sjá þessa sýningu er vissulega ástæða til að hvetja Aust- fírðinga til að eyða kvöldstund í Valaskjálf með gi’önnum sínum, breyttum en ljóslifandi. Eins og gefur að skilja munu þeir ekki sjá atvinnumannasýn- ingu: Tónlistin mætti vera þéttari og ég hef heyrt fólk syngja betur. En það skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli. Þessi sýning er glöð og spræk og það er ástæða til að minnast á sumt sem er prýðilega vel gert. Búningarnir eru fínir og leikmyndin haganleg og þeir sem eru í aðalhlutverkunum sýna svo sannarlega hvað í þeim býr. Einar Rafn Haraldsson er þaulvanur leikhúsmaður, bæði á sviði og utan þess sem leikstjóri. Einar slær ekki feilnótu sem prófessor Henry Higgins og hefur greinilega hugsað persónusköpun sína til hlítar: Þessi Higgins er ævinlega samur við sig, í málfari, tilsvörum og töktum. Hann er bæði skemmtilegur og sannfærandi. Og svo er það Elísa Doolittle í meðförum Agnesar Voglers. Að sumu leyti er þetta hennar kvöld, því þótt Agnes sé enginn nýgræðingur á sviði tekst þessari glæsilegu austfirsku stúlku mjög vel að sýna þau stakkaskipti sem verða á blómastúlkunni bresku, bæði til orðs og æðis. Það fór fíðringur og gleðihrollur um okkur á áhorfendabekkjunum þeg- ar hún nær loks tökum á tungutaki yfirstéttarinnar. Töfrandi augna- blik. Þau Heiða Skúladóttir og Daníel Þorsteinsson standa sig einnig ágætlega sem meðreiðarsveinar prófessorsins, og þá er Daníel Behrend geislandi fínn og í góðu gervi sem faðir Elísu, Alfred Dolittle. Hópatriðin eru góð og sama gildir um hópsönginn. Hljóm- sveitin situr á veggsvölum og þar sést Charles Ross stjórna hljóm- sveitinni af röggsemi. Að sýningu lokinni stóð hljómsveitin á fætur og hneigði sig pent eins og vera ber. Þá áttaði ég mig á því, að hún er nær eingöngu skipuð ungu fólki sem er við nám við Tónskóla Aust- ur-Héraðs og þótti vænna um framleg þeirra til sýningarinnar fyrir bragðið. Þau gerðu sitt besta. Þeirra er framtíðin og fræknir sigrar. Guðbrandur Gíslason Olíumálverk í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, var opnuð sýning á verkum Arn- ars Herbertssonar 27. mars sl. Arnar hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á Islandi og erlendis. Hann hefur einnig haldið einkasýningar; t.d. í Ás- mundarsal og FIM-salnum. Verk eftir hann eru m.a. í eigu í Hafnarborg Listasafns Islands, Nýlista- safnsins og Listasafns Reykja- víkur. Á sýningunni í Hafnarborg sýnir Arnar tólf málverk sem unnin eru með olíulitum, silfur- bronsi og fernis. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 til 18 og henni lýkur 12 apríl. Nýjar bækur Amerísku undrakpemin frá Institute • Fop • Skin • Therapy ÞAU VIRKA! HVAD SEGJA ÞÆR SEM REYNT HAFA? ANNA KARLSDÓTTIR - 49 ára „Amerísku undrakremin virka svo sannar- lega og eru satt að segja miklu betri en ég þorði að vona, eftir að hafa prófað hinar og þessar tegundir í gegnum árin og ekki þær ódýrustu, án mikils sýnilegs árangurs. Kremin eru létt, smjúga inn í húðina, gefa einhvernveginn hreina tilfinningu og eru alveg ótrúlega drjúg. Ekki skaðar að þau eru ilmefnalaus og ofnæmisprófuð, þv( ekki þoli ég hvað sem er í þessum málum. Ég er með frekar feita húð, svo að ollulausa rakakremið er hara hreinlega bjargvættur. Maður verður virkilega sléttur og fínn I framan af þessum snyrtivörum og ég verð að minnast á C-vítamíndropana, sem ég get ekki lengur lifað án, frekar en annarra snyrtivara frá Institute For Skin Therapy. GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, 31 árs Aðstæður hjá mér eru þannig, að ég get ekki eytt miklum tíma I andlitssnyrtingu, verð að vera snögg að hlutunum, 4 lítil börn og nokkrir hundar á heimilinu sjátil þess. Amerísku undrakremin frá IFST hafa marga kosti fyrir mig og mína viðkvæmu húð. Maður er fljótur að skella þeim á sig, þau fara beint inn I húðina, liggja ekki utan á, maður fær einhvern- veginn hreina tilfinningu, finnur bók- staflega að þau gera húðinni gott. Áhrifin eru greinileg og ekki er verra að kremin eru ótrúlega drjúg og verðið hagstætt. Þurrkblettir I andliti sem voru búnir að vera talsvert vandamál, hurfu eins og dögg fyrir sólu um leið og ég byrjaði að nota þetta að staðaldri. ÞURÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, 44 ára Ég er rosalega ánægð með þessar snyrtivörur. Var með ansi slæma þurrk- bletti I andlitinu áður fyrr, þeir eru nú gjörsamlega horfnir. Þetta er eina kremið sem hefur lagað þá og hef ég þó reynt ýmislegt I þessum málum um dagana. Nú llður mér vel I húðinni, get notað andlitsmálningu án þess að hún hlaupi I kekki og sjálfsálitið hefur aukist til muna! Verð að minnast á hinn undraverða duftandlitsmaska sem ég nota samviskusamlega einu sinni I viku. Maður finnur hvað hann tekur I, hreinsar og nærir vel og hvað húðin verður mjúk og fín á eftir. Hann virkar næstum eins og andlitslyfting og er meiriháttar! Allar snyrtivörurnar sem ég hef prófað frá þessu fyrirtæki eru ótrúlega drjúgar og verðið finnst mér afar sanngjarnt. 20% KYNNINGARAFSLATTUR 24.3.-16.4.1999 SIGURLAUG LÁRUSDÓTTIR, 70 ára GUÐRÚN ANTONSDÓTTIR, 24 ára „Áður fyrr átti ég við ansi mikil húðvanda- mál að stríða og prófaði ótal snyrtivöru- tegundir til að reyna að ráða bót á afar óþægilegum húðþurrki í andliti. En eftir að ég prófaði Amerísku undrakremin heyra þessi vandamál mín sögunni til. Um leið og ég byrjaði að nota þessar vörur, gjör- breyttist húðin hreinlega. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu. Húðþurrkur er horfinn og rakinn sem kremin veita, virðist einhvernveginn endast og gefa þann raka sem húðin þarfnast. Húð mín hefur sléttst og raunverulega byggst upp. Árangur er tvímælalaus, get ekki annað sagt." Ég var satt að segja ansi illa haldin af bólóttri húð um tíma. Þetta var það mikið vandamál að ég þurfti að leita læknis og fara í sérstaka meðferð. En eftir meðferð- ina hef ég getað haldið bólunum algjör- lega niðri með því að nota hina sérstöku bólumeðferð sem Amerísku undrakremin bjóða upp á. Ég mæli eindregið með þessum ótrúlega áhrifamiklu vörum fyrir unglinga og aðra sem þjást af feitri húð og bólum og bendi á oliulausa rakakremið sem hægt er að nota dags- daglega, vegna þess að það glansar ekki neitt. Snyrtivörur fyrir allar húðgerðir, ilmefnalausar, náttúrulegar, ofnæmisprófaðar, með og án ávaxtasýru. Fást aðeins á völdum snyrtistofum í Kaliforníu og á íslandi hjá: Snyrtistofunni MAJU, Bankastræti 14, R. s. 551-7762 Snyrtistofunni EVU, Ráðhústorgi 1, Akureyri, s. 462-5544 Snyrtistofunni DÖNU, Hafnargötu 41, Keflavík, s. 421-3617 og hjá KOSMETU ehf, Síðumúla 17, R. s. 588-3630 Sendum vandaðan upplýsingabækling ásamt verðlista ef óskað er! \Co4#hótfi‘ e.h.f. Síðumúla 17 • 108 R • Sími: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opið fráki. 14:00-18:00 Netfang: kosmeta@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.