Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dorgveiði í vorsólinni ÞAÐ var ekki slorlegt að vera við dorgveiði í blíðviðrinu á föstudaginn langa. Ottó Guðjóns- son og Thelma nutu þess á Með- alfellsvatni í Kjós. Eitthvað ann- að en veiðiskapurinn hefur þó vakið athygli Thelmu á því augnabliki sem myndin er tekin enda kannski tilbrigðalítið að sitja yfir vökinni ef fískurinn gef- ur sig ekki. Lækkun á farsíma- þjónustu Tal hf. boðar verð- lækkun ÞÓRÓLFUR Árnason, forstjóri Tals hf., segir að á næstu dögum verði til- kynnt um verðlækkun á gjaldskrá fyrirtækisins, en Landssíminn hefur ákveðið að lækka verð á farsímaþjón- ustu sinni frá og með 15. apríl um 10-18% á helstu áskriftarflokkum. Þórólfur sagði að fyrirtækið hefði frá upphafí verið leiðandi í gjald- skrárákvörðunum auk lækkunar á símtækjum og staðið þannig fyrir verðlækkunum til neytenda og því yrði haldið áfram. „Það er athyglis- vert að þarna eru engar verðlækkan- h- nema á því sviði sem við eigum í samkeppni við Landssímann, sem sannar að besta rekstrarformið er samkeppnin," sagði hann. „Við mun- um tilkynna verðbreytingar okkar og lækkanir á næstu dögum því við höfum alltaf boðið betur en Lands- síminn og það verður engin breyting á þvi. Við erum sá aðili sem hefur knúið fram verðlækkanir en neyt- endur hafa því miður ekki fengið uppskeruhátið á 2/3 hluta hagnaðar- ins þar sem engin samkeppni er.“ ------------------ Steingrímur J. Sigfússon Allir flokkar vilja breyta fískveiðistj órn- kerfinu FRÉTTIR HHB Könnun Gallups Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 45,7% FYLGI Sjálfstæðisflokksins er 45,7% og fer vaxandi og fylgi Fram- sóknarflokks er nú 17,5% og einnig á uppleið, samkvæmt nýrri skoðana- könnun Gallups. Greint var frá niðurstöðum könn- unarinnai- í ríkissjónvarpinu í gær- kvöldi en þá ræddu forystumenn stjórnmálaflokkanna, sem bjóða fram á landsvísu, niðurstöðurnar og kosningamálin. Samkvæmt könnun- inni fær Samfylkingin nú 29% fylgi en við síðustu könnun Gallups var fylgi hennar 36,5%. Vinstrihreyfing- in-grænt framboð fékk í könnuninni nú 6,5% en var síðast með 4,5% og fylgi Frjálslynda flokksins var 1,3% sem er svipað og það mældist við síð- ustu könnun Gallups, en hún fór fram í mars. Samanlagt fylgi ríkis- stjórnai’flokkanna samkvæmt könn- un Gallups nú er rúm 63%. Morgunblaðið/Golli Forritunarvilla í hugbúnaði hraðbanka Landsbanka Islands Fé ekki greitt en tilraunir til úttektar skuldfærðar FORRITUNARVILLA varð i hug- búnaði fyrir hraðbankanet Lands- bankans helgina 13. og 14. mars sl., sem varð þess valdandi að margir viðskiptavinir fengu ekki fé, sem þeir reyndu að taka út með greiðslu- kortum, útborgað. I mörgum tilvik- um var upphæðin hins vegar gjald- færð á kortareikningi þeirra um seinustu mánaðamót. Kona sem Morgunblaðið ræddi við hafði reynt sex sinnum að taka fé út úr hraðbönkum í útibúum Lands- bankans en þurfti frá að hverfa án þess að hafa fengið greitt. Þegar hún fékk greiðslukortareikning sinn sendan um mánaðamót kom hins vegar í ljós að tilraunir hennar til út- tektar höfðu verið skuldfærðar og hún krafín um greiðslu upp á annan tug þúsunda. Þegar hún bar fram kvörtun í viðskiptabanka sínum og bar fram ósk um leiðréttingu, kom í ljós að fleiri höfðu lent í sama vanda. Lentu á biðreikning Guðmundur H. Kjærnested, for- stöðumaður tölvudeildai- Lands- bankans, segir sér ekki kunnugt um nákvæmlega hversu margir voru krafðir um greiðslu vegna árangurs- lausra peningaúttekta, en þó sé vitað að um talsvert marga hafi verið að ræða umrædda helgi. Hluta af þess- um færslum hafi þó tekist að leið- rétta áður en reikningar voru sendir út. Alls eru hraðbankar á vegum Landsbankans 47 á landinu öllu. „í hraðbankakerfi okkar og ann- arra banka er til svokallaður bið- reikningur. Komi eitthvað upp í sam- skiptum kerfisins við krítarkortafyi-- irtækin, fara viðkomandi færslur á þennan biðreikning en viðskiptavin- urinn fær ekki greiddan út pening- inn. Slík tilvik koma ávallt upp í ákveðnum mæli. Þessa helgi hins vegar var sett upp ný útgáfa af hug- búnaði fyrir hraðbanka í útibúum Landsbankans sem innihélt villu. Gerð voru mannleg mistök í forritun á þeirri útgáfu og þó það sé slæmt þegar slíkt gerist, verður að hafa hugfast að þetta er tölvukerfi og mannleg mistök geta átt sér stað á þeim vettvangi sem annars staðai’," segir hann. Allur hugbúnaður er keyptur af Einari J. Skúlasyni að sögn Guð- mundar og annast fyrirtækið forrit- un fyrir bankann sem reynir síðan búnaðinn. „Þessi villa slapp hins veg- ar i gegnum prófanh- okkar með þeim afleiðingum að margir við- skiptavinir sem vildu taka út pen- inga voru settir inn á þennan bið- reikning og miklu fleiri en vanalegt er,“ segir Guðmundur. „Við fréttum hins vegar fljótlega af þessari bilun og lagfærðum hana strax að morgni mánudags. Við er- um búnir að yfírfæra þessa daga og bakfærslu er að mestu lokið. Guðmundur segir að um helgina sem þarna um ræðir hafi afgreiðsla hraðbankanna verið mjög slæm og í raun óviðunandi, en þar sem bæði skýring sé komin og búið að lagfæra bilunina verði að æskja eftir skiln- ingi þeirra sem lentu í erfiðleikum. „Við töldum ekki svo marga hafa lent í vanda að ástæða væri til að til- kynna það með opinberum hætti. Líkurnar á að þetta endurtaki sig eru litlar og gerðar hafa verið ráð- stafanir til þess að fyrirbyggja að þetta geti gerst á ný í þessum mæli.“ STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, sagði í umræðu- þætti vegna alþingiskosninganna í Ríkissjónvarpinu í gærkvöld að sá pólitíski árangur hefði orðið af um- ræðu undangenginna mánaða um sjávarútvegsmál að nú væri enginn talsmaður stjórnmálaflokka í vörn fyrir óbreytt fiskveiðistjórnkerfi. „Það er orðinn pólitískur vilji til þess að leita samstöðu um breyting- ar,“ sagði Steingrímur. „Ég tek al- veg mark á því að það séu orðin þau skil í þessu máli að núna lýsa allir flokkar sig viljuga til starfs sem mið- ar að því að gera breytingar á þessu kerfi og reyna að laga það og sníða af því galla. Það er árangur í sjálfu sér en menn geta svo deilt um hvort það sé nóg,“ sagði Steingrímur. Mikið tjón í Rúm- fatalagerniim MIKIÐ tjón er talið hafa orðið í Rúmfatalagernum á Smáratorgi vegna vatnsleka. Sigurður Ásgeirs- son, aðstoðarverslunarstjóri, segir að brunaslanga hafi sprungið í versl- uninni og vatn flotið um hana alla. Ekki er vitað hvenær slangan sprakk en síðasti maður yfii’gaf verslunina sl. laugardag og varð lek- ans ekki vart fyrr en í gærmorgun þegar verslunin var opnuð. Sigurður sagði að giskað hefði ver- ið á að 100 þúsund lítrar hefðu streymt um gólf verslunarinnar. Þegar Rúmfatalagerinn var opnaður á Smáratorgi á síðasta ári varð tjón í versluninni og einnig í versluninni Elkó vegna vatnsleka. „Það hefur verið þiýstingur á brunaslöngunni og hún sprungið. Það var mikill vatnsagi hér þegar við opnuðum í morgun [gærmorgun]. Við hringdum á Slökkviliðið og allt tiltækt starfsfólk," sagði Sigurður. Hann telur tjónið nema nokki-um milljónum króna. Morgunblaðið/Golli UNNIÐ við að þurrka upp af gólfi Rúmfatalagersins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.