Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ferðamaður féll 20 metra niður sprungu í Vatnajökli Slapp með skrámur „ÞAÐ eina sem ég hugsaði um meðan á fallinu stóð var að sprungan þrengdist eftir því sem neðar dró og ég beið eftir því að sleðinn og ég myndum mætast í þröngri sprungunni. Annar okk- ar yrði þá að gefa eftir og það yrði líklega ég,“ sagði maður sem féll niður á 20 metra dýpi of- an í sprungu á Brókarjökli á skírdag, í samtali við Morgun- blaðið. Maðurinn vill ekki láta nafn síns getið en slapp ótrúlega vel úr óhappinu og var fljótlega bjargað af félögum sínum úr sprungunni. Maðurinn var á ferð í sjö manna hóp um Vatnajökul og var ferðinni heitið að Esjuijöllum og Oræfajökli en farið var frá Jökla- seli. Allir í hópnum voru vanir fcrðalögum á jökli og fimm þeirra meðlimir í hjálparsveit. Hópurinn ætlaði að fara ofan við sprungusvæðið á Brókarjökli en fyrir mistök ók leiðangurinn beint inn í skriðsvæðið. Að sögn mannsins var mikill snjór á svæð- inu svo hópurinn áttaði sig ekki strax á hættunni. Segir hann að stórbrotið lands- lag hafí náð athygli hans um stund og þá var ekki aftur snúið: „Ég tók af mér hjálminn, ók hægt áfram og tók nokkrar Ijós- myndir. Skyndilega fannst mér sleðinn renna aftur á bak. Ég gaf honum betur inn en ekkert gerð- ist og afturendinn á honum rann niður. Félagar mínir segja að ég hafi reynt að klifra upp á sleðann að framan, en ég náði ekki að losa mig og féll niður í hyldýpið með sleðanum,“ segir maðurinn sem lenti 20 metrum neðar í mjúkum snjó við hlið sleðans. Saman runnu þeir svo niður brekku og staðnæmdust 15 metr- um neðar. Hefði getað farið verr „Ég veit ekki hvers vegna maður verðskuldar að sleppa lif- andi úr svona slysi. Það hefði svo auðveldlega getað farið miklu verr, því beggja vegna snjósyll- unnar sem ég lenti á var sprung- an miklu dýpri, milli 30 og 50 metrar þar sem eingöngu er ís og enginn mjúkur snjór.“ Maðurinn fékk mikið högg á höfuðið og skurð á gagnaugað við fallið og vankaðist en fékk meðvitund skömmu eftir lend- ingu. Félagar hans sáu hann hverfa ofan í sprunguna og komu honum til hjálpar. Þeir kölluðu til hans og létu strax sækja eftir sigbelti og línum í Jöklasel. Þeir reyndu að halda honum vakandi LEIÐANGURSMENN ná snjósleðanum upp úr sprungunni. MAÐURINN féll 20 metra niður í hyldjúpa sprungu í Brókar- jökli á skírdag. Á botni sprung- unnar má sjá sleðann. með því að spjalla við hann á meðan verið var að sækja sigbún- aðinn. Rúmri klukkustund eftir fallið var manninum náð upp úr sprungunni og var farið með hann á heilsugæslustöðina á Höfn. Meiðslin voru ekki alvar- leg, hann fékk skurð á gagn- auga, marðist á fótum og sneri sig á hnénu. Sleðinn var tekinn í sundur og hífður í pörtum upp úr sprungunni. Hann þarfnast smá- vægilegrar viðgerðar að sögn mannsins. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon útför Soffaníusar Grundarfirði. Morgunblaðið. ÚTFÖR Soffaníusar Cecilssonar var gerð frá Grundarfjarðar- kirkju 3. apríl sl. að viðstöddu íjölmenni. Prestur var sr. Karl V. Matthíasson. Myndin var tekin þegar kistan var borin út úr kirkjunni að athöfn lokinni. Lík- menn voru: Soffanías Rúnarsson, Kristín Soffaníasdóttir, Rúnar Sigtryggur Magnússon, Magnús Soffaníasson, Sigríður Finsen, Sóley Soffaníasdóttir, Sigurður Sigurbergsson og Bára Bryndís Vilhjálmsdóttir. Maður fórst í snjó- flóði á Ströndum Um hundrað manns tóku þátt í leitinni Áriieshreppi. Morgunblaðið. 33 ÁRA maður, Jón Stefánsson, fórst í snjóflóði sem féll úr suð- austurhlíð Hlíðarhúsafjalls í Ár- neshreppi í Strandasýslu um klukkan 15 á laugardag. Feðg- ar á vélsleðum voru þar á ferð og ók faðirinn upp í klettabelti fjalls- ins, sem er í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Féll þá flóðið úr íjallinu og hreif mann og sleða með. Sonur mannsins, sem var á hinum sleðanum, slapp naumlega, en hann ók ekki upp í fjallið. Flóðið er 170 metra breitt og víða á þriðja metra á dýpt. Sjónar- vottur var að slysinu og brugðust heimamenn skjótt við og hófu leit að manninum. Voru kallaðir til menn frá Hólmavík, sem komu yfir Trékyllisheiði á bifreiðum og vélsleðum, og einnig kom TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, með tvo leitarhunda auk áhafnar. Um eitt hundrað manns tóku þátt í leitinni þegar mest lét og fannst maðurinn um klukkan 21 um kvöldið og var talinn látinn er hann fannst. Hafði hann þá legið í snjónum í um sex klukkustundir. Hinn látni hét Jón Stefánsson, til heimilis að Tindum 1 á Kjalar- nesi. Hann var fæddur 1. júní 1965 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. FLÓÐIÐ kom úr suðausturhlíð fjallsins og var víða á þriðja metra á dýpt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.