Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 4

Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ferðamaður féll 20 metra niður sprungu í Vatnajökli Slapp með skrámur „ÞAÐ eina sem ég hugsaði um meðan á fallinu stóð var að sprungan þrengdist eftir því sem neðar dró og ég beið eftir því að sleðinn og ég myndum mætast í þröngri sprungunni. Annar okk- ar yrði þá að gefa eftir og það yrði líklega ég,“ sagði maður sem féll niður á 20 metra dýpi of- an í sprungu á Brókarjökli á skírdag, í samtali við Morgun- blaðið. Maðurinn vill ekki láta nafn síns getið en slapp ótrúlega vel úr óhappinu og var fljótlega bjargað af félögum sínum úr sprungunni. Maðurinn var á ferð í sjö manna hóp um Vatnajökul og var ferðinni heitið að Esjuijöllum og Oræfajökli en farið var frá Jökla- seli. Allir í hópnum voru vanir fcrðalögum á jökli og fimm þeirra meðlimir í hjálparsveit. Hópurinn ætlaði að fara ofan við sprungusvæðið á Brókarjökli en fyrir mistök ók leiðangurinn beint inn í skriðsvæðið. Að sögn mannsins var mikill snjór á svæð- inu svo hópurinn áttaði sig ekki strax á hættunni. Segir hann að stórbrotið lands- lag hafí náð athygli hans um stund og þá var ekki aftur snúið: „Ég tók af mér hjálminn, ók hægt áfram og tók nokkrar Ijós- myndir. Skyndilega fannst mér sleðinn renna aftur á bak. Ég gaf honum betur inn en ekkert gerð- ist og afturendinn á honum rann niður. Félagar mínir segja að ég hafi reynt að klifra upp á sleðann að framan, en ég náði ekki að losa mig og féll niður í hyldýpið með sleðanum,“ segir maðurinn sem lenti 20 metrum neðar í mjúkum snjó við hlið sleðans. Saman runnu þeir svo niður brekku og staðnæmdust 15 metr- um neðar. Hefði getað farið verr „Ég veit ekki hvers vegna maður verðskuldar að sleppa lif- andi úr svona slysi. Það hefði svo auðveldlega getað farið miklu verr, því beggja vegna snjósyll- unnar sem ég lenti á var sprung- an miklu dýpri, milli 30 og 50 metrar þar sem eingöngu er ís og enginn mjúkur snjór.“ Maðurinn fékk mikið högg á höfuðið og skurð á gagnaugað við fallið og vankaðist en fékk meðvitund skömmu eftir lend- ingu. Félagar hans sáu hann hverfa ofan í sprunguna og komu honum til hjálpar. Þeir kölluðu til hans og létu strax sækja eftir sigbelti og línum í Jöklasel. Þeir reyndu að halda honum vakandi LEIÐANGURSMENN ná snjósleðanum upp úr sprungunni. MAÐURINN féll 20 metra niður í hyldjúpa sprungu í Brókar- jökli á skírdag. Á botni sprung- unnar má sjá sleðann. með því að spjalla við hann á meðan verið var að sækja sigbún- aðinn. Rúmri klukkustund eftir fallið var manninum náð upp úr sprungunni og var farið með hann á heilsugæslustöðina á Höfn. Meiðslin voru ekki alvar- leg, hann fékk skurð á gagn- auga, marðist á fótum og sneri sig á hnénu. Sleðinn var tekinn í sundur og hífður í pörtum upp úr sprungunni. Hann þarfnast smá- vægilegrar viðgerðar að sögn mannsins. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon útför Soffaníusar Grundarfirði. Morgunblaðið. ÚTFÖR Soffaníusar Cecilssonar var gerð frá Grundarfjarðar- kirkju 3. apríl sl. að viðstöddu íjölmenni. Prestur var sr. Karl V. Matthíasson. Myndin var tekin þegar kistan var borin út úr kirkjunni að athöfn lokinni. Lík- menn voru: Soffanías Rúnarsson, Kristín Soffaníasdóttir, Rúnar Sigtryggur Magnússon, Magnús Soffaníasson, Sigríður Finsen, Sóley Soffaníasdóttir, Sigurður Sigurbergsson og Bára Bryndís Vilhjálmsdóttir. Maður fórst í snjó- flóði á Ströndum Um hundrað manns tóku þátt í leitinni Áriieshreppi. Morgunblaðið. 33 ÁRA maður, Jón Stefánsson, fórst í snjóflóði sem féll úr suð- austurhlíð Hlíðarhúsafjalls í Ár- neshreppi í Strandasýslu um klukkan 15 á laugardag. Feðg- ar á vélsleðum voru þar á ferð og ók faðirinn upp í klettabelti fjalls- ins, sem er í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Féll þá flóðið úr íjallinu og hreif mann og sleða með. Sonur mannsins, sem var á hinum sleðanum, slapp naumlega, en hann ók ekki upp í fjallið. Flóðið er 170 metra breitt og víða á þriðja metra á dýpt. Sjónar- vottur var að slysinu og brugðust heimamenn skjótt við og hófu leit að manninum. Voru kallaðir til menn frá Hólmavík, sem komu yfir Trékyllisheiði á bifreiðum og vélsleðum, og einnig kom TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, með tvo leitarhunda auk áhafnar. Um eitt hundrað manns tóku þátt í leitinni þegar mest lét og fannst maðurinn um klukkan 21 um kvöldið og var talinn látinn er hann fannst. Hafði hann þá legið í snjónum í um sex klukkustundir. Hinn látni hét Jón Stefánsson, til heimilis að Tindum 1 á Kjalar- nesi. Hann var fæddur 1. júní 1965 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. FLÓÐIÐ kom úr suðausturhlíð fjallsins og var víða á þriðja metra á dýpt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.