Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 49 UMRÆÐAN Þjónusta við heyrn- arskert börn VEGNA gi'einaskrifa í Morgun- blaðið undanfarið þar sem fjallað hefur verið um málefni heyrnar- lausra og heymarskertra barna, hefur oft verið minnst á leikskól- ann Sólborg. Framkvæmdastjóri Dagvistar barna, Bergur Felixson og leikskólastjóri Sólborgar, Jónína Konráðsdóttir vilja koma eftirfarandi á framfæri sem von- andi skýrir stöðu leikskólans, sem á engan hátt tengist deilum um menntun heyrnarlausra. Sólborg er einn af 70 leikskólum Dagvistar barna. Hann opnaði sumarið 1994 og er staðsettur við Vesturhlíð. Sérstaða Sólborgar felst í sameiginlegu uppeldi og námi fatlaðra og ófatlaðra barna og byggir starfsgrundvöllurinn hvað þetta varðar á heildtækri skólastefnu. Frá upphafí hafa heyrnarlaus böm dvalið í Sólborg, fyrstu árin hálfan daginn en þá dvöldu börnin hinn helming dags- ins á forskóladeild Vesturhlíðar- skóla. Vorið 1998 fór Fræðslumið- stöð þess á leit að Dagvist barna tæki yfir þjónustu við heyrnarlaus og heyrnarskert börn sem til- raunaverkefni í eitt ár og var samningur um það gerður s.l. haust. Bömin sem koma víðsvegar að af landinu voru þá vistuð í Sól- borg. Bergur Felixson Á þeim árum sem Sólborg hefur starfað, hefur gefist tækifæri til að þróa leikskólastarfið með hliðsjón af þörfum heyrnarlausra og heyrn- arskertra barna. Ein deild leik- skólans er tvítyngd, en þar eru töl- uð tvö mál - íslenska og íslenskt táknmál. Dagvist hefur stutt við þessa þróun með ýmsum hætti og má þar nefna: Fjárframlög til táknmálsnám- skeiða fyrir starfsfólk, en auk góðrar táknmálskunnáttu starfs- manna á tvítyngdu deildinni er lögð áhersla á að allir starfsmenn annarra deilda leikskólans hafi lágmarks kunnáttu í táknmáli. Styrkir til kynnis- og námsferða starfs- fólks bæði til Amer- íku og Norðurlanda, þar sem starfsfólk kynnti sér nám og kennslu heyrnar- lausra bama. Styrkur til rann- sókna og aðlögunar á náms- og málum- hverfi bamanna. I Sólborg era heyrandi og heyrn- arlaus/skert börn í sameiginlegu leik- skólastarfi. Einnig era í leikskólanum börn sem tengj- ast táknmáli á einhvem hátt t.d. börn sem eiga heyrnarlaus systk- ini eða heyrnarlausa foreldra. Öll börnin fá formlega og óformlega kennslu í táknmáli. Örlítil reynsla er einnig komin á hvernig þetta tvítyngda umhverfi nýtist börnum með vægari heyrnarskerðingu. Sú reynsla sýnir að það hefur þrosk- andi áhrif á máltöku barnanna að gera málið sýnilegt með samhliða Jönína Konráðsdóttir notkun táknmálsins. í ys og þys leikskólaumhverfisins er margt sem getur brenglað heym barns þótt því nýtist heyrnartækin að öllu jöfnu vel Þá er gott að geta einnig meðtekið skilaboðin sjón- rænt á táknmáli og þannig ekki farið á mis við neitt. Heyrnarskertir Dagvist barna er stolt af leikskólanum Sól- borg, segja Bergur Felixson og Jónína Konráðsdóttir, og því starfi sem þar fer fram. Dagvist bama hyggst nýta þá reynslu og þekkingu sem skapast hefur í Sólborg með því að: Foreldram heyi-nariausra og al- varlega heyrnarskertra barna verður boðið leikskólapláss í Sól- borg fyrir börn sín. Foreldram barna með vægari heyrnarskerðingu verður í fram- tíðinni bent á Sólborg sem æski- legan valkost fyrir barnið. Á Sólborg starfar leikskólasér- kennari, Regína Rögnvaldsdóttir, sem hefur sérhæft sig í kennslu og menntun barna með skerta heyrn. Regína mun í framtíðinni tengjast Ráðgjafar og sálfræðideild Dag- vistar, með ráðgjöf til annarra leikskóla Dagvistar barna og for- eldra sem eiga heyrnarskert börn í þeim leikskólum. Heyi'narlausum foreldram verð- ur áfram bent á Sólborg sem val- kost þar sem börnin upplifa tákn- mál sem hluta af leikskólamenn- ingunni og foreldrar geta átt sam- skipti við starfsfólk á táknmáli. Eins og fyrr segir þá var ákveð- ið vegna sérhæfni leikskólans, að taka á móti börnum víðs vegar af landinu og greiða viðkomandi sveitarfélög þá áfallinn rekstrar- kostnað. Era nú 5 heyrnar- laus/heyrnarskert börn í skólan- um, sem ekki eiga lögheimili í Reykjavík. Dagvist barna er stolt af leikskólanum Sólborg og því starfi sem þar fer fram, sem bygg- ir á framúrskarandi starfsfólki og mikilli fagmennsku. Jónína er leikskólastjóri Sólborgar og Bcrgur er framkvæmdastjóri Dagvistar barna. Ræktaðu þinn innri mann - ég skal sjá um garðinn þinn Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt Hringdu 332 Hrmgi • (898 43 3- Gœðavara Gjafavara — matar- og kaffislell. Allir verðflokkar. ffeimsfrægir hönnuöir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244. AÐALFUNDUR 1999 Aöalfundur Samvinnuferöa-Landsýnar hf. veröur haldinn fimmtudaginn 15. apríl 1999 I Ársal, Hótel Sögu, Reykjavík og hefst kl. 16.00. DAGSKRA 1. Venjuleg aöalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins þar sem lagt er til aö heimila stjórninni aö taka upp rafræna skráningu hlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis viku fyrir aöalfund en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum á fundarstað. Samvinnuferðir Landsýn w.samvlnn. Is Flóttafólkið frá Kosovo þarf á tafarlausrí aðstoð að halda Hundruð þúsunda Kosovobúa hafa hrakist á flótta vegna átakanna í Júgóslavíu að undanförnu. Fólkið þarf á brýnustu nauösynjum á borð við mat, hreinlætisvörur og teppi að halda. Munið söfnunarreikning okkar í SPRON, 1151-26-12 (kt. 530269-2649) og gíróseðla í bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 570 4000 + Rauði kross íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.